#efnahagsmál#stjórnmál

Vaxtavopnið dugar skammt gegn styrkingunni

Styrking krónunnar hefur verið hröð og veldur áhyggjum í hagkerfinu.

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.

Meg­in­vextir Seðla­banka Íslands voru lækk­aðir í morgun úr 5 pró­sent í 4,75 pró­sent. Þessu höfðu stjórn­völd kallað eft­ir, þó vafa­lítið hafi verið vilji til þess hjá þeim að vextir myndu lækka enn meira. Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri lét hafa eftir sér að ekki væri svig­rúm fyrir meiri vaxta­lækkun.

Það hefur mátt sjá það á orðum ráða­manna að þeir telji að vaxta­lækkun muni vinna gegn styrk­ingu krón­unn­ar, sem er farin að valda miklum áhyggj­um, ekki síst í ferða­þjón­ustu, sjáv­ar­út­vegi og tækni­geir­an­um. 

Við­brögðin á mark­aði í dag komu ekki mikið á óvart, þegar kemur að hluta­bréfa­mark­aði, en þar sáust grænar tölur hækk­un­ar. Vísi­talan hækk­aði um 1,98 pró­sent, sem telst mikið fyrir dag­lega þró­un. 

En vaxta­lækk­unin leiddi ekki til þess að gengi krón­unnar veikt­ist gagn­vart helstu við­skipta­mynt­um. Þvert á móti hélt það áfram að styrkj­ast. Banda­ríkja­dalur kostar nú rúm­lega 100 krón­ur, evra 112 krónur og pundið 130 krón­ur.

Auglýsing

Fyrir rúm­lega einu og hálfu ári kost­aði Banda­ríkja­dalur 140 krónur evra 150 krónur og pundið 206 krón­ur, en breyt­ingin eftir Brex­it-­kosn­ing­una í júní í fyrra hefur verið mikil gagn­vart pund­in­u. 

Óhætt er að tala um að sveifl­urnar á geng­inu hafi verið dramat­ískar, en ekk­ert sem Íslend­ingar kann­ast ekki við úr sög­unni. Hag­saga Íslands er rús­sí­ban­areið þegar horft er til geng­is­ins.

Raun­gengið er nú á svip­uðum slóðum og það var fyrir hrun­ið, þegar Banda­ríkja­dalur var á ríf­lega 60 krón­ur. Að því leyt­inu til er staðan svipuð og á því herr­ans ári 2007, sem er orðið alþjóð­legt tákn óráðsíu og bólu­mynd­un­ar. Ekki bara á Íslandi heldur á alþjóða­mörk­uð­um.

Er hætta á ferð­um? Getur þessa mikla styrk­ing leitt til erf­ið­leika?

Nokkur atriði má telja til þegar hugað er að spurn­ingum sem þess­um.

1. Útflutn­ings­hlið hag­kerf­is­ins finnur veru­lega fyrir því hversu hröð styrk­ing krón­unnar hefur ver­ið. Mik­ill vöxtur í ferða­þjón­ust­unni hefur verið drif­kraft­ur­inn í miklum hag­vexti und­an­farin miss­eri en hann mæld­ist 7,2 pró­sent í fyrra. 

Þessum mikla vexti hefur fylgt mikið gjald­eyr­is­inn­streymi sem ýtir undir styrk­ingu krón­unn­ar. Gert er ráð fyrir að það verði yfir 500 millj­arðar á þessu ári, sem er langtum meira en hjá öðrum geirum atvinnu­lífs­ins. Að þessu leyti má segja að ferða­þjón­ust­an, og hraður vöxtur henn­ar, sé meg­in­á­stæðan fyrir því að mörg fyr­ir­tækja í grein­inni finna fyrir minni fram­legð í rekstr­inum en áður. Vöxt­ur­inn hefur ein­fald­lega leitt til þess að íslenska krónan hefur risið hratt.

Styrking krónunnar hefur verið mikil undanfarin misseri.2. Launa­hækk­an­ir, sem samið var um í kjara­samn­ing­um, koma einnig inn í þessa jöfnu. Þær hafa verið mjög skarpar, í sögu­legu sam­hengi, og hækk­uðu laun til að mynda um 4,5 pró­sent 1. maí síð­ast­lið­inn. Þó ytri skil­yrði hafi verið hag­felld und­an­farin miss­eri, meðal ann­ars vegna lágrar inn­fluttrar verð­bólgu (lágt olíu­verð, m.a.), gæti þessi hraða launa­hækk­un, ofan í minnk­andi fram­legð, leitt til erf­ið­leika hjá fyr­ir­tækjum sem hafa tekjur sínar í erlendri mynt. Þegar hafa komið fram vís­bend­ing­arum að fyr­ir­tæki séu komin að þol­mörk­um, og hafa sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki, meðal ann­ars HB Grandi, nefnt að sterkt gengi krón­unnar þurrki upp ávinn­ing af sumri starf­semi og því þurfi að grípa til hag­ræð­ing­ar­að­gerða. 

3. Það sést vel hvað styrk­ing krón­unnar hefur verið hröð þegar horft er á stærsta eigna­mark­að­inn á Íslandi í erlendri mynt, það er fast­eigna­mark­að­inn. Í fyrra hækk­aði fast­eigna­verð á Íslandi um 40 pró­sent, mælt í Banda­ríkja­dal. Hvergi í heim­inum hefur verið nándar nærri eins mikil hækk­un, sé horft til þró­aðra ríkja. Spár gera ráð fyrir að 15 til 20 pró­sent hækkun fast­eigna­verðs á ári haldi áfram næstu tvö ár. Þar er grund­vallar­á­stæðan ekki síst sú, að mikil vöntun er á fast­eignum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, ekki síst litlum og með­al­stórum íbúð­um.

Ævintýralegar hækkanir hafa einkennt þróun á fasteignamarkaði að undanförnu.4. Hin svo­nefndu vaxta­mun­ar­við­skipti (Carry Tra­de) voru áber­andi fyrir um ára­tug á Íslandi, þar sem erlendir fjár­festir náðu að ávaxta eignir sínar betur á Íslandi á ann­ars staðar sökum mik­ils vaxta­mun­ar. Þessi við­skipti hafa alls ekki verið eins áber­andi nú og þá, en er gjald­eyr­is­inn­streymið núna allt ann­ars eðl­is. Það er að segja frá ferða­mönnum sem koma til lands­ins og eyða pen­ingum í vörur og þjón­ustu. Þá hafa bank­arnir einnig verið að tengja sig betur inn á erlenda mark­aði með skulda­bréfa­út­gáfu. Þeir fá nú betri kjör á lán en áður og njóta góðs af því að staða efna­hags­mála hefur batnað hratt á Íslandi, sé horft til helstu hagtalna. 

Inn­koma vog­un­ar­sjóða inn í beint eign­ar­hald á íslensku fjár­mála­kerfi, með kaupum á 30 pró­sent hlut í Arion banka, er hugs­an­lega eitt­hvað sem gæti ýtt undir enn meiri þrýst­ing á styrk­ingu krón­unn­ar. Sjóð­irnir veðja með styrk­ingu krón­unnar og hag­stæðu gengi gagn­vart til dæmis Banda­ríkja­dal, sem eykur virði eigna þeirra. Eins og sagan sýn­ir, og reynslu­saga sumra þeirra sjóða sem eiga í hlut, þá svífast þeir einskis í því að ná sínu fram.

5. Sam­hliða algjörri kúvend­ingu þegar kemur að skuldum þjóð­ar­búss­ins við útlönd - þegar slitabú gömlu bank­anna hurfu úr hag­kerf­inu, ef svo má segja - þá hefur skap­ast alveg nýr veru­leiki. Við­mæl­endur Kjarn­ans segja stöðu hag­kerf­is­ins vissu­lega aðra og betri en hún var, en það sé ástæða til að ótt­ast að krónan gæti styrkst mikið til við­bótar við það sem nú er. Vöru- og þjón­ustu­jöfn­uður var jákvæður um 155 millj­arða í fyrra, og fyrir lítið hag­kerfi með ein­ungis 200 þús­und ein­stak­linga á vinnu­mark­aði, og sjálf­stæða mynt, þá geti þessi heild­ar­mynd verð­lagt krón­una á allt öðrum stað núna en margir hafa verið að gera ráð fyr­ir. 

Þegar allt er saman tekið þá blasir við að hag­stjórn stjórn­valda, sveit­ar­fé­laga, fyr­ir­tækja, stétt­ar­fé­laga og Seðla­banka Íslands verður krefj­andi á næstu miss­erum, þó engin ástæða sé til að örvænta enn sem komið er. Eins og Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri hefur bent á þá gæti komið til þess að þjóð­hags­var­úð­ar­tæki (lækkun á við­miðun veð­hlut­falla lána, úr 85 í 75 pró­sent, t.d.)  þurfi til að styrkja hag­stjórn­ina og koma í veg frek­ari ofhitn­un­ar­ein­kenni í okkar litla hag­kerfi, því vaxta­vopnið dugar skammt í því verk­efni.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar