Viðhorfsbreyting í opinberum rekstri og hætta á ofhitnun

Þjóðhagsráð hittist öðru sinni í apríl. Í fundargerð má grein áhyggjur af ofhitnun, ánægju með breytt verklag í opinberum rekstri og mikilvægi þess að tímasetja opinberar framkvæmdir rétt.

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra.
Auglýsing

Með til­komu þjóð­hags­ráðs og nýjum lögum um opin­ber fjár­mál hefur átt sér stað ákveðin við­horfs­breyt­ing hjá sveit­ar­fé­lög­um. Spennan í hag­kerf­inu er aug­ljós og hætta á ofhitnun er fyrir hend­i. 

Þetta er eitt af því sem rætt var um á öðrum fundi þjóð­hags­ráðs. Fund­ur­inn fór fram 6. apríl síð­ast­lið­inn og stóð í tvo tíma, en fund­ar­gerð af fund­inum hefur nú verið birt.

Í þjóð­hags­ráði sitja Bjarni Bene­dikts­son, for­sæt­is­ráð­herra, Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, Björt Ólafs­dótt­ir, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, Hall­dór Hall­dórs­son, for­maður Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga (Karl Björns­son sat fund­inn í hans stað), Már Guð­munds­son Seðla­banka­stjóri og Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins.

Auglýsing

Hér að neðan fara fimm mark­verðir punktar úr fund­ar­gerð­inni.

1. Karl Björns­son sagði á fund­inum að auk­ins skiln­ings gætti nú á hlut­verki sveit­ar­fé­laga og meiri sam­hæf­ing í fjár­málum væri af hinu góða. Í fund­ar­gerð­inni seg­ir: „Við­horfs­breyt­ing hefði orðið hjá sveit­ar­fé­lög­unum en ekki skipti síður máli að skiln­ingur á fjár­málum sveit­ar­fé­laga hefði auk­ist mikið í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu. Til marks um auk­inn skiln­ing mætti nefna fram­lag rík­is­ins til sveit­ar­fé­laga í tengslum við jöfnun líf­eyr­is­rétt­inda. Sagði hann sveit­ar­fé­lögin vinna eftir fjár­mála­reglum sveit­ar­stjórn­ar­laga sem væru leið­ar­ljós þeirra við fjár­mála­stjórn. Sveit­ar­fé­lögin hefðu verið að hag­ræða í rekstri sínum og greiða niður skuld­ir, en það væri erfitt án þess að draga úr fjár­fest­ing­um. Það gengi ekki til lengdar að fjár­fest­ingar væru lægri en sem næmi afskrift­um. Hann sagði sam­komu­lag milli ríkis og sveit­ar­fé­laga um afkomu­mark­mið og efna­hag sveit­ar­fé­laga verða und­ir­ritað síðar þann dag og sá samn­ingur væri hluti af fjár­mála­á­ætl­un­inn­i.“

Hætta á ofhitnun

2. Í máli Más Guð­munds­sonar seðla­banka­stjóra kom fram að þjóð­ar­bú­skap­ur­inn væri um þessar mundir tölu­vert spennt­ur, þó staðan væri um margt gjör­ó­lík þeirri sem var uppi fyrir fjár­málakrepp­una. Engu að síður væri hættan af ofhitnun fyrir hendi. Passa þyrfti upp á aðhald hjá hinu opin­ber. Þá benti Már á að 85% af inn­streymi á gjald­eyr­is­markað árið 2016 hefði átt rætur að rekja til við­skipta­af­gangs og við­skipta inn­lendra aðila sín á milli. Hins vegar hefði fjár­magnsinn­streymi vegna nýfjár­fest­ingar inn á inn­lendan skulda­bréfa­markað minnkað veru­lega eftir að Seðla­bank­inn fór að beita sér­stöku fjár­streym­is­tæki í fyrra sum­ar. Afgangur af vöru- og þjón­ustu­við­skiptum var 155 millj­arðar í fyrra og útlit fyrir að hann verði einnig mik­ill á þessu ári. Sam­hliða þess­ari þróun hefur gengi krón­unnar styrkst hratt. Már sagði enn fremur að vand­inn á hús­næð­is­mark­aði væri einkum sá að skortur væri á íbúðum á mark­að, og passa þyrfti upp á að stuðn­ingur við kaup­endur á mark­aði leiddi ekki til þess að verðið hækk­aði áfram. Hann sagði að vaxta­lækkun við þessar aðstæður myndi ekki leiða til neins ann­ars en hærra hús­næð­is­verðs. Jafn­vægið þyrfti að vera fyrir hendi í aðgerðum til að styrkja stöð­una á hús­næð­is­mark­aði. Björt Ólafs­dóttir minnt­ist einnig á mik­il­vægi þess að hugað verði að lausnum fyrir ungt fólk sem leit­aði inn­göngu á fast­eigna­mark­að.

Aukn­ing útgjalda

Þjóðhagsráð á fundi sínum 6. apríl.3. Bjarni Bene­dikts­son, for­sæt­is­ráð­herra, sagði á fund­inum að aukn­ing rík­is­út­gjalda á þessu ári væri „langt umfram“ það sem mætti reikna með til lengri tíma. „For­sæt­is­ráð­herra sagði að aukn­ing rík­is­út­gjalda á þessu ári væri langt umfram það sem hægt væri að standa undir til lengri tíma. Hann sagði að mikil umræða væri í sam­fé­lag­inu um nauð­syn auk­inna útgjalda en minna færi fyrir umræðu um hvort við hefðum getað mildað rík­is­fjár­mála­stefn­una eftir hrun og farið í gegnum kreppu­árin með öðrum og mild­ari áhersl­um. Jafn­framt kom fram hjá for­sæt­is­ráð­herra að lög um opin­ber fjár­mál væru farin að hafa mikil áhrif. Umhverfið væri mjög breytt. Í stað þess að ráð­staf­anir í tekju­málum rík­is­ins kæmu fram í nóv­em­ber til afgreiðslu fyrir árs­lok kæmu áætl­anir nú fram að vori og tækju til margra ára. Því væri mjög mik­il­vægt að fjár­mála­á­ætlun kæmi ætíð fram að vori, eins og lög­bundið er, og um hana næð­ist góð umræða,“ segir í fund­ar­gerð­inni.

Allt aðrar tölur á Norð­ur­lönd­unum

4. Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son deildi reynslu sinni af sam­tali og sam­starfi við starfs­fólk á Norð­ur­lönd­un­um. Hann sagði ljóst að þar væri verið að semja um laun­hækk­anir sem væru miklu minni en á Íslandi, og farið væri hægar í sak­irn­ar. Miðað væri við getu útflutn­ings­greina til að standa undir þeirri launa­þróun horft væri til. „Ljóst væri af þeim fundum að þar byggju menn við annan veru­leika en við þekkjum hér á landi. Í Sví­þjóð hefði t.d. nýlega verið samið um sam­tals 6,5% hækkun launa næstu þrjú árin og í Nor­egi hefði verið samið um svip­aða hækk­un. Þessar þjóðir mið­uðu við getu útflutn­ings­grein­anna þegar samið væri um laun,“ segir í fund­ar­gerð­inni. Til sam­an­burðar má nefna að laun hækk­uðu um 4,5 pró­sent, í einu stökki, 1. maí síð­ast­lið­inn.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Greiða niður skuldir

5. Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sagði að áherslan í rík­is­fjár­mála­á­ætlun fyrir árin 2018 til 2022 væri ekki síst sú að greiða niður skuldir rík­is­ins, gæta aðhalds í rekstri og stuðla að skyn­samri stjórnun fjár­fest­inga rík­is­ins. Hann sagði mik­il­vægt „að tíma­setja opin­berar fram­kvæmdir skyn­sam­lega og það ætti við um alla opin­bera aðila. Fundað hefði verið með sveit­ar­fé­lögum og stórum rík­is­fyr­ir­tækjum eins og Lands­virkjun og Isa­via um tíma­setn­ingar þeirra fram­kvæmda. Mik­il­vægur hluti fjár­mála­á­ætl­un­ar­innar væri lækkun skulda og gert væri ráð fyrir að þær lækk­uðu ár frá ári.“ Þá kom hann inn á það, að mögu­legt væri að leggja gistin­átta­skatt á sem sveit­fé­lögin fengju í sinn hlut, en útfærslur væru ekki komnar fram í því, á end­an­legt stig. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar