Störfin sem vélmennin taka

Gervigreindin er nú þegar farin að hafa víðtæk áhrif í efnahagslífi heimsins. Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur kafaði ofan í þessa hlið efnahagslífsins.

Kristinn Haukur Guðnason
gervigreind.jpg
Auglýsing

They took our jobs!“ öskr­uðu íbúar South Park þegar tíma­ferða­langar úr fram­tíð­inni gengu í störfin þeirra fyrir lægri laun. Þetta fjall­aði auð­vitað í raun um inn­flytj­endur og við­brögð heima­manna við þeim. En það eru ekki inn­flytj­endur sem munu „stela“ stör­f­un­um, heldur vélar og þá helst sjálf­virk vél­menni. Þró­unin er þegar hafin og hönn­uðir eru sífellt að prófa sig áfram og færa sig inn á ný svið. Jafn­vel ólík­leg­ustu störf eru undir í heimi þar sem mennskan skiptir alltaf minna og minna máli. Hér eru nokkur dæmi um störf sem sjálf­virk vél­menni munu sinna að miklu eða jafn­vel öllu leyti í fram­tíð­inni.

Atvinnu­bíl­stjórar

Í fram­tíð­inni munu börnum og ung­lingum finn­ast það bráð­fyndið þegar við segjum þeim að við höfum sjálf keyrt bíl­ana okk­ar. Sjálf­keyr­andi bílar eru nú þegar mikið í umræð­unni og fyr­ir­tæki á borð við Google og Tesla hafa prófað sig áfram með þá tækni. Ríki eru í óða­önn að laga lög­gjöf sína að þess­ari þróun og auð­séð að hún verður ráð­andi í fram­tíð­inni. Hingað til hefur umræðan að miklu leyti snú­ist um einka­bíla en aug­ljós­lega á þetta einnig við um bíla í atvinnu­skyni. Leigu­bílar undir merkjum Uber eru þegar farnir að vera sjálf­keyr­andi á sumum stöð­um. Ekki verður langt þangað til að vöru­bíl­ar, stræt­is­vagnar og far­þeg­ar­útur fylgja í kjöl­far­ið. Sumir hafa gagn­rýnt þessa þróun í ljósi þess að sjálf­keyr­andi bílar geta valdið slys­um. Flest umferð­ar­slys verða þó vegna mann­legra mis­taka. Annað álita­efni sem fram­leið­endur hug­bún­að­ar­ins þurfa að skoða er öryggi, þ.e. að t.d. þjófar eða hryðju­verka­menn geti ekki brot­ist inn í bíl­ana og stýrt þeim ann­að.

Bygg­ing­ar­verka­menn

Árþús­undum saman hefur mann­fólkið stritað og púlað við hús­bygg­ing­ar. Þó að tækni­fram­farir hafi auð­veldað verkið í gegnum tíð­ina þá er það ennþá kostn­að­ar­samt og tíma­frekt. Sum­arið 2016 prent­aði kín­verski verk­tak­inn HuaS­hang Tengda tveggja hæða, 400 fer­metra hús á aðeins 45 dög­um. Þrí­víddar prent­arar eru þegar komnir í notkun víða og þá aðal­lega til að prenta smærri hluti sem getur sparað mik­inn flutn­ings­kostn­að. Þetta kín­verska verk­efni sýnir þó að mögu­leikar þrí­víddar prent­unar eru mun meiri en áður var talið. Húsið er mjög traust en prent­ar­inn risa­vaxni sem not­aður var gat þó ein­ungis prentað ramma þess. Píparar og raf­virkjar geta því verið róleg­ir……í bili. Kína stækkar hratt og heilu borg­irnar rísa á örfáum árum. Miðað við pen­inga-og tíma­sparn­að­inn sem felst í vél­væð­ing­unni gætum við séð fyrstu prent­uðu borg­ina á kom­andi ára­tug­um.

Auglýsing



Barnapíur

Tmsuk er lítið jap­anskt fyr­ir­tæki sem fram­leiðir vél­menni til að sinna ýmsum störf­um, t.d. fyrir rústa­björg­un­ar­sveitir og tann­lækna­nema. Mesta athygli vöktu þó barna­gæslu-­vél­menni sem hönnuð voru fyrir versl­un­ar­mið­stöð árið 2008. T2-5 er til í nokkrum útgáf­um, þar á meðal með útlit Hello Kitty, og sér um börnin á meðan for­eldr­arnir versla. Vél­mennið nemur umhverfi sitt og börnin sem merkt eru með strik­a­merkj­um. Það fylgir þeim eftir og hefur ofan af fyrir þeim á ýmsa vegu eftir því sem hentar aldri þeirra. T2-5 leggur þrautir fyrir börn­in, segir þeim brand­ara, spilar tón­list og varpar myndum og mynd­skeiðum með öðru aug­anu. For­svars­menn Tmsuk sögðu að til­gang­ur­inn með T2-5 væri ekki ein­ungis að hjálpa for­eldrum að eyða pen­ingum í friði heldur að venja börn við nær­veru vél­menna, sem væru fram­tíð­in. Fyr­ir­tækið hefur þó ekki fram­leitt fleiri barnapíu-­vél­menni að svo stöddu. Aðrir hafa hins vegar tekið upp þráð­inn, t.d. fyri­tækið Avatar Mind sem setti vélp­í­una Ipal á markað fyrir skemmstu.

Kokkar

Moley Robot­ics er breskt fyr­ir­tæki sem sér­hæfir sig í vél­rænu eld­hús­i.[htt­p://www.moley.com/] Árið 2018 mun það setja á markað vél­hendur sem elda fyrir fólk með hár­fínum hreyf­ing­um. Hug­bún­aður vél­menn­is­ins ræður við 2000 upp­skriftir og hægt verður að panta mat­inn í gegnum snjall­síma eða tölvu. Mark Oleynik, eig­andi Moley Robot­ics, segir tækn­ina ekki ein­ungis hann­aða til að spara okkur vinnu. Hún geti hjálpað fólki með eigin sköp­un­ar­gleði, þ.e. að við getum lært mat­reiðslu af vél­hönd­un­um. Sumt er óvíst varð­andi verk­efni, t.d. hvað varðar aðgang að hrá­efni, blæ­brigði með krydd­jurtir o.fl. En ljóst er að þetta er tækni sem stór eld­hús og fjölda­fram­leið­endur að mat gætu horft til eins og t.d. mötu­neyti stórra fyr­ir­tækja og stofn­ana. Spurn­ingin er hvort að veit­inga­stað­ir, sér­stak­lega þeir fínni þar sem matseld er talin list­grein, nýti sér slíka tækni.

Heil­brigð­is­starfs­fólk

Í San Francisco hefur UCSF sjúkra­húsið komið upp tveimur vél­rænum apó­tek­um. Þar skammta vél­menni við­skipta­vinum lyfjum og engin mis­tök hafa átt sér stað eins og ger­ist í mennskum apó­tek­um. Mann­leg mis­tök lyfja­fræð­inga geta haft hræði­legar afleið­ingar.  Auk þess tekur afgreiðslu­ferlið mun skemmri tíma í vél­apó­tek­inu. Vél­menni hafa einnig verið notuð við skurð­lækn­ingar um nokk­urt skeið þó að þau séu ekki að fullu sjálf­virk. Talið er að sjálf­virkni muni aukast í þeim geira til muna og að vél­menni muni fram­kvæma margar aðgerðir án nokkurar aðstoðar lækna. Mann­leg hönd getur ekki keppt við nákvæmni vél­menn­ana. Því hljóta fleiri störf í heil­brigð­is­geir­anum að vera und­ir, bæði í lækn­ingum og umönn­un. Lækna­mis­tök er orð sem gæti heyrt sög­unni til. Vissu­lega spilar mann­legi þátt­ur­inn stóra rullu á heil­brigð­is­stofn­un­um. Því er lík­legt að vél­menna­hönn­uðir taki meira til­lit til þess og geri vél­menn­unum kleyft að takast á við til­finn­ingar sjúk­linga og aðstand­enda.



Kenn­arar

Pepper er jap­anskt vél­menni með hálf­-­mennskt útlit sem kom á markað árið 2015. Upp­runa­lega var til­gangur þess að hafa sam­skipti við og skemmta fólki. Hann er vinur og félagi sem getur greint og tek­ist á við til­finn­ingar þess sem hann talar við. Fram­leið­end­urnir Soft­bank sáu ýmis tæki­færi í vél­menn­inu eins og t.d. upp­lýs­inga­gjöf til við­skipta­vina um vörur fyr­ir­tækja. Í Japan má t.d. finna Pepper á mörgum kaffi­hús­um. En skólar í Japan og í Bret­landi eru byrj­aðir að prófa sig áfram með vél­mennið til kennslu, bæði á mennta­skóla og háskóla­stigi. Auð­velt er að sjá hvernig slíkt vél­menni geti nýst við fyr­ir­lestra og við að svara spurn­ingum nem­enda. Það gæti búið til próf upp úr náms­efn­inu á svip­skots­stundu og farið yfir þau jafn­vel enn hrað­ar. Stóra spurn­ingin varð­andi kennslu er hvort hægt sé að nýta vél­menni við kennslu á yngri stigum þar sem mann­legi þátt­ur­inn skiptir meira máli og ýmis vanda­mál, varð­andi hegðun og fleira, eru til stað­ar. Þá fyrst reynir virki­legar á getu Pepper til að takast á við til­finn­ing­arn­ar.

Lög­reglu­menn

Í Sílíkon-dalnum í Kali­forníu eru hafnar próf­anir á vél­rænum örygg­is­vörð­um, K5. Það er fyr­ir­tækið Knightscope Inc. sem stendur fyrir verk­efn­inu og eru alls 24 vél­menni í notkun í nokkrum versl­un­ar­mið­stöðvum og höf­uð­stöðvum fyr­ir­tækja

Vél­mennin líta út eins og stórar rusla­tunn­ur, ferð­ast um og vakta umhverfi sitt. Þau nema t.d. hljóð, ljós, hraða og hita og láta yfir­völd vita af öllu grun­sam­legu sem þau finna. Verk­efnið hefur vakið athygli og sumir telja að það geti hjálpað til við almenna lög­gæslu. Nær­vera slíkra vél­menna ein og sér gæti hamlað glæpum (líkt og örygg­is­mynda­vél­ar) jafn­vel þó að beint nota­gildi þeirra væri ekki mik­ið. Lög­regla víðs vegar um heim notar nú þegar vél­menni við ýmis störf, t.d. við umferð­ar­eft­ir­lit, sprengju­leit og dróna af ýmsum toga. Full­kom­lega sjálf­stýrð lög­reglu­vél­menni sem geta gripið inn í atburð­ar­rás og beitt valdi eru þó ennþá fram­tíð­ar­mús­ík. Ef K5, eða önnur sam­bæri­leg vél­menni yrðu notuð við almenna lög­gæslu yrði það samt skref í þá átt.

Her­menn

Hvergi er jafn­mik­ill fjár­austur í tækni­fram­farir og í hern­að­ar­geir­an­um, þá sér­stak­lega hjá Banda­ríkja­mönnum og Kín­verj­um. Báðar þjóðir eru í óða­önn við að vél­væða heri sína þó að vél­mennin séu ennþá ekki full­kom­lega sjálf­stýrð. Á það þá ekki ein­ungis við um hina mann­lausu dróna sem hafa kom­ist ítrekað í fréttir á und­an­förnum árum. Kín­verjar hafa t.d. fram­leitt sprengju­leit­ar­vél­menni sem lítur út eins og lít­ill hest­ur. Banda­ríkja­menn hafa fram­leitt bar­daga­vél­menni sem fylgir fót­göngu­lið­um, MAARS verk­efnið svo­kall­aða. Vél­mennið sem var kynnt til sög­unnar árið 2015 minnir á lít­inn skrið­dreka sem búinn er bæði hríð­skotariffli og sprengju­vörpu. Hann er búinn alls kyns mögu­leikum og hefur ótrú­lega lagni þrátt fyrir klunna­legt útlit. Vilji stór­veld­anna til að fórna manns­lífum í stríðum verður sífellt minni og því er ekki ólík­legt að vél­menni líkt og MAARS verði alger­lega sjálf­virk í fram­tíð­inni.



Prestar

ærinn Witten­berg er stað­ur­inn þar sem Mart­einn Lúther negldi sínar 95 greinar á kirkju­hurð­ina og klauf þar með hinn kristna heim árið 1517. 500 árum síðar má finna þar fyrsta vél­prest heims­ins, BlessU-2. Sókn­ar­börn geta fengið blessun á allt að 5 tungu­málum en vél­mennið fer einnig með Bibl­íu-vers og varpar ljós­geislum úr hönd­un­um. Hægt er að velja um karl­manns-eða kven­manns­rödd og prest­ur­inn getur einnig prentað út bless­un­ina. BlessU-2 á ekki að hafa mikið nota­gildi heldur var hann hann­aður til að skapa umræðu um trú­mál og tækni í ljósi þess að kirkju­sókn fer minnk­andi í Evr­ópu og prestum fækk­andi. Sumir myndu telja að mennskan sé nauð­syn­legur þáttur í t.d. sálu­hjálp, áfalla­hjálp og fræði­störf­um. Aðrar hliðar starfs­ins gætu þó hæg­lega verið unnar af vél­menn­um. Má þar nefna athafnir á borð við mess­ur, hjóna­vígsl­ur, skírnir og útfar­ir. Einnig skriftir og sær­ingar hjá kaþ­ólikk­um. Athygl­is­verð­asta spurn­ingin hlýtur samt að vera hvort vél­menni geti orðið dýr­ling­ur.

Lista­menn

Þetta kann að skjóta mörgum skelk í bringu því að list og menn­ing er af mörgum tal­inn sá eig­in­leiki sem aðgreinir okkur frá dýrum og vél­um. En vél­menni eru þegar farin að færa sig inn á þetta svið, t.d. með list­mál­un. Sum mála eftir ákveðnum fyr­ir­mynd­um, svo sem and­litum eða lands­lagi, en önnur mála abstrakt-­mynd­ir. Kanadíska vél­mennið Picassnake (sem lítur út eins og snák­ur) málar myndir eftir tón­listNoRAA er ítalskt vél­menni sem fær anda­gift frá umhverfi sínu og túlkar það á striga. Hér vaknar spurn­ing­in: „Geta vél­menni verið frum­leg?“ ….og enn­frem­ur: „Fá ekki allir lista­menn anda­gift sína úr umhverfi sínu og minn­ing­um?“ Nú þegar vél­menni eru þegar farnar að skapa mál­verk er hæg­lega hægt að ímynda sér að þau hefji inn­reið sína inn á önnur svið list­anna, s.s. tón­list, ljóð­list, dans, leik­list og rit­list. Við gætum séð heim þar sem vél­menni fær ósk­arsverð­laun eða jafn­vel Nóbels­verð­laun í bók­mennt­um.

Starfið þitt er ekki öruggt

List­inn er langt því frá tæm­andi og þó að þú hafir ekki séð þína starfs­grein hérna þá máttu búast við því að vél­væð­ing og aukin sjálf­virkni sé handan við horn­ið. Póst­burð­ar­fólk, end­ur­skoð­end­ur, afgreiðslu­fólk, gjald­ker­ar, bænd­ur, sím­sölu­fólk, fyr­ir­sæt­ur, lög­menn, blaða­menn og margar fleiri starfs­greinar eru í skot­línu vél­menn­ana. Vél­menni eru ódýr­ari, áreið­an­legri, hrað­virk­ari og betri kostur en þú. Vél­menni þiggur ekki laun, fer ekki í frí, eign­ast ekki börn, rífst ekki við yfir­menn sína og  þarf ekki vinnu­staða­sál­fræð­ing. Það eina sem vél­menni þarf er raf­magn og við­hald (senni­lega unnið af öðrum vél­menn­um). Hvað gerum við þá? Jú, þiggjum borg­ara­laun og njótum þess að láta vél­mennin stjana við okk­ur……á meðan þau leyfa okkur það.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar