Störfin sem vélmennin taka

Gervigreindin er nú þegar farin að hafa víðtæk áhrif í efnahagslífi heimsins. Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur kafaði ofan í þessa hlið efnahagslífsins.

Kristinn Haukur Guðnason
gervigreind.jpg
Auglýsing

They took our jobs!“ öskruðu íbúar South Park þegar tímaferðalangar úr framtíðinni gengu í störfin þeirra fyrir lægri laun. Þetta fjallaði auðvitað í raun um innflytjendur og viðbrögð heimamanna við þeim. En það eru ekki innflytjendur sem munu „stela“ störfunum, heldur vélar og þá helst sjálfvirk vélmenni. Þróunin er þegar hafin og hönnuðir eru sífellt að prófa sig áfram og færa sig inn á ný svið. Jafnvel ólíklegustu störf eru undir í heimi þar sem mennskan skiptir alltaf minna og minna máli. Hér eru nokkur dæmi um störf sem sjálfvirk vélmenni munu sinna að miklu eða jafnvel öllu leyti í framtíðinni.

Atvinnubílstjórar

Í framtíðinni munu börnum og unglingum finnast það bráðfyndið þegar við segjum þeim að við höfum sjálf keyrt bílana okkar. Sjálfkeyrandi bílar eru nú þegar mikið í umræðunni og fyrirtæki á borð við Google og Tesla hafa prófað sig áfram með þá tækni. Ríki eru í óðaönn að laga löggjöf sína að þessari þróun og auðséð að hún verður ráðandi í framtíðinni. Hingað til hefur umræðan að miklu leyti snúist um einkabíla en augljóslega á þetta einnig við um bíla í atvinnuskyni. Leigubílar undir merkjum Uber eru þegar farnir að vera sjálfkeyrandi á sumum stöðum. Ekki verður langt þangað til að vörubílar, strætisvagnar og farþegarútur fylgja í kjölfarið. Sumir hafa gagnrýnt þessa þróun í ljósi þess að sjálfkeyrandi bílar geta valdið slysum. Flest umferðarslys verða þó vegna mannlegra mistaka. Annað álitaefni sem framleiðendur hugbúnaðarins þurfa að skoða er öryggi, þ.e. að t.d. þjófar eða hryðjuverkamenn geti ekki brotist inn í bílana og stýrt þeim annað.

Byggingarverkamenn

Árþúsundum saman hefur mannfólkið stritað og púlað við húsbyggingar. Þó að tækniframfarir hafi auðveldað verkið í gegnum tíðina þá er það ennþá kostnaðarsamt og tímafrekt. Sumarið 2016 prentaði kínverski verktakinn HuaShang Tengda tveggja hæða, 400 fermetra hús á aðeins 45 dögum. Þrívíddar prentarar eru þegar komnir í notkun víða og þá aðallega til að prenta smærri hluti sem getur sparað mikinn flutningskostnað. Þetta kínverska verkefni sýnir þó að möguleikar þrívíddar prentunar eru mun meiri en áður var talið. Húsið er mjög traust en prentarinn risavaxni sem notaður var gat þó einungis prentað ramma þess. Píparar og rafvirkjar geta því verið rólegir……í bili. Kína stækkar hratt og heilu borgirnar rísa á örfáum árum. Miðað við peninga-og tímasparnaðinn sem felst í vélvæðingunni gætum við séð fyrstu prentuðu borgina á komandi áratugum.

Auglýsing


Barnapíur

Tmsuk er lítið japanskt fyrirtæki sem framleiðir vélmenni til að sinna ýmsum störfum, t.d. fyrir rústabjörgunarsveitir og tannlæknanema. Mesta athygli vöktu þó barnagæslu-vélmenni sem hönnuð voru fyrir verslunarmiðstöð árið 2008. T2-5 er til í nokkrum útgáfum, þar á meðal með útlit Hello Kitty, og sér um börnin á meðan foreldrarnir versla. Vélmennið nemur umhverfi sitt og börnin sem merkt eru með strikamerkjum. Það fylgir þeim eftir og hefur ofan af fyrir þeim á ýmsa vegu eftir því sem hentar aldri þeirra. T2-5 leggur þrautir fyrir börnin, segir þeim brandara, spilar tónlist og varpar myndum og myndskeiðum með öðru auganu. Forsvarsmenn Tmsuk sögðu að tilgangurinn með T2-5 væri ekki einungis að hjálpa foreldrum að eyða peningum í friði heldur að venja börn við nærveru vélmenna, sem væru framtíðin. Fyrirtækið hefur þó ekki framleitt fleiri barnapíu-vélmenni að svo stöddu. Aðrir hafa hins vegar tekið upp þráðinn, t.d. fyritækið Avatar Mind sem setti vélpíuna Ipal á markað fyrir skemmstu.

Kokkar

Moley Robotics er breskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í vélrænu eldhúsi.[http://www.moley.com/] Árið 2018 mun það setja á markað vélhendur sem elda fyrir fólk með hárfínum hreyfingum. Hugbúnaður vélmennisins ræður við 2000 uppskriftir og hægt verður að panta matinn í gegnum snjallsíma eða tölvu. Mark Oleynik, eigandi Moley Robotics, segir tæknina ekki einungis hannaða til að spara okkur vinnu. Hún geti hjálpað fólki með eigin sköpunargleði, þ.e. að við getum lært matreiðslu af vélhöndunum. Sumt er óvíst varðandi verkefni, t.d. hvað varðar aðgang að hráefni, blæbrigði með kryddjurtir o.fl. En ljóst er að þetta er tækni sem stór eldhús og fjöldaframleiðendur að mat gætu horft til eins og t.d. mötuneyti stórra fyrirtækja og stofnana. Spurningin er hvort að veitingastaðir, sérstaklega þeir fínni þar sem matseld er talin listgrein, nýti sér slíka tækni.

Heilbrigðisstarfsfólk

Í San Francisco hefur UCSF sjúkrahúsið komið upp tveimur vélrænum apótekum. Þar skammta vélmenni viðskiptavinum lyfjum og engin mistök hafa átt sér stað eins og gerist í mennskum apótekum. Mannleg mistök lyfjafræðinga geta haft hræðilegar afleiðingar.  Auk þess tekur afgreiðsluferlið mun skemmri tíma í vélapótekinu. Vélmenni hafa einnig verið notuð við skurðlækningar um nokkurt skeið þó að þau séu ekki að fullu sjálfvirk. Talið er að sjálfvirkni muni aukast í þeim geira til muna og að vélmenni muni framkvæma margar aðgerðir án nokkurar aðstoðar lækna. Mannleg hönd getur ekki keppt við nákvæmni vélmennana. Því hljóta fleiri störf í heilbrigðisgeiranum að vera undir, bæði í lækningum og umönnun. Læknamistök er orð sem gæti heyrt sögunni til. Vissulega spilar mannlegi þátturinn stóra rullu á heilbrigðisstofnunum. Því er líklegt að vélmennahönnuðir taki meira tillit til þess og geri vélmennunum kleyft að takast á við tilfinningar sjúklinga og aðstandenda.


Kennarar

Pepper er japanskt vélmenni með hálf-mennskt útlit sem kom á markað árið 2015. Upprunalega var tilgangur þess að hafa samskipti við og skemmta fólki. Hann er vinur og félagi sem getur greint og tekist á við tilfinningar þess sem hann talar við. Framleiðendurnir Softbank sáu ýmis tækifæri í vélmenninu eins og t.d. upplýsingagjöf til viðskiptavina um vörur fyrirtækja. Í Japan má t.d. finna Pepper á mörgum kaffihúsum. En skólar í Japan og í Bretlandi eru byrjaðir að prófa sig áfram með vélmennið til kennslu, bæði á menntaskóla og háskólastigi. Auðvelt er að sjá hvernig slíkt vélmenni geti nýst við fyrirlestra og við að svara spurningum nemenda. Það gæti búið til próf upp úr námsefninu á svipskotsstundu og farið yfir þau jafnvel enn hraðar. Stóra spurningin varðandi kennslu er hvort hægt sé að nýta vélmenni við kennslu á yngri stigum þar sem mannlegi þátturinn skiptir meira máli og ýmis vandamál, varðandi hegðun og fleira, eru til staðar. Þá fyrst reynir virkilegar á getu Pepper til að takast á við tilfinningarnar.

Lögreglumenn

Í Sílíkon-dalnum í Kaliforníu eru hafnar prófanir á vélrænum öryggisvörðum, K5. Það er fyrirtækið Knightscope Inc. sem stendur fyrir verkefninu og eru alls 24 vélmenni í notkun í nokkrum verslunarmiðstöðvum og höfuðstöðvum fyrirtækja

Vélmennin líta út eins og stórar ruslatunnur, ferðast um og vakta umhverfi sitt. Þau nema t.d. hljóð, ljós, hraða og hita og láta yfirvöld vita af öllu grunsamlegu sem þau finna. Verkefnið hefur vakið athygli og sumir telja að það geti hjálpað til við almenna löggæslu. Nærvera slíkra vélmenna ein og sér gæti hamlað glæpum (líkt og öryggismyndavélar) jafnvel þó að beint notagildi þeirra væri ekki mikið. Lögregla víðs vegar um heim notar nú þegar vélmenni við ýmis störf, t.d. við umferðareftirlit, sprengjuleit og dróna af ýmsum toga. Fullkomlega sjálfstýrð lögregluvélmenni sem geta gripið inn í atburðarrás og beitt valdi eru þó ennþá framtíðarmúsík. Ef K5, eða önnur sambærileg vélmenni yrðu notuð við almenna löggæslu yrði það samt skref í þá átt.

Hermenn

Hvergi er jafnmikill fjáraustur í tækniframfarir og í hernaðargeiranum, þá sérstaklega hjá Bandaríkjamönnum og Kínverjum. Báðar þjóðir eru í óðaönn við að vélvæða heri sína þó að vélmennin séu ennþá ekki fullkomlega sjálfstýrð. Á það þá ekki einungis við um hina mannlausu dróna sem hafa komist ítrekað í fréttir á undanförnum árum. Kínverjar hafa t.d. framleitt sprengjuleitarvélmenni sem lítur út eins og lítill hestur. Bandaríkjamenn hafa framleitt bardagavélmenni sem fylgir fótgönguliðum, MAARS verkefnið svokallaða. Vélmennið sem var kynnt til sögunnar árið 2015 minnir á lítinn skriðdreka sem búinn er bæði hríðskotariffli og sprengjuvörpu. Hann er búinn alls kyns möguleikum og hefur ótrúlega lagni þrátt fyrir klunnalegt útlit. Vilji stórveldanna til að fórna mannslífum í stríðum verður sífellt minni og því er ekki ólíklegt að vélmenni líkt og MAARS verði algerlega sjálfvirk í framtíðinni.


Prestar

ærinn Wittenberg er staðurinn þar sem Marteinn Lúther negldi sínar 95 greinar á kirkjuhurðina og klauf þar með hinn kristna heim árið 1517. 500 árum síðar má finna þar fyrsta vélprest heimsins, BlessU-2. Sóknarbörn geta fengið blessun á allt að 5 tungumálum en vélmennið fer einnig með Biblíu-vers og varpar ljósgeislum úr höndunum. Hægt er að velja um karlmanns-eða kvenmannsrödd og presturinn getur einnig prentað út blessunina. BlessU-2 á ekki að hafa mikið notagildi heldur var hann hannaður til að skapa umræðu um trúmál og tækni í ljósi þess að kirkjusókn fer minnkandi í Evrópu og prestum fækkandi. Sumir myndu telja að mennskan sé nauðsynlegur þáttur í t.d. sáluhjálp, áfallahjálp og fræðistörfum. Aðrar hliðar starfsins gætu þó hæglega verið unnar af vélmennum. Má þar nefna athafnir á borð við messur, hjónavígslur, skírnir og útfarir. Einnig skriftir og særingar hjá kaþólikkum. Athyglisverðasta spurningin hlýtur samt að vera hvort vélmenni geti orðið dýrlingur.

Listamenn

Þetta kann að skjóta mörgum skelk í bringu því að list og menning er af mörgum talinn sá eiginleiki sem aðgreinir okkur frá dýrum og vélum. En vélmenni eru þegar farin að færa sig inn á þetta svið, t.d. með listmálun. Sum mála eftir ákveðnum fyrirmyndum, svo sem andlitum eða landslagi, en önnur mála abstrakt-myndir. Kanadíska vélmennið Picassnake (sem lítur út eins og snákur) málar myndir eftir tónlistNoRAA er ítalskt vélmenni sem fær andagift frá umhverfi sínu og túlkar það á striga. Hér vaknar spurningin: „Geta vélmenni verið frumleg?“ ….og ennfremur: „Fá ekki allir listamenn andagift sína úr umhverfi sínu og minningum?“ Nú þegar vélmenni eru þegar farnar að skapa málverk er hæglega hægt að ímynda sér að þau hefji innreið sína inn á önnur svið listanna, s.s. tónlist, ljóðlist, dans, leiklist og ritlist. Við gætum séð heim þar sem vélmenni fær óskarsverðlaun eða jafnvel Nóbelsverðlaun í bókmenntum.

Starfið þitt er ekki öruggt

Listinn er langt því frá tæmandi og þó að þú hafir ekki séð þína starfsgrein hérna þá máttu búast við því að vélvæðing og aukin sjálfvirkni sé handan við hornið. Póstburðarfólk, endurskoðendur, afgreiðslufólk, gjaldkerar, bændur, símsölufólk, fyrirsætur, lögmenn, blaðamenn og margar fleiri starfsgreinar eru í skotlínu vélmennana. Vélmenni eru ódýrari, áreiðanlegri, hraðvirkari og betri kostur en þú. Vélmenni þiggur ekki laun, fer ekki í frí, eignast ekki börn, rífst ekki við yfirmenn sína og  þarf ekki vinnustaðasálfræðing. Það eina sem vélmenni þarf er rafmagn og viðhald (sennilega unnið af öðrum vélmennum). Hvað gerum við þá? Jú, þiggjum borgaralaun og njótum þess að láta vélmennin stjana við okkur……á meðan þau leyfa okkur það.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til að bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar