Sumarbústaðir hækka um tæp 40 prósent milli ára

Sumarbústaðir hækka verulega í verði milli ára, en verðmætasta sumarbústaðalandið er á Þingvöllum. Af bæjarfélögum er mest hækkun fasteignamats á Húsavík.

Húsavík er það bæjarfélag þar sem fasteignamatið hækkar mest.
Húsavík er það bæjarfélag þar sem fasteignamatið hækkar mest.
Auglýsing

Heildarverðmæti sumarbústaða og sumarbústaðalóða á Íslandi er 231 milljarður króna, samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2018. Það er 38,7 prósenta hækkun milli ára. Þjóðskrá Íslands hefur kynnt nýtt fasteignamat alls húsnæðis á Íslandi fyrir næsta ár. 

Þjóðskrá tók í þetta skipti upp nýja aðferðafræði fyrir útreikninga sína á sumarbústöðum, en það er sams konar aðferðafræði og búið er að taka upp fyrir íbúðareignir og verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Nýja aðferðin byggist á þinglýstum kaupsamningum. 

Alls eru 19.372 sumarbústaðir á landinu. Núverandi fasteignamat þessara eigna hljóðar upp á 167 milljarða en matið fyrir næsta ár er 231 milljarður króna, sem er sem fyrr segir 38,7 prósent. Níu af hverjum tíu sumarbústöðum hækka í mati milli ára en einn af hverjum tíu lækkar. Það eru miklar breytingar eftir svæðum, en algengasta hækkunin er 39,7 prósent. 70 prósent þessara eigna hækka um innan við fjórar milljónir og 80 prósent innan við sex milljónir, þrátt fyrir að breytingarnar séu miklar í prósentum talið. 

Auglýsing

Þingvellir eru dýrasta sumarbústaðasvæði landsins samkvæmt nýja fasteignamatinu, þar á eftir kemur Kiðjaberg og svæðið við Álftavatn. Sumarhúsabyggðir á Suðurlandi eru þær verðmætustu, en það sem ræður miklu um verðmæti sumarbústaða er staðsetningin. Fjarlægð frá golfvöllum, háspennulínum og nálægð við vatn eru meðal þess sem tekið er tillit til í matinu. 

Mest hækkun á Húsavík

Heildarfasteignamat fasteigna á Íslandi hækkar um 13,8 prósent frá árinu í ár, og verður 7.288 milljarðar króna. Íbúðarhúsnæði hækkar mikið á milli ára, eða um 15,5 prósent heilt yfir. Það verður tæplega 5.000 milljarðar króna, 4.980 milljarðar, en 130.346 íbúðareiningar eru á Íslandi samkvæmt Þjóðskrá. 

Nú er svo komið að íbúðir í sérbýli hækka meira heldur en íbúðir í fjölbýli, þó ekki muni mjög miklu. Sérbýli hækka um 15,8 prósen á meðan fjölbýli hækka um 15,2 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu er munurinn þó meiri, þar sem sérbýli hækka um 17,5 prósent en fjölbýli um 15,4 prósent. Utan höfuðborgarsvæðisins er meiri hækkun í fjölbýli, 13,7 prósent samanborið við 12,2 prósent í sérbýli. 

Húsavík sker sig úr öðrum bæjum á landinu, en þar hækkar íbúðamat um 42,2 prósent milli ára. 

Heildarfasteignamat á höfuðborgarsvæðinu hækkar um 14,5%,  um 12,5% á Suðurnesjum, um 14% á Vesturlandi, 8,6% á Vestfjörðum, 12,2% á Norðurlandi vestra, 12,4% á Norðurlandi eystra, 6,4% á Austurlandi og um 12,9% á Suðurlandi.

Fasteignamat hækkar mest í Kjósarhreppi eða um 41,3%, um 27,5% í Norðurþingi, um 25,9% í Reykhólahreppi og  25,2% í Skorradalshreppi. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar