Sumarbústaðir hækka um tæp 40 prósent milli ára

Sumarbústaðir hækka verulega í verði milli ára, en verðmætasta sumarbústaðalandið er á Þingvöllum. Af bæjarfélögum er mest hækkun fasteignamats á Húsavík.

Húsavík er það bæjarfélag þar sem fasteignamatið hækkar mest.
Húsavík er það bæjarfélag þar sem fasteignamatið hækkar mest.
Auglýsing

Heild­ar­verð­mæti sum­ar­bú­staða og sum­ar­bú­staða­lóða á Íslandi er 231 millj­arður króna, sam­kvæmt nýju fast­eigna­mati fyrir árið 2018. Það er 38,7 pró­senta hækkun milli ára. Þjóð­skrá Íslands hefur kynnt nýtt fast­eigna­mat alls hús­næðis á Íslandi fyrir næsta ár. 

Þjóð­skrá tók í þetta skipti upp nýja aðferða­fræði fyrir útreikn­inga sína á sum­ar­bú­stöð­um, en það er sams konar aðferða­fræði og búið er að taka upp fyrir íbúð­ar­eignir og versl­un­ar- og skrif­stofu­hús­næði. Nýja aðferðin bygg­ist á þing­lýstum kaup­samn­ing­um. 

Alls eru 19.372 sum­ar­bú­staðir á land­inu. Núver­andi fast­eigna­mat þess­ara eigna hljóðar upp á 167 millj­arða en matið fyrir næsta ár er 231 millj­arður króna, sem er sem fyrr segir 38,7 pró­sent. Níu af hverjum tíu sum­ar­bú­stöðum hækka í mati milli ára en einn af hverjum tíu lækk­ar. Það eru miklar breyt­ingar eftir svæð­um, en algeng­asta hækk­unin er 39,7 pró­sent. 70 pró­sent þess­ara eigna hækka um innan við fjórar millj­ónir og 80 pró­sent innan við sex millj­ón­ir, þrátt fyrir að breyt­ing­arnar séu miklar í pró­sentum talið. 

Auglýsing

Þing­vellir eru dýrasta sum­ar­bú­staða­svæði lands­ins sam­kvæmt nýja fast­eigna­mat­inu, þar á eftir kemur Kiðja­berg og svæðið við Álfta­vatn. Sum­ar­húsa­byggðir á Suð­ur­landi eru þær verð­mætustu, en það sem ræður miklu um verð­mæti sum­ar­bú­staða er stað­setn­ing­in. Fjar­lægð frá golf­völl­um, háspennu­línum og nálægð við vatn eru meðal þess sem tekið er til­lit til í mat­in­u. 

Mest hækkun á Húsa­vík

Heild­ar­fast­eigna­mat fast­eigna á Íslandi hækkar um 13,8 pró­sent frá árinu í ár, og verður 7.288 millj­arðar króna. Íbúð­ar­hús­næði hækkar mikið á milli ára, eða um 15,5 pró­sent heilt yfir. Það verður tæp­lega 5.000 millj­arðar króna, 4.980 millj­arð­ar, en 130.346 íbúð­ar­ein­ingar eru á Íslandi sam­kvæmt Þjóð­skrá. 

Nú er svo komið að íbúðir í sér­býli hækka meira heldur en íbúðir í fjöl­býli, þó ekki muni mjög miklu. Sér­býli hækka um 15,8 pró­sen á meðan fjöl­býli hækka um 15,2 pró­sent. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er mun­ur­inn þó meiri, þar sem sér­býli hækka um 17,5 pró­sent en fjöl­býli um 15,4 pró­sent. Utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins er meiri hækkun í fjöl­býli, 13,7 pró­sent sam­an­borið við 12,2 pró­sent í sér­býl­i. 

Húsa­vík sker sig úr öðrum bæjum á land­inu, en þar hækkar íbúða­mat um 42,2 pró­sent milli ára. 

Heild­ar­fast­eigna­mat á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækkar um 14,5%,  um 12,5% á Suð­ur­nesjum, um 14% á Vest­ur­landi, 8,6% á Vest­fjörð­um, 12,2% á Norð­ur­landi vestra, 12,4% á Norð­ur­landi eystra, 6,4% á Aust­ur­landi og um 12,9% á Suð­ur­landi.

Fast­eigna­mat hækkar mest í Kjós­ar­hreppi eða um 41,3%, um 27,5% í Norð­ur­þingi, um 25,9% í Reyk­hóla­hreppi og  25,2% í Skorra­dals­hreppi. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Velferðarnefnd Alþingis hefur verið að funda stíft um breytingar á sóttvarnalögum undanfarna daga.
Vonast til að hægt verði að klára sóttvarnalögin í næstu viku
„Ég hef væntingar til þess að klára málið í næstu viku,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segist ekki skilja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skylduskimun á landamærum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Tvöföld landamæraskimun verður skylda strax í dag
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að afnema möguleikann á því að þeir sem til landsins koma fari í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunar með 5 daga sóttkvi. „Neyðarúrræði“ sem tekur gildi strax í dag, segir heilbrigðisráðherra.
Kjarninn 15. janúar 2021
Auður Jónsdóttir
Góðborgarablindan
Kjarninn 15. janúar 2021
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Hey Siri, talarðu íslensku? En þú Embla?
Kjarninn 15. janúar 2021
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Hefur ekki áhyggjur af sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Forseti Alþingis neitar því að sporin hræði – og að sala Íslandsbanka sé sambærileg einkavæðingunni fyrir hrun. Lagaumhverfið sé gjörbreytt og aðstæður allt aðrar. Þó sé ekki óeðlilegt að velta upp spurningum og það eigi fólk einmitt að gera.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drög að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar hafa verið kynnt.
Boða að malbiki verði flett upp í Reykjavík í nýrri loftslagsstefnu
Á meðal aðgerða sem lagðar eru fram í drögum að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar er að malbiki verði flett upp og bílastæðum í borgarlandi fækkað um 2 prósent á ári. Samgöngur eru langveigamesti þátturinn í kolefnislosun borgarinnar.
Kjarninn 14. janúar 2021
Gylfi Magnússon, prófessor við viðskiptafræðideild HÍ og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra.
Þyrfti róttækar breytingar til að fá almenning aftur að hlutabréfamarkaðnum
Stjórnvöld gætu leyft launþegum að fjárfesta beint í verðbréfum fyrir viðbótarlífeyrissparnað til að laða almenning að hlutabréfamarkaðnum, samkvæmt grein fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 14. janúar 2021
Logi Einarsson formaður Samfylkingar hefur óskað eftir því að þing komi saman á morgun til að gera breytingar á sóttvarnalögum.
Samfylkingin vill að Alþingi komi saman og styrki sóttvarnalög
Formaður Samfylkingarinnar hefur óskað eftir því að boðað verði til aukaþingfundar á morgun til þess að gera breytingar á sóttvarnalögum, sem renna myndum lagastoðum undir þær aðgerðir sem sóttvarnalæknir hefur lagt til á landamærunum.
Kjarninn 14. janúar 2021
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar