Stundin nálgast

Mikill titringur er í bandarískum stjórnmálum vegna rannsóknar FBI, CIA og Bandaríkjaþings á tengslum Rússa við framboð Donalds Trumps. Öll spjót verða á James Comey þegar hann verður yfirheyrður í beinni útsendingu síðar í vikunni.

James Comey var forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar þar til hann var látinn taka pokann sinn nýverið.
James Comey var forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar þar til hann var látinn taka pokann sinn nýverið.
Auglýsing

Gríð­ar­legur titr­ingur er nú á sviði stjórn­mál­anna í Banda­ríkj­un­um, en á fimmtu­dag­inn mun James Comey, hinn brottrekni fyrr­ver­andi stjórn­andi alrík­is­lög­regl­unnar FBI, koma fyrir þing­nefnd Banda­ríkja­þings og gefa skýrslu. Allt mun þetta fara fram fyrir opnum tjöld­um. Spurn­ingar og svör í beinni útsend­ingu. Nú er sú stund að nálgast, og sífellt að koma fram ný púsl í mynd­ina af þess­ari atburða­rás sem er til rann­sókn­ar.

Brottrek­inn

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti rak Comey, eftir að hafa fengið minn­is­blað í hendur frá dóms­mála­ráðu­neyti Jeff Sessions, þar sem mælt var með því að hann yrði lát­inn fara. Robert Mueller, fyrr­ver­andi yfir­maður FBI, tók við rann­sókn­inni í kjöl­far­ið.

Was­hington Post greindi síðar frá því, að í minn­is­blaði Comey, af fundi hans með Trump, 14. febr­úar á þessu ári, kæmi fram að Trump hafi beðið hann um að hætta rann­sókn á fyrr­ver­andi þjóðar­ör­ygg­is­ráð­gjaf­anum Micheal Flynn, en hann hætti störfum eftir 20 daga í emb­ætti, 13. febr­ú­ar. 

Auglýsing

Don­ald Trump hefur ítrekað neitað því að Rússar hafi verið að skipta sér af kosn­ing­unum í Banda­ríkj­un­um, og hefur sagt rann­sókn FBI, leyni­þjón­ust­unnar CIA og rann­sókn­ar­nefnda Banda­ríkja­þings, „norna­veið­ar­“. 

Afhjúpun breytir öllu

Eftir afhjúpun frétta­vefs­ins The Intercept, frá því í gær, blasir nú við stað­fest­ing á því að rúss­nesk yfir­völd, eða nánar til­tekið leyni­þjón­usta rúss­neska hers­ins, var að gera tölvu­árásir á kosn­inga­kerfið í Banda­ríkj­un­um, og reyna þannig að hafa áhrif á fram­kvæmd kosn­ing­anna.

Fjallað var um gögnin á vefnum í gær, en 25 ára gömul kona, Rea­lity Leigh Winner að nafni, sam­­kvæmt frétta­vef CNN, hefur verið ákærð vegna lek­ans til The Intercept.

Hún starf­aði sem verk­taki hjá Pluri­bus International Cor­poration í Georg­­íu­­ríki, en ákæran er gefin út af sak­­sókn­­ara dóms­­mála­ráðu­­neytis Banda­­ríkj­anna. Í frétt CNN er hún sögð hafa við­­ur­­kennt að hafa lekið gögn­unum við yfir­­heyrslu en hún var hand­­tekin 3. júní síð­­ast­lið­inn.

Framboð Donalds Trump fór eins og stormsveipur um mörg ríki Bandaríkjanna, í aðdraganda kosninganna í fyrra, og náði nægilegum stuðningi til þess að tryggja Trump sigur í kosningunum. Nú er verið að rannsaka hvort maðkur hafi verið í mysunni.

Mörg atriði til rann­sóknar

En hvað er það sem FBI, CIA og þing­nefndir Banda­ríkja­þings eru að rann­saka?



Í stórum dráttum snýst rann­sókn­in, eins og henni hefur verið lýst í fjöl­miðlum hér í Banda­ríkj­un­um, um að kafa ofan í gögn og sann­anir sem nú liggja fyrir um tengsl milli Rússa og fram­boðs Don­alds Trumps. Grunur leikur á því að Rússar hafi beitt sér, einkum með tölvu­árásum - líkt og nú hefur verið sagt frá varð­andi leyni­þjón­ustu rúss­neska hers­ins - til að hafa áhrif á fram­gang kosn­ing­anna. 

Því hefur verið heit­ið, að öllum steinum verði velt við í rann­sókn­inni til að draga sann­leik­ann fram. Hér að neðan eru nokkrir helstu þætt­irnir sem eru til rann­sókn­ar, og lík­legt er að verði ræddir í opinni yfir­heyrslu Comeys. 

Sessions dóms­mála­ráð­herra hefur ákveðið að draga sig alveg frá því ef til þess kemur að dóms­­mála­ráðu­­neyti hans fari að rann­saka tengsl fram­­boðs Don­alds Trumps við Rússa, en fyrir liggur þó að Comey var rek­inn eftir rök­stuðn­ing frá ráðu­neyti hans. Rann­sóknin á Rúss­lands­tengsl­unum var ekki nefnd sem ástæða, í rök­stuðn­ingi fyrir brott­rekstr­in­um, en greini­legt er þó að rann­sóknin er að valda miklum titr­ingi í Hvíta hús­inu.

Sergey Kislyak, hinn umdeildi rússneski sendiherra í Washington DC.

Nú þegar hefur Mich­­ael Flynn, sem gegndi stöðu þjóðar­ör­ygg­is­ráð­gjafa, sagt af sér vegna tengsla sinna við Rússa, eins og áður seg­ir. 

Hann greindi Micheal Pence, vara­­for­­seta Banda­­ríkj­anna, ekki frá því að hann hefði rætt um við­­skipta­þving­­anir á hendur Rússum við send­i­herra Rús­s­lands í Banda­­ríkj­un­um, Sergey I. Kis­lyak. Sá maður hefur komið sér upp víð­tækum tengslum við helsta bak­land Trumps, og sat meðal ann­ars fundi með Sergey Lavrov, utan­rík­is­ráð­herra, í opin­berri heim­sókn hans í Hvíta húsið í síð­asta mán­uði.

Hinn 28. febr­­úar í fyrra var Sessions fyrsti þing­­maður Repúblik­ana til að lýsa for­m­­lega yfir stuðn­­ingi við fram­­boð Don­alds Trumps.

Hinn 3. mars greindi Trump frá því að Sessions yrði aðal­­ráð­gjafi hans í örygg­is- og varn­­ar­­málum í fram­­boð­in­u.

Orðrómur um að tölvu­árásir hafi átt sér stað á Demókra­ta­­flokk­inn og helstu stjórn­­endur fram­­boðs Hill­­ary Clinton var stað­­festur með yfir­­lýs­ingu 14. júní frá Demókröt­u­m.

Hinn 18. júlí hitti Sessions send­i­herra Rússa, fyrr­nefndan Sergey I. Kis­lyak, á fundi, eftir aðal­fund Repúblik­ana.

Fjórum dögum síð­­­ar, 22. júlí, eru tölvu­­póstar kosn­­inga­­stjóra Demókrata og Hill­­ary Clin­t­on, ásamt fleirum, birtir á vef Wik­i­­leaks.

Hinn 25. júlí lýsir banda­ríska alrík­­is­lög­reglan FBI því yfir að rann­­sókn sé hafin á tölvu­árás­un­­um. Sama dag segir Don­ald Trump í beinni útsend­ingu, í ræðu. „Rús­s­­ar, ef þið eruð að hlusta, ég vona að þið getið birt eitt­hvað af þessum 30 þús­und tölvu­­póstum sem Hill­­ary eydd­i”.

Hinn 8. sept­­em­ber hitti Sessions send­i­herr­ann aft­­ur, að þessu sinni á skrif­­stofu sinni í Was­hington D.C. Mán­uði síðar lýsir Barack Obama, þáver­andi Banda­­ríkja­­for­­seti, því yfir að Rússar séu að skipta sér af lýð­ræð­is­­legum fram­­gangi kosn­­inga í Banda­­ríkj­un­­um. Don­ald Trump er síðan kos­inn Banda­­ríkja­­for­­seti, 8. nóv­­em­ber.



Hinn 29. des­em­ber bregst Obama við tölvu­árásum Rússa með refsi­að­­gerðum og vísar rús­s­­neskum erind­rekum úr land­i.

Á svip­uðum tíma ræddi Mich­­ael Flynn við Kis­lyak í síma, og þar voru meðal ann­­ars við­­skipta­þving­­anir gagn­vart Rússum til umfjöll­un­­ar. Sím­talið var hler­að.

Hinn 10. jan­úar á þessu ári var Sessions í þing­inu í Banda­­ríkj­un­um, og svar­aði spurn­ingum eið­svar­inn. Hann sagð­ist aldrei hafa verið í sam­­skiptum við Rússa. Það var sum sé lygi.

Sessions er skip­aður dóms­­mála­ráð­herra 8. febr­­ú­ar.

Flynn segir af sér 13. febr­­úar.

Was­hington Post greinir frá því 1. mars að Sessions hefði átt fund­i með send­i­herra Rússa, þvert á það sem hann hafði áður haldið fram. Don­ald Trump lýsir strax yfir stuðn­­ingi við Sessions og segir um norna­veiðar að ræða. Hann hafi ekk­ert rangt gert.

Hinn 28. maí síð­ast­lið­inn birt­ust fréttir af því að Jared Kus­hner, tengda­sonur Trumps og einn hans nán­asti ráð­gjafi, hafi hitt Kis­lyak á fundum skömmu eftir að Trump var kos­inn for­seti og óskað eftir því að leyni­leg sam­skipta­leið yrði búin til milli Hvíta húss­ins og Kreml. Kus­hner hefur ekki neitað frétt­un­um, og Trump hefur heldur ekki gert það beint, en sagt að rann­sóknin á Rússa­tengsl­unum byggi ekki á nein­u. 

Michael Flynn og Jared Kushner.

Kus­hner átti síðan einnig fundi með rúss­neskum banka­manni sem er meðal nán­ustu ráð­gjafa Pútíns, en FBI hefur þegar fram­kvæmt hús­leitir í höf­uð­stöðvum Repúblik­ana og lagt þar hendur á gögn sem mögu­lega geta sýnt fjár­hags­leg tengsl við Rússa. 

Skýrslu­gjöf Comeys á eftir að verða sögu­legur við­burður í banda­rískum stjórn­mál­um, óháð því hvernig fram­vinda mála verður eftir hana.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar