Costco-hugsunin ristir djúpt

Miklar breytingar á smásöluhegðun neytenda hafa fylgt vexti í netverslun. Innreið áskriftarhugsunar Costco í verslun, gæti stuðlað að miklum breytingum á örmarkaðnum íslenska.

Costco
Auglýsing

Án nokk­urs vafa er það heims­met að 17,6 pró­sent íbúa þjóð­ríkis kaupi sér Costco kort á innan við mán­uði frá opn­un­ar­degi fyrstu versl­unar fyr­ir­tæk­is­ins í land­inu. Í það minnsta 60 þús­und hafa nú keypt sér aðild­ar­kort hjá fyr­ir­tæk­inu (ein­stak­lingar og fyr­ir­tæki), á þeim rúmu tveimur vikum sem versl­un­ar­hús fyr­ir­tæk­is­ins í Kaup­túni hefur verið opið. Það opn­aði með látum 23. maí.

Áhug­inn á þess­ari banda­rísku magninn­kaupa­inn­reið á íslenskan versl­un­ar­markað - þar sem meira að segja risa­vaxnir bronsút­lít­andi gíraffar selj­ast dýrum dómum - hefur verið nán­ast áþreif­an­leg­ur, eins og umræða á sam­fé­lags­miðlum hefur sýnt glögg­lega. Tæp­lega 74 þús­und eru nú skráðir á Face­book síð­una Keypt í Costco Ísl. - Myndir og verð. Þar fær ýmis­legt að flakka, en flest teng­ist það Costco með einum eða öðrum hætt­i. 

Eins og bent var á í umfjöllun um inn­reið Costco á dög­un­um, á vef Kjarn­ans, þá gætu þessi miklu við­brögð íslenskra neyt­enda og fyr­ir­tækja við inn­komu Costco, ýtt við for­svars­mönnum fyr­ir­tæk­is­ins þegar kemur að opnun fleiri versl­ana. Hvort sem það er á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eða jafn­vel Akur­eyr­i. 

Auglýsing

Þol­in­mæði og við­skipta­sam­band

Reynslan úr sögu fyr­ir­tæk­is­ins sýnir þó að þol­in­mæði er dygð og meira er lagt upp úr því að styrkja við­skipta­sam­bandið þannig, að aðildin að „Costco sam­fé­lag­inu“ hald­ist til lengri tíma. 

Tvo punkta, til við­bótar við þá þrjá sem nefnir voru í umfjöllun okkar á dög­un­um, má sér­stak­lega nefna sem áhrifa­mikla fyrir íslenska mark­að­inn og breyt­ingar á honum sem framundan eru. 

1. Costco er risi sem nýtur góðs af því þegar farið er inn á örmark­aði eins og þann íslenska.  Fyr­ir­tækið er ekki mark­aðs­ráð­andi og getur því boðið lág verð á völdum vörum - eins og lágt bens­ín­verð er til marks um - og komið sér fyrir á mark­aðnum á þeim for­send­um. Þetta er sjald­gæf staða fyrir Costco að vera í, þar sem fyr­ir­tækið starfar á rót­grónum stórum mörk­uð­um, fyrst og fremst. Höf­uð­stöðv­arnar eru í Issaquah, á Seattle svæð­in­u. 

Árlegur vöxtur mark­aðsvirðis fyr­ir­tæk­is­ins hefur verið tæp­lega 15 pró­sent á ári í tutt­ugu ár og er verð­mið­inn nú 75 millj­arðar Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 7.500 millj­örðum króna. Sam­tals rekur Costco 732 versl­un­ar­hús, og er gert ráð fyrir að þeim fjölgi jafnt og þétt á næstu miss­er­um. Heild­ar­tekjur á ári voru í kringum 120 millj­arðar Banda­ríkja­dala síð­ustu tólf mán­uði, eða sem nemur um 12 þús­und millj­örðum króna.

Í krafti þess­arar miklu stærð­ar, getur Costco haft mikil áhrif á versl­un­ar­rekstur almennt, og ýtt af stað breyt­ingum sem ekki hafa komið fram á íslenskum versl­un­ar­mark­aði, en hafa verið áber­andi víða erlend­is. Fyr­ir­tæki, ekki síst í versl­un, hafa freistað þess að ná betur „utan um“ við­skipta­vini sína með áskrift­ar­þjón­ustu og vild­ar­kjörum af ýmsu tagi. Þetta hefur verið létt­vægt atriði á íslenskum versl­un­ar­mark­aði til þessa, en því hefur nú verið breytt - eins og hendi sé veifað - var­an­lega. Þegar yfir 50 þús­und eru farin að greiða reglu­lega til ein­hvers aðila á mark­aðn­um, þá verður ekki aftur snú­ið.

2. Sam­fé­lags­hugsun í versl­un­ar- og afþrey­ing­ar­iðn­aði hefur verið afar fyr­ir­ferða­mikil í Banda­ríkj­unum á und­an­förnum árum. Lang­sam­lega verð­mæt­asti smá­sölu­að­ili heims­ins, Amazon (sem einnig er með höf­uð­stöðvar á Seatt­le-­svæð­in­u), hefur leitt þessa þróun með upp­bygg­ingu á Amazon Prime sam­fé­lagi sínu. Það er mikið hern­að­ar­leynd­ar­mál hversu margir eru í áskrift hjá fyr­ir­tæk­inu, en grein­endur hafa verið að reikna sig niður á það að þeir séu nú um 80 millj­ón­ir, sam­kvæmt upp­gjörum fyr­ir­tæk­is­ins. Þetta jafn­gildir fjölda þeirra sem ann­ast inn­kaup á öllum Norð­ur­lönd­un­um, Þýska­landi og stórum hluta af öllum við­skipta­vinum í Norð­ur­-­Evr­ópu. Tæp­lega 480 millj­arða Banda­ríkja­dala verð­miði fyr­ir­tæk­is­ins, eða sem nemur um 48 þús­und millj­örðum króna, byggir ekki síst á því að fjár­festar telja mikil sókn­ar­færi fel­ast í þess­ari upp­bygg­ingu við­skipta.

Marg­feld­is­á­hrifin af hverjum áskrif­anda eru mik­il, og gögnin sem fyr­ir­tækið fær fram, með því að fylgj­ast vel með verslun sinna áskrif­enda, gefa því færi á því að greina nákvæm­lega neyslu­mynst­ur. Þetta styrkir síðan áætl­anir til fram­tíð­ar, vaxta­á­form og grein­ingar á tæki­fær­um. Stór hluti áskrif­enda Amazon er í Banda­ríkj­un­um, en sókn­ar­á­ætl­anir gera ráð fyrir hálf­gerðum heims­yf­ir­ráðum í net­versl­un. 

Amazon, til þjónustu reiðubúið, einum smelli í burtu.

Costco hins veg­ar, vill verða ris­inn í magninn­kaupum heim­ila og fyr­ir­tækja, þar sem vör­urnar eru sóttar í vöru­hús af kaup­end­unum sjálf­um. Það má segja að þetta sé hinn end­inn á áskrift­ar­hugs­un­inni sem Amazon hefur byggt upp frá stofn­un. Að þessu leyti er Costco-hugs­unin engin til­vilj­un, og hún er í seinn ein­föld og útpæld.

Íslensk versl­un­ar­fyr­ir­tæki hafa van­rækt þetta árum sam­an, lík­lega vegna ónægrar sam­keppni. Hug­takið sam­keppni nær ekki aðeins til verð­sam­an­burðar heldur líka til upp­lif­unar og þess hvernig þjón­ustan er þróuð gagn­vart við­skipta­vin­um. Íslensku versl­un­ar­fyr­ir­tækin eiga nú næsta leik. Hvernig ætla þau að bregð­ast við?

Á und­an­förnum ára­tug hefur áskrift­ar­hugs­unin í afþrey­ing­ar­iðn­aði á inter­net­inu farið mikla sig­ur­för á mörk­uð­um. Hjá Amazon hafa Pri­me-á­skrif­endur aðgang að kvik­mynd­um, þáttum og tón­list. Þessi þáttur star­fes­em­innar er vax­andi og sam­keppnin hörð. 

Heild­ar­fjöldi Net­flix áskrif­enda er nú kom­inn yfir 100 millj­ónir á heims­vísu, Spotify er með 55 millj­ónir og Apple Music, með yfir 20 millj­ón­ir, fyrir utan allan þann fjölda sem verslar í iTu­nes.

Þessi áskrift­ar-hugsun ristir djúpt í bæði verslun og afþr­ey­ingu, eins og áður seg­ir. Hún hefur nú komið eins og storm­sveipur inn á íslenskan versl­un­ar­mark­að, og lík­legt að hún eigi eftir að rót­fest­ast enn bet­ur. Þar sem íslensk versl­un­ar­fyr­ir­tæki hafa ekki val um annað en að velta við öllum stein­um, og reyna að bjóða enn betri þjón­ustu við við­skipta­vini.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar