Grafík: Birgir Þór

70 milljarðar króna fyrir 57 km langa Borgarlínu

Lega Borgarlínu um höfuðborgarsvæðið var kynnt í gær. Kostnaðurinn verður gríðarlegur. Samtal um aðkomu ríkisins að framkvæmdinni er ekki hafið.

Vinnslu­til­laga að legu Borg­ar­línu liggur nú fyr­ir. For­svars­menn sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu kynna þessa fyr­ir­hug­uðu þunga­miðju almenn­ingsam­gangna í gær.

Borg­ar­línan mun teygja sig í gegnum öll sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og vera allt að 57 kíló­metrar að lengd. Ekki verða allir kíló­metr­arnir lagðir í einu heldur verður verk­efnið áfanga­skipt.

Kjarn­inn fjall­aði um val­kosta­grein­ingu dönsku verk­fræði­stof­unnar COWI í mars síð­ast­liðnum þegar val­kost­irnir voru lagðar í bæj­ar- og borg­ar­ráðum sveit­ar­fé­lag­anna.

Þær leiðir sem fýsi­leg­ast er talið að fara byggja á atriðum sem mik­il­vægt er að upp­fylla svo hægt sé að skapa hag­kvæmt sam­göngu­kerfi. Leið­irnar hafa verið lagðar ofan á þema­kort sem sýna ráð­andi breytur á borð við:

  • Dreif­ingu íbúa og raun­þétt­­leiki byggð­­ar.
  • Sam­an­lagðan íbú­a­­fjölda eftir tak­­mörk­uðum svæð­­um.
  • Fjölda fer­­metra á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu þar sem stunduð er atvinn­u­­starf­­semi.
  • Fjölda nýrra íbúða.
  • Fjölda atvinn­u­hús­næð­­is.

Út frá þeim val­kostum sem lagðir voru til hafa leið­irnar verið lagð­ar. Aðal­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins til árs­ins 2040 verður að end­ingu upp­fært með þetta í huga og fram­kvæmdir hefj­ast hefj­ast á næsta ári.

Fimm vanda­mál enn til staðar

Í grunn­inn þá er um nokkrar meg­in­leiðir að ræða. Sé Harpa í Reykja­vík notuð sem upp­haf­s­punktur allra ferða þá verður hægt að kom­ast eftir mis­mun­andi leiðum um höf­uð­borg­ar­svæð­ið.

Enda­stöðv­arnar verða eft­ir­far­andi:

  • Eiðis­torg á Sel­tjarn­ar­nesi
  • Vellir í Hafn­ar­firði
  • Kór­inn í Kópa­vogi
  • Fell í Breið­holti
  • Spöngin í Graf­ar­vogi
  • Háholt í Mos­fellsbæ

Sam­kvæmt þessum fyrstu til­lögum um Borg­ar­lín­una þá eru fimm kaflar sem enn á eftir að ákveða hvaða leiðir verða farn­ar. Þar eru aug­ljósar hindr­anir eða mis­mun­andi val­mögu­leikar sem á eftir að taka til­lit til.

Borgarlína verður lögð í áföngum og mun kerfið teygja sig yfir nær allt höfuðborgarsvæðið. Enn á eftir að skilgreina leiðir á fimm stöðum.
Grafík: Birgir Þór

Í Hafn­ar­firði stendur valið um hvernig farið verður úr miðbæ Hafn­ar­fjarðar að Hafn­ar­fjarð­ar­vegi. Valið stendur um að fara um Fjarð­ar­götu og Reykja­vík­ur­veg eða um Lækj­ar­götu, Álfa­skeið og Fjarða­hraun.

Í Garðabæ og Kópa­vogi eru mis­mun­andi val­kostir um hvernig farið verður frá Arn­ar­nes­hálsi að Hamra­borg. Hægt er að fara áfram eftir Hafn­ar­fjarð­ar­vegi yfir Kópa­vogs­læk eða hafa við­komu í Smára­lind eftir Arn­ar­nes­vegi og Fífu­hvams­vegi eða Smára­hvams­vegi.

Úr Foss­vog­inum eru lagðar til tvær leiðir að Kringl­unni. Önnur heldur áfram eftir núver­andi legu Hafn­ar­fjarð­ar­vegar en hin tekur krók að Land­spít­al­an­um, og liggur svo eftir Háa­leit­is­braut og Lista­braut.

Á milli Miklu­brautar og Suð­ur­lands­brautar er lagt til að mögu­lega mætti tengja leið­irnar áfram eftir Kringlu­mýr­ar­braut.

Fimmti og síð­asti val­kost­ur­inn fjallar þá um hvernig Borg­ar­línan fer frá BSÍ að Frí­kirkju­vegi. Annar mögu­leik­inn væri að línan lægi eftir Sól­eyj­ar­götu en hinn mögu­leik­inn er að Borg­ar­línan fari eftir Hring­braut, fram hjá Háskóla Íslands og eftir Suð­ur­götu og yfir Tjörn­ina á Skot­hús­vegi.

Í til­lög­unum er gert ráð fyrir að ein leið liggi út á Kárs­nes og þveri svo Foss­vog­inn að Háskól­anum í Reykja­vík og gangi svo yfir Vatns­mýr­ina þar sem Reykja­vík­ur­flug­völlur er nú. Í aðal­skipu­lagi Reykja­víkur er gert ráð fyrir bland­aðri byggð í Vatns­mýr­inni og að flug­vall­ar­starf­semin hverfi það­an.

Víðast fylgir Borgarlínan núverandi umferðarstofnæðum á höfuðborgarsvæðinu og kemur til viðbótar við bílaumferð og svo umferð gangandi og hjólandi eftir því sem við á. Eins og sést á sniðmyndunum tekur sérrými Borgarlínunnar þó nokkuð pláss. Breidd samgönguæða í gegnum höfuðborgarsvæðið geta þess vegna náð hátt í 30 metrum.

Kostn­að­ur­inn mik­ill

Kostn­að­ur­inn við Borg­ar­lín­una verður mik­ill, enda er þetta ein­hver rót­tæk­asta sam­göngu­á­ætlun sem ráð­ist hefur verið á Íslandi. Áformað er að taka fyrsta áfanga í notkun árið 2022.

Á vef sam­taka sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu segir að áætl­aður kostn­aður við inn­viði Borg­ar­lín­una sé um 1,10 til 1,15 millj­arður króna fyrir hvern kíló­metra sem lagður verð­ur, miðað við verð­lag í jan­úar 2017. Lengd kerf­is­ins verður allt að 57 kíló­metrar og heild­ar­kostn­að­ur­inn getur því að end­ingu numið 63 til 70 millj­örðum króna.

Áætlaður kostnaður við innviði Borgarlínuna sé um 1,10 til 1,15 milljarður króna fyrir hvern kílómetra sem lagður verður, miðað við verðlag í janúar 2017.

Jón Gunn­ars­son sam­göngu­ráð­herra hefur lýst vilja íslenskra stjórn­valda til þess að koma að kostn­aði við Borg­ar­línu með sveit­ar­fé­lög­unum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Verk­efnið er hins vegar ekki á fjár­mála­á­ætlun stjórn­valda og enn hefur ekki haf­ist sam­tal um aðkomu rík­is­ins að verk­efn­inu. Jón sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið í byrjun maí að skoða verði aðra kosti sam­hliða Borg­ar­lín­unni.

Jón Gunnarsson„Í ljósi þess hve kostn­að­ar­söm borg­ar­lína yrði, þá tel ég eðli­legt að einnig yrði skoðað í hvaða end­ur­bætur á stofn­brautum mætti ráð­ast fyrir sömu fjár­hæð og stór­bæta jafn­framt umferð­ar­flæð­i,“ er haft eftir í Jóni í Morg­un­blað­inu 6. maí síð­ast­lið­inn.

Vegna Borg­ar­lín­unnar má búast við miklum fram­kvæmdum á helstu sam­göngu­æðum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins enda fylgja þessu kerfi heil­miklar breyt­ingar á gatna­kerfi og á nán­asta umhverfi þeirra leiða sem kerfið liggur um.

Til inn­við­anna telj­ast til dæmis stoppi­stöðv­ar, vagn­ar, slit­lag og/eða járn­braut­ar­tein­ar, hljóð­vist­ar­bygg­ingar og svo fram­veg­is.

Sam­göngu­vand­inn leystur í blönd­uðu kerfi

Mark­miðið með kort­lagn­ingu og ákvörð­unum um legu Borg­ar­lín­unnar er að und­ir­búa nauð­syn­legar breyt­ingar á aðal­skipu­lagi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Til­gang­ur­inn er að taka frá svæði í lang­tíma­skipu­lagi borg­ar­lands­ins fyrir þessa sam­göngu­æð.

Ljóst er að til langs tíma verður ekki hægt að leysa sam­göngu­mál höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins með annað hvort öfl­ugri almenn­ings­sam­göngum eða öfl­ugra gatna­kerfi. Sam­spil þess­ara tveggja lausna þarf að koma til svo hægt sé að skapa greið­fært kerfi.

Lausnir sem miða eingöngu að eflingu annað hvort almenningsamgangna eða gatnakerfis mun ekki leysa samgönguvanda höfuðborgarsvæðisins. Efla verður báða þætti og þeir verða að starfa saman svo árangur náist.

Ástæða þess að sveit­ar­fé­lögin hafa lagt svo mikla áherslu á upp­bygg­ingu öfl­ugs og afkasta­mik­ils almenn­ings­sam­göngu­kerfis í stað þess að reyna að leysa bíla­um­ferð­ar­hnúta eru þær raunir sem borgir víða um heim hafa gengið í gegn­um. Sem dæmi má nefna banda­rískar borgir sem í dag súpa seyðið af ofurá­herslu fyrri tíðar á gatna­sam­göngur á kostnað almenn­ings­sam­gatna.

Umferð­ar­hnútar í margra hæða mis­lægum gatna­mótum þar sem fjöl­margar akreinar úr báðum áttum mæt­ast eru dag­legt brauð í stóru bíla­borgum Banda­ríkj­anna. Þar þykir það sannað að fleiri akreinar leysa ekki vand­ann heldur auka flækj­una enn frek­ar.

Þá spila sjón­ar­mið um betri loft­gæði og umhverf­is­mál inn í aukna áherslu borga víða um heim á öfl­ugri almenn­ings­sam­göng­ur.

Áætlað er að ferðatími geti að óbreyttu aukist um allt að 65% og umferðatafir um rúmlega 80%.

Ef ferða­venjur íbúa og ferða­manna hald­ast óbreyttar mun fjölgun fólks valda erf­ið­leikum í sam­göngum og auknum töfum á umferð­inni, þrátt fyrir miklar fjár­fest­ingar í nýjum umferð­ar­mann­virkj­um. Áætlað er að ferða­tími geti að óbreyttu auk­ist um allt að 65 pró­sent og umferða­tafir um rúm­lega 80 pró­sent.

Öll sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa við­ur­kennt að almenn­ings­sam­göngur gegna mik­il­vægu hlut­verki fyrir íbúa svæð­is­ins. Borg­ar­línan mun þess vegna teygja sig í gegnum öll sveit­ar­fé­lögin sem taka þátt í verk­efn­inu. Það eru Mos­fells­bær, Reykja­vík, Kópa­vog­ur, Garða­bær og Hafn­ar­fjörð­ur.

Gert er ráð fyrir mik­illi ferða­tíðni þar sem vagnar fara um stöðvar á allt að fimm til sjö mín­útna fresti. Bið­stöðv­arnar verða yfir­byggðar með far­miða­sjálf­sölum og upp­lýs­inga­skiltum í raun­tíma um hvenær næsti vagn kem­ur. Ekki ósvipað spor­vagna­kerfum í höf­uð­borgum evr­ópskra nágranna­landa okk­ar.

Ekki liggur enn fyrir hvaða sam­göngu­tækni muni drífa Borg­ar­lín­una á end­an­um. Hrafn­kell Proppé, svæð­is­skipu­lags­stjóri á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, var gestur í hlað­varps­þætt­inum Aðförin í mars þar sem hann ræddi hvort Borg­ar­línan yrði lest­ar­kerfi eða stræt­is­vagna­kerfi.

„Það mun fara fram ákveðið val. Í því höfum við samt reynt að hafa fókus á því að við þurfum að taka frá rými fyrir massa­­flutn­inga og við getum ekki nákvæm­­lega sagt um það í dag hvaða tækn­i­­lausnir verða mög­u­­legar í fram­­tíð­inn­i,“ útskýrði Hrafn­kell.

Það gæti vel verið að sjálfa­k­andi stræt­is­­lestir á gúmmí­­hjólum verði sú lausn sem verið fyrir val­inu. Einnig skiptir máli hvaða áhrif tæknin mun hafa á umhverfi sitt; það er öðru­­vísi hljóð­­mengun sem hlýst af vögnum á gúmmí­­hjólum og spor­vögn­­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar