Staðan „aldrei verið betri“ – Fimm efnahagspunktar

Óhætt er að segja að staða efnahagsmála á Íslandi sé góð þessi misserin. Seðlabankastjóri segist ekki muna eftir að staðan hafi verið jafn góð og nú.

15810081330_83d70f1555_h.jpg
Auglýsing

Óhætt er að segja að efnahagsleg staða Íslands hafi breyst mikið á undanförnum árum, og þá til hins betra. Mörg einkenni þenslu sjást greinilega þessi misserin, en á sama tíma hefur skuldastaða hins opinbera og heimilanna batnað verulega.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í morgun að lækka meginvexti úr 4,75 prósent í 4,5 prósent. Spár greinenda höfðu gert ráð fyrir að vextir myndu annaðhvort lækka eða standa í stað. Í yfirlýsingu nefndarinnar segir að útlit sé fyrir áframhaldandi kröftugan hagvöxt. „Skýr merki um spennu í þjóðarbúskapnum kalla á peningalegt aðhald svo að tryggja megi verðstöðugleika til meðallangs tíma. Hækkun raunvaxta bankans frá síðasta fundi peningastefnunefndar felur hins vegar í sér nokkru meira aðhald en nefndin hafði stefnt að og telur nægilegt til þess að stuðla að verðstöðugleika,“ segir í yfirlýsingunni. 

En hvaða þættir eru mest einkennandi fyrir þjóðarbúskapinn þessi misserin, og hvernig stendur Ísland í alþjóðlegu samhengi?

Auglýsing

Samantekið í fimm þætti:

1. Skuldastaða íslenska ríkisins hefur batnað hratt undanfarin misseri. Eins og greint var frá á vef Kjarnans í dag, þá nema heild­ar­skuldir rík­is­ins 69,5% af áætl­aðri lands­fram­leiðslu á fyrsta árs­fjórð­ungi 2017. Hlut­fallið er það lægsta frá hruni, en það hefur stöðugt lækkað frá fjórða árs­fjórð­ungi 2014. Samkvæmt fjármálaáætlun stjórnvalda fyrir árin 2018 til 2022 er gert ráð fyrir að skuldirnir muni lækka enn meira og verði komnar undir 60 prósent hlutfall á næsta ári.

2. Verðbólga hefur haldist undir 2,5 prósent markmiði Seðlabankans í meira en 40 mánuði í röð og mælist nú 1,7 prósent. Ytri verðbólgu skilyrði hafa verið hagfelld Íslandi, þar sem olíuverð hefur haldist lágt og þá hefur mikil styrking krónunnar ýtt innfluttum verðbólguþrýstingi niður. Það sem heldur lífi í verðbólgunni, ef svo má segja, eru miklar hækkanir fasteignaverðs, en hvergi í heiminum hefur húsnæðisverð hækkað eins mikið og á Íslandi undanfarin misseri. Hækkunin undanfarna tólf mánuði, á höfuðborgarsvæðinu, nemur um 20 prósent, og gera flestar spár ráð fyrir áframhaldandi hækkunum, þó líklegt sé að eitthvað róist á markaðnum. Framboð af eignum er takmarkað og hefur það leitt til mikillar spennu á markaðnum, þar sem eftirspurn er mikil.

3. Að undanförnu hafa sést merki um að framboðsskortur á íbúðum sé farinn að stuðla að því að viðskipti eru færri nú með íbúðir, en þau hafa verið undanfarin ár. Í hagsjá Landsbankans segir að samfelld aukning hafi verið á árunum 2009 til 2016, en á þessu ári sést að velta í fasteignaviðskiptum er að minnka. Haldi kaupmáttaraukningin áfram, þá gæti spenna á markaðnum aukist enn og ljóst að uppbyggingin á frekari eignum er að í kappi við tímann, svo að ójafnvægi skapi ekki meiri vanda.

4. Í fyrra var afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum 155 milljarðar króna, en útlit er fyrir að hann verði jafnvel enn meiri á þessu ári, eða um 160 milljarðar króna. Það sem mestu skiptir í þessu samhengi er hinn mikli vöxtur sem verið hefur í ferðaþjónustu, en spár gera ráð fyrir að erlendum ferðamönnum muni fjölga um 500 þúsund á þessu ári. Í fyrra voru þeir 1,8 milljónir en í ár verða þeir 2,3 milljónir.

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir stöðu efnahagsmála afar góða þessi misserin.

5. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sagði eftir vaxtaákvörðunina í morgun að líklega hefði staða efnhagsmála aldrei verið betri í Íslandssögunni. Nefndi hann þar nokkur atriði. Skuldir við útlönd eru minni eignir þar, atvinnuleysi er lítið sem ekkert (3 prósent), eigið fé í bankakerfinu væri mikið og traust, gjaldeyrisforðinn stór, mikill afgangur á viðskiptum við útlödn, lífskjör væru að batna hratt og skuldastaða hins opinbera hefði styrkst. „Ég man ekki eftir að þetta hafi verið svona,“ sagði Már. Síðan sagði hann að í alþjóðlegu samhengi væri staða Íslands góð, þar sem helstu viðfangsefnin væru þau að glíma við mikla spennu, frekar en að örva hagvöxt með stuðningsaðgerðum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar