Staðan „aldrei verið betri“ – Fimm efnahagspunktar

Óhætt er að segja að staða efnahagsmála á Íslandi sé góð þessi misserin. Seðlabankastjóri segist ekki muna eftir að staðan hafi verið jafn góð og nú.

15810081330_83d70f1555_h.jpg
Auglýsing

Óhætt er að segja að efna­hags­leg staða Íslands hafi breyst mikið á und­an­förnum árum, og þá til hins betra. Mörg ein­kenni þenslu sjást greini­lega þessi miss­er­in, en á sama tíma hefur skulda­staða hins opin­bera og heim­il­anna batnað veru­lega.

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands ákvað í morgun að lækka meg­in­vexti úr 4,75 pró­sent í 4,5 pró­sent. Spár grein­enda höfðu gert ráð fyrir að vextir myndu ann­að­hvort lækka eða standa í stað. Í yfir­lýs­ingu nefnd­ar­innar segir að útlit sé fyrir áfram­hald­andi kröft­ugan hag­vöxt. „Skýr merki um spennu í þjóð­ar­bú­skapnum kalla á pen­inga­legt aðhald svo að tryggja megi verð­stöð­ug­leika til með­al­langs tíma. Hækkun raun­vaxta bank­ans frá síð­asta fundi pen­inga­stefnu­nefndar felur hins vegar í sér nokkru meira aðhald en nefndin hafði stefnt að og telur nægi­legt til þess að stuðla að verð­stöð­ug­leika,“ segir í yfir­lýs­ing­unn­i. 

En hvaða þættir eru mest ein­kenn­andi fyrir þjóð­ar­bú­skap­inn þessi miss­er­in, og hvernig stendur Ísland í alþjóð­legu sam­hengi?

Auglýsing

Sam­an­tekið í fimm þætti:

1. Skulda­staða íslenska rík­is­ins hefur batnað hratt und­an­farin miss­eri. Eins og greint var frá á vef Kjarn­ans í dag, þá nema heild­­ar­skuldir rík­­is­ins 69,5% af áætl­­aðri lands­fram­­leiðslu á fyrsta árs­fjórð­ungi 2017. Hlut­­fallið er það lægsta frá hruni, en það hefur stöðugt lækkað frá fjórða árs­fjórð­ungi 2014. Sam­kvæmt fjár­mála­á­ætlun stjórn­valda fyrir árin 2018 til 2022 er gert ráð fyrir að skuld­irnir muni lækka enn meira og verði komnar undir 60 pró­sent hlut­fall á næsta ári.

2. Verð­bólga hefur hald­ist undir 2,5 pró­sent mark­miði Seðla­bank­ans í meira en 40 mán­uði í röð og mælist nú 1,7 pró­sent. Ytri verð­bólgu skil­yrði hafa verið hag­felld Íslandi, þar sem olíu­verð hefur hald­ist lágt og þá hefur mikil styrk­ing krón­unnar ýtt inn­fluttum verð­bólgu­þrýst­ingi nið­ur. Það sem heldur lífi í verð­bólg­unni, ef svo má segja, eru miklar hækk­anir fast­eigna­verðs, en hvergi í heim­inum hefur hús­næð­is­verð hækkað eins mikið og á Íslandi und­an­farin miss­eri. Hækk­unin und­an­farna tólf mán­uði, á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, nemur um 20 pró­sent, og gera flestar spár ráð fyrir áfram­hald­andi hækk­un­um, þó lík­legt sé að eitt­hvað róist á mark­aðn­um. Fram­boð af eignum er tak­markað og hefur það leitt til mik­illar spennu á mark­aðn­um, þar sem eft­ir­spurn er mik­il.

3. Að und­an­förnu hafa sést merki um að fram­boðs­skortur á íbúðum sé far­inn að stuðla að því að við­skipti eru færri nú með íbúð­ir, en þau hafa verið und­an­farin ár. Í hag­sjá Lands­bank­ans segir að sam­felld aukn­ing hafi verið á árunum 2009 til 2016, en á þessu ári sést að velta í fast­eigna­við­skiptum er að minnka. Haldi kaup­mátt­ar­aukn­ingin áfram, þá gæti spenna á mark­aðnum auk­ist enn og ljóst að upp­bygg­ingin á frek­ari eignum er að í kappi við tím­ann, svo að ójafn­vægi skapi ekki meiri vanda.

4. Í fyrra var afgangur af vöru- og þjón­ustu­við­skiptum 155 millj­arðar króna, en útlit er fyrir að hann verði jafn­vel enn meiri á þessu ári, eða um 160 millj­arðar króna. Það sem mestu skiptir í þessu sam­hengi er hinn mikli vöxtur sem verið hefur í ferða­þjón­ustu, en spár gera ráð fyrir að erlendum ferða­mönnum muni fjölga um 500 þús­und á þessu ári. Í fyrra voru þeir 1,8 millj­ónir en í ár verða þeir 2,3 millj­ón­ir.

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir stöðu efnahagsmála afar góða þessi misserin.

5. Már Guð­munds­son, seðla­banka­stjóri, sagði eftir vaxta­á­kvörð­un­ina í morgun að lík­lega hefði staða efn­hags­mála aldrei verið betri í Íslands­sög­unni. Nefndi hann þar nokkur atriði. Skuldir við útlönd eru minni eignir þar, atvinnu­leysi er lítið sem ekk­ert (3 pró­sent), eigið fé í banka­kerf­inu væri mikið og traust, gjald­eyr­is­forð­inn stór, mik­ill afgangur á við­skiptum við útlödn, lífs­kjör væru að batna hratt og skulda­staða hins opin­bera hefði styrkst. „Ég man ekki eftir að þetta hafi verið svona,“ sagði Már. Síðan sagði hann að í alþjóð­legu sam­hengi væri staða Íslands góð, þar sem helstu við­fangs­efnin væru þau að glíma við mikla spennu, frekar en að örva hag­vöxt með stuðn­ings­að­gerð­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vextir Seðlabankans óbreyttir
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Peningastefnan mun á næstunni ráðast af samspili þróunar efnahagsumsvifa annars vegar og verðbólgu og verðbólguvæntinga hins vegar.
Kjarninn 11. desember 2019
Stjórnendum fækkað úr 10 í 4 hjá Valitor
Fjórir stjórnendur hafa hætt störfum hjá Valitor að undanförnu, en félagið er nú í söluferli.
Kjarninn 11. desember 2019
Sigurður Viðarsson, forstjóri TM.
TM ætlar að verða banki
Tryggingafélagið TM ætlar sér að skora stóru bankanna þrjá á hólm með því að hefja bankarekstur. Ekki verður stefnt að því að stofna alhliða banka heldur finna syllu á markaðnum.
Kjarninn 11. desember 2019
Fimm metin mjög vel hæf í stöðu varaseðlabankastjóra
Tíu sóttu upphaflega um stöðu varaseðlabankastjóra, á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 10. desember 2019
João de Barros, sonur angólska ráðherrans, Antonio, ráðgjafi sama ráðherra, Tamson Hatuikulipi, Þorsteinn Már Baldvinsson, þá forstjóri Samherja, James Hatuikulipi og Sacky Shanghala í Hafnarfjarðarhöfn í nóvember 2013.
Bankareikningar frystir í Angóla út af Samherjamálinu
Bankareikningar fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Angóla og fjölskyldumeðlima hennar hafa verið frystir. Þau liggja undir grun um að hafa þegið mútur frá Samherja sem greiddar voru til þess að komast yfir ódýran kvóta.
Kjarninn 10. desember 2019
Svanhildur Hólm Valsdóttir ásamt Bjarna Benediktssyni.
Svanhildur Hólm vill verða útvarpsstjóri
Aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra hefur staðfest að hún hafi sótt um að verða næsti útvarpsstjóri.
Kjarninn 10. desember 2019
Kjartan Jónsson
Hvað getur útgerðin greitt?
Kjarninn 10. desember 2019
41 sækir um útvarpsstjórastöðu RÚV
Stjórn RÚV stefnir að því að ganga frá ráðningu nýs útvarpsstjóra í lok janúar 2020.
Kjarninn 10. desember 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar