Danir eru þriðju mestu kaffisvelgir í heimi

Ef Íslendingar væru spurðir hvað einkenni Dani myndu margir nefna bjór, rauðar pylsur og „smörrebröd“. Fæstir myndu minnast á kaffi, eitt helsta þjóðareinkenni Íslendinga. En það drekka margar aðrar þjóðir mikið kaffi. Þar á meðal Danir.

Madame Blå 20170424_085521.jpg
Auglýsing

Samkvæmt upplýsingum samtaka evrópskra kaffiframleiðenda eru Finnar mestu kaffiþambarar í Evrópu (12 kíló á mann á ári), síðan koma Austurríkismenn (9 kíló) og Danir eru í þriðja sæti í kaffineyslunni (8.6 kíló). Meðaltal í Evrópu er 4 kíló á mann. Rétt er að taka fram að Luxemborg og Ísland eru ekki með í þessum tölum, vegna smæðar.  

Samkvæmt upplýsingum samtaka danskra kaffiframleiðenda hefur sala á kaffi í verslunum dregist nokkuð saman en viðskiptavinir sækjast í auknum mæli eftir dýrara kaffi en áður. Kaffilögun í heimahúsum hefur minnkað um 22 prósent á nokkrum árum en hins vegar hafa viðskiptin á kaffihúsum, bensínstöðvum og ýmsum stöðum sem selja „kaffi á fartinni“ (coffee to go) margfaldast. Venjulegt danskt heimili ver að jafnaði 1200 krónum (tæpum 19 þúsund íslenskum krónum) á ári til kaupa á kaffi sem notað er á heimilinu. Samtals tæp 24 þúsund tonn á síðasta ári sem er ívið minna en árið áður. Sala á svonefndu skyndikaffi (instant) jókst um tæp 3 prósent , sala á lífrænt ræktuðu kaffi jókst líka um 3 prósent.

Kaffifróðari og kröfuharðari kúnnar   

Fyrir nokkrum árum bauð Coop, sem er næst stærsta verslanasamsteypa Danmerkur, 200 mismunandi kaffivörur en nú  eru kaffivörurnar í boði hjá Coop 400 talsins. Kaffisérfræðingur Coop segir að kröfur viðskiptavinanna aukist stöðugt, nú sé ekki lengur spurning um gróf- eða fínmalað, mikið eða lítið ristað eins og áður var. „Kaffi er ekki lengur bara kaffi“.

Auglýsing

„Fínni frúr“ drukku kaffi á átjándu öld

Kaffi barst fyrst til Danmerkur laust upp úr 1660. Kaffidrykkja varð ekki strax útbreiddur siður en í heimildum má lesa að „fínni frúr“ hefðu hist til að drekka kaffi og spjalla á átjándu öld. Kaffidrykkja varð smám saman útbreiddari meðal Dana og þegar kom fram undir síðari heimsstyrjöld voru Danir komnir í hóp mestu kaffiþjóða heims. Nokkuð dró úr kaffidrykkjunni á stríðsárunum, framboð af kaffi var takmarkað og þótt margir létu sig hafa það að drekka kaffi sem gert var úr sikkorírót (Íslendingar kölluðu þetta ýmist export eða kaffibæti, rótsterkt var sagt) jafnaðist það ekki á við alvöru og ekta kaffi. Eftir að stríðinu lauk jókst kaffineyslan á ný. 

Madam Blå

Madame Blå ar framleidd í hundraða þúsunda tali, í átján stærðum.Ekki er hægt að fjalla um kaffidrykkju Dana án þess að minnast á frægustu kaffikönnu sem sögur fara af, í Danmörku. Þetta er Madam Blå, eins og hún var kölluð. Blá kanna, emileruð með sveigðum stút og kaffipokinn úr bómull, fjölnota. Vatnið hitað í katli eða potti og svo hellt yfir kaffið í pokanum, sem gjarna var gerður úr gömlum nærbol. Þessi kaffikanna, sem var framleidd í Danmörku kom á markaðinn árið 1895, og seldist vel. Árið 1900 voru daglega framleiddar 1000 könnur! Kannan var fáanleg í 18  stærðum, sú minnsta fyrir 1 bolla, sú stærsta 50 bolla. Framleiðslunni á Madam Blå var hætt árið 1966 en þá voru sjálfvirkar uppáhellingakönnur, einsog þær voru kallaðar, orðnar algengar. Það var þýska fyrirtækið Wigoman sem árið 1954 framleiddi fyrstu sjálfvirku könnurnar þar sem rafmagnselement hitaði vatnið. Nokkrum árum síðar komu svo stimpilkönnurnar, eða pressukönnurnar, svonefndu. Madam Blå könnur eru í dag safngripir og gjarna hafðar á hillum í eldhúsi, til skrauts. 

Kaffibylting

Óhætt er að segja að á síðustu fimmtán til tuttugu árum hafi orðið hálfgerð kaffibylting. Óteljandi tegundir kaffivéla hafa komið á markaðinn. Sumar mala baunirnar og hita mjólkina og nýjasta nýtt í þessum efnum eru hinar svonefndu Nespresso vélar, þar er kaffið í formi síróps í litlum álboxum, margar bragðtegundir. Uppáhellingarvélarnar hafa þó alltaf átt sína dyggu aðdáendur og þrátt fyrir allar nýjungarnar hefur sala á þeim aukist mikið að undanförnu.

Hér er úr nógu að velja, yfir 60 mismunandi kaffivélar.

Helmingur Dana vill uppáhellt 

Í nýlegri danskri könnun kom í ljós að 52 prósent Dana vilja helst uppáhellt kaffi, 15 prósent vilja kaffi úr pressukönnu, 12 prósent vilja helst expressokaffi úr þartilgerðri vél, 11 prósent eru hrifnust af álboxakaffinu (nespresso) og 8 prósent vilja duftkaffi (neskaffi) 2 prósent höfðu enga skoðun.

Þrír af hverjum fjórum Dönum drekka kaffi, aðeins fleiri karlar en konur eru í þeim hópi. Að jafnaði drekka Danir fjóra kaffibolla daglega.  Í könnun um kaffidrykkjuvenjur var spurt „ef þú mættir einungis drekka einn kaffibolla á dag, hvaða tíma dags mundirðu velja.“ Helmingur Dana svaraði því til að þá yrði morguninn fyrir valinu. Fimmti hver Dani drekkur kvöldkaffi, íbúar Vestur-Jótlands eru meira fyrir kvöldsopann en fólk í öðrum landshlutum. Helmingur Dana drekkur kaffið svart og sykurlaust. 

Loks má geta þess að í fyrra seldust tæplega 230 þúsund kaffivélar í Danmörku, örlítið fleiri en árið áður.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar