Danir eru þriðju mestu kaffisvelgir í heimi

Ef Íslendingar væru spurðir hvað einkenni Dani myndu margir nefna bjór, rauðar pylsur og „smörrebröd“. Fæstir myndu minnast á kaffi, eitt helsta þjóðareinkenni Íslendinga. En það drekka margar aðrar þjóðir mikið kaffi. Þar á meðal Danir.

Madame Blå 20170424_085521.jpg
Auglýsing

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum sam­taka evr­ópskra kaffi­fram­leið­enda eru Finnar mestu kaffi­þambarar í Evr­ópu (12 kíló á mann á ári), síðan koma Aust­ur­rík­is­menn (9 kíló) og Danir eru í þriðja sæti í kaffi­n­eysl­unni (8.6 kíló). Með­al­tal í Evr­ópu er 4 kíló á mann. Rétt er að taka fram að Lux­em­borg og Ísland eru ekki með í þessum töl­um, vegna smæð­ar­.  

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum sam­taka danskra kaffi­fram­leið­enda hefur sala á kaffi í versl­unum dreg­ist nokkuð saman en við­skipta­vinir sækj­ast í auknum mæli eftir dýr­ara kaffi en áður. Kaffi­lögun í heima­húsum hefur minnkað um 22 pró­sent á nokkrum árum en hins veg­ar hafa við­skiptin á kaffi­hús­um, bens­ín­stöðvum og ýmsum stöðum sem selja „kaffi á fart­inni“ (cof­fee to go) marg­fald­ast. Venju­legt danskt heim­ili ver að jafn­aði 1200 krónum (tæpum 19 þús­und íslenskum krón­um) á ári til kaupa á kaffi sem notað er á heim­il­inu. Sam­tals tæp 24 þús­und tonn á síð­asta ári sem er ívið minna en árið áður. Sala á svo­nefndu skyndi­kaffi (instant) jókst um tæp 3 pró­sent , sala á líf­rænt rækt­uðu kaffi jókst líka um 3 pró­sent.

Kaffi­fróð­ari og kröfu­harð­ari kúnn­ar   

Fyrir nokkrum árum bauð Coop, sem er næst stærsta versl­ana­sam­steypa Dan­merk­ur, 200 mis­mun­andi kaffi­vörur en nú  eru kaffi­vör­urnar í boði hjá Coop 400 tals­ins. Kaffi­sér­fræð­ing­ur Coop segir að kröfur við­skipta­vin­anna auk­ist stöðugt, nú sé ekki lengur spurn­ing um gróf- eða fínmal­að, mikið eða lítið ristað eins og áður var. „Kaffi er ekki lengur bara kaffi“.

Auglýsing

„Fínni frúr“ drukku kaffi á átj­ándu öld

Kaffi barst fyrst til Dan­merkur laust ­upp úr 1660. Kaffi­drykkja varð ekki strax útbreiddur siður en í heim­ildum má lesa að „fínni frúr“ hefðu hist til að drekka kaffi og spjalla á átj­ándu öld. Kaffi­drykkja varð smám saman útbreidd­ari meðal Dana og þegar kom fram undir síð­ari heims­styrj­öld voru Danir komnir í hóp mestu kaffi­þjóða heims. Nokkuð dró úr kaffi­drykkj­unni á stríðs­ár­un­um, fram­boð af kaffi var tak­markað og þótt margir létu sig hafa það að drekka kaffi sem gert var úr sikkor­í­rót (Ís­lend­ingar köll­uðu þetta ýmist export eða kaffi­bæti, rót­sterkt var sagt) jafn­að­ist það ekki á við alvöru og ekta kaffi. Eftir að stríð­inu lauk jókst kaffi­n­eyslan á ný. 

Madam Blå

Madame Blå ar framleidd í hundraða þúsunda tali, í átján stærðum.Ekki er hægt að fjalla um kaffi­drykkju Dana án þess að minn­ast á fræg­ustu kaffi­könnu sem sögur fara af, í Dan­mörku. Þetta er Madam Blå, eins og hún var köll­uð. Blá kanna, emileruð með sveigðum stút og kaffi­pok­inn úr bómull, fjöl­nota. Vatnið hitað í katli eða potti og svo hellt yfir kaffið í pok­an­um, sem gjarna var gerður úr gömlum nær­bol. Þessi kaffi­kanna, sem var fram­leidd í Dan­mörku kom á mark­að­inn árið 1895, og seld­ist vel. Árið 1900 voru dag­lega fram­leiddar 1000 könn­ur! Kannan var fáan­leg í 18  ­stærð­um, sú minnsta fyrir 1 bolla, sú stærsta 50 bolla. Fram­leiðsl­unni á Madam Blå var hætt árið 1966 en þá voru sjálf­virkar upp­á­hell­inga­könn­ur, einsog þær voru kall­að­ar, orðnar algeng­ar. Það var þýska fyr­ir­tæk­ið Wigoman sem árið 1954 fram­leiddi fyrstu sjálf­virku könn­urnar þar sem raf­magns­el­em­ent hit­aði vatn­ið. Nokkrum árum síðar komu svo stimp­il­könn­urn­ar, eða pressukönn­urn­ar, svo­nefnd­u. Madam Blå könnur eru í dag safn­gripir og gjarna hafðar á hillum í eld­húsi, til skraut­s. 

Kaffi­bylt­ing

Óhætt er að segja að á síð­ustu fimmtán til tutt­ugu árum hafi orðið hálf­gerð kaffi­bylt­ing. Ótelj­andi teg­undir kaffi­véla hafa komið á mark­að­inn. Sumar mala baun­irnar og hita mjólk­ina og nýjasta nýtt í þessum efnum eru hinar svo­nefndu Nes­presso vél­ar, þar er kaffið í formi síróps í litlum álbox­um, margar bragð­teg­und­ir. Upp­á­hell­ing­ar­vél­arnar hafa þó alltaf átt sína dyggu aðdá­endur og þrátt fyrir allar nýj­ung­arnar hefur sala á þeim auk­ist mikið að und­an­förnu.

Hér er úr nógu að velja, yfir 60 mismunandi kaffivélar.

Helm­ingur Dana vill upp­á­hellt 

Í nýlegri danskri könnun kom í ljós að 52 pró­sent Dana vilja helst upp­á­hellt kaffi, 15 pró­sent vilja kaffi úr pressukönnu, 12 pró­sent vilja hel­st expresso­kaffi úr þartil­gerðri vél, 11 pró­sent eru hrifn­ust af álboxa­kaff­inu (nes­presso) og 8 pró­sent vilja duft­kaffi (nes­kaffi) 2 pró­sent höfðu enga skoð­un.

Þrír af hverjum fjórum Dönum drekka kaffi, aðeins fleiri karlar en konur eru í þeim hópi. Að jafn­aði drekka Danir fjóra kaffi­bolla dag­lega.  Í könnun um kaffi­drykkju­venjur var spurt „ef þú mættir ein­ungis drekka einn kaffi­bolla á dag, hvaða tíma dags ­mund­irð­u velja.“ Helm­ingur Dana svar­aði því til að þá yrði morg­un­inn fyrir val­inu. Fimmti hver Dani drekkur kvöld­kaffi, íbú­ar Vest­ur­-Jót­lands eru meira fyrir kvöldsopann en fólk í öðrum lands­hlut­um. Helm­ingur Dana drekkur kaffið svart og syk­ur­laust. 

Loks má geta þess að í fyrra seld­ust tæp­lega 230 þús­und kaffi­vélar í Dan­mörku, örlítið fleiri en árið áður.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þröngar skorður í hálaunalandi
Á að fella gengið til að örva efnahagslífið? Er aukin sjálfvirkni að fara eyða störfum hraðar en almenningur átta sig á? Gylfi Zoega hagfræðiprófessor skrifaði ítarlega grein í Vísbendingu þar sem þessi mál eru til umræðu.
Kjarninn 20. janúar 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Segir kominn tíma á stjórn án Sjálfstæðisflokks
Formaður Samfylkingarinnar segir tími til komin að hætta að láta Sjálfstæðisflokkinn velja sér dansfélaga og stjórna á eigin forsendum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín: Kólnun en ekki skyndileg djúpfrysting
Heilbrigðismál, atvinnuleysi, kaupmáttur, náttúruöfl og innviðafjárfestingar eru meðal þess sem forsætisráðherra ræddi um í ræðu sinni við upphaf þings í dag.
Kjarninn 20. janúar 2020
Sighvatur Björgvinsson
Enginn ber ábyrgð – bara þjóðin
Kjarninn 20. janúar 2020
Heimavellir eiga meðal annars húsnæði sem hefur verið í byggingu á Hlíðarendasvæðinu.
Norskt leigufélag komið með yfir tíu prósent í Heimavöllum
Norska leigufélagið Fredensborg er að koma sér fyrir á íslenskum fasteignamarkaði. Það keypti í dag 10,22 prósent hlut í stærsta leigufélagi landsins á almennum leigumarkaði.
Kjarninn 20. janúar 2020
Efnt var til fyrstu mótmæla þann 23. nóvember 2019 eftir að Samherjamálið komst upp.
Fyrsti þingfundur ársins í dag – Mótmælendur ætla að láta í sér heyra
Fyrsti þingfundur á Alþingi hefst í dag eftir jólafrí og munu formenn stjórnmálaflokkanna eða staðgenglar þeirra taka til máls. Við tilefnið verður blásið til mótmæla þar sem þess er meðal annars krafist að sjávarútvegsráðherra segi af sér.
Kjarninn 20. janúar 2020
Togarinn Heinaste.
Ríkisútgerðin í Namibíu á ekki fyrir launum rúmlega þúsund starfsmanna
Fischor, ríkisútgerðin í Namibíu, þurfti að fá viðbótarkvóta frá ríkinu til að geta átt fyrir launum. Fiskinn á mögulega að veiða á Heinaste, verksmiðjutogara sem Samherji er ásakaður um að vera að reyna að selja sjálfum sér á hrakvirði.
Kjarninn 20. janúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Efling sakar Reykjavíkurborg um að hafa dreift villandi upplýsingum
„Borgin er í okkar höndum!“ Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í opnu bréfi til borgarstjóra, þar sem honum er tilkynnt um algjör viðræðuslit vegna kjarasamningagerðar. Efling segir borgina hafa brotið bæði trúnað og lög.
Kjarninn 20. janúar 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar