Flóðavarnir fyrir milljarða

Á næstu árum ætla borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn að verja milljörðum króna til flóðavarna. Í nýrri skýrslu kemur fram að ef ekki verði brugðist við geti stormflóð valdið gríðarlegu tjóni.

Talið er að flóð á Sjálandi verði mun tíðari í framtíðinni en þau hafa verið. Til þess að takmarka samfélagslegan kostnað vegna flóðanna hefur verið ráðist í mikla flóðavarnauppbyggingu umhverhverfis Kaupmannahöfn.
Talið er að flóð á Sjálandi verði mun tíðari í framtíðinni en þau hafa verið. Til þess að takmarka samfélagslegan kostnað vegna flóðanna hefur verið ráðist í mikla flóðavarnauppbyggingu umhverhverfis Kaupmannahöfn.
Auglýsing

Flestum íbúum Kaup­manna­hafnar er í fersku minni úrhellið laug­ar­dag­inn 2. júlí árið 2011, fyrir réttum sex árum. Úrkoman mæld­ist 150 milli­metrar á tveimur klukku­stund­um. Það voru ekki bara elstu menn sem ekki mundu annað eins; Síðan reglu­bundnar úrkomu­mæl­ingar hófust í borg­inni árið 1874 hefur aldrei mælst þar jafn mikil úrkoma og þennan laug­ar­dags­eft­ir­mið­dag, dag­inn eftir kom líka mynd­ar­leg demba. Margar götur í mið­borg­inni voru lík­astar stór­fljóti yfir að líta.

Þótt borg­ar­búar hafi staðið agn­dofa af undrun yfir úrhell­inu gerðu lík­lega fæstir þeirra sér grein fyrir afleið­ing­un­um.

Allt á floti alls staðar

Tjónið var gríð­ar­legt, mörg hund­ruð kjall­arar í mið­borg­inni, og víð­ar, fyllt­ust af vatni sem eyði­lagði allt sem fyrir varð. Vatn flæddi upp úr nið­ur­föll­um, vöskum og sal­ern­um, talið er að milljón rottur sem höfðu lifað góðu lífi í klóakrörum borg­ar­innar hafi drep­ist. Eng­inn sakn­aði þeirra en mikil sýk­ing­ar­hætta sem mynd­að­ist kost­aði einn mann líf­ið. Sex manns brennd­ust illa á fótum af völdum gufu þegar hitakútur tengdur fjar­varma­veitu sprakk. Raf­magn fór af þús­undum húsa, minnstu mun­aði að vatn kæm­ist í raf­magns­töflur og var­araf­stöðvar Rík­is­spít­al­ans, sem er fyrir utan mið­borg­ina, og búið var að gera ráð­staf­anir til að flytja 1.400 sjúk­linga á önnur sjúkra­hús en til þess kom ekki. Eld­húsið í Vestre Fængsel, í vest­ur­hluta borg­ar­inn­ar, fyllt­ist af vatni og fangar og starfs­fólk, sam­tals 600 manns, voru í nokkra daga í fasta­fæði hjá skyndi­bita­staðnum McDon­alds. Miklar skemmdir urðu á tón­leika­sal Tívolís og lesta­sam­göngur fóru úr skorð­um. Margt fleira mætti nefna.

Auglýsing

Tjónið metið á 6 millj­arða danskra króna

Strax varð ljóst að fjár­hags­legt tjón væri mik­ið. Til­kynn­ingar um tjón af völdum flóðs­ins voru rúm­lega 90 þús­und. Í nýlegri skýrslu kom fram að sam­tals hefði fjár­hags­legt tjón numið sex millj­örðum króna (um það bil 92 millj­örðum íslenskra króna) en það segir þó ekki alla sög­una. Danska ríkið og Kaup­manna­hafn­ar­borg tryggja ekki hús­eignir sínar þannig að tjónið var í raun mun meira. einn trygg­inga­sér­fræð­ingur nefndi töl­una 10 millj­arða.

Ekki seinna vænna að bregð­ast við

Þótt úrhellið í júlí­byrjun 2011 hafi valdið miklu tjóni er þó önnur hætta, og að mati sér­fræð­inga alvar­legri, sem vofir yfir Kaup­manna­höfn og fleiri svæðum á Sjá­landi. Það er hættan á storm­flóði.

Á síð­ustu árum hafa storm­flóð nokkrum sinnum valdið tals­verðu tjóni. Árin 2012, 2013 og 2016 varð all­mikið tjón á svæðum kringum Hró­arskeldu­fjörð­inn, en þá hækk­aði sjáv­ar­borð um meira en tvo metra og í jan­úar á þessu ári end­ur­tók sagan sig, að þessu sinni í Kaup­manna­höfn. Í öll skiptin var það langvar­andi stífur vindur sem þrýsti sjónum að landi. Þótt hættan af storm­flóðum hafi lengi verið ljós hafa síend­ur­tekin flóð á síð­ustu árum ýtt við stjórn­völd­um. Þau ætla ekki að láta sitja við orðin tóm.

Það er mikið í húfi því sér­fræð­ingar borg­ar­innar telja, sam­kvæmt nýrri skýrslu, að ef ekk­ert yrði að gert gæti kröft­ugt storm­flóð valdið tjóni sem í pen­ingum mælt, gæti numið að minnsta kosti 20 millj­örðum króna (um það bil 310 millj­örðum íslenskra króna). Kostn­aður við flóða­varn­irnar er tal­inn nema allt að 4 millj­örðum króna (um það bil 62 millj­örðum íslenskra króna).

Hættan er mest á flóði úr suðri

Eyjan Ama­ger og hluti Norð­ur­hafn­ar­innar í Kaup­manna­höfn eru að mati sér­fræð­inga þau svæði sem eru í mestri hættu af völdum storm­flóða. Varn­ar­garðar hafa þegar verið reistir að hluta á suð­vest­ur­hluta Ama­ger og vinna stendur yfir við gerð garðs sunnan við flug­vall­ar­svæðið á Kastr­up.

Nú eru flóðavarnir undirbúnar í Kaupmannahöfn. Bláa línan merkir þær flóðavarnir sem þegar hafa verið reistar, appelsínugula línan merkir þær varnir sem eru til framkvæmdar og gula línan merkir fyrirhugaða uppbyggingu. Punktalínur merkja sjávarhlið.

Á aust­ur­hluta Ama­ger er gert ráð fyrir varn­ar­görðum á löngum kafla og enn fremur í Norð­ur­höfn­inni þar sem miklar bygg­inga­fram­kvæmdir hafa staðið yfir á síð­ustu árum og er ekki nærri lok­ið. Slíkum varn­ar­görðum er hins vegar ekki mögu­legt að koma fyrir á innra hafn­ar­svæð­inu í Kaup­manna­höfn, með fram mið­borg­inni, Íslands­bryggju og á Krist­jáns­höfn. Þar verður að finna aðrar lausn­ir. Á síð­ustu árum hefur einmitt mikið verið byggt á gömlu hafn­ar­svæð­un­um, Norð­ur­-og Suð­ur­höfn­inni og sömu­leiðis á aust­ur­hluta Ama­ger.

Sjáv­ar­hlið

Sér­fræð­ingar borg­ar­innar leggja til að við Norð­ur­höfn­ina verði komið upp eins konar hliði, tví­skiptu, sem hægt verði að loka þegar á þarf að halda. Minna sams­konar hliði, eða loku, verði komið fyrir sunnan við hafn­ar­svæð­ið, við hrað­braut­ina sem liggur frá Sjá­landi og inn í átt að mið­borg­inni og yfir til Sví­þjóð­ar. Ekki hefur þó verið tekin end­an­leg ákvörðun um að koma fyrir slíkum hliðum en aðferðin er þekkt.

Sam­mála um flóða­varn­irnar

Þótt oft sé hart tek­ist á í borg­ar­stjórn Kaup­manna­hafnar og iðu­lega hver höndin upp á móti ann­arri, ekki síst varð­andi skipu­lags­mál, eru borg­ar­full­trúar á einu máli um að flóða­varn­irnar þoli enga bið og strax þurfi að halda áfram verk­inu sem þegar er hafið eins og áður sagði. Tryggja verði það fjár­magn sem til þurfi. Í skýrsl­unni sem áður var á minnst er sett fram laus­leg fram­kvæmda­á­ætlun og sam­kvæmt henni ætti þessu flóða­varna­verk­efni að verða lokið árið 2030.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar