Flóðavarnir fyrir milljarða

Á næstu árum ætla borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn að verja milljörðum króna til flóðavarna. Í nýrri skýrslu kemur fram að ef ekki verði brugðist við geti stormflóð valdið gríðarlegu tjóni.

Talið er að flóð á Sjálandi verði mun tíðari í framtíðinni en þau hafa verið. Til þess að takmarka samfélagslegan kostnað vegna flóðanna hefur verið ráðist í mikla flóðavarnauppbyggingu umhverhverfis Kaupmannahöfn.
Talið er að flóð á Sjálandi verði mun tíðari í framtíðinni en þau hafa verið. Til þess að takmarka samfélagslegan kostnað vegna flóðanna hefur verið ráðist í mikla flóðavarnauppbyggingu umhverhverfis Kaupmannahöfn.
Auglýsing

Flestum íbúum Kaup­manna­hafnar er í fersku minni úrhellið laug­ar­dag­inn 2. júlí árið 2011, fyrir réttum sex árum. Úrkoman mæld­ist 150 milli­metrar á tveimur klukku­stund­um. Það voru ekki bara elstu menn sem ekki mundu annað eins; Síðan reglu­bundnar úrkomu­mæl­ingar hófust í borg­inni árið 1874 hefur aldrei mælst þar jafn mikil úrkoma og þennan laug­ar­dags­eft­ir­mið­dag, dag­inn eftir kom líka mynd­ar­leg demba. Margar götur í mið­borg­inni voru lík­astar stór­fljóti yfir að líta.

Þótt borg­ar­búar hafi staðið agn­dofa af undrun yfir úrhell­inu gerðu lík­lega fæstir þeirra sér grein fyrir afleið­ing­un­um.

Allt á floti alls staðar

Tjónið var gríð­ar­legt, mörg hund­ruð kjall­arar í mið­borg­inni, og víð­ar, fyllt­ust af vatni sem eyði­lagði allt sem fyrir varð. Vatn flæddi upp úr nið­ur­föll­um, vöskum og sal­ern­um, talið er að milljón rottur sem höfðu lifað góðu lífi í klóakrörum borg­ar­innar hafi drep­ist. Eng­inn sakn­aði þeirra en mikil sýk­ing­ar­hætta sem mynd­að­ist kost­aði einn mann líf­ið. Sex manns brennd­ust illa á fótum af völdum gufu þegar hitakútur tengdur fjar­varma­veitu sprakk. Raf­magn fór af þús­undum húsa, minnstu mun­aði að vatn kæm­ist í raf­magns­töflur og var­araf­stöðvar Rík­is­spít­al­ans, sem er fyrir utan mið­borg­ina, og búið var að gera ráð­staf­anir til að flytja 1.400 sjúk­linga á önnur sjúkra­hús en til þess kom ekki. Eld­húsið í Vestre Fængsel, í vest­ur­hluta borg­ar­inn­ar, fyllt­ist af vatni og fangar og starfs­fólk, sam­tals 600 manns, voru í nokkra daga í fasta­fæði hjá skyndi­bita­staðnum McDon­alds. Miklar skemmdir urðu á tón­leika­sal Tívolís og lesta­sam­göngur fóru úr skorð­um. Margt fleira mætti nefna.

Auglýsing

Tjónið metið á 6 millj­arða danskra króna

Strax varð ljóst að fjár­hags­legt tjón væri mik­ið. Til­kynn­ingar um tjón af völdum flóðs­ins voru rúm­lega 90 þús­und. Í nýlegri skýrslu kom fram að sam­tals hefði fjár­hags­legt tjón numið sex millj­örðum króna (um það bil 92 millj­örðum íslenskra króna) en það segir þó ekki alla sög­una. Danska ríkið og Kaup­manna­hafn­ar­borg tryggja ekki hús­eignir sínar þannig að tjónið var í raun mun meira. einn trygg­inga­sér­fræð­ingur nefndi töl­una 10 millj­arða.

Ekki seinna vænna að bregð­ast við

Þótt úrhellið í júlí­byrjun 2011 hafi valdið miklu tjóni er þó önnur hætta, og að mati sér­fræð­inga alvar­legri, sem vofir yfir Kaup­manna­höfn og fleiri svæðum á Sjá­landi. Það er hættan á storm­flóði.

Á síð­ustu árum hafa storm­flóð nokkrum sinnum valdið tals­verðu tjóni. Árin 2012, 2013 og 2016 varð all­mikið tjón á svæðum kringum Hró­arskeldu­fjörð­inn, en þá hækk­aði sjáv­ar­borð um meira en tvo metra og í jan­úar á þessu ári end­ur­tók sagan sig, að þessu sinni í Kaup­manna­höfn. Í öll skiptin var það langvar­andi stífur vindur sem þrýsti sjónum að landi. Þótt hættan af storm­flóðum hafi lengi verið ljós hafa síend­ur­tekin flóð á síð­ustu árum ýtt við stjórn­völd­um. Þau ætla ekki að láta sitja við orðin tóm.

Það er mikið í húfi því sér­fræð­ingar borg­ar­innar telja, sam­kvæmt nýrri skýrslu, að ef ekk­ert yrði að gert gæti kröft­ugt storm­flóð valdið tjóni sem í pen­ingum mælt, gæti numið að minnsta kosti 20 millj­örðum króna (um það bil 310 millj­örðum íslenskra króna). Kostn­aður við flóða­varn­irnar er tal­inn nema allt að 4 millj­örðum króna (um það bil 62 millj­örðum íslenskra króna).

Hættan er mest á flóði úr suðri

Eyjan Ama­ger og hluti Norð­ur­hafn­ar­innar í Kaup­manna­höfn eru að mati sér­fræð­inga þau svæði sem eru í mestri hættu af völdum storm­flóða. Varn­ar­garðar hafa þegar verið reistir að hluta á suð­vest­ur­hluta Ama­ger og vinna stendur yfir við gerð garðs sunnan við flug­vall­ar­svæðið á Kastr­up.

Nú eru flóðavarnir undirbúnar í Kaupmannahöfn. Bláa línan merkir þær flóðavarnir sem þegar hafa verið reistar, appelsínugula línan merkir þær varnir sem eru til framkvæmdar og gula línan merkir fyrirhugaða uppbyggingu. Punktalínur merkja sjávarhlið.

Á aust­ur­hluta Ama­ger er gert ráð fyrir varn­ar­görðum á löngum kafla og enn fremur í Norð­ur­höfn­inni þar sem miklar bygg­inga­fram­kvæmdir hafa staðið yfir á síð­ustu árum og er ekki nærri lok­ið. Slíkum varn­ar­görðum er hins vegar ekki mögu­legt að koma fyrir á innra hafn­ar­svæð­inu í Kaup­manna­höfn, með fram mið­borg­inni, Íslands­bryggju og á Krist­jáns­höfn. Þar verður að finna aðrar lausn­ir. Á síð­ustu árum hefur einmitt mikið verið byggt á gömlu hafn­ar­svæð­un­um, Norð­ur­-og Suð­ur­höfn­inni og sömu­leiðis á aust­ur­hluta Ama­ger.

Sjáv­ar­hlið

Sér­fræð­ingar borg­ar­innar leggja til að við Norð­ur­höfn­ina verði komið upp eins konar hliði, tví­skiptu, sem hægt verði að loka þegar á þarf að halda. Minna sams­konar hliði, eða loku, verði komið fyrir sunnan við hafn­ar­svæð­ið, við hrað­braut­ina sem liggur frá Sjá­landi og inn í átt að mið­borg­inni og yfir til Sví­þjóð­ar. Ekki hefur þó verið tekin end­an­leg ákvörðun um að koma fyrir slíkum hliðum en aðferðin er þekkt.

Sam­mála um flóða­varn­irnar

Þótt oft sé hart tek­ist á í borg­ar­stjórn Kaup­manna­hafnar og iðu­lega hver höndin upp á móti ann­arri, ekki síst varð­andi skipu­lags­mál, eru borg­ar­full­trúar á einu máli um að flóða­varn­irnar þoli enga bið og strax þurfi að halda áfram verk­inu sem þegar er hafið eins og áður sagði. Tryggja verði það fjár­magn sem til þurfi. Í skýrsl­unni sem áður var á minnst er sett fram laus­leg fram­kvæmda­á­ætlun og sam­kvæmt henni ætti þessu flóða­varna­verk­efni að verða lokið árið 2030.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nýir tímar og tónlistin á vínyl
Söngkona og lagahöfundur frá Hofi í Öræfasveit sem býr nú í Osló í Noregi safnar fyrir vinyl-útgáfu á plötu á Karolina fund.
Kjarninn 31. október 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, og Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.
Sóttvarnalæknir hvetur rjúpnaveiðimenn til að halda sig heima
Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vilja því hvetja alla að vera heima og taka þannig öll þátt í baráttunni, líka rjúpnaveiðimenn.
Kjarninn 31. október 2020
Ásta Logadóttir, Lárus S. Guðmundsson og Ólafur Hjálmarsson
Þétting byggðar – Lýðheilsa og lífsgæði
Kjarninn 31. október 2020
Steingrímur J. Sigfússon hættir
Forseti Alþingis mun ekki vera í framboði í næstu þingkosningum. Það verður í fyrsta sinn frá 1978 sem hann verður ekki í framboði til Alþingis.
Kjarninn 31. október 2020
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki búinn að höfða mál gegn Fjármálaeftirlitinu
Fjármálaeftirlit Seðlabankans sektaði Arion banka um tæpar 88 milljónir króna í sumar. Ástæðan var sú að upplýsingar um fyrirhugaðar fjöldauppsagnir í bankanum birtust í fjölmiðlum. Arion banki vill að ákvörðunin verði ógild.
Kjarninn 31. október 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóri Samherja, er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.
Eigið fé Síldarvinnslunnar nú 50 milljarðar króna
Síldarvinnslan hefur verið dugleg við að kaupa upp aflaheimildir síðust ár. Hún er að uppistöðu í eigu Samherja og fjölskyldufyrirtækis annars forstjóra Samherja. Saman halda útgerðir sem tengjast forstjórum Samherja á um 20 prósent af öllum kvóta.
Kjarninn 31. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Kristján Þór upplýsti Katrínu um samskipti skrifstofustjóra við Stjórnartíðindi
Sjávarútvegsráðherra upplýsti forsætisráðherra um það í júlímánuði síðastliðnum að í júlí í fyrra hefði þáverandi skrifstofustjóri ráðuneytis hans átt samskipti við Stjórnartíðindi og látið fresta birtingu nýrra laga um laxeldi, sem kom fyrirtækjunum vel.
Kjarninn 31. október 2020
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar