Mynd: EPA

Hagsmunir Íslands í Brexit í sjö myndritum

Bretland er þriðja stærsta viðskiptaland Íslands. Hagsmunir Íslands í Brexit-viðræðunum eru þess vegna miklir og óvissan eftir því.

Ísland á mjög mik­illa hags­muna að gæta í utan­rík­is­við­skiptum við önnur lönd í heim­in­um. Íslenskur útflutn­ingur er ekk­ert sér­stak­lega fjöl­breyttur og bygg­ist að mestu leyti upp á þremur stoð­um; Sjáv­ar­út­veg­ur, áli og ferða­þjón­ustu.

Sé litið marga ára­tugi aftur í tím­ann þá ber útflutn­ingur sjáv­ar­af­urða hitan og þung­ann af við­skiptum Íslend­inga við umheim­inn. Útflutn­ingur áls og járn­blendis bætt­ist við á síð­asta ára­tug 20. ald­ar­innar og hefur sá geiri vaxið síð­an. Á und­an­förnum árum hefur svo gríð­ar­leg aukn­ing ferða­manna hér á landi stækkað kök­una enn frekar og myndar sá geiri nú stærstan hluta utan­rík­is­við­skipta Íslands

Á aðeins örfáum árum hefur ferða­þjón­ustan orðið lang stærsti liður útflutn­ings vöru og þjón­ustu frá Íslandi. Árið 2013 áttu ferða­þjón­ustan og sjáv­ar­út­veg­ur­inn svipað stóra hlut­deild í útflutn­ingi, eða um 26 pró­sent. Útflutn­ingur iðn­að­ar­vara var þá stærsti lið­ur­inn, tæp­lega 30 pró­sent.

Aðeins þremur árum síðar árið 2016 var ferða­þjón­ustan orðin lang stærsti geir­inn í þessum sam­an­burði og bar ábyrgð á tæp­lega 40 pró­sent útflutn­ings vöru og þjón­ustu. Sjáv­ar­út­veg­ur­inn var 19,5 pró­sent og útflutn­ingur iðn­að­ar­vara tæp­lega 23 pró­sent.

Helstu liðir útflutnings vöru og þjónustu 2013

Heimild: Hagstofa Íslands.

Helstu liðir útflutnings vöru og þjónustu 2016

Heimild: Hagstofa Íslands.

Helstu við­skipta­lönd Íslands eru í næsta nágrenni. Þau eru nær und­an­tekn­ing­ar­laust það sem í dag­legu tali eru kölluð Vest­ur­lönd og eru lang flest á norð­ur­hveli Jarð­ar.

Þrjú lönd skera sig úr, það eru Banda­rík­in, Hol­land og Bret­land. Utan­rík­is­við­skiptin við þessi lönd námu meira en 200.000 millj­ónum króna árið 2015.

Utanríkisviðskipti Íslands árið 2015

Samanlagður út- og innflutningur vöru og þjónustu við stærstu viðskiptalönd Íslands.
Heimild: Hagstofa Íslands.

Þegar rýnt er í sam­an­lagðan út- og inn­flutn­ing vöru og þjón­ustu við þrjú stærstu við­skipta­lönd Íslands sést að meiri­hlut­inn ræðst af útflutn­ingi, eða ríf­lega 62 pró­sent.

Útflutt þjón­usta, þe. ferða­þjón­usta, er stærsti hluti við­skipt­anna við Banda­rík­in. Vöru­út­flutn­ingur er langstærsti hluti við­skipta við Holland, enda fer nær allt álið sem fram­leitt er hér á landi í gegnum stór­skipa­hafnir þar í landi.

Við­skiptin við Bret­land byggj­ast hins vegar að miklu leyti upp á útflutn­ingi sjáv­ar­af­urða. Breskir ferða­menn eru einnig fjöl­mennir hér á landi.

Hlutfall utanríkisviðskipta við Bretland af heild 2015

Verslun við Bretland nemur nærri 12 prósent af öllum utanríkisviðskiptum Íslands
Heimild: Hagstofa Íslands.

Hlutdeild vinnslugreina í útflutningi til Breltands árið 2015

Sjávarafurðir eru tæplega 67% alls útflutnings til Bretlands.
Heimild: Hagstofa Íslands.

Við­skiptin við Bret­land námu tæp­lega 12 pró­sent af öllum utan­rík­is­við­skiptum Íslands árið 2015. Stærstur hluti við­skipt­anna er útflutn­ingur vöru og af þeim við­skiptum hefur sjáv­ar­út­vegur mestra hags­muna að gæta. Tæp­lega 67 pró­sent alls útflutn­ings til Bret­lands voru sjáv­ar­af­urð­ir.

Brexit hefur þegar haft mikil áhrif

Áhrif ákvörð­una Breta komu fram strax og ákvörð­unin hafði verið tek­in. Hún kom mörgum stjórn­mála­skýrendum á óvart, enda höfðu kann­anir bent til þess að meiri­hluti fólks mundi vilja að Bret­land yrði áfram í Evr­ópu­sam­band­inu.

Gengi dollars gagnvart pundi

Mánaðarmeðaltal miðgengis dollars janúar 2015 til júní 2017 samkvæmt skráningu Englandsbanka
Heimild: Englandsbanki.

Gengi breska punds­ins tók skarpa dýfu í kjöl­far þess að breska þjóðin kaus að ganga úr Evr­ópu­sam­band­inu í júní 2016. Á línu­rit­inu hér að ofan má sjá gengi doll­ars í pund­um.

Gengi punds og dollars gagnvart íslenskri krónu

Mánaðarmeðaltal miðgengis dollars janúar 2015 til júní 2017 samkvæmt skráningu Seðlabanka Íslands
Heimild: Seðlabanki Íslands.

Gagn­vart íslenskri krónu hafa þessir tveir gjald­miðl­ar, breskt pund og Banda­ríkja­dal­ur, veikst nokkuð á und­an­förnum miss­er­um. Breska pundið hefur hins vegar veikst mun meira, gagn­vart æ sterkri íslenskri krónu, en banda­ríski doll­ar­inn.

Brexit setur stórt strik í reikn­ing­inn

Í júní í fyrra ákvað breska þjóðin að segja sig úr Evr­ópu­sam­band­inu í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Bret­land hefur verið aðili að ESB síðan árið 1973 og hefur verið aðili að sam­eig­in­­legum mark­aði Evr­­ópu. Ísland er einnig aðili að þeim mark­aði í gegnum samn­ing­inn um evr­­ópska efna­hags­­svæðið (EES-­­samn­ing­inn). Auk gam­als frí­versl­un­­ar­­samn­ings síðan 1972, sem Ísland er aðili að í gegnum EFTA-­­sam­­starf­ið, er EES-­­samn­ing­­ur­inn eini ramm­inn um við­­skipti Íslands og Bret­land.

Útganga Bret­lands úr ESB getur þess vegna haft mikil áhrif á við­­skipti milli Íslands og Bret­lands. Íslenskt efna­hags­líf þess vegna mik­illa hags­muna að gæta í samn­inga­við­ræðum ESB og Bret­lands.

Í fimmtu grein Lis­bon-sátt­málns segir að aðild­ar­ríki geti sagt sig úr Evr­ópu­sam­band­inu. Ther­esa May, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, virkj­aði þessa grein sátt­mál­ans í lok mars á þessu ári og setti um leið skeið­klukk­una í gang. Hún má, sam­kvæmt þessu sama ákvæði, tifa í tvö ár áður en Bret­land er ekki lengur hluti af sam­þykktum og sátt­málum Evr­ópu­sam­bands­ins. Jafn­vel þó ekki verði búið að semja um hvernig útgöng­unni verði hátt­að.

Samn­inga­við­ræður milli ESB og Bret­lands hófust svo í lok síð­asta mán­að­ar. Nið­ur­stöður þess­ara samn­inga­við­ræðna skipta íslenskan efna­hag miklu máli, enda eru engir aðrir frí­versl­un­ar­samn­ingar í gildi við Bret­land aðrir en EES-­samn­ing­arn­ir.

Mýkri nálgun lík­legri

Eftir þing­kosn­ing­arnar í Bret­landi 8. júní síð­ast lið­inn hafa lík­urnar á mýkri sam­bands­slitum Bret­lands og ESB auk­ist nokk­uð. Í kosn­ing­unum hlaut flokkur for­sæt­is­ráð­herr­ans May mun lélegri kosn­ingu en áætlað hafði verði þegar boðað var til kosn­ing­anna. Kosn­ing­arnar áttu að styrkja umboð May í samn­inga­við­ræð­unum við ESB og tryggja stuðn­ing þings­ins við skýran aðskilnað við meg­in­land­ið.

Sam­tök atvinnu­lífs­ins (SA) hafa greint mögu­legar sviðs­myndir sem gætu skap­ast við Brexit í mars 2019. Grein­ingin var kynnt á fundi í síð­ustu viku og er hún aðgengi­leg á vef SA. Tvær leiðir eru fær­ar.

Mýkri nálgun

 • Bret­lands­mark­aður yrði ennþá hluti af innri markað
 • Evr­ópu­sam­bands­ins.
 • Gagn­kvæmur stað­festu­réttur fyr­ir­tækja milli Bret­lands og ríkja
 • ESB.
 • Frjálst flæði fjár­magns milli Bret­lands og ríkja ESB.
 • Frjálst flæði vinnu­afls milli Bret­lands og ríkja ESB með
 • minni­háttar tak­mörk­un­um.
 • Gagn­kvæm við­ur­kenn­ing á rétt­indum milli Bret­lands og ríkja
 • ESB.
 • Bret­land myndi áfram þurfa að greiða fram­lög til fjár­laga ESB.
 • Bret­land myndi áfram þurfa að taka upp lög­gjöf ESB.
 • Bret­land hefði tak­mörkuð áhrif á stefnu ESB.
 • Bret­land hefði tak­mörkuð áhrif á þróun lög­gjafar ESB.

Skýr aðskiln­aður

 • Bret­land verður ekki lengur hluti af innri markað
 • Evr­ópu­sam­bands­ins.
 • Bresk fyr­ir­tæki og breskir þegnar munu ekki lengur njóta
 • ávinn­ings af fjór­frelsi Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins, þ.e. frjálsu
 • flæði vara, þjón­ustu, fjár­magns og vinnu­afls.
 • Bretar búsettir innan ESB og þegnar ESB-­ríkja búsettir í Bret­landi
 • munu þurfa að sér­stakt leyfi til dval­ar.
 • Bret­land mun ekki þurfa að taka upp lög­gjöf ESB.
 • Bret­land öðl­ast fullt frelsi til að mynda eigin stefnu og setja eigin
 • lög­gjöf um skatta, vinnu­lög­gjöf, fjár­fest­ingar inn­an­lands og
 • eign­ar­hald.
 • Bret­land mun þurfa að gera frí­versl­un­ar­samn­ing við ESB um
 • mark­aðs­að­gang fyrir vörur og þjón­ustu.
 • Bret­land mun þurfa að sækja á ný um full­gilda aðild að WTO.

Eftir því hver nið­ur­staða samn­inga­við­ræðn­anna verð­ur, þá eru fjórar sviðs­myndir sem standa Íslend­ingum til boða eftir útgöngu Bret­lands.

Ef mjúka nálg­unin nær fram að ganga verður Bret­land hugs­an­lega ennþá hluti af sam­eig­in­lega mark­aði Evr­ópu­sam­bands­ins og Ísland nýtur enn þeirra kjara í Bret­landi og fyrir Brex­it.

Ef aðskiln­að­ur­inn verður ekki eins mjúkur gæti Bret­land kosið að semja við EFTA um frí­verslun við Ísland, Liechten­stein, Sviss og Nor­eg. Ísland og Bret­land gætu einnig gert tví­hliða samn­ing um áfram­hald­andi við­skipta­sam­band.

Nái engin þess­ara leiða fram að ganga gilda WTO-­reglur um utan­rík­is­verslun milli land­anna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar