Góð staða á íslenskum hlutabréfamarkaði

Magnús Harðarson telur verðbréfamarkaðinn sýna mörg heilbrigðismerki og segir stöðuna vera um margt betri en fyrir hrun.

Húsakynni Kauphallarinnar
Húsakynni Kauphallarinnar
Auglýsing

Magnús Harð­ar­son, for­stöðu­maður við­skipta­sviðs Nas­daq Iceland, segir stöð­una góða á íslenskum hluta­bréfa­mark­aði, en vill meina að hana megi bæta með aukna þátt­töku almenn­ings og leyf­is­veit­ingu á verð­bréfa­lán­um. 

Í grein sinni í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ingar segir Magnús mikla fram­þróun hafa verið á íslenskum hluta­bréfa­mark­aði und­an­farin ár. Máli sínu til stuðn­ings vísar hann meðal ann­ars í fjölda skráðra fyr­ir­tækja, en þau eru orðin 20 nú sam­an­borið við 11 á árunum eftir efna­hags­hrun­ið. Einnig nefnir hann fjölda dag­legra við­skipta, en þau hafa þrjá­tíu­fald­ast frá 2010. Að sögn Magn­úsar hefur vöxt­ur­inn „ekki átt sér stað með neinum látum heldur jafnt og þétt, eig­in­lega hægt og hljótt“.Fjöldi viðskipta hefur margfaldast á undanförnum árum. Tölur fyrir 2017 ná einungis til fyrstu fimm mánuði ársins. Heimild: Magnús Harðarson

Frá apríl 2009 hefur hækkun hluta­bréfa­verðs numið ríf­lega 250% eða sem sam­svarar að með­al­tali 18% á ári. Virði íslenska hluta­bréfa­mark­að­ar­ins nemur um 1.100 millj­örðum í dag, en það er um sex og hálfu sinnum meira en árið 2009. Stærstu fyr­ir­tækin á íslenska hluta­bréfa­mark­aðnum eru Marel og Öss­ur, en sam­an­lagt mark­aðsvirði þeirra nemur um 43% af virði mark­aðs­ins. 

Sam­kvæmt Keld­unni er sam­an­lagt bók­fært eigið fé fyr­ir­tækj­anna helm­ingi lægra en mark­aðsvirði þeirra, eða um 455 millj­arð­ar. 

Auglýsing
Skattaafslættir og verð­bréfa­lán

Í grein sinni bendir Magnús Harð­ar­son á að þrátt fyrir að vel hafi tek­ist til við end­ur­reisn hluta­bréfa­mark­aðar þá sé mik­il­vægt að nýta með­byr­inn og treysta umgjörð hluta­bréfa­mark­aðar enn frekar, en þátt­taka almenn­ings á honum er enn lít­il. Beinn eigna­hlutur ein­stak­linga í mark­aðsvirði sé ein­ungis um 4% í ár, en á árunum 2002-2007 hafi hún verið á bil­inu 11-17%. 

Sam­kvæmt Magn­úsi er mik­il­vægt að efla þátt­töku almenn­ings til að stuðla að góðri sam­búð atvinnu­lífs og alls almenn­ings. Þetta hafi Svíar áttað sig á, en þeir hafa beitt skatta­legum hvötum til auk­innar fjár­fest­ingar almennra borg­ara. Þar þurfi ein­stak­lingar sem fjár­festa í gegnum svo­kall­aða fjár­fest­inga­sparn­að­ar­reikn­inga ekki að greiða skatt af sölu­hagn­aði, heldur aðeins flatan skatt af með­al­stöðu fjár­magns á reikn­ing­um.  

Enn fremur bendir grein­ar­höf­undur á mögu­leik­ann á verð­bréfa­lán­um. Lánin séu mik­il­væg fyrir þróun mark­að­ar­ins, til dæmis flokki vísi­tölu­fyr­ir­tæk­ið FTSE mark­aði ekki sem þró­aða nema að umrædd lán séu til stað­ar.

Að lokum segir Magnús að vel hafi tek­ist til við end­ur­reisn hluta­bréfa­mark­að­ar. Með góðum vilja og sam­taka­mætti mark­aðs­að­ila og lög­gjafans mætti þannig gera hann að öllu leyti sam­bæri­legan við þá mark­aði sem standa fremstir á heims­vísu.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá Keflavíkurflugvelli
Allir komufarþegar eiga að fara í skimun og 4-5 daga sóttkví
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að allir sem til Íslands koma þyrftu frá og með 19. ágúst að fara í skimun á landamærum, svo í sóttkví í 4-5 daga og að því búnu aftur í skimun.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Í skýrslu HMS segir að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað um 5,1 prósent milli ára.
Hlutfall fyrstu kaupenda á fasteignamarkaði hefur aldrei verið jafn hátt
Í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að það sem af er ári hefur hlutfall fyrstu kaupenda verið nærri 30 prósentum. Fasteignamarkaðurinn er einkar líflegur nú um stundir en umsvif eru að jafnaði minni á sumrin en á öðrum árstíðum.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Grand hótel í Reykjavík er eitt hótela Íslandshótela hf.
Stærsta hótelkeðja landsins biður skuldabréfaeigendur um greiðslufrystingu
Íslandshótel hefur lagt til við skuldabréfaeigendur í tæplega 2,9 milljarða skuldabréfaflokki að samþykkt verði að engar greiðslur berist vegna skuldabréfanna fyrr en seinni hluta árs 2021.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Eitt innanlandssmit og fólki í einangrun fer fækkandi
Aðeins eitt nýtt innanlandssmit af kórónuveirunni greindist hér á landi í gær. Átta sýni bíða mótefnamælingar úr landamæraskimun. 112 manns eru með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Minnisblöð Þórólfs: Frá tillögum til ráðlegginga
Þórólfur Guðnason hefur í tæplega 20 minnisblöðum sínum til ráðherra lagt til, mælt með og óskað eftir ákveðnum aðgerðum í baráttunni gegn COVID-19. En nú kveður við nýjan tón: Mögulegar aðgerðir eru reifaðar en það lagt í hendur stjórnvalda að velja.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur hefur styrkt stöðu sína verulega samkvæmt nýrri könnun.
Meirihlutinn í Reykjavík myndi bæta við sig þremur borgarfulltrúum
Sjálfstæðisflokkurinn tapar mestu fylgi allra flokka í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun. Þrír flokkanna sem mynda meirihluta í borginni bæta við sig fylgi og borgarfulltrúum en Samfylkingin dalar. Staða meirihlutans er þó að styrkjast verulega.
Kjarninn 14. ágúst 2020
82 dagar í kosningar í sundruðum Bandaríkjunum
Joe Biden mælist með umtalsvert forskot á Donald Trump á landsvísu þegar minna en þrír mánuðir eru í bandarísku forsetakosningarnar. Hann er líka með yfirhöndina í flestum hinna mikilvægu sveifluríkja.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Margrét Tryggvadóttir
Hlaupið endalausa
Leslistinn 13. ágúst 2020
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar