Góð staða á íslenskum hlutabréfamarkaði

Magnús Harðarson telur verðbréfamarkaðinn sýna mörg heilbrigðismerki og segir stöðuna vera um margt betri en fyrir hrun.

Húsakynni Kauphallarinnar
Húsakynni Kauphallarinnar
Auglýsing

Magnús Harð­ar­son, for­stöðu­maður við­skipta­sviðs Nas­daq Iceland, segir stöð­una góða á íslenskum hluta­bréfa­mark­aði, en vill meina að hana megi bæta með aukna þátt­töku almenn­ings og leyf­is­veit­ingu á verð­bréfa­lán­um. 

Í grein sinni í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ingar segir Magnús mikla fram­þróun hafa verið á íslenskum hluta­bréfa­mark­aði und­an­farin ár. Máli sínu til stuðn­ings vísar hann meðal ann­ars í fjölda skráðra fyr­ir­tækja, en þau eru orðin 20 nú sam­an­borið við 11 á árunum eftir efna­hags­hrun­ið. Einnig nefnir hann fjölda dag­legra við­skipta, en þau hafa þrjá­tíu­fald­ast frá 2010. Að sögn Magn­úsar hefur vöxt­ur­inn „ekki átt sér stað með neinum látum heldur jafnt og þétt, eig­in­lega hægt og hljótt“.Fjöldi viðskipta hefur margfaldast á undanförnum árum. Tölur fyrir 2017 ná einungis til fyrstu fimm mánuði ársins. Heimild: Magnús Harðarson

Frá apríl 2009 hefur hækkun hluta­bréfa­verðs numið ríf­lega 250% eða sem sam­svarar að með­al­tali 18% á ári. Virði íslenska hluta­bréfa­mark­að­ar­ins nemur um 1.100 millj­örðum í dag, en það er um sex og hálfu sinnum meira en árið 2009. Stærstu fyr­ir­tækin á íslenska hluta­bréfa­mark­aðnum eru Marel og Öss­ur, en sam­an­lagt mark­aðsvirði þeirra nemur um 43% af virði mark­aðs­ins. 

Sam­kvæmt Keld­unni er sam­an­lagt bók­fært eigið fé fyr­ir­tækj­anna helm­ingi lægra en mark­aðsvirði þeirra, eða um 455 millj­arð­ar. 

Auglýsing
Skattaafslættir og verð­bréfa­lán

Í grein sinni bendir Magnús Harð­ar­son á að þrátt fyrir að vel hafi tek­ist til við end­ur­reisn hluta­bréfa­mark­aðar þá sé mik­il­vægt að nýta með­byr­inn og treysta umgjörð hluta­bréfa­mark­aðar enn frekar, en þátt­taka almenn­ings á honum er enn lít­il. Beinn eigna­hlutur ein­stak­linga í mark­aðsvirði sé ein­ungis um 4% í ár, en á árunum 2002-2007 hafi hún verið á bil­inu 11-17%. 

Sam­kvæmt Magn­úsi er mik­il­vægt að efla þátt­töku almenn­ings til að stuðla að góðri sam­búð atvinnu­lífs og alls almenn­ings. Þetta hafi Svíar áttað sig á, en þeir hafa beitt skatta­legum hvötum til auk­innar fjár­fest­ingar almennra borg­ara. Þar þurfi ein­stak­lingar sem fjár­festa í gegnum svo­kall­aða fjár­fest­inga­sparn­að­ar­reikn­inga ekki að greiða skatt af sölu­hagn­aði, heldur aðeins flatan skatt af með­al­stöðu fjár­magns á reikn­ing­um.  

Enn fremur bendir grein­ar­höf­undur á mögu­leik­ann á verð­bréfa­lán­um. Lánin séu mik­il­væg fyrir þróun mark­að­ar­ins, til dæmis flokki vísi­tölu­fyr­ir­tæk­ið FTSE mark­aði ekki sem þró­aða nema að umrædd lán séu til stað­ar.

Að lokum segir Magnús að vel hafi tek­ist til við end­ur­reisn hluta­bréfa­mark­að­ar. Með góðum vilja og sam­taka­mætti mark­aðs­að­ila og lög­gjafans mætti þannig gera hann að öllu leyti sam­bæri­legan við þá mark­aði sem standa fremstir á heims­vísu.Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samninganefnd Eflingar
Samninganefnd Eflingar segist reiðubúin að ganga nú þegar til viðræðna
Samninganefnd Eflingar lýsir sig reiðubúna til að ganga nú þegar til viðræðna við samninganefnd Reykjavíkurborgar á „þeim breyttu forsendum sem Efling telur að opinberar yfirlýsingar borgarinnar fyrir helgi hafi skapað.“
Kjarninn 24. febrúar 2020
Telur að rannsókn á fjárfestingarleið verði að vera „ítarleg og heildstæð“
Skattrannsóknarstjóri gat ekki rannsakað gögn sem embættið fékk fyrir um fjórum árum um þá sem nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands með tæmandi hætti. Ástæðan var mannekla og annir við önnur verkefni.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn leggst ekki gegn skipun rannsóknarnefndar um fjárfestingarleiðina
Í umsögn sem nýr seðlabankastjóri skrifar undir leggst Seðlabanki Íslands ekki sérstaklega gegn því að fram fari rannsókn á fjárfestingarleiðinni sem bankinn hélt úti milli 2011 og 2015. Alls voru 206 milljarðar króna ferjaðir inn í landið í gegnum hana.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Stefán Eiríksson tekur við starfi útvarpsstjóra 1. mars næstkomandi.
Stjórnmálamenn verði að senda skilaboð um hvað ætti að skera niður hjá RÚV
Verðandi útvarpsstjóri segir að ef það eigi að setja takmarkanir á getu RÚV til að afla sér auglýsingatekna, sem eru yfir tveir milljarðar króna á ári, þá þurfi stjórnmálamenn að segja hvað eigi að láta undan í rekstrinum í staðinn.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar