Mynd: Vegagerðin

Hvers vegna er enn rifist um Sundabraut?

Sundabraut er vinsælt þrætuepli stjórnmálamanna, eiginlega svo vinsælt að engum tekst að koma henni til framkvæmdar.

Enn er Sunda­braut þrætu­epli stjórn­mála­manna.

Ástand vega og umferð­ar­þungi er að verða að stóru vanda­máli hvort sem er á þjóð­vegum eða í höf­uð­borg­inni. Vega­mála­stjóri hefur varað við því að fljót­lega verði að bregð­ast við því að Ártúns­brekkan geti ekki borið meiri umferð. Ljóst er að ríkið og sveit­ar­fé­lög þurfa að ráð­ast í stórar umferð­ar­fram­kvæmdir á næst­unni til þess að bregð­ast við auk­inni umferð.

Jón Gunn­ars­son tók við emb­ætti sam­göngu­mála­ráð­herra í jan­ú­ar. Til lausnar þessu vanda­máli hefur hann til dæmis lagt til að veggjöld verði inn­heimt á helstu leiðum inn og út af höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Hann hefur einnig lagt til að vega­fram­kvæmdir á Íslandi verði fjár­magn­aðar úr sjóðum rík­is­ins og einka­að­ila.

Sunda­braut hefur í þessu sam­hengi aftur kom­ist í umræð­una, enda þykir fram­kvæmdin falla vel að hug­myndum ráð­herra. Sunda­braut yrði mikil sam­göngu­bót á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, um það eru allir sam­mála. Og það virð­ast jafn­framt flestir vera sam­mála um að ráð­ast eigi í þessa fram­kvæmd sem fyrst.

Það eru bara ekki allir sam­mála um hvar Sunda­brautin á að liggja.

Tek­ist á um gamlar hug­myndir

Hug­myndin um akbraut yfir Klepps­vík við ósa Elliðaár er ekki ný af nál­inni. Hún kom fyrst fram í skipu­lags­skrám borg­ar­innar árið 1984 og hefur verið á döf­inni síð­an. Árið 1994 var Sunda­brautin listuð með þjóð­vegum í veg­á­ætl­un. Umhverf­is­mat var gert á mis­mun­andi leiðum yfir Klepps­vík á fyrsta ára­tug þess­arar ald­ar.

Hér að neðan má sjá þær leiðir sem metnar hafa ver­ið. Margar hafa verið slegnar út af borð­inu og eftir standa þrjár leið­ir. Leið­irnar sem rætt er um að fara í dag eru merktar með óbrot­inni línu á kort­inu.

Allar leið­irnar
Hér sjást allar leiðirnar sem teiknaðar hafa verið. Þær leiðir sem teiknaðar eru með brotnum línum hafa flestar verið slegnar alfarið af borðinu, ýmist vegna kostnaðar eða vegna neikvæðs umhverfismats. Leiðirnar sem merktar eru með óbrotnum línum eru þær sem fjallað er um hér. Leið 5 er það sem kallað hefur verið Sundagöng en þau ná frá mótum Krinlumýrarbrautar í vestri og í göngum undir Lauganesið og Kleppsvíkina áður en þau enda á Gufunesi.
Teikning: Birgir Þór

Leið­irnar sem tek­ist er á um í dag eru svo­kall­aðar innri og ytri leið­ir. Í opin­berum gögnum Vega­gerð­ar­innar heita þessar leiðir Leið I og Leið III. Hér verða leið­irnar kall­aðar ein­fald­ari nöfn­um: Leið I er ytri leiðin og Leið III er innri leiðin með svo­kall­aðri eyja­lausn.

Hér er fjallað um fyrsta áfanga fram­kvæmd­ar­innar við það sem kallað hefur verið Sunda­braut. Í öðrum áfanga fram­kvæmd­ar­innar er fyr­ir­hugað að tengja Sunda­braut­ina við Vest­ur­lands­veg. Af Gufu­nesi mundi brautin þannig halda áfram yfir Geld­inga­nes, þvera Leiru­vog yfir á Gunnu­nes og Álfs­nes og svo tengj­ast Vest­ur­lands­vegi handan Kolla­fjarð­ar.

Ytri leið

Ytri leiðin er sú leið sem teiknuð hefur verið í aðal­skipu­lag Reykja­víkur 2010-2030. Þessi leið var einnig teiknuð í aðal­skipu­lagið 2001-2024 en þó ekki nákvæm­lega. Í grófum dráttum liggur leiðin frá Kleppi í vestri og austur yfir Klepps­vík á Gufu­nes.

Leið I
Hér sjást allar leiðirnar sem teiknaðar hafa verið. Þær leiðir sem teiknaðar eru með brotnum línum hafa flestar verið slegnar alfarið af borðinu, ýmist vegna kostnaðar eða vegna neikvæðs umhverfismats. Leiðirnar sem merktar eru með óbrotnum línum eru þær sem fjallað er um hér. Leið 5 er það sem kallað hefur verið Sundagöng en þau ná frá mótum Krinlumýrarbrautar í vestri og í göngum undir Lauganesið og Kleppsvíkina áður en þau enda á Gufunesi.
Teikning: Birgir Þór

Með þess­ari leið yrði umferð­ar­á­lagi dreift eftir Sæbraut­inni á leið vestur og aust­ur. Minna álag fær­ist á Miklu­braut ef þessi leið er far­in.

Tveir val­kostir eru í boði við þessa ytri leið. Annað hvort verður Sunda­brautin lögð í göng – hvort sem það verða jarð­göng eins og Hval­fjarð­ar­göngin eða grafin ofan í hafs­botn­inn í vík­inni – eða brú reist yfir vík­ina. Í aðal­skipu­lag­inu er ekki tekin afstaða til val­kost­anna.

Báðir val­kostir hafa nokkra aug­ljósa galla. Ef reisa á brú yfir Klepps­vík­ina þarf brúin að vera nokkuð há svo skipa­um­ferð lok­ist ekki af við Voga­bakka. Í mats­skjali á umhverf­is­á­hrifum sem gefið var út 2004 segir að hábrú „yrði mjög áber­andi mann­virki og í raun eitt mest áber­andi mann­virki borg­ar­inn­ar“. Þar kemur einnig fram að hábrúin verði lokað vegna veð­urs tvo daga á ári að jafn­aði. Þá er hábrúin ekki talin vera til­valin til hjól­reiða.

Verði lögð göng yfir vík­ina verður engri hjólandi eða gang­andi umferð hleypt um nýju leið­ina. Þá er ljóst að göngin verði nokkuð brött og djúp.

Í úrskurði Skipu­lags­stofn­unar síðan 2004 kemur fram kostn­að­ar­mat á innri og ytri leið­inni. Ytri leiðin er metin dýr­ari en innri leið­in: „11,6 millj­arðar króna fyrir leið I hábrú, 13,1 millj­arðar króna fyrir leið I botn­göng og 7,3 millj­arðar króna fyrir eyja­lausn á leið III.“

Séu þessar tölur leið­réttar fyrir verð­lag dags­ins í dag má áætla að kostn­aður við botn­göngin sé rúm­lega 24 millj­arðar króna og kostn­að­ur­inn við eyja­lausn­ina rúm­lega 13 millj­arðar króna. Hér þarf þó að setja þann fyr­ir­vara á að margar for­sendur þessa kostn­að­ar­mats gætu hafa breyst á þeim 13 árum sem liðin eru síðan það var fram­kvæmt.

Starfs­hópur Inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins um aðkomu einka­að­ila að sam­göngu­verk­efnum komst að þeirri nið­ur­stöðu í skýrslu sinni, síðan í mars 2015, að þessi ytri leið væri sú leið sem kæmi til greina við þverun Klepps­vík­ur. Starfs­hóp­ur­inn fjall­aði um aðkomu einka­að­ila að opin­berum fram­kvæmdum og lagði til að öll Sunda­brautin yrði lögð í einum áfanga, þe. alla leið úr Klepps­vík yfir á Kjal­ar­nes í einum áfanga.

Innri leið

Innri leiðin er sú leið sem Vega­gerðin hefur mælst til að farin verði enda sé hún ódýr­ari en ytri leið­in. Leiðin mundi þá liggja af Gufu­nesi yfir Klepps­vík og tengj­ast landi við mynni Elliða­vogs.

Sunda­brautin mundi liggja á upp­fyll­ingum sem myndu mynda eyjar í Klepps­vík­inni. Ekki þarf að hafa telj­an­legar áhyggjur af umferð skipa á þess­ari leið, enda er Voga­bakk­inn og umferð um hana utar.

Eyja­leið
Eyjaleiðin er sú leið sem mun kosta minnst, samkvæmt öllum þeim kostnaðaráætlunum sem gerðar hafa verið. Það er þó nokkuð langt síðan kostanaðarmat lá fyrir um framkvæmdina. Eyjaleiðin í óbreyttri mynd er jafnframt illfær vegna þess að borgin fyrirhugar uppbyggingu íbúðabyggðar þar sem leiðin nær landi í vestri.
Teikning: Birgir Þór

Með þess­ari leið er meira álag sett á Miklu­braut­ina í umferð vestur og aust­ur, en um leið er umferð létt af Ártúns­brekkunni.

Þessi leið er hins vegar að öllum lík­indum ófær enda gerir aðal­skipu­lag borg­ar­innar ráð fyrir byggð á því svæði sem leiðin á tengj­ast landi að vest­an­verðu. Þar á að rísa Voga­byggð. Borgin hefur þegar skrifað undir samn­inga við lóð­ar­hafa um bygg­ingu 332 íbúða á þessu svæði.

Hreinn Har­alds­son, vega­mála­stjóri sagði í sam­tali við RÚV í maí á þessu ári að ef skipu­lag sveit­ar­fé­laga þvingar Vega­gerð­ina til að ráð­ast í dýr­ari fram­kvæmda­kosti en talið hafði verið mögu­legt, sé til laga­stoð um að sveit­ar­fé­lagið þurfi að greiða mis­mun­inn.

„Við erum ekk­ert að segja að hún [innri leið­in] hefði orðið ofan á en hún hefði alla vega átt að vera val­kostur til móts við hina. Nú er það ekki hægt lengur og við erum bara að benda á að þá gilda lög í land­inu og það er sam­kvæmt ákveð­inni grein í vega­lögum hægt að fara fram á við sveit­ar­fé­lög að þau greiði kostn­að­ar­mun­inn ef þau ákveða að fara dýr­ari leið­ina,“ sagði Hreinn.

Sam­göngu­ráð­herra hefur tekið enn dýpra í árinni og sagt „ein­streng­is­stefnu borg­ar­inn­ar“ geta reynst borg­ar­búum dýr þegar upp verður stað­ið.

„Það er laga­stoð fyrir því að fari sveit­ar­fé­lagið ekki að vilja Vega­gerð­ar­innar í þessu og í sam­ráði við þá að þá getur Vega­mála­stjóri sent reikn­ing­inn á sveit­ar­fé­lag­ið. Það er bara staðan sem er komin upp í þessu máli. Þessi ein­streng­is­stefna borg­ar­yf­ir­valda að spila ekki með yfir­völdum um lagn­ingu þjóð­vega­kerf­is­ins hérna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu getur orðið borg­ar­búum dýr þegar upp verður stað­ið,“ sagði Jón í Silfr­inu á RÚV í maí.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar