Að lifa á betli

Rómani er ekki Rúmeni. Margir rúmenskir verkamenn starfa í Danmörku og senda fé heim. Þeir eru orðnir þreyttir á þeim misskilningi að þeir séu rómanar.

Rúmenskir verkamenn sækja margir út fyrir landamæri Rúmeníu til að fá vinnu.
Rúmenskir verkamenn sækja margir út fyrir landamæri Rúmeníu til að fá vinnu.
Auglýsing

Á allra síð­ustu árum hefur fólk frá Aust­ur-­Evr­ópu orðið æ meira áber­andi í mörgum borgum Vest­ur­-­Evr­ópu. Margir úr þessum hópi lifa á betli og snöp­um, jafn­vel þjófn­uðum úr búð­um, eru litnir horn­auga hvar sem þeir fara, eiga sér fáa málsvara. Þótt yfir­völd segi það ekki ætíð berum orðum er þetta fólk hvergi aufúsu­gest­ir.

Í Rúm­eníu draga íbúar margra smá­bæja fram lífið á pen­ingum sem ætt­ingjar afla, með lög­legum eða ólög­legum hætti, norðar í álf­unni.

Rómanar og Rúm­enar

Hvaðan kemur þetta fólk? Í óform­legri könnun eins dönsku dag­blað­anna, meðal fólks á förnum vegi í Kaup­manna­höfn,kom fram að flestir töldu þá sem nú eru æ meira áber­andi á götu­horn­um, með betlikrús í hendi, vera frá Rúm­en­íu. „Las það í blöð­un­um, heyrði það í frétt­um“ var algeng­asta svarið þegar spurt var af hverju við­kom­andi nefndi Rúm­en­íu.

Auglýsing

Sívax­andi fjöldi fólks sem hefst við á götum og almenn­ings­væðum hefur verið áber­andi í fréttum og sam­kvæmt upp­lýs­ingum yfir­valda kemur það fólk fyrst og fremst frá Rúm­en­íu. Margir úr þeim hópi vilja hins vegar ekki kalla sig Rúm­ena, telja sig Rómana (eða sígauna). Eins konar far­and­fólk, sem ekki hefur fasta búsetu, né vinnu. Tala eigið tungu­mál, rom­ani. Ekki er með vissu vitað um fjölda Rómana en talið að innan landa Evr­ópu­sam­bands­ins séu þeir um það bil sex millj­ón­ir.

Schengen sam­komu­lag­ið, sem Rúm­enía fékk aðild að árið 2007 gerði fólki auð­veld­ara að fara milli landa. Í Rúm­eníu er bæði mikil fátækt og atvinnu­leysi og það skýrir lík­lega áhuga fólks fyrir að færa sig norðar í álf­una, þar er atvinnu­leysi minna og lífs­kjör almennt mun betri. En það er ekki ein­ungis róma­fólkið sem leitar norð­ur, Rúm­enar sjálfir hafa líka flykkst norður á bóg­inn í leit að betra lífi.

Margir Rúm­enar sitja í dönskum fang­elsum

Í Dan­mörku er mik­ill fjöldi útlend­inga við störf, einkum er það áber­andi í bygg­inga­iðn­aði og þjón­ustu­störfum af ýmsu tagi. Borga skatta og standa sína plikt, dug­legt fólk sem hef­ur, í flestum til­vikum tíma­bund­ið, freistað gæf­unnar með þessum hætti. En í mörgu fé leyn­ist mis­jafn sauður og um þessar mundir sitja á annað þús­und útlend­inga í dönskum fang­elsum, þrjá­tíu pró­sent allra fanga. Af ein­stökum þjóð­ernum eru Rúm­enar fjöl­mennast­ir, hund­rað og sex­tíu tals­ins, Sómal­ar, átta­tíu tals­ins, eru næst­fjöl­menn­ast­ir.

Af hverju er þetta fólk (nær allt karl­menn) ekki sent til síns heima­lands og látið afplána þar, kynni nú ein­hver að spyrja. Ein­falt og sjálf­sagt að því er virð­ist. En víða, til dæmis í Rúm­en­íu, er aðbún­aður í fang­elsum, og með­ferð fanga, með þeim hætti að dönsk stjórn­völd segja það mann­rétt­inda­brot að senda fanga til heima­lands­ins. Danski dóms­mála­ráð­herr­ann sagði nýlega í við­tali að til greina kæmi að Danir leigðu fang­elsi í öðrum löndum (nefndi Rúm­eníu og Lit­há­en) fyrir fanga frá við­kom­andi lönd­um. Slík fang­elsi yrðu þá að upp­fylla „dansk stand­ard“ eins og ráð­herr­ann orð­aði það. Látið hefur verið á það reyna fyrir dönskum dóm­stólum hvort senda megi rúm­enska fanga, sem hlotið hafa dóma í Dan­mörku, heim til afplán­unar en Hæsti­réttur Dan­merkur hafn­aði því. Ástæð­an: slæmur aðbún­aður í rúm­enskum fang­els­um.

Lifa á pen­ingum sem ætt­ingjar afla

Fyrir skömmu var birt skýrsla sem unnin var á vegum norsku rann­sókna­stofn­un­ar­innar Fafo. Nokkrir sænskir, norskir og danskir sér­fræð­ingar unnu þessa skýrslu, sem fjallar um það sem sér­fræð­ing­arnir kalla „betl­ara­smá­bæi“ í Rúm­eníu og Rúm­ena og Rómana í Dan­mörku.

Bar­bu­lesti heitir einn þess­ara smá­bæja. Bar­bu­lesti er um það bil fimm­tíu kíló­metrum norð­austan við Búkarest. Skráðir íbúar eru 6 þús­und og 98 pró­sent þeirra eru Róman­ar. Þegar nor­rænu sér­fræð­ing­arnir komu til bæj­ar­ins vakti það strax athygli þeirra að nán­ast ekk­ert fólk var þar á ferli, lík­ast því að bær­inn hefði verið yfir­gef­inn. Þeir komust brátt að því að stærstur hluti íbú­anna var að heim­an. Nánar til­tekið í Norð­ur- og Vestur Evr­ópu að afla fjár.

Smá­kaup­maður sem sér­fræð­ing­arnir ræddu við sagði að eftir krepp­una árið 2007 hefði Rúm­enía klofnað í tvennt: Rúm­eníu hinna ríku og Rúm­eníu hinna fátæku. Kaup­mað­ur­inn sagði að í bænum væru það ein­ungis 2-3 pró­sent íbú­anna sem hefðu vinnu á heima­slóð­um. „Norðar og vestar í álf­unni getur fólk aflað 200 evra (ca. 24 þús­und íslenskar krón­ur) á mán­uði en hér heima fær fjöl­skylda 15 evrur (ca. 1.800 krónur íslenskar) frá rík­inu, til fram­færslu. Það hrekkur lang­t,“ sagði Vagile kaup­mað­ur.

Í Dan­mörku ríkja miklir for­dómar gagn­vart fólki frá Rúm­eníu og þar gerir fólk ekki grein­ar­mun á Rúm­enum og Rómön­um.

Þegar sér­fræð­ing­arnir spurðu hvernig þeir sem ferð­ast til landa norðar í álf­unni afli fjár sagði hann að lang flestir lifðu á að safna flöskum og dósum og selja, betli og ýmis konar lausa­vinnu frá degi til dags. Sumir séu þó í fastri vinnu. Þetta fólk sem leitað hefur norður kemur svo heim (30 klukku­tíma rútu­ferð frá Kaup­manna­höfn) af og til. Til að hitta fjöl­skyld­una og upp­fylla reglur ESB, um tíma­bundna dvöl í öðru landi. „Og borga skuld­irnar hjá kaup­mann­inum og öðrum þar sem fjöl­skyldan hefur verið í krít,“ sagði Vagile.

Árum saman í vinnu í Dan­mörku

Í Bar­bu­lesti hittu nor­rænu sér­fræð­ing­arnir Rúm­ena sem unnið hefur í Dan­mörku í átta ár og sýndi þeim launa­seðla sína, þar sem fram kemur að hann hafi allan þann tíma unnið hjá sama fyr­ir­tæk­inu, borgað skatta og gjöld til danska rík­is­ins. „Hér heima hefði ég enga vinnu en með þessum hætti get ég séð fyrir fjöl­skyld­unn­i,“ sagði þessi Rúm­eni, sem bætti því við að hann ætti eig­in­lega enga danska vini og kvaðst forð­ast að nefna þjóð­ernið í sam­tölum við fólk. „Í Dan­mörku ríkja miklir for­dómar gagn­vart fólki frá Rúm­eníu og þar gerir fólk ekki grein­ar­mun á Rúm­enum og Rómön­um.“

Í mörgum fleiri smá­bæjum sem nor­rænu sér­fræð­ing­arnir heim­sóttu er svip­aða sögu að segja og frá Bar­bu­lesti. Þeir fóru líka til höf­uð­borg­ar­innar Búkarest en hvergi í land­inu er munur á ríkum og fátækum jafn mik­ill og þar. Íbúar í einu fátæk­asta hverfi borg­ar­inn­ar, Fer­ent­ari, segja stjórn­völd ekk­ert vilja af þeim vita og íbú­arnir verði ein­fald­lega að bjarga sér eins og best þeir geti. „Fá­tæktin og ömur­leik­inn eru yfir­þyrm­and­i,“ segir í skýrslu Fafo, flestir íbú­anna segj­ast ekki eygja von um betra líf, „hér lifa flestir frá degi til dags“.

Skammar­blettur á Evr­ópu

Eins og áður var nefnt í þessum pistli er talið að Rómanar í Evr­ópu séu um það bil sex millj­ónir og fer fjölg­andi. Stjórn­völd í þeim löndum sem þetta fólk leitar til vill sem minnst af því vita og reyna hvað þau geta til að ýta fólk­inu út fyrir landa­mær­in. Nor­rænu skýrslu­höf­und­arnir áður­nefndu segja að slíkt dugi ekki til lang­frama. Þótt Róma­fólkið hafi aðra lífs­hætti en flestir aðrir sé það eigi að síður íbúar Evr­ópu og stjórn­völd í löndum Evr­ópu­sam­bands­ins verði að hreinsa af sér þennan skammar­blett eins og það er orðað í nið­ur­lags­orðum Fafo-­skýrsl­unn­ar.

Rétt er að geta þess að Evr­ópu­sam­bandið hefur á síð­ustu árum sam­þykkt ýmis konar aðgerðir til aðstoðar róma­fólki í Evr­ópu, þær hafa vafa­lítið skilað ýmsu en líka aug­ljóst að betur má ef duga skal.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiErlent