Að lifa á betli

Rómani er ekki Rúmeni. Margir rúmenskir verkamenn starfa í Danmörku og senda fé heim. Þeir eru orðnir þreyttir á þeim misskilningi að þeir séu rómanar.

Rúmenskir verkamenn sækja margir út fyrir landamæri Rúmeníu til að fá vinnu.
Rúmenskir verkamenn sækja margir út fyrir landamæri Rúmeníu til að fá vinnu.
Auglýsing

Á allra síðustu árum hefur fólk frá Austur-Evrópu orðið æ meira áberandi í mörgum borgum Vestur-Evrópu. Margir úr þessum hópi lifa á betli og snöpum, jafnvel þjófnuðum úr búðum, eru litnir hornauga hvar sem þeir fara, eiga sér fáa málsvara. Þótt yfirvöld segi það ekki ætíð berum orðum er þetta fólk hvergi aufúsugestir.

Í Rúmeníu draga íbúar margra smábæja fram lífið á peningum sem ættingjar afla, með löglegum eða ólöglegum hætti, norðar í álfunni.

Rómanar og Rúmenar

Hvaðan kemur þetta fólk? Í óformlegri könnun eins dönsku dagblaðanna, meðal fólks á förnum vegi í Kaupmannahöfn,kom fram að flestir töldu þá sem nú eru æ meira áberandi á götuhornum, með betlikrús í hendi, vera frá Rúmeníu. „Las það í blöðunum, heyrði það í fréttum“ var algengasta svarið þegar spurt var af hverju viðkomandi nefndi Rúmeníu.

Auglýsing

Sívaxandi fjöldi fólks sem hefst við á götum og almenningsvæðum hefur verið áberandi í fréttum og samkvæmt upplýsingum yfirvalda kemur það fólk fyrst og fremst frá Rúmeníu. Margir úr þeim hópi vilja hins vegar ekki kalla sig Rúmena, telja sig Rómana (eða sígauna). Eins konar farandfólk, sem ekki hefur fasta búsetu, né vinnu. Tala eigið tungumál, romani. Ekki er með vissu vitað um fjölda Rómana en talið að innan landa Evrópusambandsins séu þeir um það bil sex milljónir.

Schengen samkomulagið, sem Rúmenía fékk aðild að árið 2007 gerði fólki auðveldara að fara milli landa. Í Rúmeníu er bæði mikil fátækt og atvinnuleysi og það skýrir líklega áhuga fólks fyrir að færa sig norðar í álfuna, þar er atvinnuleysi minna og lífskjör almennt mun betri. En það er ekki einungis rómafólkið sem leitar norður, Rúmenar sjálfir hafa líka flykkst norður á bóginn í leit að betra lífi.

Margir Rúmenar sitja í dönskum fangelsum

Í Danmörku er mikill fjöldi útlendinga við störf, einkum er það áberandi í byggingaiðnaði og þjónustustörfum af ýmsu tagi. Borga skatta og standa sína plikt, duglegt fólk sem hefur, í flestum tilvikum tímabundið, freistað gæfunnar með þessum hætti. En í mörgu fé leynist misjafn sauður og um þessar mundir sitja á annað þúsund útlendinga í dönskum fangelsum, þrjátíu prósent allra fanga. Af einstökum þjóðernum eru Rúmenar fjölmennastir, hundrað og sextíu talsins, Sómalar, áttatíu talsins, eru næstfjölmennastir.

Af hverju er þetta fólk (nær allt karlmenn) ekki sent til síns heimalands og látið afplána þar, kynni nú einhver að spyrja. Einfalt og sjálfsagt að því er virðist. En víða, til dæmis í Rúmeníu, er aðbúnaður í fangelsum, og meðferð fanga, með þeim hætti að dönsk stjórnvöld segja það mannréttindabrot að senda fanga til heimalandsins. Danski dómsmálaráðherrann sagði nýlega í viðtali að til greina kæmi að Danir leigðu fangelsi í öðrum löndum (nefndi Rúmeníu og Litháen) fyrir fanga frá viðkomandi löndum. Slík fangelsi yrðu þá að uppfylla „dansk standard“ eins og ráðherrann orðaði það. Látið hefur verið á það reyna fyrir dönskum dómstólum hvort senda megi rúmenska fanga, sem hlotið hafa dóma í Danmörku, heim til afplánunar en Hæstiréttur Danmerkur hafnaði því. Ástæðan: slæmur aðbúnaður í rúmenskum fangelsum.

Lifa á peningum sem ættingjar afla

Fyrir skömmu var birt skýrsla sem unnin var á vegum norsku rannsóknastofnunarinnar Fafo. Nokkrir sænskir, norskir og danskir sérfræðingar unnu þessa skýrslu, sem fjallar um það sem sérfræðingarnir kalla „betlarasmábæi“ í Rúmeníu og Rúmena og Rómana í Danmörku.

Barbulesti heitir einn þessara smábæja. Barbulesti er um það bil fimmtíu kílómetrum norðaustan við Búkarest. Skráðir íbúar eru 6 þúsund og 98 prósent þeirra eru Rómanar. Þegar norrænu sérfræðingarnir komu til bæjarins vakti það strax athygli þeirra að nánast ekkert fólk var þar á ferli, líkast því að bærinn hefði verið yfirgefinn. Þeir komust brátt að því að stærstur hluti íbúanna var að heiman. Nánar tiltekið í Norður- og Vestur Evrópu að afla fjár.

Smákaupmaður sem sérfræðingarnir ræddu við sagði að eftir kreppuna árið 2007 hefði Rúmenía klofnað í tvennt: Rúmeníu hinna ríku og Rúmeníu hinna fátæku. Kaupmaðurinn sagði að í bænum væru það einungis 2-3 prósent íbúanna sem hefðu vinnu á heimaslóðum. „Norðar og vestar í álfunni getur fólk aflað 200 evra (ca. 24 þúsund íslenskar krónur) á mánuði en hér heima fær fjölskylda 15 evrur (ca. 1.800 krónur íslenskar) frá ríkinu, til framfærslu. Það hrekkur langt,“ sagði Vagile kaupmaður.

Í Danmörku ríkja miklir fordómar gagnvart fólki frá Rúmeníu og þar gerir fólk ekki greinarmun á Rúmenum og Rómönum.

Þegar sérfræðingarnir spurðu hvernig þeir sem ferðast til landa norðar í álfunni afli fjár sagði hann að lang flestir lifðu á að safna flöskum og dósum og selja, betli og ýmis konar lausavinnu frá degi til dags. Sumir séu þó í fastri vinnu. Þetta fólk sem leitað hefur norður kemur svo heim (30 klukkutíma rútuferð frá Kaupmannahöfn) af og til. Til að hitta fjölskylduna og uppfylla reglur ESB, um tímabundna dvöl í öðru landi. „Og borga skuldirnar hjá kaupmanninum og öðrum þar sem fjölskyldan hefur verið í krít,“ sagði Vagile.

Árum saman í vinnu í Danmörku

Í Barbulesti hittu norrænu sérfræðingarnir Rúmena sem unnið hefur í Danmörku í átta ár og sýndi þeim launaseðla sína, þar sem fram kemur að hann hafi allan þann tíma unnið hjá sama fyrirtækinu, borgað skatta og gjöld til danska ríkisins. „Hér heima hefði ég enga vinnu en með þessum hætti get ég séð fyrir fjölskyldunni,“ sagði þessi Rúmeni, sem bætti því við að hann ætti eiginlega enga danska vini og kvaðst forðast að nefna þjóðernið í samtölum við fólk. „Í Danmörku ríkja miklir fordómar gagnvart fólki frá Rúmeníu og þar gerir fólk ekki greinarmun á Rúmenum og Rómönum.“

Í mörgum fleiri smábæjum sem norrænu sérfræðingarnir heimsóttu er svipaða sögu að segja og frá Barbulesti. Þeir fóru líka til höfuðborgarinnar Búkarest en hvergi í landinu er munur á ríkum og fátækum jafn mikill og þar. Íbúar í einu fátækasta hverfi borgarinnar, Ferentari, segja stjórnvöld ekkert vilja af þeim vita og íbúarnir verði einfaldlega að bjarga sér eins og best þeir geti. „Fátæktin og ömurleikinn eru yfirþyrmandi,“ segir í skýrslu Fafo, flestir íbúanna segjast ekki eygja von um betra líf, „hér lifa flestir frá degi til dags“.

Skammarblettur á Evrópu

Eins og áður var nefnt í þessum pistli er talið að Rómanar í Evrópu séu um það bil sex milljónir og fer fjölgandi. Stjórnvöld í þeim löndum sem þetta fólk leitar til vill sem minnst af því vita og reyna hvað þau geta til að ýta fólkinu út fyrir landamærin. Norrænu skýrsluhöfundarnir áðurnefndu segja að slíkt dugi ekki til langframa. Þótt Rómafólkið hafi aðra lífshætti en flestir aðrir sé það eigi að síður íbúar Evrópu og stjórnvöld í löndum Evrópusambandsins verði að hreinsa af sér þennan skammarblett eins og það er orðað í niðurlagsorðum Fafo-skýrslunnar.

Rétt er að geta þess að Evrópusambandið hefur á síðustu árum samþykkt ýmis konar aðgerðir til aðstoðar rómafólki í Evrópu, þær hafa vafalítið skilað ýmsu en líka augljóst að betur má ef duga skal.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiErlent