Úrskurðir kjararáðs hafa sett kjaraviðræður í uppnám

Mikil launahækkun hjá ráðamönnum þjóðarinnar hefur hleypt illu blóði í kjaraviðræður.

verkfall.jpg kjaramál kjör
Auglýsing

Kom­andi kjara­við­ræður eru á vissan hátt í upp­námi, vegna úrskurða kjara­ráðs að und­an­förnu, en Sam­tök atvinnu­lífs­ins horfa þó til þess að halda í mark­mið SALEK-­sam­komu­lags­ins frá því í byrjun síð­asta árs.

Svipuð sjón­ar­mið hafa verið ríkj­andi innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar og hjá stétt­ar­fé­lögum opin­berra starfs­manna, en úrskurðir kjara­ráðs um tug­pró­senta hækk­anir stjórn­enda hjá hinu opin­bera, í sumum til­vikum aft­ur­virkt, hafa skapað mik­inn vanda og grafið undan þeim sátta­grund­velli sem unnið hefur verið á und­an­förnum árum.

„Skelfi­leg“ áhrif

Í sam­tölum við Kjarn­ann segir fólk innan Sam­taka atvinnu­lífs­ins (SA), Alþýðu­sam­bands Íslands­(A­SÍ), og stétt­ar­fé­laga opin­berra starfs­manna, að kjara­ráðs­úr­skurð­irnir hafi verið „skelfi­leg­ir“ fyrir kom­andi kjara­við­ræð­ur. 

Auglýsing

Eins og hendi væri veifað hafi for­sendur fyrir sátt á vinnu­mark­aði horf­ið, og þrátt fyrir mik­inn efna­hags­legan upp­gang, og mikla kaup­mátt­ar­aukn­ingu launa á síð­ustu miss­erum, þá væri staðan snú­in.

SA horfir þó til þess að halda í mark­miðin sem sett voru niður með Salek-­sam­komu­lag­inu, en því var ætlað að stoppa launa­hækkana­ferli sem „engin inni­stæða væri fyr­ir“ og stuðla að kjara­bótum með stöðugra ytra umhverfi; minni verð­bólgu, lægri vöxtum og lang­tíma­hugsun við mótun samn­ings­mark­miða í kjara­við­ræð­um.

Lang­tíma­hugsun

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdstjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur talað fyrir því inn á við, að haldið verði í SALEK-samkomulagið í komandi kjaraviðræðum.SALEK er skamm­stöfun fyrir sam­starf um launa­upp­lýs­ingar og efna­hags­for­sendur kjara­samn­inga. SALEK er afrakstur vinnu sem hófst 2013 með úttekt BSRB, KÍ, BHM, ASÍ, SA og samn­inga­nefnda rík­is, Reykja­vík­ur­borgar og Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga á umhverfi kjara­samn­inga á hinum Norð­ur­lönd­un­um, þar sem áhersla var lögð á heild­ar­end­ur­skoðun samn­inga­lík­ans­ins. 

Þessi vinna skil­aði sér í sátt allra aðila vinnu­mark­að­ar­ins um að end­ur­skoða aðferða­fræð­ina við samn­inga­gerð um kaup og kjör á vinnu­mark­aði. Und­ir­liggj­andi var þó mik­ill þrýst­ingur á stjórn­völd, um að standa við fyr­ir­heit um góðan jarð­veg sáttar á vinnu­mark­aði.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans hafa atvinnu­rek­endur lýst yfir áhyggjum sínum að und­an­förnu, á vett­vangi Sam­taka atvinnu­lífs­ins, af því að samið hafi verið um of miklar launa­hækk­anir í síð­ustu samn­ing­um. Margir geirar atvinnu­lífs­ins, meðal ann­ars í versl­un, sjáv­ar­út­vegi og ferða­þjón­ustu, muni súpa seyðið af þessu á næsta ári alveg sér­stak­lega. 

Atvinnu­leysi mælist hins vegar lítið sem ekk­ert þessi miss­er­in, eða á bil­inu 2 til 4 pró­sent, og er mikil vöntun eftir starfs­kröftum í ákveðnum geirum atvinnu­lífs­ins, meðal ann­ars í bygg­ing­ar­iðn­aði. Þá hefur verð­bólga hald­ist í skefjum í meira en þrjú ár en hún mælist nú 1,5 pró­sent.

Tvö pró­sent á ári?

Innan SA hafa þær raddir heyrst að skyn­sam­legt sé að semja til tveggja ára, með hóf­legum hækk­un­um, t.d. tvö pró­sent á ári, ekki síst til að „vernda“ þann árangur sem náðst hafi á und­an­förnum tveimur árum.

Innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar og hjá stétt­ar­fé­lögum opin­berra starfs­manna þá er frekar horft til þess að, sam­ræma launa­þró­un­ina og horfa þá ekki síst til þess hvernig ráða­menn þjóð­ar­innar hafi verið að þró­ast í launum að und­an­förnu.Fullur skiln­ingur sé á því, að mik­il­vægt sé að skapa góðar for­sendur fyrir meiri stöð­ug­leika, en almenn­ingur á vinnu­mark­aði geti ekki sætt sig við að stjórn­endur hjá rík­inu og ráða­menn þjóð­ar­inn­ar, fái að hækka hlut­falls­lega hraðar og meira en aðr­ir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
„Lítur út fyrir að vera eins ógegnsætt og ófaglegt og hægt er að ímynda sér“
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hvaða forsendur lægju að baki fyrirætlaðri sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Aksturskostnaður Guðjóns leiðréttur af Alþingi – Ásmundur keyrði mest
Guðjón S. Brjánsson var ekki sá þingmaður sem keyrði mest allra á síðasta ári. Alþingi gerði mistök í útreikningi á aksturskostnaði hans og bókfærði hluta kostnaðar vegna áranna 2018 og 2019 á árinu 2020.
Kjarninn 18. janúar 2021
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið varar við því að selja banka til skuldsettra eignarhaldsfélaga
Í umsögn Samkeppniseftirlitsins vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut í Íslandsbanka eru viðraðar margháttaðar samkeppnislegar áhyggjur af því að lífeyrissjóðir eigi í öllum íslensku viðskiptabönkunum. Þeir séu bæði viðskiptavinir og samkeppnisaðilar banka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sá þingmaður sem flaug mest innanlands árið 2020
Kostnaður vegna innanlandsflugs þingmanna dróst saman um þriðjung á árinu 2020. Einungis þrír þingmenn flugu fyrir meira en milljón króna. Einn þingmaður var með annan kostnað en laun og fastan kostnað upp á 347 þúsund krónur að meðaltali á mánuði.
Kjarninn 18. janúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Breytt skipulag bólusetninga: Allir skammtar notaðir strax
Íslendingar eru að lenda í verulegum vandræðum á landamærum annarra ríkja vegna hertra reglna. Sóttvarnalæknir, landlæknir og aðstoðaryfirlögregluþjónn hvetja fólk til að fara ekki til útlanda að nauðsynjalausu.
Kjarninn 18. janúar 2021
Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður.
Líneik Anna vill leiða Framsókn í Norðausturkjördæmi
Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður býður sig fram til þess að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Þórunn Egilsdóttir sem hefur leitt Framsókn í kjördæminu tilkynnti í síðustu viku að hún myndi hætta á þingi.
Kjarninn 18. janúar 2021
Árni Finnsson
Af hverju skilar Ísland auðu?
Kjarninn 18. janúar 2021
Enn er óvíst hvort að Trump lætur verða af því að veita sjálfum sér fyrirfram náðun.
Trump ætlar út með hvelli – vill náða hundrað til viðbótar
Á síðasta heila dag Donalds Trump í Hvíta húsinu á morgun er hann sagður stefna á að náða um 100 manns, m.a. hvítflibbaglæpamenn og þekkta rappara. Hvort hann veiti sér og sínum fyrirfram náðun er enn óvíst.
Kjarninn 18. janúar 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar