Úrskurðir kjararáðs hafa sett kjaraviðræður í uppnám

Mikil launahækkun hjá ráðamönnum þjóðarinnar hefur hleypt illu blóði í kjaraviðræður.

verkfall.jpg kjaramál kjör
Auglýsing

Kom­andi kjara­við­ræður eru á vissan hátt í upp­námi, vegna úrskurða kjara­ráðs að und­an­förnu, en Sam­tök atvinnu­lífs­ins horfa þó til þess að halda í mark­mið SALEK-­sam­komu­lags­ins frá því í byrjun síð­asta árs.

Svipuð sjón­ar­mið hafa verið ríkj­andi innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar og hjá stétt­ar­fé­lögum opin­berra starfs­manna, en úrskurðir kjara­ráðs um tug­pró­senta hækk­anir stjórn­enda hjá hinu opin­bera, í sumum til­vikum aft­ur­virkt, hafa skapað mik­inn vanda og grafið undan þeim sátta­grund­velli sem unnið hefur verið á und­an­förnum árum.

„Skelfi­leg“ áhrif

Í sam­tölum við Kjarn­ann segir fólk innan Sam­taka atvinnu­lífs­ins (SA), Alþýðu­sam­bands Íslands­(A­SÍ), og stétt­ar­fé­laga opin­berra starfs­manna, að kjara­ráðs­úr­skurð­irnir hafi verið „skelfi­leg­ir“ fyrir kom­andi kjara­við­ræð­ur. 

Auglýsing

Eins og hendi væri veifað hafi for­sendur fyrir sátt á vinnu­mark­aði horf­ið, og þrátt fyrir mik­inn efna­hags­legan upp­gang, og mikla kaup­mátt­ar­aukn­ingu launa á síð­ustu miss­erum, þá væri staðan snú­in.

SA horfir þó til þess að halda í mark­miðin sem sett voru niður með Salek-­sam­komu­lag­inu, en því var ætlað að stoppa launa­hækkana­ferli sem „engin inni­stæða væri fyr­ir“ og stuðla að kjara­bótum með stöðugra ytra umhverfi; minni verð­bólgu, lægri vöxtum og lang­tíma­hugsun við mótun samn­ings­mark­miða í kjara­við­ræð­um.

Lang­tíma­hugsun

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdstjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur talað fyrir því inn á við, að haldið verði í SALEK-samkomulagið í komandi kjaraviðræðum.SALEK er skamm­stöfun fyrir sam­starf um launa­upp­lýs­ingar og efna­hags­for­sendur kjara­samn­inga. SALEK er afrakstur vinnu sem hófst 2013 með úttekt BSRB, KÍ, BHM, ASÍ, SA og samn­inga­nefnda rík­is, Reykja­vík­ur­borgar og Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga á umhverfi kjara­samn­inga á hinum Norð­ur­lönd­un­um, þar sem áhersla var lögð á heild­ar­end­ur­skoðun samn­inga­lík­ans­ins. 

Þessi vinna skil­aði sér í sátt allra aðila vinnu­mark­að­ar­ins um að end­ur­skoða aðferða­fræð­ina við samn­inga­gerð um kaup og kjör á vinnu­mark­aði. Und­ir­liggj­andi var þó mik­ill þrýst­ingur á stjórn­völd, um að standa við fyr­ir­heit um góðan jarð­veg sáttar á vinnu­mark­aði.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans hafa atvinnu­rek­endur lýst yfir áhyggjum sínum að und­an­förnu, á vett­vangi Sam­taka atvinnu­lífs­ins, af því að samið hafi verið um of miklar launa­hækk­anir í síð­ustu samn­ing­um. Margir geirar atvinnu­lífs­ins, meðal ann­ars í versl­un, sjáv­ar­út­vegi og ferða­þjón­ustu, muni súpa seyðið af þessu á næsta ári alveg sér­stak­lega. 

Atvinnu­leysi mælist hins vegar lítið sem ekk­ert þessi miss­er­in, eða á bil­inu 2 til 4 pró­sent, og er mikil vöntun eftir starfs­kröftum í ákveðnum geirum atvinnu­lífs­ins, meðal ann­ars í bygg­ing­ar­iðn­aði. Þá hefur verð­bólga hald­ist í skefjum í meira en þrjú ár en hún mælist nú 1,5 pró­sent.

Tvö pró­sent á ári?

Innan SA hafa þær raddir heyrst að skyn­sam­legt sé að semja til tveggja ára, með hóf­legum hækk­un­um, t.d. tvö pró­sent á ári, ekki síst til að „vernda“ þann árangur sem náðst hafi á und­an­förnum tveimur árum.

Innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar og hjá stétt­ar­fé­lögum opin­berra starfs­manna þá er frekar horft til þess að, sam­ræma launa­þró­un­ina og horfa þá ekki síst til þess hvernig ráða­menn þjóð­ar­innar hafi verið að þró­ast í launum að und­an­förnu.Fullur skiln­ingur sé á því, að mik­il­vægt sé að skapa góðar for­sendur fyrir meiri stöð­ug­leika, en almenn­ingur á vinnu­mark­aði geti ekki sætt sig við að stjórn­endur hjá rík­inu og ráða­menn þjóð­ar­inn­ar, fái að hækka hlut­falls­lega hraðar og meira en aðr­ir.

Stöðnun á fasteignamarkaðnum
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,2 prósent milli maí og júní. Verð á fjölbýli hækkaði um 0,3 prósent og verð á sérbýli lækkaði um 0,5 prósent.
Kjarninn 23. júlí 2019
Gestur Pétursson
Nýr framkvæmdastjóri hjá Veitum
Stjórn Veitna hefur ráðið Gest Pétursson forstjóra Elkem Ísland sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júlí 2019
Indversk geimflaug á leið til tunglsins
Hið fjögurra tonna geimfar hefur upp á alla nýjustu tækni að bjóða, til að mynda lendingarbúnað, könnunarfar fyrir tunglið, auk rannsóknartækis sem mun fara um sporbraut tunglsins.
Kjarninn 22. júlí 2019
Þingmennirnir sex á Klaustur bar
Siðanefnd Alþingis hefur sent álit sitt um Klausturmálið til forsætisnefndar
Siðanefnd Alþingis hefur klárað álit sitt um Klausturmálið svokallaða og sent forsætisnefnd. Þeir sex þingmenn sem náðust á upptöku hafa fengið álitið til umfjöllunar og hafa frest fram í lok þessarar viku til að skila andsvörum.
Kjarninn 22. júlí 2019
Halldór Auðar Svansson
„Hinn svokallaði flati strúktúr verður að byggjast á einhvers konar strúktúr“
Fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata segir að tilgangur með strúktúr innan flokks eigi meðal annars að vera sá að gefa fólki lágmarksvinnufrið. Annars vinni þeir frekustu hverju sinni og frekju sé mætt með enn meiri frekju þar til allt sýður upp úr.
Kjarninn 22. júlí 2019
Andri Snær Magnason
Minnast fyrsta jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga
Andri Snær Magnason, ásamt hópi vísindamanna, mun afhjúpa minningarskjöld um Okjökul í ágúst. Skjöldurinn er hugsaður sem áminning og ákall um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum en Okjökull var afskráður sem jökull árið 2014.
Kjarninn 22. júlí 2019
Hægrisinnaðir franskir þingmenn vilja sniðganga Gretu Thunberg
Heimsókn Gretu Thunberg í franska þingið hefur vakið deilur á meðal þingmanna þar í landi. Hægrisinnaðir þingmenn vilja að ávarp hennar verði sniðgengið.
Kjarninn 22. júlí 2019
Tæpar fjórar milljónir söfnuðust í Málfrelsissjóðinn
Forsvarskonur Málfrelsissjóðsins segjast vera í skýjunum með árangurinn en söfnuninni lauk í gær.
Kjarninn 22. júlí 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar