Stóru seðlarnir

Verðmiklir peningaseðlar eru víðar umtalsefni en á Íslandi. Í Evrópu verður stærsti evruseðillinn brátt tekinn úr umferð og í Danmörku er hafin umræða um að taka 1.000 krónurnar úr umferð enda nota fáir þessa seðla nema í svarta hagkerfinu.

Danir íhuga nú að kippa stærsta seðlinum sem til er í dönskum krónum úr umferð.
Danir íhuga nú að kippa stærsta seðlinum sem til er í dönskum krónum úr umferð.
Auglýsing

Flestum er líklega í fersku minni sú hugmynd Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra að íslenski 10.000 króna seðillinn skyldi tekinn úr umferð. Svipuð umræða fer þessa dagana fram í Danmörku, um danska 1.000 króna seðilinn og 500 evra seðilinn hverfur úr umferð á næsta ári.

Íslenski tíu þúsund króna seðillinn var kynntur með pomp og prakt í lok september 2013. Seðlabankinn efndi til sérstakrar sýningar á seðlinum í tilefni útgáfunnar og undir lok októbermánaðar þetta sama ár var seðillinn kominn í umferð. Framhliðina prýðir teikning af Jónasi Hallgrímssyni „listaskáldinu góða“ og á bakhlið má sjá sýnishorn af rithönd skáldsins og teikningu hans af fjallinu Skjaldbreið.

Tilgangurinn með útgáfu tíu þúsund króna seðilsins var „að fækka seðlum í umferð og gera greiðslumiðlun liprari“ eins og sagði í frétt Seðlabanka Íslands. Fram kom að í upphafi voru prentaðar fjórar milljónir seðla og að innkaupsverð hvers seðils (eins og Seðlabankinn orðaði það) væri 29 krónur, til samanburðar væri kostnaður við prentun fimm þúsund króna seðils 18 krónur. Munurinn skýrðist af fleiri og flóknari öryggisþáttum.

Ýmsum þótti útgáfa þessa nýja seðils tímaskekkja og bentu á dæmi um að nokkur lönd hefðu einmitt hætt útgáfu seðla með háu verðgildi með þeim rökum að enginn hefði þörf fyrir slíka seðla og þeir gögnuðust fyrst og fremst ýmis konar ljósfælinni starfsemi.

Auglýsing

Fjármálaráðherra og herörin

Í júní á þessu ári kynnti Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra niðurstöður tveggja starfshópa sem meðal annars skoðuðu umfang skattaundanskota. Á fréttamannafundi sagði ráðherrann stefnt að því að taka tíu þúsund króna seðilinn úr umferð. Röksemdir ráðherrans voru að þessi seðill gagnaðist kannski fyrst og fremst þeim sem hefðu óhreint mjöl í skatta- og gjaldapokahorninu og þar væru umtalsverðar upphæðir í umferð.

10.000 krónu seðlinum átti að kippa úr umferð.

Ráðherrann sagði þetta lið í þeirri herör sem nauðsynlegt væri að skera upp gegn skattsvikum. Seðlar væru eftirlæti þeirra sem ekki vildu láta rekja slóð sína og ekki væri ástæða til að gera þeim lífið léttara.

500 evru seðillinn

Árið 2002 setti evrópski seðlabankinn í umferð 500 evru seðil, það eru um það bil 62 þúsund íslenskar krónur. Strax eftir að 500 evru seðillinn var settur í umferð heyrðust margar og háværar gagnrýnisraddir. Sú gagnrýni snéri fyrst og fremst að því að svo stór seðill gagnaðist fyrst og fremst glæpamönnum og í þeirra hópi yrði hann ugglaust mjög vinsæll. Komið hefur á daginn að almenningur hefur lítt eða ekki notað 500 evra seðilinn, né séð hann öðruvísi en á mynd. Seðillinn hefur verið kallaður „Bin Laden“, vísar til þess að allir viti um hann, viti hvernig hann líti út, á mynd, en enginn hafi séð hann. Í breskri rannsókn kom í ljós að allt að 90 prósent 500 evra seðla í Bretlandi (sem er ekki með í evrusamstarfinu) væru í höndum glæpamanna. Samtök breskra verslunarmanna og breskir bankar sammæltust um að taka ekki á móti 500 evra seðlinum og með því móti gera það ómögulegt að nota seðilinn. Stjórnvöld á Spáni telja að 25 prósent allra 500 evra seðla sem settir hafa verið í umferð séu í höndum glæpamanna þar í landi.

Umdeildur frá upphafi

500 evra seðillinn var frá upphafi gagnrýndur í mörgum aðildarríkjum evrunnar en átti sér líka stuðningsmenn. Meðal þeirra sem studdu 500 evru seðilinn voru Þjóðverjar. Þar er löng hefð fyrir notkun reiðufjár, nær fjórar af hverjum fimm greiðslum í Þýskalandi eru inntar af hendi með seðlum og mynt. Mjög lítill hluti þeirra greiðslna fer þó fram með „Bin Laden“. Seðlabanki Evrópu tók lengi vel lítið mark á þessari gagnrýni en þó fór svo að í maí 2016 tilkynnti bankinn að 500 evra seðillinn yrði tekinn úr umferð í árslok 2018.

500 evrur eru mikill peningur. Seðillinn verður tekinn úr umferð.

Danir og 1.000 króna seðillinn

Árið 1998 setti Danski seðlabankinn í umferð 1.000 króna seðil. Samkvæmt rannsókn sem fram fór á vegum Danska viðskiptaháskólans, CBS, er mjög lítið af 1.000 króna seðlinum (um það bil 16 þúsund íslenskar) í umferð, en Danir eru sem kunnugt er ekki aðilar að evrusamstarfinu.

Jan Damsgaard sem gerði áðurnefnda rannsókn sagði í viðtali að 1.000 króna seðillinn væri dýnuseðill, gjaldmiðill glæpamanna, til peningaþvættis og til að borga fyrir „svarta“ vinnu, almenningur notaði ekki seðilinn. „Í Danmörku er það einkum eldra fólk sem notar reiðufé og það borgar ekki með 1.000 króna seðlinum þegar það kaupir mjólkurpott og smjörstykki, það er beinlínis smeykt við svona stóran seðil,“ sagði Jan Damsgaard.

1000 danskar krónur eru um þaði bil 16 þúsund íslenskar krónur.

Einingarlistinn vill 1.000 króna seðilinn burt

Fyrir skömmu samþykkti þingflokkur danska Einingarlistans ályktun þess efnis að 1.000 króna seðillinn yrði tekinn úr umferð. Flokkurinn hefur 14 þingmenn þeirra 179 sem sitja á danska þinginu, Folketinget. Þingmenn danska Þjóðarflokksins, næst fjölmennasta flokksins á þinginu (hefur 37 þingmenn) vill fá að sjá nánari röksemdir fyrir þessari ákvörðun en hefur tekið jákvætt í ályktun Einingarlistans. Benny Engelbrecht, þingmaður Sósíaldemókrata, stærsta flokksins á þinginu (með 46 þingmenn), sagði í viðtali við Jótlandspóstinn að ef Danski seðlabankinn mæli með að 1.000 króna seðillinn verði aflagður styðji flokkurinn það. Þingmaðurinn bætti því að sjálfur hefði hann aldrei séð 1.000 króna seðilinn, nema á mynd. Talsmaður Einingarlistans sagðist vona að ályktun flokksins yrði til þess að koma umræðum um „hinn ónauðsynlega 1.000 króna seðil“ af stað. Hvort það verður skal ósagt látið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar