Ísland langt frá því að uppfylla Parísarsáttmálann

Ísland er órafjarri því að ná settu marki í minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda í takti við Parísarsáttmálann. Samfélagslegur kostnaður vegna kaupa losunarheimilda í framtíðinni er metinn á rúmlega 220 milljarða.

Frá loftslagsráðstefnunni í París í fyrra.
Frá loftslagsráðstefnunni í París í fyrra.
Auglýsing

Búist er við því að losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á Íslandi árið 2030 verði 99% meiri en árið 1990, ef fram­heldur sem horf­ir. Þetta hefur meðal ann­ars verið rakið í skýrslu Hag­fræði­stofn­unar Háskóla Íslands, sem Bryn­hildur Dav­íðs­dótt­ir, pró­fessor við Háskóla Íslands, rit­stýrði.Til þess að landið standi við skuld­bind­ingar sínar sam­kvæmt Par­ís­ar­sátt­mál­anum gætu íslenska ríkið og íslenskt atvinnu­líf,  staðið frammi fyrir rúmum 220 millj­arða króna kostn­aði vegna kaupa á los­un­ar­heim­ild­um. 

Ísland, Nor­egur og Liechten­stein eru að semja við ESB um inn­göngu inn í lofts­lags­kerfi sam­bands­ins, en kerfið fylgir Par­ís­ar­samn­ingnum sem und­ir­rit­aður var árið 2015 og stað­festur í fyrra. Það er næsta víst að skuld­bind­ingar þess­ara landa muni fara í stórum dráttum eftir þeim reglum og við­miðum sem er að finna í til­lögum ESB. 

Umræddar til­lögur Evr­ópu­sam­bands­ins fela í sér að losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda muni drag­ast saman um 40% árið 2030 miðað við árið 1990. Það verði gert með 43% sam­drætti í iðn­aði sem fellur undir við­skipta­kerfi ESB og 30% sam­drætti frá öðrum los­un­ar­að­il­u­m. 

Auglýsing

Stór­iðja og alþjóða­flug innan Evr­ópu fellur undir við­skipta­kerfi ESB, en minnkun á losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda verður fram­kvæmd með við­skiptum á los­un­ar­heim­ild­um. 

Langt frá mark­miðum

Sam­kvæmt spá Orku­stofn­unnar þarf mikið til að Ísland geti upp­fyllt þau skil­yrði. Því er spáð að elds­neyt­is­notkun fari úr um 655 þús­und tonnum árið 1990 í um 972 þús­und tonn árið 2030, en það sam­svarar 48% aukn­ingu. Ekki er tekið til­lit til skóg­ræktar og end­ur­heimt vot­lendis í þessum útreikn­ing­um. 

Grafið hér að neðan sýnir þróun í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda und­an­farin ár. Svarta línan sýnir stefnu Evr­ópu­sam­bands­ins, sem Ísland þarf að öllum lík­indum að fylgja eft­ir. Bláa línan sýnir svo árangur sam­bands­ins hingað til, sem hefur náð að halda mark­miði sínu. Rauða línan sýnir svo árangur Íslands, en útblástur hér á landi hefur auk­ist nokkuð á síð­ustu 27 árum. Tölur fyrir útblástur hjá Íslandi inni­halda að vísu ekki alþjóða­flug til og frá lands­ins, þótt það sé tekið með í tölum Evr­ópu­sam­bands­ins.

Losun Íslands og Evrópusambandsins frá 1990-2030. Heimildir Kjarnans.

Spáð er áfram­hald­andi aukn­ingu á útblæstri gróð­ur­húsa­loft­teg­unda hjá Íslandi ef fyr­ir­hug­aðar áætl­anir um opn­un kís­il­málms­verk­smiðja gangi eftir og ferða­mönnum haldi áfram að fjölga með til­heyr­andi aukn­ing­u milli­landa­flugs. Sam­kvæmt skýrslu Hag­fræði­stofn­unnar mun aukn­ingin nema 99% árið 2030 miðað við 1990, ef fram heldur sem horfir og ekk­ert verður að gert.

220 millj­arðar

Verð á kolefn­isk­vóta mun fara ört vax­andi í fram­tíð­inni, sam­kvæmt nýrri skýrslu sem gefin var út á vegum Alþjóða­bank­ans. Til þess að stand­ast skuld­bind­ingar ESB um minnkun á losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda er því spáð að íslenska ríkið og atvinnu­lífið muni þurfa að kaupa kolefn­isk­vóta á bil­inu 5-50 millj­arða á ári hverju. Núvirtur kostn­aður vegna kaupa á kolefn­isk­vóta til árs­ins 2030 nemur rúm­lega 220 millj­örð­um, miðað við fyrr­nefndar for­send­ur.

Ljóst er því að kostn­aður vegna skuld­bind­inga Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins muni verða veru­leg áskor­un. Annað hvort er hægt að fjár­festa í grænum innviðum fyrir rúma 220 millj­arða eða borga þá beint út í kolefn­isk­vóta til Evr­ópu­sam­bands­ins. Seinni kostn­að­ur­inn gæti hins vegar verið kostn­að­ar­sam­ari fyrir Ísland, ef svo færi að landið þyrfti að standa við frek­ari lofts­lagskuld­bind­ingar eftir árið 2030.    

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Fordómar Sapiens
Kjarninn 10. ágúst 2020
Fjöldi flugfarþega í júlí dróst saman um 85 prósent milli ára
Í júlí fóru tæplega 132 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll. Fjöldi farþega hefur aukist umtalsvert frá fyrri mánuðum en er engu að síður einungis brot af því sem hann var í sama mánuði í fyrra.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Einn á tvítugsaldri lagður inn á Landspítala
Einstaklingur á tvítugsaldri hefur verið lagður inn á sjúkrahús með COVID-19 smit. Sóttvarnalæknir segir til skoðunar að taka upp eins metra reglu á ákveðnum stöðum í stað tveggja metra reglu og opnar á að íþróttir með snertingu verði leyfðar á ný.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Krítískur tími í Evrópu – kúrfan sveigist upp á ný
Hvert sem litið er í Evrópu er staðan nánast sú sama: Tilfellum af COVID-19 hefur fjölgað síðustu vikur. Ríkin hafa sum hver gripið til staðbundnari takmarkana en í vetur í von um að þurfa ekki að skella í lás að nýju.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Tvö ný innanlandssmit og tveir á sjúkrahúsi með COVID-19
Tvö ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Eitt virkt smit greindist við landamærin. 114 manns eru með COVID-19 og í einangrun og tveir liggja á sjúkrahúsi.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Auður Jónsdóttir
Ástin á tímum COVID-19
Kjarninn 10. ágúst 2020
Hægir á verðhækkunum fasteigna um land allt
Verðhækkanir á fasteignum í stærri þéttbýliskjörnum landsins mælast nú á bilinu núll til tíu prósent milli ára en á síðasta ársfjórðungi mældust hækkanirnar þrjú til 16 prósent milli ára.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. og Gylfi Zoega sjá stöðu mála ekki sömu augum.
Ráðamenn þurfi að sýna ábyrgð gagnvart einu „alvarlegasta vandamáli lýðveldistímans“
Prófessor í hagfræði, sem gagnrýndi frekari opnun landamæra Íslands út frá efnahagslegum rökum fyrir helgi, skrifast í fyrsta sinn á við stjórnmálamann. Hann vonast til þess að þurfa aldrei að gera það aftur.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiInnlent