Ísland langt frá því að uppfylla Parísarsáttmálann

Ísland er órafjarri því að ná settu marki í minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda í takti við Parísarsáttmálann. Samfélagslegur kostnaður vegna kaupa losunarheimilda í framtíðinni er metinn á rúmlega 220 milljarða.

Frá loftslagsráðstefnunni í París í fyrra.
Frá loftslagsráðstefnunni í París í fyrra.
Auglýsing

Búist er við því að losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á Íslandi árið 2030 verði 99% meiri en árið 1990, ef fram­heldur sem horf­ir. Þetta hefur meðal ann­ars verið rakið í skýrslu Hag­fræði­stofn­unar Háskóla Íslands, sem Bryn­hildur Dav­íðs­dótt­ir, pró­fessor við Háskóla Íslands, rit­stýrði.Til þess að landið standi við skuld­bind­ingar sínar sam­kvæmt Par­ís­ar­sátt­mál­anum gætu íslenska ríkið og íslenskt atvinnu­líf,  staðið frammi fyrir rúmum 220 millj­arða króna kostn­aði vegna kaupa á los­un­ar­heim­ild­um. 

Ísland, Nor­egur og Liechten­stein eru að semja við ESB um inn­göngu inn í lofts­lags­kerfi sam­bands­ins, en kerfið fylgir Par­ís­ar­samn­ingnum sem und­ir­rit­aður var árið 2015 og stað­festur í fyrra. Það er næsta víst að skuld­bind­ingar þess­ara landa muni fara í stórum dráttum eftir þeim reglum og við­miðum sem er að finna í til­lögum ESB. 

Umræddar til­lögur Evr­ópu­sam­bands­ins fela í sér að losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda muni drag­ast saman um 40% árið 2030 miðað við árið 1990. Það verði gert með 43% sam­drætti í iðn­aði sem fellur undir við­skipta­kerfi ESB og 30% sam­drætti frá öðrum los­un­ar­að­il­u­m. 

Auglýsing

Stór­iðja og alþjóða­flug innan Evr­ópu fellur undir við­skipta­kerfi ESB, en minnkun á losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda verður fram­kvæmd með við­skiptum á los­un­ar­heim­ild­um. 

Langt frá mark­miðum

Sam­kvæmt spá Orku­stofn­unnar þarf mikið til að Ísland geti upp­fyllt þau skil­yrði. Því er spáð að elds­neyt­is­notkun fari úr um 655 þús­und tonnum árið 1990 í um 972 þús­und tonn árið 2030, en það sam­svarar 48% aukn­ingu. Ekki er tekið til­lit til skóg­ræktar og end­ur­heimt vot­lendis í þessum útreikn­ing­um. 

Grafið hér að neðan sýnir þróun í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda und­an­farin ár. Svarta línan sýnir stefnu Evr­ópu­sam­bands­ins, sem Ísland þarf að öllum lík­indum að fylgja eft­ir. Bláa línan sýnir svo árangur sam­bands­ins hingað til, sem hefur náð að halda mark­miði sínu. Rauða línan sýnir svo árangur Íslands, en útblástur hér á landi hefur auk­ist nokkuð á síð­ustu 27 árum. Tölur fyrir útblástur hjá Íslandi inni­halda að vísu ekki alþjóða­flug til og frá lands­ins, þótt það sé tekið með í tölum Evr­ópu­sam­bands­ins.

Losun Íslands og Evrópusambandsins frá 1990-2030. Heimildir Kjarnans.

Spáð er áfram­hald­andi aukn­ingu á útblæstri gróð­ur­húsa­loft­teg­unda hjá Íslandi ef fyr­ir­hug­aðar áætl­anir um opn­un kís­il­málms­verk­smiðja gangi eftir og ferða­mönnum haldi áfram að fjölga með til­heyr­andi aukn­ing­u milli­landa­flugs. Sam­kvæmt skýrslu Hag­fræði­stofn­unnar mun aukn­ingin nema 99% árið 2030 miðað við 1990, ef fram heldur sem horfir og ekk­ert verður að gert.

220 millj­arðar

Verð á kolefn­isk­vóta mun fara ört vax­andi í fram­tíð­inni, sam­kvæmt nýrri skýrslu sem gefin var út á vegum Alþjóða­bank­ans. Til þess að stand­ast skuld­bind­ingar ESB um minnkun á losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda er því spáð að íslenska ríkið og atvinnu­lífið muni þurfa að kaupa kolefn­isk­vóta á bil­inu 5-50 millj­arða á ári hverju. Núvirtur kostn­aður vegna kaupa á kolefn­isk­vóta til árs­ins 2030 nemur rúm­lega 220 millj­örð­um, miðað við fyrr­nefndar for­send­ur.

Ljóst er því að kostn­aður vegna skuld­bind­inga Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins muni verða veru­leg áskor­un. Annað hvort er hægt að fjár­festa í grænum innviðum fyrir rúma 220 millj­arða eða borga þá beint út í kolefn­isk­vóta til Evr­ópu­sam­bands­ins. Seinni kostn­að­ur­inn gæti hins vegar verið kostn­að­ar­sam­ari fyrir Ísland, ef svo færi að landið þyrfti að standa við frek­ari lofts­lagskuld­bind­ingar eftir árið 2030.    

Koma svo!
Koma svo!
Koma svo – Það eru engir töfrar
Kjarninn 12. desember 2018
Aflaverðmæti jókst um 13 prósent milli ára
Aflaverðmæti íslenskra skipa í ágúst 2018 nam tæpum 11,9 milljörðum króna. Á 12 mánaða tímabili, frá september 2017 til ágúst 2018, nam aflaverðmæti úr sjó rúmum 125 milljörðum króna sem er 13 prósent aukning miðað við sama tímabil á síðasta ári.
Kjarninn 12. desember 2018
Stórt bil á milli kaupgetu og kaupverðs
Í nýrri hagsjá Landsbankans kemur fram að stórt bil sé á milli kaup­getu þeirra sem eigi við erfiðleika að etja í hús­næðismál­um og kaup­verðs nýrra íbúða. Leigjendur reikna með að kaupa íbúð undir 45 milljónum en ný meðalíbúð kostar 54 millj­ón­ir.
Kjarninn 12. desember 2018
Íbúðalánasjóður stofnar opinbert leigufélag
Nýtt leigufélag hefur fengið nafnið Bríet og mun það taka við flestum þeim fasteignum sem eru á hendi Íbúðalánasjóðs í dag og reka hagkvæma leiguþjónustu með sérstaka áherslu á landsbyggðina.
Kjarninn 12. desember 2018
Ragnar Þór Ingólfsson
Misskipting, ójöfnuður og óréttlæti eru engin náttúrulögmál
Leslistinn 12. desember 2018
Funda um sendiherramálið í janúar
Samkvæmt formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar mun nefndin funda um hið svokallaða sendiherramál í janúar. Ekki var hægt að fjalla um málið í nefndinni í dag þar sem Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mættu ekki.
Kjarninn 12. desember 2018
Guðbrandur Sigurðsson hringir kauphallarbjöllunni þegar viðskipti hófust með bréf í Heimavöllum fyrr á þessu ári.
Heimavellir höfðu hug á að gefa út skuldabréf fyrir 12 milljarða
Heimavellir, stærsta íbúðaleigufélag landsins, standa í endurfjármögnun á lang­­tíma­skuldum sínum. Félagið stefndi að því að gefa út skuldabréf fyrir allt að tólf milljarða króna en félaginu tókst aðeins að selja skuldabréf fyrir fjórðung þeirra upphæðar
Kjarninn 12. desember 2018
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Stýrivextir óbreyttir og verða áfram 4,5 prósent
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum.
Kjarninn 12. desember 2018
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiInnlent