Arion banki færir niður allan eignarhlut sinn í United Silicon

Arion banki hefur lánað átta milljarða króna til United Silicon í Helguvík. Óvissa er um hversu mikið af þeirri upphæð þarf að afskrifa.

Höskuldur H. Ólafsson er bankastjóri Arion banka.
Höskuldur H. Ólafsson er bankastjóri Arion banka.
Auglýsing

Arion banki hefur fært niður 16,3 pró­sent eign­ar­hlut sinn í United Sil­icon að fullu í bókum sín­um. Bank­inn er auk þess með átta millj­arða króna útistand­andi við félag­ið, þar með talið lánslof­orð og ábyrgð­ir. Nið­ur­færslu­þörf á þeim lánum er enn óljós og háð fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu United Sil­icon. Þetta kemur fram í árs­hluta­reikn­ingi Arion banka sem birtur var í dag.

United Sil­icon rekur kís­il­málm­verk­smiðju í Helgu­vík. Félagið óskaði eftir greiðslu­stöðvun 14. ágúst síð­ast­lið­inn. Ástæðan eru erf­ið­leikar í rekstri kís­il­málm­verk­smiðj­unni sem hóf fram­leiðslu í nóv­em­ber 2016, og rekja má til síend­ur­tek­inna bil­ana í bún­aði sem hafa valdið félag­inu miklu tjóni. Nýfall­inn gerð­ar­dómur í deilu félags­ins við ÍAV hf. eykur enn á óvissu félags­ins. Sam­kvæmt honum þarf United Sil­icon að greiða ÍAV um einn millj­arð króna.

Á meðal hlut­hafa og lán­veit­enda þess eru Arion banki og íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir. Í afkomutil­kynn­ingu Arion banka segir að ljóst sé að félagið þarfn­ist auk­ins fjár­magns svo bæta megi búnað og aðstöðu svo verk­smiðjan stand­ist fram­leiðslu­mark­mið og gæða­kröfur sem sett hafa ver­ið. Því er ljóst að núver­andi hlut­hafar United Sil­icon hafa að öllum lík­indum tapað eign­ar­hlut sínum í félag­inu, lán­veit­endur þess munu þurfa að gefa eftir hluta af kröfum sínum og aukið fjár­magn þarf til svo að starf­semi verk­smiðj­unnar haldi áfram.

Auglýsing

Ítrekuð áföll

Í afkomutil­kynn­ingu Arion banka er haft eftir Hös­k­uldi H. Ólafs­syni, banka­stjóra bank­ans, að hann hefði lagt United Sil­icon til veru­legt láns­fé. „Horft var til fjöl­margra þátta við ákvörð­un­ina; öll leyfi voru til stað­ar, eft­ir­spurn og mark­aðs­verð afurð­ar­innar var gott, tæknin var marg­reynd, stjórn­völd og sveit­ar­fé­lagið voru áfram um fram­kvæmd­ina og að verk­efn­inu komu inn­lendir og erlendir sér­fræð­ingar og fjár­fest­ar. Jafn­framt lá fyrir að reynsla af kís­il­verum var almennt góð og að um var að ræða verk­efni sem skap­aði bæði störf þar sem þörf var fyrir hendi og gjald­eyr­is­tekjur fyrir þjóð­arbú sem bjó við gjald­eyr­is­höft. Starf­semi United Sil­icon hófst svo í nóv­em­ber 2016 en því miður komu ítrekuð áföll upp í starf­sem­inni. Félagið hefur óskað eftir greiðslu­stöðvun og leitar nú nauða­samn­inga við kröfu­hafa. Arion banki fylgist náið með þróun mála og leggur félag­inu lið í greiðslu­stöðvun sem helsti lán­veit­andi þess. For­gangs­verk­efni er að klára nauð­syn­legar úrbætur á verk­smiðj­unni þannig að fram­leiðsla og umhverf­is­þættir starf­sem­innar verði í lagi til fram­búðar og verk­smiðjan starfi í sátt við sam­fé­lag­ið.“

Þrír líf­eyr­is­sjóðir fjár­festu fyrir 2,2 millj­arða

Í síð­­­ustu viku var greint frá því að þrír íslenskir líf­eyr­is­­sjóðir hefðu fjár­­­fest fyrir sam­tals 2,2 millj­­arða króna í verk­efn­inu. Sjóð­irnir sem um ræðir eru Festa líf­eyr­is­­­­sjóð­­­ur, Frjálsi líf­eyr­is­­­­sjóð­­­ur­­inn og Eft­ir­­­­launa­­­­sjóður fé­lags ís­­­­lenskra at­vinn­u­flug­­­­manna (EFÍA). Frjálsi líf­eyr­is­­sjóð­­ur­inn hefur fjár­­­fest mest, eða fyrir 1.178 millj­­ónir króna. Festa lagði félag­inu til 875 millj­ónir króna í hlutafé og skulda­bréfa­lán. Allir þrír sjóð­irnir tóku þátt í hluta­fjár­­­aukn­ingu í apríl og lögðu þá 460 millj­­­ónir króna til við­­­bótar í United Sil­icon.

Arion banki rekur auk þess Frjálsa líf­eyr­is­­­­sjóð­inn og hann er til húsa í höf­uð­­­­stöðvum bank­ans í Borg­­­­ar­­­­túni. Bank­inn skipar þrjá af sjö stjórn­­­ar­­mönnum Frjálsa líf­eyr­is­­sjóðs­ins sam­­kvæmt sam­­þykktum hans.

EFÍA er líka rek­inn af Arion banka. Í yfir­­lýs­ingu sem sjóð­­ur­inn birti á heima­­síðu sinni fyrir helgi kom fram að heild­­ar­fjár­­­fest­ing hans í verk­efn­inu væri 112,9 millj­­ónir króna. Líkt og með aðrar sér­­hæfðar fjár­­­fest­ingar hafi það verið stjórn sjóðs­ins sem tók ákvörðun um hana „að und­an­­geng­inni ítar­­legri grein­ingu sér­­fræð­inga eigna­­stýr­ingu Arion Banka.“ Fram­­kvæmda­­stjóri sjóðs­ins er starfs­­maður Arion banka.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eimskip staðfestir að félagið hafi verið kært til héraðssaksóknara
Eimskip hafnar ásökunum um að hafa brotið lög í tengslum við endurvinnslu tveggja skipa félagsins í Indlandi. Eimskip segist ekki hafa komið að ákvörðun um endurvinnslu skipanna tveggja.
Kjarninn 25. september 2020
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið
Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.
Kjarninn 25. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 43. þáttur: Sögulok
Kjarninn 25. september 2020
Skipulagsferli virkjunar í einu yngsta árgljúfri heims er hafið
Hún er ekki stór að afli, aðeins 9,3 MW, en mun rjúfa einstaka landslagsheild sem nýtur verndar í lögum og skal ekki raska nema brýna nauðsyn beri til. Sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur samþykkt að hefja skipulagsgerð vegna virkjunar í Hverfisfljóti.
Kjarninn 25. september 2020
Mögulegt lögbrot vegna niðurrifs skipa Eimskips á Indlandi á borði stjórnvalda
Tvö skip Eimskips voru rifin í skipakirkjugarði í Indlandi þar sem umhverfisáhrif niðurrifsins, og starfsaðstæður þeirra sem vinna við það, uppfylla ekki evrópska staðla.
Kjarninn 24. september 2020
Khedr-fjölskyldan hefur fengið dvalarleyfi
Egypska fjölskyldan sem hefur verið í felum í rúma viku fær dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. „Réttlætið sigrar stundum,“ segir lögfræðingur fjölskyldunnar.
Kjarninn 24. september 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar