Ætla að taka við miðlum 365 í október eða nóvember

Fjarskipti munu taka við þeim miðlum 365 sem félagið hefur samið um kaup á annað hvort 1. október eða 1. nóvember, samþykki Samkeppniseftirlitið samrunann.

365 miðlar
Auglýsing

Fjar­skipti, móð­ur­fé­lag Voda­fone á Íslandi, býst við því að taka við þeim eignum 365 miðla sem félagið hefur samið um kaup á annað hvort 1. októ­ber eða 1. nóv­em­ber næst­kom­andi. Þetta kemur fram í kynn­ing­ar­gögnum af upp­gjörs­fundi Fjar­skipta vegna hálfs­árs­upp­gjörs félags­ins.

Fjar­skipti hafa sent Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu upp­færð skil­yrði sem félagið er til­búið að und­ir­gang­ast vegna kaupanna en eft­ir­litið hefur enn ekki tekið afstöðu til þeirra. Það hefur frest til þess að taka ákvörðun um hvort að heim­ila eigi sam­runa þorra miðla 365 miðla og til fyrri hluta októ­ber­mán­að­ar. Ef sam­þykki fæst fyrir sam­run­anum fæst fyrir 15. sept­em­ber þá munu Fjar­skipti taka við þeim hluta 365 miðla sem félagið hefur sam­þykkt að kaupa þann 1. októ­ber næst­kom­andi. Ef sam­þykki fæst eftir 15. sept­em­ber munu Fjar­skipti taka við hinu keypta 1. nóv­em­ber.

Skuld­binda sig til að reka miðla 365 í þrjú ár

Fjar­­skipti sam­þykkti fyrr á þessu ári að kaupa alla fjar­­skipta­­þjón­­ustu sem 365 veit­­ir. Auk þess fara allar sjón­­varps- og útvarps­­­stöðvar 365 miðla yfir til Fjar­­skipta. Þar á meðal eru Stöð 2, allar íþrótt­­ar­ás­ir, Bylgj­an, FM957 og X-ið. Til við­­bótar var ákveðið á loka­­sprett­in­um að frétta­vef­­ur­inn Vís­ir.is og frétta­­stofa ljós­vaka­miðla myndi fylgja með í kaup­un­­um. Það sem skilið verður eftir í 365 miðlum eru Frétta­blaðið og tíma­ritið Gla­mour.

Kaup­verðið er 7.725-7.875 millj­­­ónir króna. Það greið­ist í reið­u­­­fé, með útgáfu nýrra hluta í Fjar­­­skiptum og yfir­­­­­töku á 4,6 millj­­­arða króna skuld­­­um. 365 miðlar verða í kjöl­farið næst stærsti eig­andi Fjar­­skipta.

Sam­keppn­is­eft­ir­litið sendi drög að skil­yrðum fyrir kaup­unum til sam­keppn­is­að­ila 365 miðla og Voda­fone í júlí. Í þeim kom meðal ann­ars fram að Fjar­skipti muni skuld­binda sig til að að halda áfram rekstri þeirra fjöl­miðla sem félagið hefur samið um að kaupa af 365 miðlum í þrjú ár „nema að mark­verðar nei­­kvæðar breyt­ingar eigi sér stað á mark­aðs­að­­stæð­u­m“.

Auglýsing
Í drög­unum um skil­yrði sem Fjar­skipti eru til­búin að und­ir­gang­ast er að mestu fjallað um sjón­­varps­­rekstur og þann aðskilnað sem þurfi að vera á milli þess sem keypt er (Stöð2 og Stöð 2 Sport) og þess sjón­­varps­­rekstrar sem fyrir er í Fjar­­skipt­­um. Til­­­gang­­ur­inn er sá að tryggja að við­­skipti milli ein­ing­anna fari fram á við­skipta­legum for­­sendum og að sam­run­inn skapi ekki aðgangs­hindr­­­anir fyrir aðra inn á mark­að­inn. Þá eru Fjar­­skipti til­­­búin að und­ir­­gang­­ast skil­yrði um að félag­inu verði óheim­ilt að gera það að skil­yrði fyrir kaupum á fjar­­skipta­­þjón­­ustu þess að kaup á ein­hverri sjón­­varps­­þjón­ustu, t.d. Stöð 2, fylgi með í pakk­an­­um. Það þýðir samt sem áður ekki að Fjar­­skipti geti ekki tvinnað saman sölu á t.d. inter­neti ann­­ars vegar og sjón­­varps­­þjón­­ustu hins veg­­ar, líkt og Sím­inn ger­­ir.

Leggja til leiðir til að tryggja sjálf­­stæði rit­­stjórna

Í drög­unum voru einnig tvær greinar sem snúa ann­­ars vegar að sjálf­­stæði rit­­stjórna og hins vegar að fram­­leiðslu á íslensku efni og áfram­hald­andi rekstri fjöl­miðla. Þeir miðlar sem seldir verða yfir frá 365 miðlum eru Stöð 2 og tengdar sjón­­varps­­stöðv­­­ar, útvarps­­­rekstur fyr­ir­tæk­is­ins (t.d. Bylgj­an, X-ið og FM957) og frétta­vef­­ur­inn Vís­ir.is. Frétta­­stofa 365 fylgir með í kaup­un­um, en hún er ein stærsta frétta­­stofa lands­ins og sú eina sem heldur úti dag­­legum sjón­­varps­frétta­­tíma utan frétta­­stofu RÚV.

Í skil­yrði um sjálf­­stæði rit­­stjórna þeirra fjöl­miðla sem Fjar­­skipti vilja kaupa sagði: „Í þviskyni að standa vörð um sjálf­­stæði rit­­stjórna fjöl­miðla sem Fjar­­skipti reka skal skipuð sér­­­stök und­ir­­nefnd stjórnar Fjar­­skipta hf. Í nefnd­inni skulu sitja þrír nefnd­­ar­­menn, þar af tveir óháðir sem eftir atvikum geta verið kosnir á hlut­hafa­fundi Fjar­­skipta, en einn nefnd­­ar­­maður skal til­­­nefndur af stjórn Fjar­­skipta. Skulu hinir óháðu nefnd­­ar­­menn hafa sér­­þekk­ingu og reynslu af rekstri fjöl­miðla.[...]Skal nefndin hafa það hlut­verk að standa vörð um sjálf­­stæði rit­­stjórna, fjöl­ræði og fjöl­breytni og taka við kvört­unum vegna frétta­­flutn­ings og efn­istaka fjöl­mið­l­anna. Þess skal gætt að eig­end­­ur, starfs­­menn og stjórn­­­ar­­menn Fjar­­skipta hlut­ist ekki til um atriði sem geta raskað sjálf­­stæði rit­­stjórna fjöl­miðla sem Fjar­­skipti reka eða dragi úr fjöl­ræði eða fjöl­breytni í rekstri fjöl­miðla Fjar­­skipta.“

Ætla að til­­­nefna „óháðan kunn­átt­u­­mann“

Í næstu grein skil­yrð­anna kom fram að Fjar­­skipti skuld­bindi sig til að halda áfram rekstri þeirra fjöl­miðla sem séu and­lag kaupanna næstu þrjú ár „nema mark­verðar breyt­ingar eigi sér stað á mark­aðs­að­­stæð­u­m“. Ekki var til­­­greint hvað felist í „mark­verðum breyt­ing­um“.

Í þeirri grein sagði einnig að Fjar­­skipti skuld­bindi sig til að „halda áfram kaupum eða fram­­leiðslu á íslensku efni að því gefnu að slík fram­­leiðsla byggi á eðli­­legum við­skipta­legum for­­send­um“.

Fjar­­skipti bauðst einnig til að til­­­nefna „óháðan kunn­átt­u­­mann“ til að hafa eft­ir­lit með því að skil­yrð­unum sem félagið er til­­­búið að und­ir­­gang­­ast verði fram­­fylgt. Kunn­átt­u­­mað­­ur­inn má ekki vera starfs­­maður eða stjórn­­­ar­­maður félags­­ins eða hjá tengdum aðil­um, má ekki vera maki stjórn­­­ar­­manns eða fram­kvæmda­stjóra/­for­­stjóra eða skyldur þeim í beinan legg. Þá telj­­ast þeir sem sinna reglu­bund­inni hags­muna­­gæslu og/eða ráð­gjafa­störfum fyrir ofan­­greinda aðila og hafa meiri­hluta tekna sinna að slíkum við­­skiptum ekki upp­­­fylla skil­yrði um óhæði.

Sam­­starf milli Frétta­­blaðs­ins og Vís­ir.is í tæp fjögur ár

Kjarn­inn greindi frá því í maí að alls sé gert ráð fyrir því að sam­run­inn skili kostn­að­­­ar­­­sam­­­legð upp á rúman millj­­­arð króna. Þar af gera áætl­­­­­anir ráð fyrir að sparn­aður í launum og starfs­­­manna­­­kostn­aði verði um 275 millj­­­ónir króna á ári og að stöð­u­­­gildum þeirra ein­inga sem fær­­­ast yfir til Fjar­­­skipta frá 365 miðlum muni fækka um 41. Þetta kom fram í sam­runa­­­skrá vegna sam­runa Fjar­­­skipta og 365 miðla sem birt var á vef Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins 10. maí síð­­­ast­lið­inn. Fækk­­unin verður 365-­­meg­in. Fjar­­skipti brugð­ust við frétt­inni með því að segja að fækk­­unin muni vera gerð í gegnum starfs­­manna­veltu á 12-18 mán­uð­u­m.

Í fyrstu útgáf­unni af sam­runa­­­skránni sem eft­ir­litið birti voru trún­­­að­­­ar­­­upp­­­lýs­ingar úr skránni aðgeng­i­­­leg­­­ar, þar á meðal upp­­­lýs­ingar um hversu mörg stöð­u­­­gildi myndu hverfa við sam­run­ann. Ný útgáfa án trún­­­að­­­ar­­­upp­­­lýs­ing­anna var sett á vef­inn í stað hinnar síðar sama dag. Kjarn­inn hefur upp­­­runa­­­legu útgáf­una undir hönd­­­um.

Í upp­­runa­­legu útgáf­unni birt­ust einnig trún­­að­­ar­­upp­­lýs­ingar um sam­­starfs­­samn­ing sem gerður var sam­hliða kaup­un­­um. Í honum felst að efni Frétta­­­blaðs­ins, sem er ekki hluti af kaup­un­um, muni áfram birt­­­ast á Vísi.is í 44 mán­uði eftir að kaupin ganga í gegn. Það þýðir að Vís­ir.is, sem verður þá í eigu Fjar­­­skipta, mun geta birt allt efni Frétta­­­blaðs­ins að morgni í tæp fjögur ár þrátt fyrir að fjöl­mið­l­­­arnir verði ekki lengur í eigu sama aðila. Ekk­ert er fjallað um þetta sam­­starf í bréfi Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir hektara af regnskógum í Indónesíu og Malasíu hafa verið ruddir síðustu ár til vinnslu pálmaolíu.
Vilja takmarka notkun pálmaolíu í íslenskri framleiðslu
Pálmaolía er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Notkun hennar sem eldsneyti hefur aukist síðustu ár og hópur þingmanna vill banna hana í lífdísil og takmarka í allri framleiðslu á Íslandi.
Kjarninn 27. október 2020
Óróinn kokkaður upp inni á skrifstofu SA
„Sú hætta er raunverulega fyrir hendi að ungt fólk finni ekkert að gera eftir nám. Við getum þá siglt inn í aðstæður sem eru svipaðar og í sunnanverðri Evrópu þar sem atvinnuleysi ungs fólks er gríðarlegt.“ Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Kjarninn 27. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir
Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum
Kjarninn 27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar