Rússar „opni dyrnar“

Innflutningsbann til Rússlands hefur haft mikil áhrif á íslensk fyrirtæki. AGS leggur til að Rússar efli alþjóðleg viðskipti, til að örva hagvöxt.

Vladimír Pútín, forseti Rússlands.
Vladimír Pútín, forseti Rússlands.
Auglýsing

Rúss­lands­mark­aður hefur verið Íslandi mik­il­vægur á und­an­förnum árum, og hafa við­skipti með mak­ríl og loðnu einkum verið mikil til Rúss­lands. Frá því inn­flutn­ings­bann Rússa tók gildi 6. ágúst 2015, hafa dyrnar verið lok­aðar inn á mark­að­inn. 

Miklar breyt­ingar hafa enn fremur orðið á stöðu efna­hags­mála í Rúss­landi sam­hliða við­skipta­þving­unum vest­ur­landa, með Evr­ópu­sam­bandið og Banda­ríkin í broddi fylk­ing­ar. Ísland hefur tekið þátt í þessum aðgerðum með póli­tískum sam­herjum á alþjóða­vett­vangi, og segir Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, að ekki komi til greina að breyta afstöðu Íslands, en vel sé fylgst með því hvernig megi vernda íslenska hags­muni og finna leiðir til að styrkja sam­bandið við hinn mik­il­væga rúss­neska mark­að. 

Heiðrún Lind Mart­eins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri SFS, segir í grein á vef SFS að Íslend­ingum sé ekki skylt að taka þátt í við­skipta­þving­un­um, og að það þurfi að vega þá miklu hags­muni sem séu fyrir hendi. „Við­skipta­bannið hefur komið hlut­falls­lega harðar niður á íslenskum hags­munum en hags­munum ann­arra ríkja. Þar er hlutur sjáv­ar­út­vegs­ins langstærst­ur. Þátt­taka Íslands í við­skipta­þving­unum gegn Rúss­landi kom til vegna þrýst­ings frá Banda­ríkj­unum og Evr­ópu­sam­band­inu, að sögn fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra, Gunn­ars Braga Sveins­son­ar. Íslend­ingum er því í raun ekki skylt að taka þátt í þeim,“ segir í grein Heiðrúnar.

Markaður með makríl er stór í Rússlandi. Erfitt að finna aðra sambærilega markaði, fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki.

Hags­mun­irnir eru ekki aðeins bundnir við sjáv­ar­út­veg, þó hann vegi þungt, heldur hefur land­bún­að­ur­inn einnig verið að vinna í því að opna fyrir útflutn­ing á lamba­kjöti og öðrum land­bún­að­ar­af­urðum til Rúss­lands. Þar eru dyrnar einnig lok­að­ar.

Á árs­grund­velli eru hags­munir á bil­inu 10 til 20 millj­arðar fyrir íslenska þjóð­ar­bú­ið. Á tölum Hag­stofu Íslands sést glögg­lega að Rússa­bannið hefur haft mikil áhrif á við­skipti með mak­ríl. Árið 2014 var heild­ar­út­flutn­ingur mak­ríls 23,6 millj­arðar króna, en í fyrra nam hann 9,8 millj­örð­um. Reikna má með jafn­vel enn meiri sam­drætti á þessu ári. 

En hvernig eru efna­hags­horf­urnar í Rúss­landi þessi miss­er­in? Þegar öllu er á botn­inn hvolft þá skiptir máli hvernig kaup­getan er í Rúss­landi, þegar fram í sæk­ir. 

Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn (AGS) hefur fylgst náið með gangi mála í Rúss­landi og sendi frá sér grein­ingu á stöðu mála þar í júlí, og lagði meðal ann­ars til að rúss­nesk yfir­völd myndu styrkja við­skipta­sam­bandið við önnur ríki og ýta undir frek­ari við­skipti.

Sér­stak­lega er fjallað um fimm atriði, sem þurfi að laga í Rúss­landi til að ýta undir vöxt og styrk­ingu hag­kerf­is­ins. Und­an­farin ár hafa verið Rúss­landi erf­ið, svo ekki sé fastar að orði kveð­ið, þar sem lækkun á olíu­verði og við­skipta­þving­anir hafa gert Rússum erfitt fyr­ir. Vladímir Pútín, Rúss­lands­for­seti, hefur þó talað um að Rússar „geti bjargað sér“ og hefur inn­lend fram­leiðsla verið stór­efld á hinum ýmsa varn­ingi.

Í Rúss­landi búa 144 millj­ón­ir, og mark­að­ur­inn því stór.

Auglýsing

Atriðin fimm sem AGS nefnir sér­stak­lega að þurfi að huga að eru eft­ir­far­and­i. 

1. Breyt­ingar á við­skiptaum­hverf­inu. Tekið er fram í grein­ingu AGS að Rússar þurfi að styrkja reglu­verk til að efla fjár­fest­ingu, og á það meðal ann­ars við um atriði sem snúa að eigna­rétti og leyf­is­veit­ingum á hinum ýmsu mörk­uð­um. Það myndi liðka fyrir fjár­fest­ingu og örva hag­vöxt.

2. Upp­bygg­ing inn­viða. Rúss­land er það land í heim­inum þar sem mesta land­svæðið er und­ir. Það er stærsta land heims, en vegir og inn­viðir eru víða í hræði­legu ásig­komu­lagi. Rússar þurfa að efla inn­viði til að bæta sam­keppn­is­hæfni og ýta undir meiri vöxt og gæði í fram­leiðslu og þjón­ustu, segir AGS.

3. Of mikið flækju­stig. AGS telur að Rússar hafi mikil tæki­færi í því, að auð­velda fyr­ir­tækjum að koma vörum inn á Rúss­lands­mark­að. Hvergi er vikið að þeim bönnum sem í gildi eru, en talað almennt fyrir því að inn­gang á Rúss­lands­markað sé of flók­in. Sér­stak­lega er þetta talið vera til­fellið með hinar ýmsu hrá­vör­ur.



4. Efla alþjóð­leg við­skipti. Í gildi eru inn­flutn­ings­bönn á hinar ýmsu þjóð­ir, en AGS telur að Rússar verði að huga að því að efla við­skipti við aðrar þjóð­ir. Opna dyrn­ar, ekki halda þeim lok­uð­um. Nauð­syn­legt sé fyrir Rússa að huga að öðrum mörk­uðum en þeim sem eru í næsta nágrenni, og efla alþjóð­lega sam­keppni inn­an­lands. Með því gætu rúss­nesk fyr­ir­tæki myndað tengsl við nýja mark­aði og bæði keypt og selt vörur á betri og raun­hæf­ari verð­um.

5. Efla nýsköp­un. Ef það er eitt­hvað sem Rússar eru ekki nægi­lega góðir í, þá er það nýsköp­un. Þeir hafa ekki verið þekktir fyrir mikla frum­kvöðla­starf­semi í efna­hags­líf­inu, og AGS telur að þar þurfi Rússar að bæta sig mik­ið. Bent er á að lyk­ill­inn að árangri hjá fyr­ir­tækjum sé að auka notkun nýrrar tækni til að efla fram­leiðni og auka gæði. Rússar séu komnir of stutt í þessu, og stjórn­völd þurfi að huga að stuðn­ings­að­gerðum til að meiri árangur náist. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar