Þegar bakbein Viðreisnar velti fyrir sér hvort Davíð væri dýrasti maður lýðveldisins

2014 var umrótarár fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þá ákvað hópur fjársterkra áhrifamanna að yfirgefa flokkinn og hefja undirbúning að stofnun Viðreisnar. Þeir áttu m.a. samskipti í tölvupósti. Og gagnrýndu þar Davíð Oddsson, helmingaskipti og Morgunblaðið.

Helgi Magnússon fjárfestir sendi tölvupóst á hóp áhrifamanna í mars 2014.
Helgi Magnússon fjárfestir sendi tölvupóst á hóp áhrifamanna í mars 2014.
Auglýsing

Í síð­ustu viku var greint frá því að lít­ill hópur öfl­ugra bak­hjarla hefðu lagt stjórn­mála­flokknum Við­reisn til millj­ónir króna í fyrra, þegar flokk­ur­inn var form­lega stofn­aður og tók þátt í sínum fyrstu kosn­ing­um. Helgi Magn­ús­­son og félög tengd honum gáfu Við­reisn sam­tals 2,4 millj­­ónir króna á árinu 2016. Sig­­urður Arn­gríms­­son, við­­skipta­­fé­lagi Helga og aðal­­eig­andi sjón­­varps­­stöðv­­­ar­innar Hring­braut­­ar, gaf 1,2 millj­­ónir króna í eigin nafni og í gegnum tvö félög sín. Þá gaf Þórður Magn­ús­­son, stjórn­­­ar­­for­­maður Eyris Invest stærsta eig­anda Mar­el, stjórn­­­mála­­flokknum 950 þús­und krónur í eigin nafni og í gegnum félag sitt. Alls fékk Við­reisn 27 millj­ónir króna frá ein­stak­lingum og fyr­ir­tækj­um. Á meðal þekktra fyr­ir­tækja sem gáfu flokknum fé var Bláa lón­ið, sem stýrt er af Grími Sæmund­sen.

­Upp­haf Við­reisnar er vana­lega rakið til þess þegar rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar sleit við­ræðum við Evr­ópu­sam­bandið í febr­úar 2014. Sú ákvörðun fór ákaf­lega fyrir brjóstið á hópi alþjóða­sinn­aðra Sjálf­stæð­is­manna sem töldu að með því hefði Bjarni Bene­dikts­son, for­maður flokks­ins, svikið lof­orð um að við­ræðum yrði ekki hætt nema að und­an­geng­inni þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Þessi hóp­ur, sem inni­hélt meðal ann­ars ýmsa mjög fjár­sterka og áhrifa­mikla ein­stak­linga úr við­skipta­líf­inu, hóf í kjöl­farið und­ir­bún­ing að nýju stjórn­mála­afli. Sá und­ir­bún­ingur átti sér stað í nokkrum mis­mun­andi sellum og sumir sem í þeim voru tóku aldrei raun­veru­legan þátt í stofnun þess flokks sem síðar varð Við­reisn, heldur héldu sig áfram í Sjálf­stæð­is­flokkn­um.

Hluti hóps­ins hóf að hitt­­ast reglu­­lega til að ræða mög­u­­leik­ann á nýju fram­­boði og annar hópur stofn­aði lok­aða grúppu á Face­book undir nafn­inu „Nýi Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn“.

Auk þess var stór hópur sem sendi á milli sín tölvu­pósta reglu­lega. Og uppi­staðan í þeim hópi kom síðar að stofnun Við­reisn­ar.

Tölvu­póstur sendur

Í mars 2014, um mán­uði eftir að aðild­ar­við­ræðum við Evr­ópu­sam­bandið var slit­ið, átti hópur áhrifa­manna, margir hverjir gegn­heilir sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga, í reglu­legum og áhyggju­fullum sam­ræðum um þjóð­fé­lags­á­stand­ið.

Þann 16. mars sendi einn úr hópn­um, fjár­festir­inn Helgi Magn­ús­son, tölvu­póst á hóp félaga sinna. Á meðal þeirra sem fengu póst­inn voru Róbert Trausti Árna­son (nú frétta­stjóri Hring­braut­ar), Þór­hallur Jós­eps­son (nú upp­lýs­inga­full­trúi Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna), Vil­mundur Jós­efs­son, Ingvi Hrafn Jóns­son (lengi sjón­varps­stjóri ÍNN), Grímur Sæmund­sen (for­stjóri Bláa lóns­ins), Þórður Magn­ús­son (stjórn­ar­for­maður Eyris Invest), Sig­urður Arn­gríms­son (fjár­festir og eig­andi Hring­braut­ar), Vil­hjálmur Egils­son (nú rektor á Bif­röst) og Páll Bragi Krist­jóns­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Edd­u-­út­gáfu.

Inni­hald pósts Helga var gagn­rýni á Davíð Odds­son, spillta hugsun Fram­sókn­ar- og Sjálf­stæð­is­manna og Morg­un­blað­ið.Tölvupóstur Helga Magnússonar 14. mars 2014.

Í svörum sem bár­ust við honum voru meðal ann­ars viðr­aðar áhyggjur af því að full ástæða væri til að ótt­ast að aðgerðir til að draga Ísland út úr Evr­ópska efna­hags­svæð­inu yrðu næstar á dag­skrá eftir að umsókn um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu yrði slegin af. Einn þeirra sem svar­aði póst­inum var Sig­urður Arn­gríms­son. Orð­rétt sagði hann: „Ég fæ ekki betur séð en þetta sé allt rétt. Davíð er auð­vitað að draga athygl­ina frá sjálfum sér hvað varðar klúður í Seðla­bank­an­um. Ég fæ ekki betur séð en hann sé nú klár­lega dýr­asti maður lýð­veld­is­ins. Hvernig væri að fara svo­lítið yfir það?“

Við­reisn ekki vel séð hjá Morg­un­blað­inu

Í rit­stjórn­ar­skrifum Morg­un­blaðs­ins, sem stýrt er af Davíð Odds­syni, hefur ætið verið fjallað um Við­reisn af mik­illi and­styggð. Þannig var málum háttað fyrir kosn­ingar og á meðan að stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum stóð. Andúð hans á Við­reisn hefur ekki dreg­ist neitt saman við það að flokk­ur­inn er nú í rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Þvert á móti hefur hún færst yfir á rík­is­stjórn­ina sem heild.

Auglýsing
Á síð­ustu vikum hefur hann ritað rit­stjórn­ar­greinar þar sem hann hefur gagn­rýnt rík­is­stjórn­ina mjög harka­lega. Í leið­ara sem birt­ist um síð­ustu mán­aða­mót, skrif­aði Dav­íð: „Ís­lenska rík­is­stjórnin hefur setið í hálft ár og þegar misst allt álit þótt hún hafi ekki gert neitt sem öllum almenn­ingi mis­lík­ar. Hún stendur ekki fyrir neitt. Mál­efna­samn­ingur hennar hrópar það framan í fólk. Þar er ekk­ert hand­fast nema helst langur kafli sem virð­ist und­ir­strika að nauð­syn­legt sé að fjölga inn­flytj­end­um. Sú nauð­syn var ekki orðuð í kosn­ing­un­um.“

Hann end­ur­tók sömu orð að mestu í Reykja­vík­ur­bréfi 4. ágúst. Og bætti svo við: „Ein­hverjir eru í spyrja sig og aðra, með hlið­sjón af fallandi stuðn­ingi, hvort þessi rík­is­stjórn sé við það að falla. En það er með öllu óvíst að hún sé fær um það. Rík­is­stjórn, sem sam­kvæmt sam­eig­in­legum sátt­mála sínum stendur ekki fyrir neitt, á ekki auð­velt að finna sér mál til að falla á. Meira að segja þegar hún mætir með sín allra vit­laus­ustu mál fyrir þingið mun stjórn­ar­and­staðan taka þeim fagn­andi. Rík­is­stjórn sem telur að það bendi til þess að hún sé á réttri leið hefur týnt átta­vit­anum sem hún fékk í ferm­ing­ar­gjöf.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar