Að búa með tengdó

Myndir þú vilja búa með tengdó? Mörgum þætti slíkt aldeilis fráleit uppástunga og myndu segja nei, án þess að hugsa sig um. En hinir eru líka margir sem vel gætu hugsað sér það og í Danmörku fer þeim ört fjölgandi.

Tengdamóðirinn á myndinni tengist fréttaskýringunni ekki beint.
Tengdamóðirinn á myndinni tengist fréttaskýringunni ekki beint.
Auglýsing

Miðað við þær fjöl­mörgu sögur sem til eru um tann­hvassar tengda­mömmur mætti halda að þær væru hálf­gerðar grýl­ur, sí og æ  með vönd­inn á lofti, skammist yfir því að ekki sé nægi­lega vel ryksug­að, börnin jafn­vel í göt­óttum föt­um. Í tengda­mömmu­sög­unum er það oft­ast nær móðir eig­in­manns­ins sem þykir tengda­dóttirin ekki hugsa nógu vel um „dreng­inn“, hann fái ekki sama atlæti og meðan hann var í for­eldra­húsum „hann er eitt­hvað svo fölur og tek­inn.“ Margar sögur eru til um tengda­mæð­urnar sem telja sig þurfa að kenna eig­in­konu son­ar­ins sitt af hverju um „hag­nýt heim­il­is­fræði“ oftar en ekki við tak­mark­aða hrifn­ingu „nem­and­ans“. Ein­hverra hluta vegna eru slíkar sögur af tengda­feðrum og -sonum mun sjald­gæfari. Kannski er skýr­ingin sú að þessi tengda­mömmu­sögu­hefð er göm­ul, frá þeim tíma þegar heim­ilið var fyrst og fremst vinnu­staður kvenna.

Veru­leik­inn er hins veg­ar allt annar en í sög­unum af þeim tann­hvössu tengda­mæðrum sem stundum er grín­ast með.

Gamla kyn­slóða­fjöl­skyldan

Fyrir ekki ýkja­mörgum ára­tug­um, ekki síst til sveita, var það algeng­ara en ekki að innan veggja hvers heim­ilis byggju þrjár, jafn­vel fjór­ar, kyn­slóð­ir. Afi og amma, for­eldrar og börn, jafn­vel barna­börn. Þetta þótti sjálf­sagt. Þá þótti ekk­ert eðli­legra en að hjónin í hús­inu hefðu for­eldra, að minnsta kosti ann­ars þeirra, á sínum snær­um. Stofn­anir fyrir aldr­aða fyr­ir­fund­ust vart og afinn og amman í hús­inu voru sjálf­sagður hluti fjöl­skyld­unn­ar. Þau kenndu iðu­lega börnum að lesa, sögðu þeim sögur og litu til með þeim heima fyr­ir. Gamla fólk­ið, einkum konur en líka oft karl­ar, var dug­legt að prjóna, til dæmis sokka, vett­linga, nær­föt og peys­ur. Á heim­ilum þurfti að inna af hendi fjöl­margt sem ekki þekk­ist í dag, matur var að miklu leyti unn­inn heima, í það fór mik­ill tími, það var ekki hlaupið í búð­ina eftir rabar­bara­sult­unni eins og nú er gert. Börnin báru virð­ingu fyrir þeim eldri sem höfðu á móti ánægjuna af því að sjá ung­viðið þroskast og dafna.

Auglýsing

Ýmsar ástæður voru fyrir þessum „fé­lags­bú­skap“, einkum þó praktísk­ar.

Þetta breytt­ist smátt og smátt og í dag þykir það síður en svo sjálf­sagt, að minnsta kosti á Vest­ur­lönd­um, að þeir öldr­uðu búi hjá börnum sín­um. Þekktur rit­höf­undur orð­aði það svo að „nú vilja allir vera prí­vat, hanga einir í sinni holu, mesta lagi með mak­an­um, og svo heim­il­is­vin­in­um: sjón­varp­in­u.“ Kannski er þetta aðeins orðum aukið en margir þekkja þessa lýs­ingu.

Í Dan­mörku fjölgar kyn­slóða­fjöl­skyldum sem búa saman

Margir þekkja það að flytja tíma­bundið heim til for­eldranna, eða tengda­for­eldr­anna. Oft er það milli­bils­á­stand, meðan fólk er „á milli íbúða“.

Þótt víða séu margir bygg­inga­kranar sem ber við himin er hús­næð­is­skortur alþekkt vanda­mál, ekki síst í borg­um. Dan­mörk sker sig ekki úr að þessu leyti, þar er hús­næði dýrt, fram­boðið tak­markað en eft­ir­spurnin mik­il. Verst er ástandið í höf­uð­borg­inni Kaup­manna­höfn en þangað flytja í hverjum mán­uði rúm­lega 1100 manns,um­fram þá sem flytja burt.

Á síð­ustu árum hefur það gerst að kyn­slóða­heim­ilum hefur fjölgað mikið í Dan­mörku. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá dönsku þjóð­skránni eru nú rúm­lega ell­efu þús­und kyn­slóða­fjöl­skyldur í land­inu, sam­tals um átta­tíu þús­und manns. Miðað við íbúa­fjölda lands­ins (5.7 millj­ón­ir) er þetta svo sem ekki ýkja há tala en hefur þó hækkað um þrjá­tíu pró­sent á nokkrum árum.

Af hverju?  

Dag­blaðið Jót­land­s­póst­ur­inn hafði fyrir skömmu sam­band við all­stóran hóp fólks, sem ýmist er nýflutt til tengda­fólks, eða hefur búið á kyn­slóða­heim­ili um ára­bil. Blaða­menn­irnir spurðu um ástæður þess að fólk hefði valið þetta fyr­ir­komu­lag. Flestir nefndu fyrst að það væri af praktískum ástæð­um, það væri ein­fald­lega mun hag­kvæmara þar sem fleiri deila hús­næð­is­kostn­að­in­um, mat­ar- og raf­magns­reikn­ing­um o.s.frv. Þetta kemur ekki sér­lega á óvart. En þeir sem spurðir voru nefndu fleira. Barna­fólk nefndi nær allt að það væri mikið öryggi að hafa eldri kyn­slóð á heim­il­inu. Alltaf, eða oftast, ein­hver heima þegar börnin kæmu heim úr skóla og það kynnu þau vel að meta. Þegar börnin voru spurð voru svörin á sömu leið, það væri svo gott að ein­hver væri heima þegar skóla­deg­inum lyki. ,Afi og amma hafa alltaf tíma og af því að þau eru heima gerir ekk­ert til þó pabbi og mamma komi seinna heim“ var algeng skýr­ing þeirra ungu.

Eldra fólkið sagði líka að það kynnt­ist unga fólk­inu miklu betur en ef það byggi ann­ars stað­ar, jafn­vel í öðrum lands­hluta.

Þegar spurt var hvort þessu fylgdu ekki líka ókostir svör­uðu flestir neit­andi. Sögðu að þeir hefðu ekki ákveðið að stíga þetta skref nema vera nokkurn veg­inn vissir um að þetta væri rétt ákvörð­un.

Fast­eigna­salar segja að þeim fjölgi stöðugt sem leiti að hús­næði sem sé nægi­lega stórt fyrir pabba, mömmu, börn og tengda­for­eld­rana. Danskar ferða­skrif­stofur segja sömu­leiðis að ferðir þar sem kyn­slóða­fjöl­skyldur ferð­ist saman njóti æ meiri vin­sælda.

Fjöl­skyldu­ráð­gjafi sem Jót­land­s­póst­ur­inn ræddi við sagð­ist ekki undr­ast að æ fleiri skuli velja kyn­slóða­fjöl­skyldu­form­ið. Það sé hins veg­ar ­nauð­syn­legt að koma sér saman um ákveðnar regl­ur, til að tryggja að allir séu sátt­ir. „Það gengur ekki að tengda­mamma verði gerð að vinnu­konu, slíkt fyr­ir­komu­lag er dæmt til að mis­takast“.   

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.
Kjarninn 30. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þetta eru áhyggjur Þórólfs
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tínir til margvísleg áhyggjuefni sín í minnisblaðinu sem liggur til grundvallar hertum samkomutakmörkunum sem eru þær ströngustu í faraldrinum hingað til.
Kjarninn 30. október 2020
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Tíu manna fjöldatakmarkanir næstu vikur
Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi strax á miðnætti og eiga að gilda til 17. nóvember. Einungis 10 mega koma saman, nema í útförum, matvöruverslunum, apótekum og almenningssamgöngum. Skólar verða áfram opnir.
Kjarninn 30. október 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – AMD svarar NVidia og Airpods-lekar
Kjarninn 30. október 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar