Markaðsvirðið í hæstu hæðum

Virði stærstu tæknifyrirtækja heims hefur rokið upp að undanförnu. Einn þekktasti penni New York Times segir margt benda til þess að hlutabréfamarkaðir séu yfirverðlagiðir.

apple tim cook
Auglýsing

Óhætt er að segja að und­an­far­inn ára­tugur á alþjóða­mörk­uðum hafi verið ára­tugur ótrú­legs upp­gangs tækni­fyr­ir­tækja, sem hafa meðal ann­ars verið leið­andi í tækni og þróun snjall­síma­væð­ing­ar­inn­ar. 

85 sinnum Ísland

Stærsta fyr­ir­tækið af öllum er App­le, en gengi þess náði hæstu hæðum fyrr í vik­unni. Mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins er nú 815 millj­arðar Banda­ríkja­dala, eða sem nemur meira en 85 þús­und millj­örðum króna. Það er meira en 85 sinnum meira en íslenski hluta­bréfa­mark­að­ur­inn í heild sinni. Mark­aðsvirðið hefur þre­fald­ast frá því árið 2013. 

Svip­aðar sögur er hægt að segja af Amazon, Alp­habet (Goog­le) og Microsoft. Mark­aðsvirði þess síð­ar­nefnda er nú 561 millj­arður Banda­ríkja­dala, en það er þre­földun á lið­lega þremur árum. 

Auglýsing

Til að setja þessar tölur í sam­hengi, þá er mark­aðsvirði Gold­man Sachs bank­ans 90,4 millj­arðar Banda­ríkja­dala, eða sem nemur rúm­lega einum tíunda af mark­aðsvirði Apple. 

Microsoft er sannkallaður risi á markaði. Nýlega keypti fyrirtækið Linkedin og styrkti um leið stöðuna sem þjónustuaðili við fyrirtæki um allan heim.

Bóla?

Tölu­vert hefur verið fjallað um það í Banda­ríkj­unum að und­an­förnu, að miklar hækk­anir á hluta­bréfa­mörk­uðum - ekki síst hjá tækni­fyr­ir­tækjum - séu inni­stæðu­laus­ar, og stutt sé í að „loftið leki úr bólunn­i“. Hinn virti pistla­höf­undur New York Times, Ruchi Shamra, seg­ir, í pistli sem birt­ist 5. ágúst síð­ast­lið­inn, margt benda til þess að alþjóða­mark­aðir séu nú „djúpt“ inn í yfir­verð­lagn­ing­ar­um­hverfi. Og eins og ávallt þegar bólur eru ann­ars veg­ar, þá tekur eng­inn eftir þeim fyrr en þær eru sprungn­ar. Hann spyr að því í pistli sínum hvenær bólan muni springa. En að sama skapi bendir hann á, að þrátt fyrir allt þá hafi tækni­fyr­ir­tækin sýnt góðan rekst­ur. 

Allt stút­fullt af pen­ingum

Önnur hlið er þó á ten­ingn­um, sem margir hafa líka rætt um. Hún snýr að digrum sjóðum tækni­fyr­ir­tækj­anna. Þannig á Apple nú um 250 millj­arða Banda­ríkja­dala í lausu fé frá rekstri og sjóð­irnir eru einnig digrir hjá hinum stóru fyr­ir­tækj­un­um. Microsoft er með sjóði upp á 150 millj­arða Banda­ríkja­dala. 

Fyr­ir­tækin þurfa ekki stofna til skulda en gera það stund­um, þar sem vaxta­kjörin sem bjóð­ast þeim eru ígildi þess að fá pen­ing­ana gef­ins. Með öðrum orð­um; þessi fyr­ir­tæki eru til alls vís þegar kemur að því að feta inn á nýja mark­aði, leiða fram nýja þróun sem erfitt er að sjá fyrir og halda vel á spöð­unum í núver­andi umhverfi.

Það er vissu­lega hægt að tala um bólur, en það er samt ótrú­legt að hugsa til þess að þrátt fyrir Apple sé metið á 815 millj­arða Banda­ríkja­dala, þá er það minna en fjórum sinnum meira en laust fé fyr­ir­tæk­is­ins frá rekstri. Í því sam­hengi er verð­mið­inn kannski ekki svo hár.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca stefnir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur stefnt Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Sex í sveit
Kjarninn 17. október 2019
Lögmenn bera mun meira traust til dómstóla
Lögmenn og ákærendur bera mun meira traust til dómstóla heldur en almenningur. Yfir 80 prósent lögmanna og ákærenda voru sammála því að dómarar og starfsmenn dómstóla ynnu störf sín af heilindum, virðingu og heiðarleika.
Kjarninn 17. október 2019
Heiða Sigurjónsdóttir
Alþjóðadagur málþroskaröskunar 18. október 2019
Leslistinn 17. október 2019
Segir Bandaríkin og Bretland vilja Ísland á lista yfir ósamvinnuþýð ríki
Það mun skýrast í lok viku hvort Íslandi muni takast að forðast það að lenda á lista með ríkjum með vafasamt stjórnarfar vegna lélegra varna landsins gegn peningaþvætti. Nánast ekkert var í lagi hérlendis í þeim vörnum áratugum saman.
Kjarninn 17. október 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar