Von á stefnumarkandi dómi vegna tvöfaldrar refsingar fyrir skattalagabrot

Hæstiréttur Íslands var fullskipaður þegar mál manns sem ákærður var fyrir meiri háttar skattalagabrot var flutt á mánudag. Ástæðan er sú að rétturinn mun í fyrsta sinn taka afstöðu til dóms Mannréttindadómstóls Evrópu um tvöfalda refsingu.

img_2961_raw_1807130226_10016478853_o.jpg
Auglýsing

Síð­ast­lið­inn mánu­dag var flutt mál í Hæsta­rétti geng manni sem hafði verið dæmdur sekur í hér­aðs­dómi Reykja­víkur fyrir stór­fellt skatta­laga­brot. Hann hafði ekki talið fram fjár­magnstekjur á árunum 2008 og 2009 upp á sam­tals 87 millj­ónir króna á skatt­fram­tali sínu. Um var að ræða tekjur af sölu hluta­bréfa og upp­gjör á tugum fram­virkra samn­inga.

Í máls­með­ferð fyrir hér­aðs­dómi sagð­ist hann hafa verið í góðri trú um að fram­tölin hefðu verið rétt og að hann hefði keypt sér aðstoð sér­fræð­inga til að sjá um þessi mál. Mað­ur­inn vefengdi hins vegar ekki að á það hefði skort að talið hefði verið rétt fram þrátt fyrir að það hefði ekki verið ásetn­ingur hans að gera slíkt. Þegar villur hafi komið í ljós hafi hann látið skila leið­réttum gögnum og greitt allt sem á hann hefði verið lagt af opin­berum gjöldum eftir það að með­töldu 25 pró­sent álagi.

Málsvörn manns­ins byggð­ist meðal ann­ars á því að það ætti að vísa máli hans frá á grund­velli mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu, þar sem fram komi að eng­inn skuli sæta lög­sókn eða refs­ingu að nýju fyrir sama brot. Þar sem mað­ur­inn hefði sætt end­an­legum úrskurði skatt­yf­ir­valda um álag á skatt­stofn væri búið að refsa hon­um. Hér­aðs­dómur féllst ekki á þessa málsvörn og dæmdi mann­inn í þriggja mán­aða skil­orðs­bundið fang­elsi um miðjan mars í fyrra og til að greiða 13,8 millj­óna króna sekt í rík­is­sjóð. Ef hann myndi ekki greiða sekt­ina ætti hann að sæta fang­elsi í sjö mán­uði.

Auglýsing

Mað­ur­inn áfrýj­aði nið­ur­stöð­unni til Hæsta­réttar Íslands og mál­flutn­ingur átti upp­haf­lega að fara fram í mál­inu í mars síð­ast­liðn­um, en var frestað. Hann fór hins veg­ar, líkt og áður sagði, fram á mánu­dag. Og nú er beðið nið­ur­stöðu.

Það sem er athygl­is­vert við þetta mál, sem er ansi fjarri því að vera stærsta mál sinnar teg­undar sem ratar fyrir íslenska dóm­stóla, er að sjö dóm­arar Hæsta­réttar munu dæma í því. Rétt­ur­inn er með öðrum orðum full­skip­að­ur. Það ger­ist ein­ungis þegar um grund­vall­ar­mál er að ræða. Ástæðan er sú að Hæsti­réttur mun að öllum lík­indum fella stefnu­mark­andi dóm í þessu máli.

Brot gegn Jóni Ásgeiri og Tryggva

Þann 18. maí síð­ast­lið­inn komst Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu að þeirra nið­ur­stöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn Jóni Ásgeiri Jóhann­essyni og Tryggva Jóns­syni þegar þeir voru dæmdir í skil­orðs­bundið fang­elsi fyrir skatta­laga­brot í rekstri Baugs og fjár­fest­inga­fé­lags­ins Gaums árið 2013, ásamt Krist­ínu Jóhann­es­dótt­ur. Þeir kærðu þann dóm til Mann­rétt­inda­­dóm­stóls­ins á þeim for­­sendum að þeir hefðu þegar hlotið dóm fyrir sömu brot. Þeir höfðu verið dæmdir til að greiða álag ofan á end­ur­á­kvörðun skatta af yfir­­skatta­­nefnd árið 2007. Málin tvö hefðu verið byggð á sama grunn­i. Og því væri verið að refsa þeim tví­vegis fyrir sama brot­ið.

Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrir miðju, var refsað tvívegis fyrir sama brot. Fram að þeim tíma hafði það tíðkast hér­lendis að þeir sem sviku stór­fellt undan skatti skyldu greiða hátt álag ofan á þá van­goldnu skatta sem þeir skyldu end­ur­greiða. Ef um meiri­háttar brot var að ræða þá var við­kom­andi einnig ákærður fyrir meiri háttar skatta­laga­brot, en við slíkum brotum liggur allt að sex ára fang­elsi.

Þegar Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn hefur kom­ist að nið­ur­stöðu þá þarf að falla dómur í Hæsta­rétti um sam­bæri­legt efni til að fram komi hver áhrif nið­ur­stöð­unnar verði á íslenska dóma­fram­kvæmd. Sá dómur verður í máli manns­ins sem rakið var hér að ofan. Þegar hann fellur þá mun liggja fyrir hvernig eigi að fara með stór­felld skatta­brota­mál.

Nálægt 100 málum slegið á frest

Dómur Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins í maí hafði veru­leg áhrif á fjöl­mörg mál sem eru til með­ferðar hjá emb­ætti Hér­aðs­sak­sókn­ara, sem fer með rann­sókn­ar- og ákæru­vald í málum sem þess­um. Þ.e. mál þar sem álagi hafði þegar verið beitt en til stóð að rann­saka, og sak­sækja, vegna brota á almennum hegn­ing­ar­lögum líka.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans eru þau mál sem slegið var á frest vegna dóms­ins nálægt 100. Um er að ræða mál sem eru í rann­sókn, sem eru að bíða eftir að kom­ast í rann­sókn og mál sem búið var að rann­saka, og jafn­vel ákæra í.

Fram­hald þeirra mála ætti að liggja fyrir þegar Hæsti­réttur kemst að nið­ur­stöðu sinni í máli manns­ins sem vantaldi fjár­magnstekjur upp á 87 millj­ónir króna á skatt­fram­tal­inu sínu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirlitsmynd af öllum fyrirhuguðum landfyllingum og dýpkunarsvæði.
Vilja dýpka Viðeyjarsund og losa efni við Engey
Til að dýpka Viðeyjarsund í 10 og 12,5 metra, líkt og Faxaflóahafnir stefna að, þarf að fjarlægja rúmlega þrjár milljónir rúmmetra af efni af hafsbotni. Hluta efnisins á að nýta í landfyllingar en varpa afganginum í hafið við Engey.
Kjarninn 19. janúar 2021
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka.
Sérstakur transskattur „ósanngjarn og óréttlátur“
Þingmaður gagnrýndi á þingi í dag gjald sem Þjóðskrá rukkar fólk sem vill breyta skráningu á kyni sínu. „Þingið þarf að viðurkenna að þarna varð okkur á í messunni, leiðrétta mistökin og afnema transskattinn strax.“
Kjarninn 19. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar