Von á stefnumarkandi dómi vegna tvöfaldrar refsingar fyrir skattalagabrot

Hæstiréttur Íslands var fullskipaður þegar mál manns sem ákærður var fyrir meiri háttar skattalagabrot var flutt á mánudag. Ástæðan er sú að rétturinn mun í fyrsta sinn taka afstöðu til dóms Mannréttindadómstóls Evrópu um tvöfalda refsingu.

img_2961_raw_1807130226_10016478853_o.jpg
Auglýsing

Síð­ast­lið­inn mánu­dag var flutt mál í Hæsta­rétti geng manni sem hafði verið dæmdur sekur í hér­aðs­dómi Reykja­víkur fyrir stór­fellt skatta­laga­brot. Hann hafði ekki talið fram fjár­magnstekjur á árunum 2008 og 2009 upp á sam­tals 87 millj­ónir króna á skatt­fram­tali sínu. Um var að ræða tekjur af sölu hluta­bréfa og upp­gjör á tugum fram­virkra samn­inga.

Í máls­með­ferð fyrir hér­aðs­dómi sagð­ist hann hafa verið í góðri trú um að fram­tölin hefðu verið rétt og að hann hefði keypt sér aðstoð sér­fræð­inga til að sjá um þessi mál. Mað­ur­inn vefengdi hins vegar ekki að á það hefði skort að talið hefði verið rétt fram þrátt fyrir að það hefði ekki verið ásetn­ingur hans að gera slíkt. Þegar villur hafi komið í ljós hafi hann látið skila leið­réttum gögnum og greitt allt sem á hann hefði verið lagt af opin­berum gjöldum eftir það að með­töldu 25 pró­sent álagi.

Málsvörn manns­ins byggð­ist meðal ann­ars á því að það ætti að vísa máli hans frá á grund­velli mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu, þar sem fram komi að eng­inn skuli sæta lög­sókn eða refs­ingu að nýju fyrir sama brot. Þar sem mað­ur­inn hefði sætt end­an­legum úrskurði skatt­yf­ir­valda um álag á skatt­stofn væri búið að refsa hon­um. Hér­aðs­dómur féllst ekki á þessa málsvörn og dæmdi mann­inn í þriggja mán­aða skil­orðs­bundið fang­elsi um miðjan mars í fyrra og til að greiða 13,8 millj­óna króna sekt í rík­is­sjóð. Ef hann myndi ekki greiða sekt­ina ætti hann að sæta fang­elsi í sjö mán­uði.

Auglýsing

Mað­ur­inn áfrýj­aði nið­ur­stöð­unni til Hæsta­réttar Íslands og mál­flutn­ingur átti upp­haf­lega að fara fram í mál­inu í mars síð­ast­liðn­um, en var frestað. Hann fór hins veg­ar, líkt og áður sagði, fram á mánu­dag. Og nú er beðið nið­ur­stöðu.

Það sem er athygl­is­vert við þetta mál, sem er ansi fjarri því að vera stærsta mál sinnar teg­undar sem ratar fyrir íslenska dóm­stóla, er að sjö dóm­arar Hæsta­réttar munu dæma í því. Rétt­ur­inn er með öðrum orðum full­skip­að­ur. Það ger­ist ein­ungis þegar um grund­vall­ar­mál er að ræða. Ástæðan er sú að Hæsti­réttur mun að öllum lík­indum fella stefnu­mark­andi dóm í þessu máli.

Brot gegn Jóni Ásgeiri og Tryggva

Þann 18. maí síð­ast­lið­inn komst Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu að þeirra nið­ur­stöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn Jóni Ásgeiri Jóhann­essyni og Tryggva Jóns­syni þegar þeir voru dæmdir í skil­orðs­bundið fang­elsi fyrir skatta­laga­brot í rekstri Baugs og fjár­fest­inga­fé­lags­ins Gaums árið 2013, ásamt Krist­ínu Jóhann­es­dótt­ur. Þeir kærðu þann dóm til Mann­rétt­inda­­dóm­stóls­ins á þeim for­­sendum að þeir hefðu þegar hlotið dóm fyrir sömu brot. Þeir höfðu verið dæmdir til að greiða álag ofan á end­ur­á­kvörðun skatta af yfir­­skatta­­nefnd árið 2007. Málin tvö hefðu verið byggð á sama grunn­i. Og því væri verið að refsa þeim tví­vegis fyrir sama brot­ið.

Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrir miðju, var refsað tvívegis fyrir sama brot. Fram að þeim tíma hafði það tíðkast hér­lendis að þeir sem sviku stór­fellt undan skatti skyldu greiða hátt álag ofan á þá van­goldnu skatta sem þeir skyldu end­ur­greiða. Ef um meiri­háttar brot var að ræða þá var við­kom­andi einnig ákærður fyrir meiri háttar skatta­laga­brot, en við slíkum brotum liggur allt að sex ára fang­elsi.

Þegar Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn hefur kom­ist að nið­ur­stöðu þá þarf að falla dómur í Hæsta­rétti um sam­bæri­legt efni til að fram komi hver áhrif nið­ur­stöð­unnar verði á íslenska dóma­fram­kvæmd. Sá dómur verður í máli manns­ins sem rakið var hér að ofan. Þegar hann fellur þá mun liggja fyrir hvernig eigi að fara með stór­felld skatta­brota­mál.

Nálægt 100 málum slegið á frest

Dómur Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins í maí hafði veru­leg áhrif á fjöl­mörg mál sem eru til með­ferðar hjá emb­ætti Hér­aðs­sak­sókn­ara, sem fer með rann­sókn­ar- og ákæru­vald í málum sem þess­um. Þ.e. mál þar sem álagi hafði þegar verið beitt en til stóð að rann­saka, og sak­sækja, vegna brota á almennum hegn­ing­ar­lögum líka.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans eru þau mál sem slegið var á frest vegna dóms­ins nálægt 100. Um er að ræða mál sem eru í rann­sókn, sem eru að bíða eftir að kom­ast í rann­sókn og mál sem búið var að rann­saka, og jafn­vel ákæra í.

Fram­hald þeirra mála ætti að liggja fyrir þegar Hæsti­réttur kemst að nið­ur­stöðu sinni í máli manns­ins sem vantaldi fjár­magnstekjur upp á 87 millj­ónir króna á skatt­fram­tal­inu sínu.

Fáðu veitingastaðinn heim
Safnað fyrir gerð bókar sem inniheldur uppskriftir frá vinsælustu veitingastöðum landsins.
Kjarninn 22. september 2019
Kristbjörn Árnason
Áhrif járnkrossins vara enn
Leslistinn 22. september 2019
Matthildur Björnsdóttir
Lífsferli í gegnum skólagöngu
Kjarninn 22. september 2019
Líkur á fasteignakaupum hjá leigjendum ekki mælst lægri í tvö ár
Um 92 prósent leigjenda telja það öruggt eða að minnsta kosti líklegt að þau muni ekki kaupa fasteign á næstu sex mánuðum. Það er hæsta hlutfall sem mælst hefur í könnun Íbúðalánasjóðs frá september 2017.
Kjarninn 22. september 2019
Ómögulegt að fá heildstæða mynd af gjaldeyriskaupum útlendings
Sami útlendingurinn getur átt í umtalsverðum viðskiptum með gjaldeyri á Íslandi án þess að slíkt flaggist. Ástæðan er sú að allir erlendir kaupendur á gjaldeyri eru skráðir undir sömu kennitölunni hjá fjármálastofnunum. Kennitölu „ótilgreinds útlendings“.
Kjarninn 22. september 2019
Basil hassan
Drónar og skattsvik
Í fyrsta skipti í sögunni eru danskir ríkisborgarar ákærðir fyrir að taka beinan þátt í hryðjuverkum. Fimm menn eru taldir hafa útvegað dróna sem notaðir voru í árásum á herstöð í Sýrlandi árið 2014. Ennfremur tengjast málinu umfangsmikil skattsvik.
Kjarninn 22. september 2019
Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar