Von á stefnumarkandi dómi vegna tvöfaldrar refsingar fyrir skattalagabrot

Hæstiréttur Íslands var fullskipaður þegar mál manns sem ákærður var fyrir meiri háttar skattalagabrot var flutt á mánudag. Ástæðan er sú að rétturinn mun í fyrsta sinn taka afstöðu til dóms Mannréttindadómstóls Evrópu um tvöfalda refsingu.

img_2961_raw_1807130226_10016478853_o.jpg
Auglýsing

Síð­ast­lið­inn mánu­dag var flutt mál í Hæsta­rétti geng manni sem hafði verið dæmdur sekur í hér­aðs­dómi Reykja­víkur fyrir stór­fellt skatta­laga­brot. Hann hafði ekki talið fram fjár­magnstekjur á árunum 2008 og 2009 upp á sam­tals 87 millj­ónir króna á skatt­fram­tali sínu. Um var að ræða tekjur af sölu hluta­bréfa og upp­gjör á tugum fram­virkra samn­inga.

Í máls­með­ferð fyrir hér­aðs­dómi sagð­ist hann hafa verið í góðri trú um að fram­tölin hefðu verið rétt og að hann hefði keypt sér aðstoð sér­fræð­inga til að sjá um þessi mál. Mað­ur­inn vefengdi hins vegar ekki að á það hefði skort að talið hefði verið rétt fram þrátt fyrir að það hefði ekki verið ásetn­ingur hans að gera slíkt. Þegar villur hafi komið í ljós hafi hann látið skila leið­réttum gögnum og greitt allt sem á hann hefði verið lagt af opin­berum gjöldum eftir það að með­töldu 25 pró­sent álagi.

Málsvörn manns­ins byggð­ist meðal ann­ars á því að það ætti að vísa máli hans frá á grund­velli mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu, þar sem fram komi að eng­inn skuli sæta lög­sókn eða refs­ingu að nýju fyrir sama brot. Þar sem mað­ur­inn hefði sætt end­an­legum úrskurði skatt­yf­ir­valda um álag á skatt­stofn væri búið að refsa hon­um. Hér­aðs­dómur féllst ekki á þessa málsvörn og dæmdi mann­inn í þriggja mán­aða skil­orðs­bundið fang­elsi um miðjan mars í fyrra og til að greiða 13,8 millj­óna króna sekt í rík­is­sjóð. Ef hann myndi ekki greiða sekt­ina ætti hann að sæta fang­elsi í sjö mán­uði.

Auglýsing

Mað­ur­inn áfrýj­aði nið­ur­stöð­unni til Hæsta­réttar Íslands og mál­flutn­ingur átti upp­haf­lega að fara fram í mál­inu í mars síð­ast­liðn­um, en var frestað. Hann fór hins veg­ar, líkt og áður sagði, fram á mánu­dag. Og nú er beðið nið­ur­stöðu.

Það sem er athygl­is­vert við þetta mál, sem er ansi fjarri því að vera stærsta mál sinnar teg­undar sem ratar fyrir íslenska dóm­stóla, er að sjö dóm­arar Hæsta­réttar munu dæma í því. Rétt­ur­inn er með öðrum orðum full­skip­að­ur. Það ger­ist ein­ungis þegar um grund­vall­ar­mál er að ræða. Ástæðan er sú að Hæsti­réttur mun að öllum lík­indum fella stefnu­mark­andi dóm í þessu máli.

Brot gegn Jóni Ásgeiri og Tryggva

Þann 18. maí síð­ast­lið­inn komst Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu að þeirra nið­ur­stöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn Jóni Ásgeiri Jóhann­essyni og Tryggva Jóns­syni þegar þeir voru dæmdir í skil­orðs­bundið fang­elsi fyrir skatta­laga­brot í rekstri Baugs og fjár­fest­inga­fé­lags­ins Gaums árið 2013, ásamt Krist­ínu Jóhann­es­dótt­ur. Þeir kærðu þann dóm til Mann­rétt­inda­­dóm­stóls­ins á þeim for­­sendum að þeir hefðu þegar hlotið dóm fyrir sömu brot. Þeir höfðu verið dæmdir til að greiða álag ofan á end­ur­á­kvörðun skatta af yfir­­skatta­­nefnd árið 2007. Málin tvö hefðu verið byggð á sama grunn­i. Og því væri verið að refsa þeim tví­vegis fyrir sama brot­ið.

Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrir miðju, var refsað tvívegis fyrir sama brot. Fram að þeim tíma hafði það tíðkast hér­lendis að þeir sem sviku stór­fellt undan skatti skyldu greiða hátt álag ofan á þá van­goldnu skatta sem þeir skyldu end­ur­greiða. Ef um meiri­háttar brot var að ræða þá var við­kom­andi einnig ákærður fyrir meiri háttar skatta­laga­brot, en við slíkum brotum liggur allt að sex ára fang­elsi.

Þegar Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn hefur kom­ist að nið­ur­stöðu þá þarf að falla dómur í Hæsta­rétti um sam­bæri­legt efni til að fram komi hver áhrif nið­ur­stöð­unnar verði á íslenska dóma­fram­kvæmd. Sá dómur verður í máli manns­ins sem rakið var hér að ofan. Þegar hann fellur þá mun liggja fyrir hvernig eigi að fara með stór­felld skatta­brota­mál.

Nálægt 100 málum slegið á frest

Dómur Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins í maí hafði veru­leg áhrif á fjöl­mörg mál sem eru til með­ferðar hjá emb­ætti Hér­aðs­sak­sókn­ara, sem fer með rann­sókn­ar- og ákæru­vald í málum sem þess­um. Þ.e. mál þar sem álagi hafði þegar verið beitt en til stóð að rann­saka, og sak­sækja, vegna brota á almennum hegn­ing­ar­lögum líka.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans eru þau mál sem slegið var á frest vegna dóms­ins nálægt 100. Um er að ræða mál sem eru í rann­sókn, sem eru að bíða eftir að kom­ast í rann­sókn og mál sem búið var að rann­saka, og jafn­vel ákæra í.

Fram­hald þeirra mála ætti að liggja fyrir þegar Hæsti­réttur kemst að nið­ur­stöðu sinni í máli manns­ins sem vantaldi fjár­magnstekjur upp á 87 millj­ónir króna á skatt­fram­tal­inu sínu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar