Von á stefnumarkandi dómi vegna tvöfaldrar refsingar fyrir skattalagabrot

Hæstiréttur Íslands var fullskipaður þegar mál manns sem ákærður var fyrir meiri háttar skattalagabrot var flutt á mánudag. Ástæðan er sú að rétturinn mun í fyrsta sinn taka afstöðu til dóms Mannréttindadómstóls Evrópu um tvöfalda refsingu.

img_2961_raw_1807130226_10016478853_o.jpg
Auglýsing

Síð­ast­lið­inn mánu­dag var flutt mál í Hæsta­rétti geng manni sem hafði verið dæmdur sekur í hér­aðs­dómi Reykja­víkur fyrir stór­fellt skatta­laga­brot. Hann hafði ekki talið fram fjár­magnstekjur á árunum 2008 og 2009 upp á sam­tals 87 millj­ónir króna á skatt­fram­tali sínu. Um var að ræða tekjur af sölu hluta­bréfa og upp­gjör á tugum fram­virkra samn­inga.

Í máls­með­ferð fyrir hér­aðs­dómi sagð­ist hann hafa verið í góðri trú um að fram­tölin hefðu verið rétt og að hann hefði keypt sér aðstoð sér­fræð­inga til að sjá um þessi mál. Mað­ur­inn vefengdi hins vegar ekki að á það hefði skort að talið hefði verið rétt fram þrátt fyrir að það hefði ekki verið ásetn­ingur hans að gera slíkt. Þegar villur hafi komið í ljós hafi hann látið skila leið­réttum gögnum og greitt allt sem á hann hefði verið lagt af opin­berum gjöldum eftir það að með­töldu 25 pró­sent álagi.

Málsvörn manns­ins byggð­ist meðal ann­ars á því að það ætti að vísa máli hans frá á grund­velli mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu, þar sem fram komi að eng­inn skuli sæta lög­sókn eða refs­ingu að nýju fyrir sama brot. Þar sem mað­ur­inn hefði sætt end­an­legum úrskurði skatt­yf­ir­valda um álag á skatt­stofn væri búið að refsa hon­um. Hér­aðs­dómur féllst ekki á þessa málsvörn og dæmdi mann­inn í þriggja mán­aða skil­orðs­bundið fang­elsi um miðjan mars í fyrra og til að greiða 13,8 millj­óna króna sekt í rík­is­sjóð. Ef hann myndi ekki greiða sekt­ina ætti hann að sæta fang­elsi í sjö mán­uði.

Auglýsing

Mað­ur­inn áfrýj­aði nið­ur­stöð­unni til Hæsta­réttar Íslands og mál­flutn­ingur átti upp­haf­lega að fara fram í mál­inu í mars síð­ast­liðn­um, en var frestað. Hann fór hins veg­ar, líkt og áður sagði, fram á mánu­dag. Og nú er beðið nið­ur­stöðu.

Það sem er athygl­is­vert við þetta mál, sem er ansi fjarri því að vera stærsta mál sinnar teg­undar sem ratar fyrir íslenska dóm­stóla, er að sjö dóm­arar Hæsta­réttar munu dæma í því. Rétt­ur­inn er með öðrum orðum full­skip­að­ur. Það ger­ist ein­ungis þegar um grund­vall­ar­mál er að ræða. Ástæðan er sú að Hæsti­réttur mun að öllum lík­indum fella stefnu­mark­andi dóm í þessu máli.

Brot gegn Jóni Ásgeiri og Tryggva

Þann 18. maí síð­ast­lið­inn komst Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu að þeirra nið­ur­stöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn Jóni Ásgeiri Jóhann­essyni og Tryggva Jóns­syni þegar þeir voru dæmdir í skil­orðs­bundið fang­elsi fyrir skatta­laga­brot í rekstri Baugs og fjár­fest­inga­fé­lags­ins Gaums árið 2013, ásamt Krist­ínu Jóhann­es­dótt­ur. Þeir kærðu þann dóm til Mann­rétt­inda­­dóm­stóls­ins á þeim for­­sendum að þeir hefðu þegar hlotið dóm fyrir sömu brot. Þeir höfðu verið dæmdir til að greiða álag ofan á end­ur­á­kvörðun skatta af yfir­­skatta­­nefnd árið 2007. Málin tvö hefðu verið byggð á sama grunn­i. Og því væri verið að refsa þeim tví­vegis fyrir sama brot­ið.

Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrir miðju, var refsað tvívegis fyrir sama brot. Fram að þeim tíma hafði það tíðkast hér­lendis að þeir sem sviku stór­fellt undan skatti skyldu greiða hátt álag ofan á þá van­goldnu skatta sem þeir skyldu end­ur­greiða. Ef um meiri­háttar brot var að ræða þá var við­kom­andi einnig ákærður fyrir meiri háttar skatta­laga­brot, en við slíkum brotum liggur allt að sex ára fang­elsi.

Þegar Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn hefur kom­ist að nið­ur­stöðu þá þarf að falla dómur í Hæsta­rétti um sam­bæri­legt efni til að fram komi hver áhrif nið­ur­stöð­unnar verði á íslenska dóma­fram­kvæmd. Sá dómur verður í máli manns­ins sem rakið var hér að ofan. Þegar hann fellur þá mun liggja fyrir hvernig eigi að fara með stór­felld skatta­brota­mál.

Nálægt 100 málum slegið á frest

Dómur Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins í maí hafði veru­leg áhrif á fjöl­mörg mál sem eru til með­ferðar hjá emb­ætti Hér­aðs­sak­sókn­ara, sem fer með rann­sókn­ar- og ákæru­vald í málum sem þess­um. Þ.e. mál þar sem álagi hafði þegar verið beitt en til stóð að rann­saka, og sak­sækja, vegna brota á almennum hegn­ing­ar­lögum líka.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans eru þau mál sem slegið var á frest vegna dóms­ins nálægt 100. Um er að ræða mál sem eru í rann­sókn, sem eru að bíða eftir að kom­ast í rann­sókn og mál sem búið var að rann­saka, og jafn­vel ákæra í.

Fram­hald þeirra mála ætti að liggja fyrir þegar Hæsti­réttur kemst að nið­ur­stöðu sinni í máli manns­ins sem vantaldi fjár­magnstekjur upp á 87 millj­ónir króna á skatt­fram­tal­inu sínu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Diljá Ámundadóttir Zoega
Er menning ein af grunnþörfum mannsins?
Kjarninn 21. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fjölgun smita áhyggjuefni – fólk með einkenni gengur fyrir
Gríðarleg ásókn er í sýnatökur vegna kórónuveirunnar og biðlar landlæknir til þeirra sem eru einkennalausir að bóka ekki tíma. Þeir sem eru með einkenni verði að ganga fyrir.
Kjarninn 21. september 2020
Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, og Per Bolund, viðskipta- og húsnæðismálaráðherra, á kynningu frumvarpsins í morgun.
Norðurlöndin dæla peningum til að berjast gegn kórónukreppunni
Ríkisstjórnir Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs hafa tilkynnt miklar útgjaldaaukningar til að berjast gegn efnahagslegum áhrifum kórónuveirunnar á síðustu vikum.
Kjarninn 21. september 2020
Greindum smitum af kórónuveirunni hefur fjölgað umtalsvert síðustu daga.
Tæplega 200 smit á sex dögum
Í gær greindust þrjátíu ný tilfelli af COVID-19 hér á landi og hafa því 196 smit verið greind á sex dögum. Um helgina voru vínveitingastaðir á höfuðborgarsvæðinu lokaðir til að reyna að hægja á útbreiðslu faraldursins.
Kjarninn 21. september 2020
Björgólfur Thor Björgólfsson, eigandi Novator
Novator selur hlut sinn í Play
Fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar hefur ákveðið að selja fjarskiptafyrirtækið Play, sem félagið stofnaði árið 2005.
Kjarninn 21. september 2020
Fjölgun smita í Bretlandi er uggvænleg og stjórnvöld vilja bregðast við án þess að grípa til sömu hörðu aðgerðanna og gert var síðasta vetur.
„Við erum komin á hættuslóðir“
Fólk verður að fylgja reglunum, segja forsætis- og heilbrigðisráðherra Bretlands. Fólk verður skikkað í einangrun og sóttkví með lögum og brjóti það þau verður háum fjársektum beitt. Varnaðarorðin líkjast flóðbylgjuviðvörun í annarri bylgju faraldursins.
Kjarninn 21. september 2020
Kerfið á Vestfjörðum er viðkvæmt fyrir veðri og vindum.
Telur „jó-jó tímabili“ vegna Hvalárvirkjunar lokið
Vandamálin í raforkukerfinu á Vestfjörðum snúast ekki um orkuskort heldur afhendingaröryggi. Um þetta eru verkefnisstjóri hjá Landsneti og fulltrúi Jarðstrengja sammála. Sá síðarnefndi telur „jó-jó tímabili“ sem fylgdi Hvalárvirkjun lokið.
Kjarninn 21. september 2020
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Telur Reykjavíkurborg reyna að gera Sundabraut óarðbæra
Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir tímabært og mikilvægt að ráðast í samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar eigi enn eftir að skýrast hvernig 120 milljarða samgöngusáttmáli ríkis og sveitarfélaga verði fjármagnaður.
Kjarninn 20. september 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar