Lögðust gegn því að einungis eldri bændum yrði greitt fyrir að hætta

Í bréfi frá Landssamtökum sauðfjárbænda og Bændasamtökum Íslands var lagst gegn þeirri tillögu landbúnaðarráðherra að bjóða einungis bændum yfir 60 ára greiðslu fyrir að hætta búskap. Ekki mætti mismuna bændum eftir aldri.

Tillögur ráðherra ganga út á að fækka fé um 20 prósent.
Tillögur ráðherra ganga út á að fækka fé um 20 prósent.
Auglýsing

Lands­sam­tök sauð­fjár­bænda og Bænda­sam­tök Íslands lögð­ust gegn því að bændum yrði mis­munað eftir aldri í skrif­legum við­brögðum sínum við upp­runa­legum til­lögum Þor­gerðar Katrínar Gunn­ars­dótt­ur, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, við vanda sauð­fjár­bænda. Í þeim til­lögum var lagt til að bændum yfir 60 ára yrði boðin greiðsla gegn því að hætta búskap en að bændum undir sex­tugu myndu bjóð­ast aðrar leiðir til að takast á við vanda sinn.

Í bréfi sem sam­tökin skrif­uðu sam­an, og sendu til ráðu­neyt­is­ins 24. ágúst seg­ir: „Hug­myndum um að mis­muna bændum á grund­velli ald­urs eða bústærðar er alfarið hafn­að“.

Það hefur verið gagn­rýnt að til­lög­urnar hitti fyrst og síð­ast unga bændur fyr­ir. For­maður Lands­sam­taka slát­urs­leyf­is­hafa sagði það til að mynda áhyggju­efni að margir undir sauð­fjár­bændur sýndu því áhuga að hætta búskap gegn greiðslu frá rík­inu í fréttum RÚV í vik­unni. Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði síðan á Face­book í gær að til­lögur land­bún­að­ar­ráð­herra væru „til­­vilj­un­­ar­­kennt skot út í loftið og sýnir hve óvönduð vinn­u­brögðin eru. Skotið virð­ist hafa hitt unga bændur sem er ákkúrat það fólk sem við viljum ekki missa úr grein­inn­i.“

Auglýsing

Vildu ekki að bændum yrði mis­munað

Í upp­runa­legri til­lögu sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, sem kynnt var í rík­is­stjórn og fyrir atvinnu­vega­nefnd um miðjan ágúst, var lagt til að þær aðgerðir sem átti að ráð­ast í til að draga úr fram­leiðslu kinda­kjöts ættu að mið­ast að þeim bændum sem væru 60 ára og eldri. Í til­lög­un­um, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, kom fram að það ætti að gefa þeim bændum sem væru 60 ára og eldri kost á því að hætta sauð­fjár­fram­leiðslu en halda eftir 70 pró­sent af greiðslur sauð­fjár­samn­ings miðað við 2017 í fjögur ár. Auk þess ætti að leggja allt að 250 millj­ónir króna í sér­stakt slát­ur­á­lag á ær sem ætti að geta fækkað í stofn­inum um 50-60 þús­und ær, en þær eru í dag um 450 þús­und tals­ins.

Fyrir bændur yngri en 60 ára átti að ráð­ast í sér­tækar aðgerðir til að mæta kjara­skerð­ingu þeirra sem í fælist ekki greiðslur fyrir að bregða búi og hætta sauð­fjár­rækt.

Lands­sam­tök sauð­fjár­bænda og Bænda­sam­tök Íslands brugð­ust við þessum til­lögum með bréfi sem sent var á ráðu­neyt­is­stjóra í atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu, þar sem ráð­herra land­bún­að­ar­mála sit­ur, með bréfi sem var sent 24. ágúst. Kjarn­inn óskaði eftir því að fá afrit af skrif­legum sam­skiptum sam­tak­anna við ráðu­neytið á und­an­förnum vikum með vísun í upp­lýs­inga­lög. Eina gagnið sem Kjarn­inn fékk afhent var áður­nefnt svar­bréf. Þar segir m.a. að „Hug­myndum um að mis­muna bændum á grund­velli ald­urs eða bústærðar er alfarið hafn­að“. Í bréf­inu er einnig ítrekuð sú for­taks­lausa krafa sam­tak­anna að vanda sauð­fjár­bænda verði mætt „ann­ars vegar með upp­kaupum afurða á mark­aði eða hins vegar með sveiflu­jöfnun sem tryggir sam­eig­in­lega ábyrgð slát­ur­leyf­is­hafa“.

Til­lög­urnar kosta um 650 milj­ónir króna

Til­­lögur stjórn­­­valda vegna yfir­­stand­andi erf­ið­­leika í sauð­fjár­­­rækt munu kosta rík­­is­­sjóð um 650 millj­­ónir króna, komi þær til fram­­kvæmda. Sú greiðsla kemur til við­bótar þeim tæpu fimm millj­örðum króna sem fara í formi bein­greiðslna til sauð­fjár­bænda úr rík­is­sjóði árlega. Sam­­kvæmt þeim verður gripið til umfangs­­mik­illa aðgerða til að draga úr fram­­leiðslu kinda­kjöts og fækka um leið fé um 20 pró­­sent. Þeir bændur sem hætta sauð­fjár­­fram­­leiðslu munu geta haldið 90 pró­­sent af greiðslum sam­­kvæmt sauð­fjár­­­samn­ingi í fimm ár og gripið verður til sér­­tækra aðgerða til að draga úr yfir­­vof­andi kjara­skerð­ingu bænda. Á móti verður þess kraf­ist að búvöru­­samn­ingur sauð­fjár­­bænda, sem var und­ir­­rit­aður í fyrra og gildir til tíu ára, verði end­­ur­­skoð­að­­ur. Þor­­gerður Katrín lagði fram minn­is­­blað um til­­lög­­urnar í rík­­is­stjórn­­­ar­fundi 18. ágúst ­síð­­ast­lið­inn. Sama dag voru þær kynntar á hita­fundi í atvinn­u­­vega­­nefnd Alþing­­is. Í kjöl­farið ákvað rík­­is­­stjórnin að fela full­­trúum þriggja ráðu­­neyta að útfæra hug­­mynd­­irnar frekar, meðal ann­­ars í sam­ráði við for­ystu Bænda­­sam­­taka Íslands og Lands­­sam­­taka sauð­fjár­­bænda. Til­­lög­­urnar voru svo birtar opin­ber­­lega síð­ast­lið­inn mánu­dag.

Ítar­lega var fjallað um þær í síð­asta sjón­varps­þætti Kjarn­ans á Hring­braut, sem sýndur var á mið­viku­dag. Hægt er að sjá þátt­inn í heild sinni hér að neð­an.Meta tap sitt á 1,9 millj­­arða

Kjarn­inn greindi frá meg­in­­upp­i­­­stöð­unum í til­­lög­unum í frétta­­skýr­ingu í síð­­­ustu viku. Þar kom fram að þau útgjöld sem ríkið ætl­­aði að leggja út í til að mæta bráða­­vanda sauð­fjár­­bænda vegna þess að afurð­­ar­­stöðvar hafa til­­kynnt þeim að verð fyrir lamba­­kjöt muni lækka um 35 pró­­sent. Sú lækkun kemur ofan á tíu pró­­sent lækkun sem átti sér stað í fyrra. Ástæðan er offram­­leiðsla. Mun meira er fram­­leitt en eft­ir­­spurn er eft­­ir. Umfangið er talið vera um 1.200 tonn. Þetta leiðir til þess að laun sauð­fjár­­bænda stefna í að verða 56 pró­­sent lægri á þessu ári en í fyrra og nán­­ast öll sauð­fjárbú verða rekin með tapi. Sömu sögu er að segja með afurð­­ar­­stöðv­­­ar.

Nú liggur fyrir að ríkið ætlar sér að setja 650 millj­­ónir króna í aðgerðir sem eiga að mæta bráða­vand­­anum og vinna að lausnum sem eiga að tryggja að þessi staða komi ekki upp aft­­ur. Til­­lög­­urnar þarf að sam­­þykkja á auka­að­al­fundi Lands­­sam­­taka sauð­fjár­­bænda þar sem skil­yrði stjórn­­­valda fyrir fjár­­út­­lát­unum kalla á breyt­ingar á búvöru­­samn­ingi.

Þau útgjöld sem sam­­þykkt hefur verið að ráð­­ast í verða þó ekki nálægt þeim 1,9 millj­­­arði króna sem Lands­­­sam­tök sauð­fjár­­­bænda hafa sagt að þurfti til að bæta sauð­fjár­­­bændum upp tap þeirra vegna fram­­­leiðslu árs­ins 2017. Ekk­ert er um end­­ur­­upp­­­töku útflutn­ings­­skyldu í til­­lög­un­um, en háværar kröfur hafa verið um að slík verði tekin aftur upp. Útflutn­ings­­skyldan var aflögð fyrir nokkrum árum eftir að ríkið keypti hana af bænd­­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Daníelsson
Ósvífinn endurupptökudómur
Kjarninn 5. október 2022
Samkeppniseftirlitinu falið að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi
Matvælaráðuneytið mun fá skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi afhenta fyrir lok næsta árs. Þar verða eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið ákveðið umfang aflaheimilda úthlutað, og áhrifavald eigenda þeirra, kortlögð.
Kjarninn 5. október 2022
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 30. þáttur: „Hnattræni þróunariðnaðurinn er mjög yfirgrípandi hugtak yfir mjög fjölbreytilegan geira“
Kjarninn 5. október 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar