Grunaður um að hafa svikið út yfir hálfan milljarð úr United Silicon

Fyrrverandi forstjóri og stofnandi United Silicon er grunaður um að hafa falsað reikninga og náð þannig yfir hálfum milljarði króna út úr fyrirtækinu. Leit stendur yfir af eignum sem vonast er til að hægt verði að frysta.

Magnús Garðarsson
Auglýsing

Sú upp­hæð sem Magnús Garð­ars­son, fyrr­ver­andi for­stjóri og stofn­andi United Sil­icon, er grun­aður um að hafa svikið út úr fyr­ir­tæk­inu er yfir hálfur millj­arður króna. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans bár­ust United Sil­icon reikn­ingar sem sagðir voru vera frá fyr­ir­tæk­inu Tenova, sem fram­leiddi ljós­boga­ofn verk­smiðj­unn­ar. Þeir reikn­ingar voru greiddir en við end­ur­skipu­lagn­ingu United Sil­icon, sem nú stendur yfir, hafi komið í ljós að þeir væru alls ekki frá Tenova. Þess í stað hafi fjár­mun­irnir sem greiddir voru ratað inn á reikn­ing ann­ars félags. Stjórn United Sil­icon telur að Magnús Garð­ars­son hafi haft umsjón með því félagi.

­Stjórn United Sil­icon til­kynnti um það fyrr í dag það hún hefði í sam­ráði við lög­­­mann sinn og aðstoð­­ar­­mann í greiðslu­­stöðvun sent kæru til Emb­ættis hér­­aðs­sak­­sókn­­ara um mög­u­­lega refsi­verða hátt­­semi Magn­ús­ar. Í til­­kynn­ingu segir að kæran byggi á „ grun um stór­­felld auð­g­un­­ar­brot og skjala­fals allt frá árinu 2014 og er lögð fram í sam­ráði við aðra hags­muna­að­ila. Upp­­lýs­ing­­arnar sem nú koma fram eru afrakstur af vinnu við end­­ur­­skipu­lagn­ingu félags­­ins sem leidd hefur verið af nýrri stjórn sem tók við í febr­­ú­­ar. Hinn grun­aði hefur enga aðkomu haft að rekstri eða stjórnun félags­­ins síðan í mars. Stjórn félags­­ins mun vinna með yfir­­völdum að rann­­sókn máls­ins svo að upp­­lýsa megi það sem fyrst.“

Átt hefur verið við marga samn­inga

Heim­ildir Kjarn­ans herma að eign­ar­leit standi nú yfir bæði hér­lendis og í Dan­mörku. Finn­ist eignir mun verða farið fram á fryst­ingu þeirra. Lög­reglu­yf­ir­völd hafa umsjón með þeirri eign­ar­leit. Líkt og áður sagði er grunur um að Magnús hafi komið undan um hálfum millj­arði króna og að fjöl­margir samn­ingar sem gerðir hafa verið vegna United Sil­icon séu fals­að­ir.

Auglýsing
Samkvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans tók Arion banki, sá aðili sem á mest fjár­hags­lega undir í United Sil­icon, yfir hluta­bréf Magn­úsar í félag­inu á föstu­dag. Hann er nú, ásamt íslenskum líf­eyr­is­sjóðum sem fjár­festu í verk­efn­inu, stærsti eig­andi United Sil­icon.

Í greiðslu­stöðvun og skuldar millj­arða

United Sil­icon rekur kís­­­­il­­­­málm­­­­verk­smiðju í Helg­u­vík. Félagið óskaði eftir greiðslu­­­­stöðvun 14. ágúst síð­­­­ast­lið­inn. Ástæðan eru erf­ið­­­­leikar í rekstri kís­­­­il­­­­málm­­­­verk­smiðj­unni sem hóf fram­­­­leiðslu í nóv­­­­em­ber 2016, og rekja má til síend­­­­ur­­­­tek­inna bil­ana í bún­­­­aði sem hafa valdið félag­inu miklu tjóni. Nýfall­inn gerð­­­­ar­­­­dómur í deilu félags­­­­ins við ÍAV hf. eykur enn á óvissu félags­­­­ins. Sam­­­­kvæmt honum þarf United Sil­icon að greiða ÍAV um einn millj­­­­arð króna. Greiðslu­­­stöðvun fyr­ir­tæk­is­ins var fram­­­lengd í vik­unni og gildir nú fram í des­em­ber.

Á meðal hlut­hafa og lán­veit­enda þess eru Arion banki og íslenskir líf­eyr­is­­­­sjóð­­­­ir. Alls nam fjár­­­­­fest­ing líf­eyr­is­­­sjóða í verk­efn­inu um 2,2 millj­­­örðum króna. Þar af fjár­­­­­festu þrír líf­eyr­is­­­sjóðir sem eru í stýr­ingu hjá Arion banka í verk­efn­inu fyrir .1375 millj­­­ónir króna. Frjálsi líf­eyr­is­­­sjóð­­­ur­inn lagði til langstærstan hluta þeirrar upp­­­hæð­­­ar, eða 1.178 millj­­­ónir króna. Hinir tveir sjóð­irnir eru Eft­ir­­­launa­­­sjóður félags íslenskra atvinn­u­flug­­­manna (EFÍA) og Líf­eyr­is­­­sjóð starfs­­­manna Bún­­­að­­­ar­­­banka Íslands (LSBÍ). Arion banki rekur alla sjóð­ina þrjá, starfs­­­fólk bank­ans gegnir stjórn­­­un­­­ar­­­stöðum í þeim og þeir eru til húsa í höf­uð­­­stöðvum hans í Borg­­­ar­­­túni.

Alls skuldar United Sil­icon Arion banka um átta millj­­arða króna. Auk þess færði bank­inn niður virði 16,3 pró­senta hluta­fjár­eign sinnar í fyr­ir­tæk­inu í hálfs­árs­upp­gjöri sínu í síð­asta mán­uði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Ekki búið að taka ákvörðun um rannsókn á yfirráðum Samherja yfir Síldarvinnslunni
Virði hlutabréfa í Síldarvinnslunni hefur aukist um 50 milljarða króna frá skráningu og um 30 prósent á síðustu vikum. Rúmur helmingur hlutafjár er í eigu Samherja og félaga sem frummat sýndi að færu með sameiginleg yfirráð í Síldarvinnslunni.
Kjarninn 19. október 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar