Forsetakosningar í Keníu dæmdar ógildar

Hæstiréttur Keníu úrskurðaði þann 1. september nýafstaðnar forsetakosningar í landinu ógildar. Skiptar skoðanir eru um forsendur og afleiðingar úrskurðarins en er hann talinn ummerki um styrkingu lýðræðis og sjálfstæði dómstóla í landinu.

Uhuru Kenyatta, sitjandi forseti, hefur hafið kosningabaráttu sína að nýju.
Uhuru Kenyatta, sitjandi forseti, hefur hafið kosningabaráttu sína að nýju.
Auglýsing

Ofbeldi og átök ein­kenndu eft­ir­mála for­seta­kosn­inga í land­inu árið 2007-2008 og var búist við því að það sama gæti orðið uppi á ten­ingnum í ár eftir að fyrstu tölur gáfu til kynna að hinn sitj­andi for­set­i, Uhuru Kenyatta, hefði borið sigur úr být­u­m. Kenyatta, sem var end­an­lega sýkn­aður í Alþjóða saka­mála­dóm­stólnum (ICC) í Haag árið 2015 af ákæru um að hafa átt hlut í að kynda undir ofbeldi í kjöl­far kosn­ing­anna árið 2007, virt­ist hafa unnið þægi­legan sigur í for­seta­kosn­ing­unum og tjáðu bæði inn­lendir og erlendir kosn­inga­eft­ir­lits­menn að kosn­ing­arnar hefðu verið frjálsar og rétt­mæt­ar. Engu var til sparað í skipu­lagi kosn­ing­anna en þær kost­uðu um einn millj­arð banda­ríkja­dala og eru því meðal dýr­ustu kosn­ingum sem fram­kvæmdar hafa ver­ið, ekki bara í Afr­íku heldur í heim­inum öllum þegar miðað er við höfða­tölu.

For­seta­fram­bjóð­end­urnir tveir koma báðir úr póli­tískri elítu lands­ins en flokkar þeirra tveggja, Jubilee-­flokk­ur Kenyatta og Nasa-­flokk­ur Odinga, eru oft kenndir við þjóð­flokka. Kosn­inga­mynstur í land­inu fer oft á tíðum eftir þjóð­flokkslínum og hefur Luo-­þjóð­flokk­ur Odinga stundum upp­lifað að vera jað­ar­settur af Kiku­yu-­þjóð­flokki Kenyatta sem hefur verið við völd lengi.

Sjálf­stæði dóm­stóla

Þó svo að það hafi ekki komið á óvart að for­seta­fram­bjóð­and­inn Raila Odinga, sem laut einnig í lægri hlut bæði í kosn­ing­unum 2007 og 2013, hafði áfrýjað nið­ur­stöður kosn­ing­anna til hæsta­réttar kom það sem þruma úr heið­skíru lofti að hæsti­réttur hefði, með fjórum atkvæðum gegn tveim­ur, ákveðið að dæma nið­ur­stöð­urnar ógildar og boða til nýrra kosn­inga innan sex­tíu daga.

Auglýsing

Í úrskurð­i hæsta­rétt­ar sagði að kosn­inga­eft­ir­lits­nefnd Keníu hefði mis­tek­ist að fram­kvæma for­seta­kosn­ing­arnar sam­kvæmt ákvæðum stjórn­ar­skrár lands­ins. Hæsti­réttur kenndi hins vegar ekki Kenyatta um að hafa haft áhrif á fram­kvæmd kosn­ing­ar­innar né sam­þykkti hann gagn­rýni Odinga um að hið raf­ræna kosn­inga­kerfi í land­inu hefði verið „hakk­að“. Þó svo að ­eft­ir­lits­menn til­kynntu að kosn­ing­arn­ar hefð­u verið frjálsar og rétt­mætar voru ýmsir van­kantar við fram­kvæmd þeirra; einna helst olli það áhyggjum þeg­ar Chris Msando, yfir­maður upp­lýs­inga­deildar kosn­inga­eft­ir­lits­nefnd­ar­inn­ar, fannst myrtur í útjaðri Naíróbí í lok júlí.

Raila Odinga, sem laut í lægri hlut bæði í forsetakosningunum 2007 og 2013, kærði niðurstöðu síðustu kosninga, sem hann tapaði líka. MYND: EPABoðað hefur verið til nýrra kosn­inga þann 17. októ­ber en Odinga hefur kraf­ist þess að sex hátt­settir starfs­menn kosn­inga­eft­ir­lits­nefnd­ar­innar verði reknir áður en nýjar kosn­ingar geti átt sér stað. Aðilar úr rík­is­stjórn Kenyatta hafa sagst muna koma í veg fyrir að starfs­mönnum nefnd­ar­innar verði vikið úr emb­ætti enda hef­ur Kenyatta sjálfur gefið sterkt til kynna að hann sé ósam­mála úrskurð­inum þrátt fyrir að hann muni virða ákvörð­un­ina.

Ummerki um sterkara lýð­ræði

Ákvörðun hæsta­réttar Keníu hefur verið túlkuð sem merki um það að stofn­ana­kerfi lands­ins sé að efl­ast og megi líta á hana sem sögu­lega stund í lýð­ræð­is­sögu lands­ins. Þetta er í fyrsta sinn í Afr­íku að hæsti­réttur dæmi ógilt end­ur­kjör sitj­andi for­seta og má setja ákvörð­un­ina í sam­hengi við lýð­ræð­is­lega þróun fjöl­margra landa í álf­unn­i. Stjórn­ar­and­stöðu­flokkar hafa sigrað í kosn­ingum á síð­ustu fimm árum í Níger­íu, Gana, Gambíu og Senegal, en það gæti verið til marks um auknar vænt­ingar til póli­tískra breyt­inga. 

For­setar Keníu hafa frá því að landið fékk sjálf­stæði, eins og víðs­vegar ann­ars staðar í álf­unni, átt það sam­eig­in­legt að sitja lengi í emb­ætti, þar á meðal var fað­ir Uhuru KenyattaJomo Kenyatta, sem varð fyrsti for­seti lands­ins árið 1964 og gegndi því emb­ætti þar til árs­ins 1978. Þó svo að úrskurður hæsta­réttar lands­ins leiði ekki endi­lega til þess að valda­tíð Kenyatta hins yngri líði undir lok – búist er við því að hann beri sigur af hólmi í kosn­ing­unum í októ­ber – og þrátt fyrir þann umtals­verða kostnað sem felst í því að halda nýjar kosn­ingar ásamt þeim efna­hags­lega ófyr­ir­sjá­an­leika sem fylgir skorti á póli­tískri ­for­ystu, þá gæti úrskurð­ur­inn leitt til auk­ins traust almenn­ings á kerf­inu til lengri tíma litið og styrkt þá við­leitni að kosn­ingar í land­inu séu almennt frjáls­ar. Sjálf­stæði dóm­stóla er lyk­il­at­riði í skil­virkni lýð­ræð­is­legs stofn­ana­kerfis og þá sér­stak­lega í löndum þar sem fram­kvæmd­ar­valdið er öfl­ugt. Þróun mála í Keníu á síð­ustu vikum og vel heppn­aðar kosn­ingar í októ­ber gæti orðið mikil efl­ing fyrir lýð­ræði í land­inu og eflt enn frekar vænt­ingar kjós­enda til póli­tískra leið­toga víðs veg­ar í álf­unni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnOddur Stefánsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar