Rússneski björninn brýnir klærnar

Eftir nokkra daga hefjast fjölmennar heræfingar Rússa, með þátttöku Hvít- Rússa. Hernaðarsérfræðingar telja að allt að 100 þúsund manns taki þátt í æfingunum en Rússar segja þátttakendur tæplega 13 þúsund.

Rússar héldu sýningu á herföngum sínum í St. Pétursborg í síðustu viku, í aðdraganda heræfingarinnar.
Rússar héldu sýningu á herföngum sínum í St. Pétursborg í síðustu viku, í aðdraganda heræfingarinnar.
Auglýsing

Her­æf­ingar Rússa við landa­mæri Eist­lands, Lett­lands, Lit­há­ens, Pól­lands og Finn­lands, sem ganga undir nafn­inu Zapad 2017 (Vestur 2017) munu hefj­ast 14. sept­em­ber næst­kom­andi. Slíkar æfingar fara fram á fjög­urra ára fresti en þær sem núna eru að hefj­ast verða þær fjöl­menn­ustu sem haldnar hafa ver­ið. Sam­kvæmt reglum Örygg­is- og Sam­vinnu­stofn­unar Evr­ópu ber Rússum að leyfa erlendum eft­ir­lits­mönnum að fylgj­ast með æfingum af þessu tagi ef þátt­tak­endur í æfing­unum eru fleiri en 13 þús­und. Rússar segja að 5500 rúss­neskir her­menn og 7200 her­menn frá Hvíta- Rúss­landi taki þátt í æfing­un­um. Evr­ópskir og banda­rískir hern­að­ar­sér­fræð­ingar segja að þátt­tak­endur verði marg­falt fleiri, allt að 100 þús­und manns, talan sem Rússar gefi upp sé ein­göngu til að sleppa við eft­ir­lits­menn­ina. Hjá Rússum sé það nán­ast hefð, við þessar æfing­ar, að gefa upp tölur sem séu víðs fjarri sann­leik­an­um. Þeir hafa hins vegar boðið full­trúum nokk­urra landa að fylgj­ast með æfing­un­um, sem áhorf­endur en ekki eft­ir­lits­menn. Þessir boðs­gestir fá ein­ungis að fylgj­ast með æfing­unum eina dag­stund.

Ögrun

Nágrönnum Rússa, einkum íbúum Eystra­salts­land­anna þriggja, Eist­lands, Lett­lands og Lit­há­en, og sömu­leiðis Pól­verj­um, stendur stuggur af þessum æfingum Rússa. Það gildir líka um íbúa Úkra­ínu sem á landa­mæri að Rúss­landi og Hvíta- Rúss­landi, þeir muna vel að átökin í Aust­ur- Úkra­ínu og inn­limun Rússa á svæð­inu árið 2014 hófust með því sem Rússar köll­uðu „her­æf­ing­u“. Evr­ópskir hern­að­ar­sér­fræð­ingar telja að nú vaki fyrst og fremst fyrir Rússum að vekja ótta og ugg og ekki síður að sýna Banda­ríkja­mönnum og öðrum NATO ríkjum klærn­ar.  Það hafi þeim reyndar tekist, segja sér­fræð­ing­arn­ir. 

Kín­versk her­skip æfðu með Rússum

Þótt her­æf­ing­arn­ar Zapad 2017 hefj­ist ekki form­lega fyrr en 14. sept­em­ber eru þær í raun löngu hafn­ar. Í júlí­mán­uði héldu rúss­neski sjó­her­inn og þrjú kín­versk her­skip sam­eig­in­legar her­æf­ingar á Eystra­salti. Sigl­ing kín­versku her­skip­anna um danskt haf­svæði vakti tals­verða athygli en sam­kvæmt alþjóða­samn­ingum var ekk­ert sem hindr­aði ferðir skip­anna. Rússar hafa áður tekið þátt í svip­uðum her­æf­ingum á kín­versku haf­svæð­i. 

heræfingar-rússa-sept2017.png heræfing grafík rússland 2017Þótt ekki sé um eig­in­lega hern­að­ar­sam­vinnu Rússa og Kín­verja að ræða eru þessar sam­eig­in­legu her­æf­ingar tákn­ræn­ar, segja hern­að­ar­sér­fræð­ing­ar. Í ágúst var rúss­neski flot­inn með umfangs­miklar æfingar á Norð­ur­svæð­inu , norðan við Mur­m­ansk, það var einnig  eins­konar upp­hitun fyr­ir Zapad 2017. 

Verj­ast árásum nágrann­anna 

Þótt her­æf­ing­arnar hafi ekki sér­stakan tit­il, annan en Zapad 2017, er við­fangs­efnið svið­setn­ing á upp­reisn „öfga­manna“ sem fá stuðn­ing tveggja „vest­rænna nágranna­ríkja“. Þau eru ekki nafn­greind en miðað við kort er þar um að ræða Pól­land og Lit­há­en, fjöl­menn­ustu æfing­arnar verða syðst í Hvíta- Rúss­landi, við borg­ina Brest. Svið­setn­ing Zapad æf­ing­anna gengur alltaf út á að Rúss­land sé í vörn og bregð­ist við. „Þetta kemur ekki sér­stak­lega á óvart“ segja hern­að­ar­sér­fræð­ing­ar. Þetta kemur heim og saman við þau við­horf Kreml­verja að NATO sé ógn­in. Til­gang­ur­inn með Zapad 2017 sé að sýna NATO ríkj­unum fram á að Eystra­salt sé ekki yfir­ráða­svæði þeirra, það sé alþjóða­svæði. 

Aur­ora 2017

Zapad 2017 eru ekki einu her­æf­ing­arnar sem haldnar eru í sept­em­ber. Á morgun (11. sept­em­ber) hefj­ast í Sví­þjóð fjöl­menn­ustu her­æf­ingar sem þar hafa verið haldnar um langt skeið, Aur­ora 2017. Um 20 þús­und Svíar taka þátt í æfing­unum auk her­manna frá nokkrum NATO ríkj­um.  Sænski varn­ar­mála­ráð­herrann, Pet­er Hultqvist, sagði í við­tali við danska dag­blað­ið Berl­ingske að þessi sam­vinna væri ekki tákn um að Svíar væru að íhuga aðild að NATO. Pet­er Hultqvist sagði ekk­ert laun­ung­ar­mál að Svíum stæði stuggur af síauknu hern­að­ar­brölti og ögrunum Rússa. Það segir sína sögu að fyrir nokkrum árum hefði það verið óhugs­andi að her­ir NATO ríkja tækju þátt í sænskum her­æf­ingum en breyttar aðstæður valda því að Svíar leita auk­innar sam­vinnu við vina­þjóð­irnar í NATO.

Auglýsing

Stór­aukin sam­vinna Svía og Dana 

Claus Hjort Frederik­sen varn­ar­mála­ráð­herra Dana var fyrir nokkrum dögum í heim­sókn hjá sænska varn­ar­mála­ráð­herr­an­um. Fund­ar­efnið var aukin sam­vinna á hern­að­ar­svið­inu en ráð­herr­arnir vildu lítið segja að fund­inum loknum annað en að þeir væru sam­mála um að auka hern­að­ar­sam­vinn­una, það kæmi báðum þjóðum vel. Emb­ætt­is­maður í sænska varn­ar­mála­ráðu­neyt­inu sagði dönskum blaða­mönnum sem fylgd­ust með heim­sókn­inni að Svíar hefðu mun meiri áhyggjur af auknum hern­að­ar­um­svifum Rússa en aðrar þjóð­ir. 

Svíar inn­leiða her­skyld­una á ný

Frá og með næstu ára­mótum verður her­skylda tekin upp á nýjan leik í Sví­þjóð, hún var aflögð „sett í hvíld“ einsog það var kallað árið 2010. Eftir breyt­ing­una skráðu mun færri sig í her­inn en varn­ar­mála­ráðu­neytið hafði reiknað með, afleið­ingin er sú að nú vantar her­menn og því var brugðið á það ráð að inn­leiða her­skyld­una á nýjan leik. Sví­ar, jafnt karlar sem kon­ur, sem fæddir eru árið 1999 eða 2000, fá á næstu vikum til­kynn­ingu varð­andi her­skyld­una og her­inn býr sig undir að á næstu tveimur árum muni að minnsta kosti fjögur þús­und, hvort ár, fá þjálfun í her­mennsku. Gert er ráð fyrir að þjálfunin standi í upp und­ir­ eitt ár. Áður­nefndur emb­ætt­is­maður í sænska varn­ar­mála­ráðu­neyt­inu sagði að þetta væri ekki nein óska staða en hins vegar brýn nauð­syn. 

Auka útgjöld til her­mála

Aukin hern­að­ar­um­svif Svía kalla á aukin útgjöld sænska rík­is­ins. Í síð­asta mán­uði ákvað sænska rík­is­stjórn­in, í sam­vinnu  við fleiri flokka á sænska þing­inu, að á næstu þremur árum, 2018 – 2020 skyldu útgjöld rík­is­ins sam­tals aukin um 8.1 millj­arð króna (109 millj­arða íslenska). Þessi útgjalda­aukn­ing er fyrst og fremst til­komin vegna fjölg­unar í sænska her­lið­inu en í umræðum í sænska þing­inu kom fram að stór hluti tækja­kosts sænska hers­ins er orð­inn gam­all og þarfn­ast end­ur­nýj­un­ar. Við­bót­ar­fjár­veit­ing­arnar sem þingið ákvað í síð­asta mán­uði duga hins vegar ekki til slík­s.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar