Sparibaukurinn í útrýmingarhættu

Plastkort hafa komið í stað sparibauka og sparnaðurinn er orðinn að tölum á blaði í stað seðla og smámyntar. Borgþór Arngrímsson kannar hvað hafi orðið um sparibaukinn og hvað tapast með útrýmingu hans.

business-money-pink-coins.jpg
Auglýsing

Útrým­ing­ar­hætta er orð sem alloft sést og heyr­ist í fjöl­miðl­um. Iðu­lega er þá verið að segja frá dýra­teg­undum sem eiga í vök að verj­ast vegna aðgangs­hörku manns­ins eða breyttum aðstæðum í umhverf­inu. En það er fleira sem hverfur vegna breyttra aðstæðna. Spari­bauk­ur­inn er dæmi um slíkt.

Óhætt er að full­yrða að nær öll börn í okkar heims­hluta, og reyndar víð­ar, hafi átt spari­bauk. Allur gangur hefur hins­vegar verið á því hversu vel hefur gengið að safna í bauk­inn. Á árum áður mátti iðu­lega í dag­blöðum og tíma­ritum sjá myndir af stoltum börnum sem voru komin í bank­ann til að tæma bauk­inn og pen­ing­arnir settir á bók til varð­veislu eða gefnir til góðra verk­efna. Þetta var á þeim árum þegar pen­ingar voru pen­ingar en ekki plast­kort. Á síð­ustu árum hefur verið hart sótt að pen­ing­un­um, það er að segja seðlum og mynt. Þetta eru ekki góð tíð­indi fyrir spari­bauk­ana.

Spari­grís – Spari­baukur

Það kannast kannki einhverjir Íslendingar við sparibaukinn góða sem brá sér í líki póstkassa.Eins og allir vita eru til ótelj­andi útgáfur af því sem við Íslend­ingar köllum ýmist spari­bauk eða spari­grís, hið fyrr­nefnda algeng­ara í dag­legu tali. Hlut­verkið er alltaf hið sama: að geyma pen­inga, seðla og mynt. Þessi söfn­unar­í­lát geta verið lítil eða stór, gerð úr plasti, málmi, leir, postu­líni, gúmmíi og tré svo eitt­hvað sé nefnt. Útlitið er líka marg­vís­legt: fugl, kýr, stíg­vél, póst­kassi, hús, bíll, mat­ar­brauð, hattur o.fl o.fl. Og svo auð­vitað grís. Grís? Af hverju grís og af hverju skyldi hann vera tákn sparn­að­ar?

Pygg – Pig bank – Piggy bank – Spari­grís

Vitað er að um margra alda skeið, kannski tvö þús­und ár eða lengur hafa verið til ein­hvers­konar spari­bauk­ar. Minni vit­neskja liggur fyrir um ástæður þess að grís­inn varð eins­konar tákn­mynd geymslu­í­lát­anna. Grís­inn var fyrr á öldum í upp­á­haldi hjá fátækum bændum í Evr­ópu, grís­inn vex hratt og gefur af sér mikið kjöt, kannski er það skýr­ing­in. Í Kína hefur grís­inn verið tákn vel­meg­unar og ríki­dæm­is, ekki er bein­línis vitað hvers vegna.

Auglýsing

Ein hug­mynd um upp­runa spari­gríss­ins er sú að á mið­öldum var tals­vert um að fólk not­aði leir­bauka til að geyma pen­inga í. Ein leir­teg­und sem mikið var notuð í þessu skyni kall­að­ist „pygg“. Í banda­rískri bók „The Book of Answers“ (höf. Carol Bolt) er sett fram sú til­gáta að „pygg“ hafi svo breyst í „pig bank“ og enn síðar í „piggy bank“ eins og spari­bauk­ur­inn er nefndur á ensku. Svín hafa ekki verið hluti hefð­bund­ins búpen­ings íslenskra bænda og þess vegna kannski bauks­heitið Íslend­ingum tamara. En nú á spari­bauk­ur­inn, eða grís­inn, í vök að verj­ast og ekki sjálf­gefið að hann standi á borð­inu í her­bergjum barn­anna, og þyng­ist smám sam­an.

Plast­kortin og sím­arnir koma í stað pen­ing­anna

Á und­an­förnum tveimur ára­tugum eða svo hefur orðið mikil breyt­ing í því sem kalla má greiðslu­fyr­ir­komu­lag. Áður gekk fólk með seðla­veski (sem voru vin­sælar ferm­ing­ar­gjafir) og buddu. Svo komu plast­kortin og þau hafa hægt og hægt rutt seðlum og mynt til hlið­ar. Hægt og hægt er kannski ekki rétta lýs­ingin því þessi breyt­ing hefur í raun gerst á ótrú­lega skömmum tíma og er ekki lok­ið. Margir muna að þegar greiðslu­kortin komu fram varð kor­t­eig­and­inn að skrifa undir í hvert skipti sem hann innti greiðslu af hendi, svo komu hin svo­nefndu PIN-­númer og í dag er nóg að bera kortið upp að eins­konar skynjara til að borga ef um er að ræða lágar upp­hæð­ir. Sím­inn er svo nýjasta greiðslu­tæk­ið.

Síminn og plastkorin hafa tekið við af seðlum og smámyntum.

Þessar breyt­ingar sem hér er lýst hafa gert það að verkum að notkun hefð­bund­inna pen­inga, seðlum og mynt, hefur snar­minnk­að. Í nýlegri könnun eins af dönsku dag­blað­anna kom fram að þrír af hverjum fjórum sem spurðir voru sögð­ust aldrei ganga með reiðufé á sér og flestir þeirra sem á annað borð voru með pen­inga í budd­unni sögð­ust aldrei nota þá, það væri fyrst og fremst vani að vera með seðla í vesk­inu. Nokkuð er líka farið að bera á því í mörgum lönd­um, einkum í Evr­ópu, að versl­anir og þjón­ustu­fyr­ir­tæki taki hrein­lega ekki við reiðu­fé. Kaup­menn rök­styðja þetta með því að mik­ill kostn­aður fylgi því því að vera að ves­en­ast með (jafn­vel skítuga) seðla og smá­pen­inga, fyrir utan að ekki er hægt að ræna „kass­an­um“ þar sem eng­inn „kassi“ er. Og er þetta ekki bara gott og bless­að? Jú, myndi margur segja. En, eins og stundum er sagt „engin er rós án þyrna“ og ef spari­bauk­arn­ir, tala nú ekki um spari­grís­irn­ir, mættu mæla tækju þeir ekki undir með já fólk­inu. Þetta ógnar nefni­lega til­veru þeirra. Amma og afi og frænka og frændi spari­bauks­eig­and­ans eru hrein­lega ekki með neina pen­inga í vös­unum til að láta detta í bauk­inn þegar þau koma í heim­sókn. Eng­inn amma og eng­inn afi segir við barna­barnið „ég milli­færi svo­lítið inn á banka­bók­ina þína þegar ég kem heim“. En það er líka annað varð­andi spari­bauk­ana.

Spari­bauk­ur­inn er kennslu­tæki

Flest­ir, og það gildir bæði um börn og full­orðna, líta kannski ekki á spari­b­auk­inn sem kennslu­tæki í efna­hags­málum og með­ferð fjár­muna. Í nýlegri umfjöllun danska dag­blaðs­ins Bör­sen voru þrír sér­fræð­ingar sem blaðið ræddi við sam­mála um að spari­bauk­ur­inn hefði í ára­tugi verið það verk­færi sem kennt hefði börnum sam­hengið milli tekna og gjalda, ef svo mætti að orði kom­ast. Sér­fræð­ing­arnir bentu á að börn skildu vel að tómur spari­baukur þýddi að engir pen­ingar væru til en inni­stæðu­laust greiðslu­kort segði hvorki eitt né neitt. Bankar og spari­sjóðir hafa reynt að mæta þess­ari breyt­ingu með eins konar raf­rænum spari­baukum en áður­nefndir við­mæl­endur Bör­sen voru sam­mála um að þeir kæmu ekki, að minnsta kosti enn, í stað hinna hefð­bundnu spari­bauka. Danskir stærð­fræði­kenn­arar hafa bent á að pen­ingar hafi gegnum tíð­ina verið mik­il­vægt kennslu­tæki, börn eigi mun auð­veld­ara með að læra leynd­ar­dóma stærð­fræð­innar þegar þau hafa hlut­ina (pen­ing­ana) í hönd­unum en ekki bara tölur á blaði. Einn kenn­ari orð­aði það svo „ef pen­ing­arnir hverfa verðum við bara að treysta á Mata­dor-­spil­ið“.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar