Hástökk Sigmundar Davíðs í kosningaspánni

Tveir flokkar njóta mests stuðnings í aðdraganda kosninganna. Framboð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar mælist í fyrsta sinn í kosningaspánni.

Stuðn­ingur við íslenska stjórn­mála­flokka hverf­ist nú að mestu leyti um tvo flokka. Það eru Vinstri hreyf­ingin - grænt fram­boð og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn. Þessir flokkar hafa sögu­lega stillt sér upp hver á sinn end­ann í hefð­bundnum íslenskum stjórn­mál­um.

Nýjasta kosn­inga­spá­in, sem unnin er af Baldri Héð­ins­syni stærð­fræð­ingi og Kjarn­an­um, sýnir Vinstri græna vera enn stærsta stjórn­mála­aflið í aðdrag­anda kosn­ing­anna 28. októ­ber næst­kom­andi með 24,3 pró­sent fylgi. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn tapar heilu pró­sentu­stigi á milli kosn­inga­spáa og er nú með 23 pró­sent fylgi.

Aðrir flokkar reikn­ast með minna en 10 pró­sent stuðn­ing, fyrir utan Pírata sem myndu fá um 10,9 pró­sent atkvæða ef kosið væri nú. Íslenska stjórn­mála­lands­lagið virð­ist þess vegna hverf­ast að miklu leyti um tvo turna.

Stuðningur við framboð 29. september 2017

Mældur stuðningur við stjórnmálaflokka sem bjóða fram í Alþingiskosningunum næstkomandi, miðað við kosningaspána.

Ef úrslit kosn­inga verða í ein­hverri lík­ingu við þetta þá er ljóst að rík­is­stjórn­ar­myndun mun að miklu leyti stjórn­ast af því hversu vel Katrín Jak­obs­dóttir og Bjarni Bene­dikts­son tekst að sann­færa aðra flokka um sam­starf við sig.

Rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir Við­reisn og Björt fram­tíð eiga jafn­framt hættu á að ná ekki kjöri ef fram heldur sem horf­ir. Í síð­ustu kosn­inga­spám hafa þessir flokkar mælst með lít­inn stuðn­ing. Við­reisn mælist ítrekað með litlu meira en fimm pró­sent og Björt fram­tíð er ávalt minnstur þeirra flokka sem mæl­ast með nægi­legt fylgi til þess að kom­ast að í kosn­inga­spánni.

Það er ágæt þum­al­putta­regla að miða við að flokkur þurfi að fá fimm pró­sent atkvæða í kosn­ingum á lands­vísu til þess að ná kjöri. Það gæti hins vegar verið svo að flokkur fái mun meira fylgi í einu kjör­dæmi umfram önnur og náð kjöri þannig, þrátt fyrir lítið fylgi á lands­vísu.

Þróun stuðnings við stjórnmálaflokka í kosningaspánni

Mældur stuðningur við stjórnmálaflokka sem bjóða fram í Alþingiskosningunum næstkomandi, miðað við kosningaspána.

A B C D F M P S V Aðrir

Sam­fylk­ingin er eini flokk­ur­inn sem bætir við sig í kosn­inga­spánni frá fyrri spá, fer upp um 0,5 pró­sent. Fram­boð Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar verður þó að telj­ast mesti hástökkvar­inn í þess­ari kosn­inga­spá því fram­boð hans (sem hafði ekki fengið nafn þegar nýjasta könn­unin í kosn­inga­spánni var gerð) mælist með 7,1 pró­sent stuðn­ing. Allir flokkar utan Sam­fylk­ing­ar­innar minnka við þetta hástökk Sig­mundar Dav­íðs.

Þess ber þó að geta að mæl­ingin á stuðn­ingi við Mið­flokk­inn, fram­boð Sig­mundar Dav­íðs, er óáreið­an­leg­asta mæl­ingin í kosn­inga­spánni. Aðeins ein könnun býr að baki þeim gagna­punkti sem birt­ist hér, miðað við fjórar kann­anir sem sýna fylgi ann­arra fram­boða. Aðeins tím­inn – og fleiri kann­anir – munu færa fylgi Sig­mundar Dav­íðs meira vægi í kosn­inga­spánni.

Þær kann­anir sem liggja til grund­vallar nýj­ustu kosn­inga­spánni (gerð 29. sept­em­ber 2017) eru eft­ir­far­andi.

  • Skoð­ana­könnun MMR 26. – 28. sept­em­ber (vægi 37,7%)
  • Þjóð­mála­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar HÍ fyrir Morg­un­blaðið 19. – 21. sept­em­ber (vægi 26,9%)
  • Skoð­ana­könnun Frétta­blaðs­ins, Stöðvar 2 og Vísis 18. sept­em­ber (vægi 18,8%)
  • Þjóð­ar­púls Gallup 10. – 30. ágúst (vægi 16,5%)

Hvað er kosn­­inga­­spá­in?

Fyrir hverjar kosn­ingar um allan heim birta fjöl­miðlar gríð­ar­legt magn af upp­lýs­ing­um. Þessar upp­lýs­ingar eru oftar en ekki töl­fræði­leg­ar, byggðar á skoð­ana­könn­unum þar sem fólk hefur verið spurt hvernig það upp­lifir stjórn­málin og hvað það getur ímyndað sér að kjósa. Stjórn­mála­fræð­ingar og fjöl­miðlar kepp­ast svo við að túlka nið­ur­stöð­urnar og veita almenn­ingi enn meiri upp­lýs­ingar um stöð­una í heimi stjórn­mál­anna.

Allar þessar kann­anir og allar mögu­legar túlk­anir á nið­ur­stöðum þeirra kunna að vera rugl­andi fyrir hinn almenna neyt­anda. Einn kannar skoð­anir fólks yfir ákveðið tíma­bil og annar kannar sömu skoð­anir á öðrum tíma og með öðrum aðferð­um. Hvor könn­unin er nákvæm­ari? Hverri skal treysta bet­ur? Svarið er oftar en ekki óljóst því vand­inn er að hinn almenni kjós­andi hefur ekki for­sendur til að meta áreið­an­leika hverrar könn­un­ar.

Þar kemur kosn­inga­spáin til sög­unn­ar.

Kosn­­­inga­­­spálíkan Bald­­­urs Héð­ins­­­sonar miðar að því að setja upp­­­lýs­ing­­­arnar sem skoð­ana­kann­­­anir veita í sam­hengi. Fyr­ir­liggj­andi skoð­ana­kann­­­anir eru teknar saman og þeim gefið vægi til þess að spá fyrir um úrslit kosn­­­inga. Nið­ur­stöður spálík­ans­ins eru svo birtar hér á Kjarn­anum reglu­lega í aðdrag­anda kosn­inga.

Til útskýr­ingar má segja að vægi kann­ana er gefið eftir því hversu næmur könn­un­ar­að­il­inn og aðferðir hans eru á raun­veru­legar hreyf­ingar í sam­fé­lag­inu. Kosn­ingar eru auð­vitað eini mæli­kvarð­inn á það hversu vel könn­un­ar­að­ilum tekst upp svo miðað er við sögu­leg gögn og þau borin saman við kosn­inga­úr­slit til að ákvarða áreið­an­leika. Þá skiptir máli hversu langt er liðið síðan könn­unin var gerð og hversu margir tóku þátt í henni.

Kjarn­inn birti Kosn­­­inga­­­spá Bald­­­urs fyrst í aðdrag­anda sveit­­­ar­­­stjórn­­­­­ar­­­kosn­­­ing­­a 2014 og reynd­ist sú til­­­raun vel. Á vefnum kosn­­­inga­­­spá.is má lesa nið­­­ur­­­stöður þeirrar spár og hvernig vægi kann­ana var í takt við frá­­­vik kann­ana miðað við kosn­­­inga­úr­slit­in.

Kosn­­­inga­­­spá Kjarn­ans og Bald­­­urs Héð­ins­­­sonar er nú keyrð í aðdrag­anda Alþing­is­kosn­inga 28. októ­ber í annað sinn. Kosn­inga­spáin fékk mikla athygli fyrir síð­ustu Alþing­is­kosn­ingar 2016, ekki síst fyrir þing­sæta­spána þar sem spáð var um hvaða fram­bjóð­endur myndu ná kjöri. Nánar um það hér að neð­an.

Í nýj­­­ustu kosn­­­inga­­­spánni hverju sinni eru nýj­ustu kann­anir könn­un­ar­að­ila vegnar eftir áreið­an­leika. Fylgi ein­stakra fram­boða er svo fundið með vegnu með­al­tali úr þeim könn­unum sem liggja til grund­vallar hverri spá fyrir sig. Spálíkanið sem Baldur hefur útbúið byggir að veru­legu leyti á aðferðum Nate Sil­ver. Um það má lesa hér. Vægi hverrar könn­unar fyrir sig er metið út frá fyr­ir­fram gefnum for­send­um, eins og stærð úrtaks, fjölda svar­enda, lengd könn­un­ar­tíma­bils og áreið­an­leika könn­un­ar­að­ila. Áreið­an­leiki könn­un­ar­að­ila byggir á því hversu nærri kann­an­irnar hafa kom­ist nið­ur­stöðum kosn­inga á und­an­förnum árum.

Þær kann­anir sem teknar eru gildar í kosn­inga­spánni verða að upp­fylla lág­marks skil­yrði töl­fræði­legrar aðferða­fræði. Þar er litið til stærðar úrtaks­ins, fjölda svar­enda, könn­un­ar­tíma­bils og þess hvort úrtakið stand­ist kröfur til að reyn­ast mark­tækt, svo fátt eitt sé nefnt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar