Skipasmiðirnir hans Kim Jong-un

Yfirmaður rannsóknarnefndar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna segir það brot á alþjóðlegum refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu að Norðurkóreskir verkamenn í tugþúsundatali vinni víða um heim og laun þeirra renni í ríkissjóð heimalandsins.

Crist shipyard
Auglýsing

Í sept­em­ber á síð­asta ári sendi blaða­maður danska blaðs­ins Ingeniören, sem fjallar einkum um alls kyns tækni­leg mál­efni, fyr­ir­spurn til danska Varn­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins. Spurt var, og svars krafist, hvort rétt væri að Norð­ur­kóreskir verka­menn ynnu að smíði her­skips fyrir danska flot­ann í pólsku skipa­smíða­stöð­inni Crist Shipy­ard. Flot­inn hafði samið um smíði skips­ins við dönsku skipa­smíða­stöð­ina Karsten­sens Skib­sværft, sem hafði síðan samið um smíði skips­skrokks­ins við pólska fyr­ir­tæk­ið. Blaða­mað­ur­inn hafði lesið grein um pólsku skipa­smíða­stöð­ina í norsku blað­i, Teknisk Ukeblad, þar sem danska her­skipið var nefn­t. 

Varn­ar­mála­ráðu­neytið sendi fyr­ir­spurn blaða­manns­ins til­ inn­kaupa- og ­eft­ir­lits­nefndar ráðu­neyt­is­ins. Svar barst fjórum dögum síð­ar: ekk­ert væri til í því að Norð­ur­kóreskir verka­menn ynnu, eða hefðu unn­ið, að smíði skips­ins.  Fram kom í svari ráðu­neyt­is­ins til blaða­manns­ins hjá Teknisk Ukeblad að starfs­menn inn­kaupa- og eft­ir­lits­nefndar hefðu mörgum sinnum heim­sótt pólsku skipa­smíða­stöð­ina, en einsog stóð í svari nefnd­ar­innar til ráðu­neyt­is­ins „hefðu þeir ekki séð, né haft grun um, að aðrir en pólskir, eða aðrir evr­ópskir starfs­menn ynnu að smíð­inn­i. 

Síðar kom í ljós að heim­sóknir eft­ir­lits­nefnd­ar­innar voru til­kynnt­ar fyr­ir­fram og til­gangur þeirra heim­sókna var að fylgj­ast með smíð­inni en ekki aðbún­aði og þjóð­erni starfs­manna. Eft­ir­lits­nefndin skrif­aði Karsten­sens og óskaði eftir að fyr­ir­tækið fengi stað­fest­ingu pólsku skipa­smíða­stöðv­ar­innar varð­andi spurn­ing­una um þjóð­erni starfs­manna sem unnið hefðu að smíði danska her­skips­ins. Svar Pól­verj­anna hjá Crist Shipy­ard var stutt og laggott: engir Norð­ur­kóreskir starfs­menn hafa unnið að smíði þessa skips. Norski blaða­mað­ur­inn hjá Teknisk Ukeblad að­hafð­ist ekki frekar, eftir þetta afdrátt­ar­lausa svar. Í bili.       

Auglýsing

Upp­lýs­ingar pólska vinnu­eft­ir­lits­ins

Norski blaða­mað­ur­inn og kollegar hans hjá Teknisk Ukeblad voru ekki alls kostar sáttir við svörin frá Pól­verj­unum og höfðu sam­band við pólska vinnu­eft­ir­lit­ið. Í gögnum þess stóð, svart á hvítu, að Crist Shipy­ard hefði haft 45 Norð­ur­kóreska starfs­menn í vinnu við tíu verk­efn­i. Eitt þess­ara verk­efna var smíði skips­skrokks­ins NB428, danska her­skips­ins sem síðar fékk nafn­ið Lauge Koch

Norð­ur­kóresku starfs­menn­irnir voru ráðnir fyrir milli­göngu vinnu­miðl­un­ar­inn­ar Armex, sem hafði ráðið menn­ina til starfa gegnum Norð­ur­kóreskt fyr­ir­tæki RungradoRungrado er undir stjórn verka­manna­flokks Norð­ur­-Kóreu og er þekkt fyrir að „flytja út“ til fjöl­margra landa tug­þús­undir verka­manna sem vinna langan vinnu­dag og búa oftar en ekki í vinnu­búðum sem telj­ast ekki mann­sæm­andi á vest­rænan mæli­kvarða. Laun þess­ara verka­manna renna að stærstum hluta til Norð­ur­kóreska rík­is­ins og eru mik­il­væg gjald­eyr­is­tekju­lind.

Danska sjón­varpið tekur málið upp

Snemma á þessu ári hafði DR, Danska sjón­varp­ið, sam­band við inn­kaupa- og eft­ir­lits­nefnd Varn­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins og óskaði svara við sömu spurn­ingum og blaða­mað­ur Teknisk Ukeblad hafði borið upp við ráðu­neyt­ið. 

Svörin voru þau sömu og áður: eng­inn Norð­ur­kóreskur starfs­maður hafði komið nálægt smíði danska her­skips­ins. Það sem danska varn­ar­mála­ráðu­neytið vissi ekki var að starfs­menn DR höfðu farið í Crist Shipy­ard skipa­smíða­stöð­ina í Gdynia. Þar höfðu margir starfs­menn stað­fest að þeir hefðu unnið með Norð­ur­kóreskum verka­mönn­um, meðal ann­ars við smíði danska her­skips­ins. Þótt þessar upp­lýs­ingar væru lagðar fyrir Varn­ar­mála­ráðu­neytið hélt ráðu­neytið fast við fyrri skýr­ing­ar. 

Smíði skips­hluta er ekki sama og smíði skips 

Danska sjón­varpið sýndi fyrir nokkrum dögum þátt um „Lauge Koch mál­ið“ eins og það er kall­að. Þátt­ur­inn vakti mikla athygli og margir danskir fjöl­miðlar hafa fjallað ítar­lega um mál­ið. Dag­blað­ið Information hafði sam­band við Crist Skipy­ard varð­andi Norð­ur­kóresku verka­menn­ina, Crist vís­aði á starfs­mann áður­nefnds Armex. Sá kvaðst ekki þekkja neitt til þessa máls þrátt fyrir að nafn hans sé víða að finna í skjölum varð­andi verka­menn­ina. Þegar blaða­menn Information gengu á starfs­mann eft­ir­lits­nefndar Varn­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins með þessar upp­lýs­ingar og fleiri, sneri ráðu­neytið skyndi­lega við blað­inu, til hálfs mætti kannski segja.

Neit­aði að Norð­ur­kóreskir verka­menn hefðu unnið að skipa­smíð­inni, EN hugs­an­legt væri að þeir hefðu unnið að smíði „af­mark­aðra skips­hluta (præfa­brikation) sem væri allt annað en að smíða skip. Information eft­ir­lét les­endum að túlka þetta svar. Nú var athygli þing­manna hins­vegar vakin og  þeir heimta nú skýr­ing­ar. 

Varn­ar­mála­ráð­herr­ann tregur til svars

Danskir frétta­menn hafa ítrekað reynt að ná tali af Claus Hjort Frederik­sen varn­ar­mála­ráð­herra. Þótt hann sé venju­lega fús að tjá sig hefur hann í þessu máli nán­ast verið þög­ull sem gröf­in. Sendi frá sér tölvu­póst þar sem hann sagði að „ef það reynd­ist rétt að verka­menn frá Norð­ur­-Kóreu hefðu unnið að smíði dansks her­skips væri það skandall.“ Dönsku miðl­arnir segja að ráð­herr­ann þurfi ekki að vera með neitt „ef“ í þessu máli. Það liggi fyrir að Pól­verjar, þar á með­al Crist Shipy­ard, hafi árum saman haft Norð­ur­kóreska nauð­ung­ar­verka­menn í vinnu, það hafi meðal ann­ars Alþjóða verka­manna­sam­bandið stað­fest. 

Og nú hefur komið í ljós að Norð­ur­kóresku verka­menn­irnir hafi auk her­skips­ins Lauge Koch unnið að smíði tveggja sams­konar skipa fyrir danska flot­ann. 

Þing­menn krefj­ast rann­sóknar

Þing­menn fimm stjórn­ar­and­stöðu­flokka á danska þing­in­u, Fol­ket­inget, hafa nú kraf­ist þess að Varn­ar­mála­ráðu­neytið rann­saki mál­ið, til hlít­ar. Ráðu­neytið svar­aði strax, vildi fá að vita hvað nákvæm­lega þing­menn vildu fá að vita og bætti svo við að það væri erfitt að rann­saka þetta mál því svo langt væri um lið­ið. 

Þing­maður sem eitt dönsku blað­anna ræddi við sagði að svar ráðu­neyt­is­ins væri dæmi­gert svar emb­ætt­is­manna, þeim væri nær að rann­saka málið en vera með ein­hvern und­an­slátt. Þótt þeir gætu sett sig á háan hest gagn­vart frétta­mönnum þýddi slíkt ekki þegar þing­menn ættu í hlut. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson. Einnig kallaður Júllinn.
Lögreglurannsókn hafin vegna COVID-smita á frystitogaranum
Ákveðið hefur verið að hefja lögreglurannsókn vegna atburða í kjölfar smitanna á Júlíusi Geirmundssyni. Enginn hefur stöðu sakbornings þessa stundina.
Kjarninn 26. október 2020
Kristbjörn Árnason
Þetta er ekki bara harka og grimmd, heldur sérstök heimska.
Leslistinn 26. október 2020
Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar
Sýn vill ekki upplýsa um hugsanlega kaupendur farsímainnviða
Fjarskiptafyrirtækið segir að trúnaður ríki yfir samningaviðræðum um kaup á óvirkum farsímainnviðum kerfisins en að frekari upplýsingar verði gefnar fljótlega.
Kjarninn 26. október 2020
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Arnar Gunnar Hilmarsson, háseti á Júlíusi Geirmundssyni, sagði frá aðbúnaðinum um borð í viðtali við RÚV.
Frásögn hásetans „alveg í takt“ við upplifun annarra háseta
Varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist ekki vita hvað yfirvélstjóranum á Júlíusi Geirmundssyni gangi til með því að segja það „bull“ sem hásetarnir upplifðu um borð.
Kjarninn 26. október 2020
Framlag úr fortíðinni skipti sköpum í baráttunni fyrir nýrri stjórnarskrá
Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá safnaði nýverið yfir 43 þúsund undirskriftum þar sem Alþingi var hvatt til að klára samþykkt á nýju stjórnarskránni. Átakið vakti víða athygli og var mjög sýnilegt. Kjarninn hefur fengið aðgang að bókhaldi þess.
Kjarninn 26. október 2020
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar