Skipasmiðirnir hans Kim Jong-un

Yfirmaður rannsóknarnefndar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna segir það brot á alþjóðlegum refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu að Norðurkóreskir verkamenn í tugþúsundatali vinni víða um heim og laun þeirra renni í ríkissjóð heimalandsins.

Crist shipyard
Auglýsing

Í september á síðasta ári sendi blaðamaður danska blaðsins Ingeniören, sem fjallar einkum um alls kyns tæknileg málefni, fyrirspurn til danska Varnarmálaráðuneytisins. Spurt var, og svars krafist, hvort rétt væri að Norðurkóreskir verkamenn ynnu að smíði herskips fyrir danska flotann í pólsku skipasmíðastöðinni Crist Shipyard. Flotinn hafði samið um smíði skipsins við dönsku skipasmíðastöðina Karstensens Skibsværft, sem hafði síðan samið um smíði skipsskrokksins við pólska fyrirtækið. Blaðamaðurinn hafði lesið grein um pólsku skipasmíðastöðina í norsku blaði, Teknisk Ukeblad, þar sem danska herskipið var nefnt. 

Varnarmálaráðuneytið sendi fyrirspurn blaðamannsins til innkaupa- og eftirlitsnefndar ráðuneytisins. Svar barst fjórum dögum síðar: ekkert væri til í því að Norðurkóreskir verkamenn ynnu, eða hefðu unnið, að smíði skipsins.  Fram kom í svari ráðuneytisins til blaðamannsins hjá Teknisk Ukeblad að starfsmenn innkaupa- og eftirlitsnefndar hefðu mörgum sinnum heimsótt pólsku skipasmíðastöðina, en einsog stóð í svari nefndarinnar til ráðuneytisins „hefðu þeir ekki séð, né haft grun um, að aðrir en pólskir, eða aðrir evrópskir starfsmenn ynnu að smíðinni. 

Síðar kom í ljós að heimsóknir eftirlitsnefndarinnar voru tilkynntar fyrirfram og tilgangur þeirra heimsókna var að fylgjast með smíðinni en ekki aðbúnaði og þjóðerni starfsmanna. Eftirlitsnefndin skrifaði Karstensens og óskaði eftir að fyrirtækið fengi staðfestingu pólsku skipasmíðastöðvarinnar varðandi spurninguna um þjóðerni starfsmanna sem unnið hefðu að smíði danska herskipsins. Svar Pólverjanna hjá Crist Shipyard var stutt og laggott: engir Norðurkóreskir starfsmenn hafa unnið að smíði þessa skips. Norski blaðamaðurinn hjá Teknisk Ukeblad aðhafðist ekki frekar, eftir þetta afdráttarlausa svar. Í bili.       

Auglýsing

Upplýsingar pólska vinnueftirlitsins

Norski blaðamaðurinn og kollegar hans hjá Teknisk Ukeblad voru ekki alls kostar sáttir við svörin frá Pólverjunum og höfðu samband við pólska vinnueftirlitið. Í gögnum þess stóð, svart á hvítu, að Crist Shipyard hefði haft 45 Norðurkóreska starfsmenn í vinnu við tíu verkefni. Eitt þessara verkefna var smíði skipsskrokksins NB428, danska herskipsins sem síðar fékk nafnið Lauge Koch

Norðurkóresku starfsmennirnir voru ráðnir fyrir milligöngu vinnumiðlunarinnar Armex, sem hafði ráðið mennina til starfa gegnum Norðurkóreskt fyrirtæki RungradoRungrado er undir stjórn verkamannaflokks Norður-Kóreu og er þekkt fyrir að „flytja út“ til fjölmargra landa tugþúsundir verkamanna sem vinna langan vinnudag og búa oftar en ekki í vinnubúðum sem teljast ekki mannsæmandi á vestrænan mælikvarða. Laun þessara verkamanna renna að stærstum hluta til Norðurkóreska ríkisins og eru mikilvæg gjaldeyristekjulind.

Danska sjónvarpið tekur málið upp

Snemma á þessu ári hafði DR, Danska sjónvarpið, samband við innkaupa- og eftirlitsnefnd Varnarmálaráðuneytisins og óskaði svara við sömu spurningum og blaðamaður Teknisk Ukeblad hafði borið upp við ráðuneytið. 

Svörin voru þau sömu og áður: enginn Norðurkóreskur starfsmaður hafði komið nálægt smíði danska herskipsins. Það sem danska varnarmálaráðuneytið vissi ekki var að starfsmenn DR höfðu farið í Crist Shipyard skipasmíðastöðina í Gdynia. Þar höfðu margir starfsmenn staðfest að þeir hefðu unnið með Norðurkóreskum verkamönnum, meðal annars við smíði danska herskipsins. Þótt þessar upplýsingar væru lagðar fyrir Varnarmálaráðuneytið hélt ráðuneytið fast við fyrri skýringar. 

Smíði skipshluta er ekki sama og smíði skips 

Danska sjónvarpið sýndi fyrir nokkrum dögum þátt um „Lauge Koch málið“ eins og það er kallað. Þátturinn vakti mikla athygli og margir danskir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um málið. Dagblaðið Information hafði samband við Crist Skipyard varðandi Norðurkóresku verkamennina, Crist vísaði á starfsmann áðurnefnds Armex. Sá kvaðst ekki þekkja neitt til þessa máls þrátt fyrir að nafn hans sé víða að finna í skjölum varðandi verkamennina. Þegar blaðamenn Information gengu á starfsmann eftirlitsnefndar Varnarmálaráðuneytisins með þessar upplýsingar og fleiri, sneri ráðuneytið skyndilega við blaðinu, til hálfs mætti kannski segja.

Neitaði að Norðurkóreskir verkamenn hefðu unnið að skipasmíðinni, EN hugsanlegt væri að þeir hefðu unnið að smíði „afmarkaðra skipshluta (præfabrikation) sem væri allt annað en að smíða skip. Information eftirlét lesendum að túlka þetta svar. Nú var athygli þingmanna hinsvegar vakin og  þeir heimta nú skýringar. 

Varnarmálaráðherrann tregur til svars

Danskir fréttamenn hafa ítrekað reynt að ná tali af Claus Hjort Frederiksen varnarmálaráðherra. Þótt hann sé venjulega fús að tjá sig hefur hann í þessu máli nánast verið þögull sem gröfin. Sendi frá sér tölvupóst þar sem hann sagði að „ef það reyndist rétt að verkamenn frá Norður-Kóreu hefðu unnið að smíði dansks herskips væri það skandall.“ Dönsku miðlarnir segja að ráðherrann þurfi ekki að vera með neitt „ef“ í þessu máli. Það liggi fyrir að Pólverjar, þar á meðal Crist Shipyard, hafi árum saman haft Norðurkóreska nauðungarverkamenn í vinnu, það hafi meðal annars Alþjóða verkamannasambandið staðfest. 

Og nú hefur komið í ljós að Norðurkóresku verkamennirnir hafi auk herskipsins Lauge Koch unnið að smíði tveggja samskonar skipa fyrir danska flotann. 

Þingmenn krefjast rannsóknar

Þingmenn fimm stjórnarandstöðuflokka á danska þinginu, Folketinget, hafa nú krafist þess að Varnarmálaráðuneytið rannsaki málið, til hlítar. Ráðuneytið svaraði strax, vildi fá að vita hvað nákvæmlega þingmenn vildu fá að vita og bætti svo við að það væri erfitt að rannsaka þetta mál því svo langt væri um liðið. 

Þingmaður sem eitt dönsku blaðanna ræddi við sagði að svar ráðuneytisins væri dæmigert svar embættismanna, þeim væri nær að rannsaka málið en vera með einhvern undanslátt. Þótt þeir gætu sett sig á háan hest gagnvart fréttamönnum þýddi slíkt ekki þegar þingmenn ættu í hlut. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar