Hryllingurinn í Las Vegas

Enn ein skotárásin í Bandaríkjunum. Ein sú alvarlegasta í sögu Bandaríkjanna. Meira en 50 létust og 500 særðust í byssukúluregni af 32. hæð hótelbyggingar í nágrenni við tónleika. Ólýsanleg skelfing, sagði lögreglustjórinn í Vegas.

vegas
Auglýsing

Meira en 58 manns lét­ust og yfir 500 særð­ust í skotárás á tón­leika­gesti á úti­tón­leikum í Las Vegas í nótt. Um leið og skot­hríðin hóf­st, og tón­leika­gestir átt­uðu sig á hryll­ingnum sem var að eiga sér stað, hlupu þús­undir manna um skelf­ingu lostnir og reyndu að forða sér undan byssu­kúl­um.

Blóð og neyð­aróp

Þær komu frá byssu­manni á hót­eli í nágrenni, Mandalay Bay Resort.

Árásin hófst þegar kán­trý tón­list­ar­mað­ur­inn Jason Ald­ean var að flytja lög sín á Route 91 Har­vest Festi­val tón­list­ar­há­tíð­inni, um klukkan 22:10. Allt í einu hófst hávær skot­hríð og skelf­ing greip tón­leika­gest­i. 

Auglýsing

Ald­ean hljóp af svið­inu og öll hljóm­sveit hans sömu­leið­is. Gæslu­menn á tón­leika­staðnum reyndu að aðstoða fólk við að kom­ast í burtu í fyrstu, en síðan varð ljóst að þeir þurftu að taka til fót­anna til að lifa af. Byssu­kúl­unum rigndi, blóð og neyð­aróp fólks voru það sem helst ein­kenndi stað­inn þar sem fólk kom saman til að skemmta sér.

Sam­kvæmt frá­sögn New York Times liðu ein­ungis nokkrar mín­útur þar til fyrstu lög­reglu­menn komu á stað­inn, og síðan tóku sér­sveit­arteymi lög­regl­unnar að birtast, og þræða nágrenni tón­leika­stað­ar­ins með byssu­hlaupin fyrir framan sig í leit að árás­armann­in­um.

Einn þeirra sem varð vitni að því að þegar skot­hríðin hóf­st, var Eiríkur Hrafns­son, starfs­maður NetApp og stofn­andi Greenqloud, en hann var í hópi íslenskra starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins staddur á Mandalay Bay hót­el­inu. Hann lýsti upp­hafi atburð­ana á Twitter og þar sést meðal ann­ars þegar mann­fjöld­inn á tón­leik­unum - sem alls taldi um 22 þús­und manns - tvístrað­ist á örskots­stundu  þegar skot­hríðin var haf­in.



Heima­maður með fjölda riffla

Mað­ur­inn sem stóð fyrir árásinni hafði komið sér fyrir á 32. hæð Mandalay Bay hót­els­ins þar sem hann gat óáreittur skotið með sjálf­virkum riffli - sem eru lög­legir í Nevada - í átt að mann­fjöld­an­um. 

Sam­kvæmt frá­sögn Was­hington Post voru í það minnsta tíu rifflar inn á her­bergi manns­ins þegar sér­sveit­ar­menn brutu sér leið inn, en fregnir af teg­und vopna og nákvæmum fjölda hafa ekki verið stað­festar af lög­reglu. Mað­ur­inn, 64 ára gam­all heima­maður að nafni Stephen Craig Paddock, skaut sig að lok­um. Þannig lauk þess­ari skelf­ingu; með dauða árás­armann­ins. 

Af þeim ríf­lega 500 sem særð­ust eru margir alvar­legra særðir og allt eins lík­legt að tala lát­inna eigi eftir að hækka mik­ið. 

Þetta er ein alvar­leg­asta skotárás sem átt hefur sér stað í sögu Banda­ríkj­anna, og hafa aldrei jafn margir særst í fjölda­skotárás, sem þó hafa verið tíðar í gegnum tíð­ina í Banda­ríkj­un­um.

Inn á her­bergi síðan á fimmtu­dag

Paddock er sagður hafa verið einn að verki en hann hafði aldrei komið við sögu lög­reglu áður, nema vegna smá­vægi­legra hluta í tengslum við eft­ir­lit lög­reglu. Hann var búinn að dvelja á her­bergi sínu á hót­el­inu fyrr­nefnda síðan á fimmtu­dag í síð­ustu viku. 

Eng­inn starfs­manna hót­els­ins er sagður hafa áttað sig á því að hann væri með öll þessi skot­vopn inn á her­bergi hans, og ekk­ert grun­sam­legt hafði komið fram.

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti sagði í yfir­lýs­ingu vegna atburð­ar­ins að hugur banda­rísku þjóð­ar­innar væri hjá fórn­ar­lömbunum og fjöl­skyldum þeirra.





Jos­eph Lombar­do, lög­reglu­stjóri í Veg­as, sagði að allt benti til þess að Paddock hefði verið einn að verki. 

Bróðir fjöldamorð­ingj­ans, Eric Paddock, sagði í við­tali við CBS að bróðir hans hefði verið „heill­að­ur“ af byssum og að hann hefði í það minnsta átt margar skamm­byss­ur. Þá sagð­ist hann síð­ast hafa heyrt af ferðum hans þegar hann kom til ætt­ingja í Flor­ída þegar felli­byl­ur­inn Irma gekk þar yfir, en 6,3 millj­ónir manna þurftu þá að flýja heim­ili sín vegna veð­urofsa.

Hann hafði gaman af fjár­hættu­spil­um.

Smán­ar­blettur

Skotárásir og dauðs­föll vegna þeirra eru smán­ar­blettur á banda­rísku sam­fé­lagi. Á hverju ári deyja að með­al­tali 13 til 16 þús­und manns vegna byssu­árása og á bil­inu 25 til 30 þús­und slasast, sé horft til síð­ustu tíu ára. Séu sjálfs­víg vegna skot­vopna tekin með í reikn­ing­inn deyja um 35 þús­und manns á ári. 

Margoft hafa verið gerðar til­raunir til að herða byssu­lög­gjöf­ina í land­inu, og í sumum ríkjum hefur náðst árangur með séstökum reglu­gerð­u­m.  

Einkum og sér í lagi er það könnun á bak­grunni þeirra sem kaupa skot­vopn sem hefur til athug­unar í þeim efn­um. 



En óhætt er að segja að árang­ur­inn í bar­átt­unni við byssu­glæpi í Banda­ríkj­unum hafi lít­ill sem eng­inn ver­ið, og síend­ur­tekin fjöldamorð með skot­vopnum - jafn­vel inn í skólum og á öðrum stöðum þar sem fjöl­menni kemur saman - sýna glögg­lega að um inn­an­mein er að ræða í banda­rísku sam­fé­lag­i. 

Hryðju­verkaógn, sem kemur utan Banda­ríkj­anna, blikknar í sam­an­burði við ógn­ina sem almenn­ingur í Banda­ríkj­unum býr við vegna byssu­glæpa heima­manna, enda deyja mun fleiri á hverju ári í Banda­ríkj­unum í skotárásum heldur en deyja á hverju ári í hryðju­verka­árásum um allan heim. 

Gera má ráð fyrir að þessi skelfi­legi atburður í Las Vegas muni enn og aftur verða til þess að póli­tísk umræða um skot­vopna­eign, skotárásir og umgengni um skot­vopn verður að eld­heitu deilu­efni hjá stjórn­mála­stétt­inni.

Upp­fært 20:43: Í yfir­lýs­ingu frá yfir­völd­um, sem vitnað er til í frétt New York Times, segir að 19 rifflar hafi fund­ist á her­bergi manns­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar