Góðar horfur þrátt fyrir allt

Helsti áhættuþátturinn í hagkerfinu er ef kemur til niðursveiflu í ferðaþjónustu. Fátt bendir til þess að slíkt sé í kortunum, en stoðirnar í hagkerfinu eru traustar nú eftir sjö ára samfellt hagvaxtarskeið.

Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri.
Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri.
Auglýsing

Fátt bendir til þess að nið­ur­sveifla sé í kort­unum í efna­hags­lífi Íslend­inga, segir Arnór Sig­hvats­son, aðstoð­ar­seðla­banka­stjóri, í inn­gangs­orðum sínum að Fjár­mála­stöð­ug­leika, riti Seðla­banka Íslands, sem kom út í gær.

Í því er farið yfir helstu hag­tölur og upp­lýs­ingar um stöðu mála í hag­kerf­inu er varða fjár­mála­stöð­ug­leika og kerf­is­læga áhættu­þætti.

Arnór segir í inn­gangs­orðum sínum að staða hag­kerf­is­ins sé sterk, og hag­felld þróun unda­far­inna ára hafi styrkt und­ir­stöð­urnar til fram­tíðar lit­ið. „Hag­vöxtur á Íslandi hefur staðið í u.þ.b. sjö ár sam­fleytt og horfur eru á hag­vexti í nokkur ár til við­bót­ar. Hið langa hag­vaxt­ar­skeið hefur gefið heim­il­um, fyr­ir­tækj­um, hinu opin­bera og fjár­mála­kerf­inu svig­rúm til þess að lækka skuldir sínar í kjöl­far fjár­málakreppu og efna­hags­sam­drátt­ar. Efna­hagur allra geira þjóð­ar­bús­ins og staða þess gagn­vart útlöndum hafa því styrkst, en lækkun skulda hefur um leið haldið aftur af vext­inum og dregið hag­vaxt­ar­skeiðið og sér­stak­lega upp­haf nýrrar fjár­mála­upp­sveiflu á lang­inn,“ segir Arnór í inn­gang­in­um.

Auglýsing

Sterk staða

Í Fjár­mála­stöð­ug­leika má segja að sé dregin upp nokkuð traust­vekj­andi staða af íslenska hag­kerf­inu. Banka­kerfið er vel fjár­magn­að, og áhættu­þættir innan þess eru ekki nándar nærri eins óvissir eins og reyndin var fyrir hrun­ið. End­ur­reistu bank­arnir þrír, Arion banki, Lands­bank­inn og Íslands - sem telj­ast kerf­is­lægt mik­il­vægir - eru vel fjár­magn­að­ir, efna­hags­reikn­ingar þeirra eru skýrir og eign­fjár­staðan er tölu­vert langt yfir lög­legum lág­mörkum og við­miðum FME.

Meira en 650 millj­arða eigið fé er nú í end­ur­reistu bönk­unum þrem­ur, en á und­an­förnum árum hefur eig­in­fjár­hlut­fallið verið á bil­inu 23 til 30 pró­sent, sem telst hátt í alþjóð­legum sam­an­burði.

Sam­hliða end­ur­upp­bygg­ingu banka­kerf­is­ins hefur skulda­staða heim­ila og fyr­ir­tækja verið að batna, og meiri þróttur ein­kennt atvinnu­líf­ið, eins og sam­fellt sjö ára hag­vaxt­ar­skeið er til marks um. Verð­bólga mælist nú með allra lægsta móti, eða 1,4 pró­sent, atvinnu­leysi er um þrjú pró­sent, og skulda­staða hins opin­bera hefur batnað hratt að und­an­förnu og orðin góð í alþjóð­legum sam­an­burði.

Hér má sjá hvernig útlán hafa þróast hjá endurreistu bönkunum, sem teljast kerfislægt mikilvægir.

Áhættan snýr að ferða­þjón­ustu

Helsti vaxt­ar­broddur efna­hags­lífs­ins hefur verið ferða­þjón­ust­una og má segja að erlendir ferða­mann hafi komið Íslandi til bjargar eftir efna­hags­hrun­ið, en gjald­eyr­is­inn­spýt­ingin sem fylgt hefur miklum og örum vexti grein­ar­innar und­an­farin ár, hefur kynt undir hækkun eigna­verðs og stuðlað að sterkara gengi krón­unnar gagn­vart erlendum mynt­um.

Í kynn­ingu Hörpu Jóns­dóttur, fram­kvæmda­stjóra fjár­mála­stöð­ug­leika hjá Seðla­banka Íslands, kemur fram að til­taka með tvo sér­staka kerf­is­læga áhættu­þætti fyrir þjóð­ar­bú­ið, eins og mál standa nú. Það er ferða­þjón­ustan og síðan fast­eigna­mark­að­ur­inn. Það eru helst áhrif ferða­þjón­ust­unnar á fast­eigna­mark­að­inn sem gera það að verk­um, að þar geti legið áhætta, en í Fjár­mála­stöð­ug­leika kemur meðal ann­ars fram að um 5 þús­und íbúðir á Íslandi séu leigðar út í til ferða­manna í genum Air­bnb, og er langstærstur hluti þeirra á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, einkum mið­svæðis í Reykja­vík.

Árið 2010 komu innan við 500 þúsund ferðamenn til landsins, en á þessu ári er talið að þeir geti orðið 2,4 milljónir. Áframhaldandi vöxtur er í kortunum.

Ef það kemur til nið­ur­sveiflu í ferða­þjón­ustu, þá gæti það leitt til hlið­ar­á­hrifa á fast­eigna­mark­aði og tölu­vert margar íbúðir komið út á fast­eigna­mark­að­inn. 

En jafn­framt er þó tekið fram að horfur á fast­eigna­mark­aði séu með þeim hætti, að lík­leg­ast sé að verð muni halda áfram að hækka, en á und­an­förnum tólf mán­uðum hefur verðið hækkað um tæp­lega 20 pró­sent að með­al­tali.

Í sviðs­mynd sem fjallað er um í Fjár­mála­stöð­ug­leika, þar sem gert er ráð fyrir að fjöldi ferða­manna muni falla niður í það sem hann var á árunum 2014 og 2015, með til­heyr­andi tekju­dýfu fyrir þjóð­ar­bú­ið, þá kemur fram að það geti haft tölu­vert mikil nei­kvæð efna­hags­leg áhrif. Gengi krón­unnar myndi veikjast, atvinnu­leysi aukast og almennur slaki ein­kenn þjóð­ar­bú­skap­inn.

Eins og hér sést, þá getur niðursveifla í ferðaþjónustu haft víðtæk áhrif á hagkerfið.

Þrátt fyrir þetta, eru horf­urnar - almennt - taldar nokkuð góðar um þessar mund­ir. Verk­efnið framaundan verið þó að fylgj­ast náið með þeim atriðum sem helst geti snú­ist til hins verra, og ástunda góða hag­stjórn, en Arnór Sig­hvats­son, aðstoð­ar­seðla­banka­stjóri, minn­ist sér­stak­lega á það atriði í inn­gangi sín­um.

Árétt­ing: 

Upp­haf­lega stóð að Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri hafi skrifað inn­gang­inn að rit­inu, líkt og hann gerir vana­lega. Síðar barst ábend­ing um að Arnór Sig­hvats­son aðstoð­ar­seðla­banka­stjóri hefði gert það í þetta sinn og var frétta­skýr­ing­unni í kjöl­farið breytt til sam­ræmis við þær upp­lýs­ing­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar