Kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar telja RÚV ekki gæta hlutleysis

Mikill meirihluti kjósenda Sjálfstæðisflokks og Framsóknar telja RÚV hlutdrægt á meðan að kjósendur allra annarra flokka telja RÚV gæta hlutleysis í fréttaflutningi. Greining bendir ekki til þess að fjallað sé neikvæðar um ákveðna flokka umfram aðra.

ruv-2_15996874705_o.jpg
Auglýsing

Mik­ill meiri­hluti kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks telja að RÚV sé hlut­drægt í frétta­flutn­ingi sín­um. Alls segj­ast sjö af hverjum tíu Sjálf­stæð­is­mönnum og tæp­lega sjö af hverjum tíu Fram­sókn­ar­mönnum að þeir hafi þá skoð­un. Hjá kjós­endum allra ann­arra stjórn­mála­flokka er yfir­gnæf­andi hluti kjós­enda, oft­ast vel yfir 90 pró­sent, þeirrar skoð­unar að RÚV gæti hlut­leys­is.

Þetta kemur fram í rann­sókn sem Gallup gerði á við­horfi almenn­ings til hlut­lægni í frétta­flutn­ingi Rík­isútvarps­ins tók til tíma­bils­ins 23.-30 maí 2016. Í frétt fjöl­miðla­nefndar um rann­sókn­ina kemur fram að engin sér­stök ástæða hafi legið að baki því að þetta tíma­bil varð fyrir val­inu, önnur en sú að mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neytið ákvað í maí 2016 að veita sér­stakri fjár­veit­ingu til fjöl­miðla­rann­sókna og var haf­ist handa við könn­un­ina um leið og for­sendur hennar höfðu verið ákveðnar og fjár­veit­ing tryggð.

Til stóð að fjöl­miðla­nefnd birti nið­ur­stöð­urnar síðar á þessu ári sem hluta af árlegu mati nefnd­ar­innar á almanna­þjón­ustu­hlut­verki RÚV. Því mati sé ekki lok­ið.

Auglýsing

Fjöl­miðla­nefnd hafi hins vegar á síð­ustu dögum borist tvær beiðnir frá fjöl­miðlum um að nið­ur­stöður fram­an­greindra fjöl­miðla­rann­sókna verði afhent­ar. Fyrri beiðnin barst frá Frétta­blað­inu 18. októ­ber og seinni beiðnin frá Við­skipta­blað­inu 19. októ­ber. „Með vísan til 5. gr. upp­lýs­inga­laga nr. 140/2012 og sjón­ar­miða um gagn­sæi og jafn­ræði hefur nefndin ákveðið að birta nið­ur­stöður grein­inga Gallup og Fjöl­miðla­vakt­ar­inn­ar/Credit­info á vef sín­um, fyrr en til stóð, til upp­lýs­inga fyrir fjöl­miðla og almenn­ing. Áréttað er að ekki er um að ræða heild­ar­mat nefnd­ar­innar á almanna­þjón­ustu­hlut­verki Rík­is­út­varps­ins.“

Ekk­ert í grein­ingu Fjöl­miðla­vakt­ar­inn­ar/Credit­info bendir til þess að fleiri nei­kvæðar fréttir séu sagðar af Sjálf­stæð­is­flokki eða Fram­sókn­ar­flokki en öðrum flokk­um.

Tveir af hverjum þremur telja RÚV gæta hlut­leysis

Í könnun Gallup kom fram að 66,5 pró­sent aðspurðra sögð­ust telja RÚV almennt hlut­laust í fréttum og frétta­tengdu efni sínu. Alls sögð­ust 33,5 pró­sent telja að RÚV væri hlut­drægt og þar af sagð­ist 5,5 pró­sent telja að RÚV væri að öllu leyti hlut­drægt í fréttum og frétta­tengdu efni sínu.

Þeir sem voru með háskóla­próf voru lík­legri til að telja RÚV hlut­laust en þeir sem höfðu lokið lægri menntun og fleiri Reyk­vík­ingar telja RÚV hlut­laust en þeir sem búa á lands­byggð­inni. Þá er skýr munur á milli tekju­hópa. Þeir sem minnstar hafa tekj­urnar telja að RÚV sé hlut­drægt í meira mæli en aðr­ir. Konur eru sömu­leiðis trú­aðri á hlut­leysi RÚV en karl­ar.

Mikla athygli vekur að það eru fyrst og síð­ast kjós­endur tveggja flokka sem voru í fram­boði til Alþingis í fyrra sem telja RÚV ekki gæta hlut­leysis í fréttum og frétta­tengdu efni sínu, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks. Meiri­hluti kjós­enda beggja þeirra flokka telja að RÚV sé hlut­drægt í frétta­flutn­ingi. Þannig segj­ast 71 pró­sent kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks­ins telja að RÚV sé hlut­drægt og 65 pró­sent kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks­ins. Kjós­endur ann­arra flokka telja nær allir að RÚV gæti hlut­leys­is. Þannig segj­ast 96 pró­sent kjós­enda Vinstri grænna telja að RÚV gæti hlut­leys­is, 94 pró­sent kjós­enda Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, 86 pró­sent kjós­enda Pírata og 84 pró­sent kjós­enda Við­reisnar eru sama sinn­is.

Um var að ræða net­könnun og úrtakið var 1.413 manns 18 ára og eldri alls staðar að af land­inu. Fjöldi svar­enda var 876.

Ekki fleiri nei­kvæðar fréttir um Sjálf­stæð­is- eða Fram­sókn­ar­flokk

Grein­ing Fjöl­miðla­vakt­ar­inn­ar/Credit­info var á fréttaum­fjöllun RÚV í aðdrag­anda Alþing­is­kosn­inga 2013 og 2016. Nið­ur­staða hennar vegna kosn­ing­anna í fyrra var meðal ann­ars sú að Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokkar hafi fengið mesta fréttaum­fjöllun og að 88 pró­sent allra frétta sem sagðar voru af stjórn­mála­flokkum í hafi hvorki flokk­ast sem jákvæðar né nei­kvæð­ar. Um níu pró­sent þeirra töld­ust jákvæðar en þrjú pró­sent nei­kvæð­ar.

Flestar þeirra frétta sem flokk­uð­ust sem nei­kvæðar voru um Íslensku þjóð­fylk­ing­una, eða sjö pró­sent allra frétta sem sagðar voru af henni. Alls voru fimm pró­sent frétta sem sagðar voru af Fram­sókn­ar­flokknum nei­kvæð­ar. Fjögur pró­sent þeirra frétta sem sagðar voru af Sam­fylk­ing­unni, Við­reisn og Sjálf­stæð­is­flokknum töld­ust nei­kvæð­ar. Aðrir flokkar voru með minna hlut­fall nei­kvæðra frétta.

Flestar jákvæðar fréttir voru sagðar um Pírata og voru 22 pró­sent frétta um þá flokk­aðar sem slík­ar. Það er mun meira en fréttir af flestum öðrum fram­boðum og er það skýrt í grein­ing­unni með því að meiri­hluti þeirra jákvæðu frétta sem tengd­ust Pírötum hafi snú­ist um umræðu um stjórn­ar­myndun fyrir kosn­ing­ar. Er þar vísað í svo­kall­aðan Lækja­brekku­fund. Þá voru einnig fréttir af áhuga erlendra fjöl­miðla á fram­boði Pírata sem og fréttir af góðu gengi flokks­ins í skoð­ana­könn­un­um.

Af þeim flokkum sem eiga nú full­trúa á Alþingi var minnst hlut­fall frétta jákvæðar þegar fjallað var um Sam­fylk­ingu (fimm pró­sent) og Við­reisn (sex pró­sent). 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Hefur þú of miklar áhyggjur?
Kjarninn 4. apríl 2020
Fjörutíu og fimm manns eru innilggjandi á sjúkrahúsi vegna COVID-19 sýkingar.
Virkum smitum fækkar milli daga í fyrsta sinn
Fimmtíu og þrjú ný COVID-19 smit hafa verið staðfest hér. Samkvæmt nýjustu tölum á vefnum Covid.is batnaði fleirum af sjúkdómnum í gær en greindust og er það í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst hér á landi sem það gerist.
Kjarninn 4. apríl 2020
Mesta endurkoma í stuðningi við ríkisstjórn frá upphafi mælinga
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur bætt við sig 11,2 prósentustigum í stuðningi frá því í lok febrúar. Það er mesta stökk upp á við í stuðningi sem ríkisstjórn hefur tekið. Ríkisstjórnarflokkarnir njóta þess þó ekki í fylgi.
Kjarninn 4. apríl 2020
„Núna er heil þjóð og í raun allur heimurinn í einu og sama liðinu“
Vilborg Arna Gissurardóttir hefur í leiðöngrum sínum sýnt fádæma þrautseigju og úthald. Hún segir umburðarlyndi lykilinn að því að komast á áfangastað, hvort sem hann er tindur hæsta fjalls heims eða dagurinn sem kórónuveiran kveður.
Kjarninn 4. apríl 2020
Helgi Hrafn Gunnarsson
Sönnunarbyrði yfirvalda
Kjarninn 4. apríl 2020
Hægt að banna arðgreiðslur banka og koma í veg fyrir endurkaup á hlutabréfum
Seðlabankinn ætlast til þess að viðskiptabankar nýti ekki það 350 milljarða króna svigrúm sem þeim hefur verið veitt með því að afnema eiginfjárauka til að greiða út arð. Fjármálaeftirlit hans getur bannað arðgreiðslur við ákveðnar aðstæður.
Kjarninn 4. apríl 2020
Neftóbakssala ÁTVR hefur dregist saman um 66 þúsund dósir það sem af er ári
Heildsala ÁTVR á íslensku neftóbaki dróst saman um 32 prósent, eða 3,3 tonn, á fyrstu þremur mánuðum ársins miðað við söluna á sama tímabili í fyrra. Innfluttir tóbakslausir níkótínpúðar virðast vera að sópa til sín markaðshlutdeild.
Kjarninn 3. apríl 2020
Hjúkrunarfræðingar fá áfram greiðslur sem þeir áttu að missa um síðustu mánaðarmót
Vaktaálagsaukinn sem leggst ofan á laun hjúkrunarfræðinga, en var aflagður um nýliðin mánaðarmót með þeim afleiðingum að laun þeirra lækkuðu umtalsvert, hefur verið framlengdur.
Kjarninn 3. apríl 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar