Kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar telja RÚV ekki gæta hlutleysis

Mikill meirihluti kjósenda Sjálfstæðisflokks og Framsóknar telja RÚV hlutdrægt á meðan að kjósendur allra annarra flokka telja RÚV gæta hlutleysis í fréttaflutningi. Greining bendir ekki til þess að fjallað sé neikvæðar um ákveðna flokka umfram aðra.

ruv-2_15996874705_o.jpg
Auglýsing

Mik­ill meiri­hluti kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks telja að RÚV sé hlut­drægt í frétta­flutn­ingi sín­um. Alls segj­ast sjö af hverjum tíu Sjálf­stæð­is­mönnum og tæp­lega sjö af hverjum tíu Fram­sókn­ar­mönnum að þeir hafi þá skoð­un. Hjá kjós­endum allra ann­arra stjórn­mála­flokka er yfir­gnæf­andi hluti kjós­enda, oft­ast vel yfir 90 pró­sent, þeirrar skoð­unar að RÚV gæti hlut­leys­is.

Þetta kemur fram í rann­sókn sem Gallup gerði á við­horfi almenn­ings til hlut­lægni í frétta­flutn­ingi Rík­isútvarps­ins tók til tíma­bils­ins 23.-30 maí 2016. Í frétt fjöl­miðla­nefndar um rann­sókn­ina kemur fram að engin sér­stök ástæða hafi legið að baki því að þetta tíma­bil varð fyrir val­inu, önnur en sú að mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neytið ákvað í maí 2016 að veita sér­stakri fjár­veit­ingu til fjöl­miðla­rann­sókna og var haf­ist handa við könn­un­ina um leið og for­sendur hennar höfðu verið ákveðnar og fjár­veit­ing tryggð.

Til stóð að fjöl­miðla­nefnd birti nið­ur­stöð­urnar síðar á þessu ári sem hluta af árlegu mati nefnd­ar­innar á almanna­þjón­ustu­hlut­verki RÚV. Því mati sé ekki lok­ið.

Auglýsing

Fjöl­miðla­nefnd hafi hins vegar á síð­ustu dögum borist tvær beiðnir frá fjöl­miðlum um að nið­ur­stöður fram­an­greindra fjöl­miðla­rann­sókna verði afhent­ar. Fyrri beiðnin barst frá Frétta­blað­inu 18. októ­ber og seinni beiðnin frá Við­skipta­blað­inu 19. októ­ber. „Með vísan til 5. gr. upp­lýs­inga­laga nr. 140/2012 og sjón­ar­miða um gagn­sæi og jafn­ræði hefur nefndin ákveðið að birta nið­ur­stöður grein­inga Gallup og Fjöl­miðla­vakt­ar­inn­ar/Credit­info á vef sín­um, fyrr en til stóð, til upp­lýs­inga fyrir fjöl­miðla og almenn­ing. Áréttað er að ekki er um að ræða heild­ar­mat nefnd­ar­innar á almanna­þjón­ustu­hlut­verki Rík­is­út­varps­ins.“

Ekk­ert í grein­ingu Fjöl­miðla­vakt­ar­inn­ar/Credit­info bendir til þess að fleiri nei­kvæðar fréttir séu sagðar af Sjálf­stæð­is­flokki eða Fram­sókn­ar­flokki en öðrum flokk­um.

Tveir af hverjum þremur telja RÚV gæta hlut­leysis

Í könnun Gallup kom fram að 66,5 pró­sent aðspurðra sögð­ust telja RÚV almennt hlut­laust í fréttum og frétta­tengdu efni sínu. Alls sögð­ust 33,5 pró­sent telja að RÚV væri hlut­drægt og þar af sagð­ist 5,5 pró­sent telja að RÚV væri að öllu leyti hlut­drægt í fréttum og frétta­tengdu efni sínu.

Þeir sem voru með háskóla­próf voru lík­legri til að telja RÚV hlut­laust en þeir sem höfðu lokið lægri menntun og fleiri Reyk­vík­ingar telja RÚV hlut­laust en þeir sem búa á lands­byggð­inni. Þá er skýr munur á milli tekju­hópa. Þeir sem minnstar hafa tekj­urnar telja að RÚV sé hlut­drægt í meira mæli en aðr­ir. Konur eru sömu­leiðis trú­aðri á hlut­leysi RÚV en karl­ar.

Mikla athygli vekur að það eru fyrst og síð­ast kjós­endur tveggja flokka sem voru í fram­boði til Alþingis í fyrra sem telja RÚV ekki gæta hlut­leysis í fréttum og frétta­tengdu efni sínu, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks. Meiri­hluti kjós­enda beggja þeirra flokka telja að RÚV sé hlut­drægt í frétta­flutn­ingi. Þannig segj­ast 71 pró­sent kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks­ins telja að RÚV sé hlut­drægt og 65 pró­sent kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks­ins. Kjós­endur ann­arra flokka telja nær allir að RÚV gæti hlut­leys­is. Þannig segj­ast 96 pró­sent kjós­enda Vinstri grænna telja að RÚV gæti hlut­leys­is, 94 pró­sent kjós­enda Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, 86 pró­sent kjós­enda Pírata og 84 pró­sent kjós­enda Við­reisnar eru sama sinn­is.

Um var að ræða net­könnun og úrtakið var 1.413 manns 18 ára og eldri alls staðar að af land­inu. Fjöldi svar­enda var 876.

Ekki fleiri nei­kvæðar fréttir um Sjálf­stæð­is- eða Fram­sókn­ar­flokk

Grein­ing Fjöl­miðla­vakt­ar­inn­ar/Credit­info var á fréttaum­fjöllun RÚV í aðdrag­anda Alþing­is­kosn­inga 2013 og 2016. Nið­ur­staða hennar vegna kosn­ing­anna í fyrra var meðal ann­ars sú að Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokkar hafi fengið mesta fréttaum­fjöllun og að 88 pró­sent allra frétta sem sagðar voru af stjórn­mála­flokkum í hafi hvorki flokk­ast sem jákvæðar né nei­kvæð­ar. Um níu pró­sent þeirra töld­ust jákvæðar en þrjú pró­sent nei­kvæð­ar.

Flestar þeirra frétta sem flokk­uð­ust sem nei­kvæðar voru um Íslensku þjóð­fylk­ing­una, eða sjö pró­sent allra frétta sem sagðar voru af henni. Alls voru fimm pró­sent frétta sem sagðar voru af Fram­sókn­ar­flokknum nei­kvæð­ar. Fjögur pró­sent þeirra frétta sem sagðar voru af Sam­fylk­ing­unni, Við­reisn og Sjálf­stæð­is­flokknum töld­ust nei­kvæð­ar. Aðrir flokkar voru með minna hlut­fall nei­kvæðra frétta.

Flestar jákvæðar fréttir voru sagðar um Pírata og voru 22 pró­sent frétta um þá flokk­aðar sem slík­ar. Það er mun meira en fréttir af flestum öðrum fram­boðum og er það skýrt í grein­ing­unni með því að meiri­hluti þeirra jákvæðu frétta sem tengd­ust Pírötum hafi snú­ist um umræðu um stjórn­ar­myndun fyrir kosn­ing­ar. Er þar vísað í svo­kall­aðan Lækja­brekku­fund. Þá voru einnig fréttir af áhuga erlendra fjöl­miðla á fram­boði Pírata sem og fréttir af góðu gengi flokks­ins í skoð­ana­könn­un­um.

Af þeim flokkum sem eiga nú full­trúa á Alþingi var minnst hlut­fall frétta jákvæðar þegar fjallað var um Sam­fylk­ingu (fimm pró­sent) og Við­reisn (sex pró­sent). 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugmynd að útliti smáhýsa eða íbúðarhúsa við Svínhóla.
Sjötíu herbergja lúxushótel í Lóni þarf ekki í umhverfismat
Stefnt er að opnun heilsulindar og hótels í landi Svínhóla á milli Hafnar í Hornafirði og Djúpavogs árið 2022. Hótelkeðjan Six Senses mun sjá um reksturinn. Hótelið yrði í nágrenni Lónsfjarðar og byggingarmagn er áætlað 20 þúsund fermetrar.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Matthildur Björnsdóttir
Að vera útlendingur – Víðara hugtak en við höldum
Kjarninn 22. febrúar 2020
Sönnun þess að hægt er að skrifa um myndlist á lifandi og áhrifaríkan hátt
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir skrifar um bókina Vetrargulrætur.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Gylfi Sigurðsson er stærsta íslenska stjarnan í enska boltanum, sem Síminn keypti sýningarréttinn að í fyrra. Hann leikur með Everton.
Tekjur Símans af sjónvarpsþjónustu jukust um 818 milljónir í fyrra
Áhrif kaupanna á sýningarrétti enska boltans, og þeirra breytinga sem Síminn réðst í samhliða innleiðingu hans í sjónvarpsþjónustu sína, eru afar áberandi í uppgjöri félagsins fyrir síðasta ár.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Algjörlega tilbúinn í hið pólitíska at sem fylgir því að stýra RÚV
Stefán Eiríksson segist að sjálfsögðu hafa sínar pólitísku skoðanir og lífsviðhorf, en sé ekki tengdur neinum stjórnmálaflokkum og með góða reynslu af því að takast á við stjórnmálamenn.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Svandís Svavarsdóttir
Sjúklingar borga minna
Kjarninn 22. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður segir Samtök iðnaðarins í áróðursherferð gegn orkufyrirtækjum
Forstjóri Landsvirkjunar spyr hvort meirihluta aðildarfélaga Samtaka iðnaðarins sé samþykkur því að íslenska þjóðin gefi 20-30 milljarða króna til nokkurra alþjóðlegra stórfyrirtækja með því að hætta að selja upprunaábyrgðir.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Kórónaveiran breiðist út – Viðbúnaður aukinn í Bandaríkjunum
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur lýst því yfir, að nauðsynlegt sé að auka viðbúnað til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar