Kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar telja RÚV ekki gæta hlutleysis

Mikill meirihluti kjósenda Sjálfstæðisflokks og Framsóknar telja RÚV hlutdrægt á meðan að kjósendur allra annarra flokka telja RÚV gæta hlutleysis í fréttaflutningi. Greining bendir ekki til þess að fjallað sé neikvæðar um ákveðna flokka umfram aðra.

ruv-2_15996874705_o.jpg
Auglýsing

Mik­ill meiri­hluti kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks telja að RÚV sé hlut­drægt í frétta­flutn­ingi sín­um. Alls segj­ast sjö af hverjum tíu Sjálf­stæð­is­mönnum og tæp­lega sjö af hverjum tíu Fram­sókn­ar­mönnum að þeir hafi þá skoð­un. Hjá kjós­endum allra ann­arra stjórn­mála­flokka er yfir­gnæf­andi hluti kjós­enda, oft­ast vel yfir 90 pró­sent, þeirrar skoð­unar að RÚV gæti hlut­leys­is.

Þetta kemur fram í rann­sókn sem Gallup gerði á við­horfi almenn­ings til hlut­lægni í frétta­flutn­ingi Rík­isútvarps­ins tók til tíma­bils­ins 23.-30 maí 2016. Í frétt fjöl­miðla­nefndar um rann­sókn­ina kemur fram að engin sér­stök ástæða hafi legið að baki því að þetta tíma­bil varð fyrir val­inu, önnur en sú að mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neytið ákvað í maí 2016 að veita sér­stakri fjár­veit­ingu til fjöl­miðla­rann­sókna og var haf­ist handa við könn­un­ina um leið og for­sendur hennar höfðu verið ákveðnar og fjár­veit­ing tryggð.

Til stóð að fjöl­miðla­nefnd birti nið­ur­stöð­urnar síðar á þessu ári sem hluta af árlegu mati nefnd­ar­innar á almanna­þjón­ustu­hlut­verki RÚV. Því mati sé ekki lok­ið.

Auglýsing

Fjöl­miðla­nefnd hafi hins vegar á síð­ustu dögum borist tvær beiðnir frá fjöl­miðlum um að nið­ur­stöður fram­an­greindra fjöl­miðla­rann­sókna verði afhent­ar. Fyrri beiðnin barst frá Frétta­blað­inu 18. októ­ber og seinni beiðnin frá Við­skipta­blað­inu 19. októ­ber. „Með vísan til 5. gr. upp­lýs­inga­laga nr. 140/2012 og sjón­ar­miða um gagn­sæi og jafn­ræði hefur nefndin ákveðið að birta nið­ur­stöður grein­inga Gallup og Fjöl­miðla­vakt­ar­inn­ar/Credit­info á vef sín­um, fyrr en til stóð, til upp­lýs­inga fyrir fjöl­miðla og almenn­ing. Áréttað er að ekki er um að ræða heild­ar­mat nefnd­ar­innar á almanna­þjón­ustu­hlut­verki Rík­is­út­varps­ins.“

Ekk­ert í grein­ingu Fjöl­miðla­vakt­ar­inn­ar/Credit­info bendir til þess að fleiri nei­kvæðar fréttir séu sagðar af Sjálf­stæð­is­flokki eða Fram­sókn­ar­flokki en öðrum flokk­um.

Tveir af hverjum þremur telja RÚV gæta hlut­leysis

Í könnun Gallup kom fram að 66,5 pró­sent aðspurðra sögð­ust telja RÚV almennt hlut­laust í fréttum og frétta­tengdu efni sínu. Alls sögð­ust 33,5 pró­sent telja að RÚV væri hlut­drægt og þar af sagð­ist 5,5 pró­sent telja að RÚV væri að öllu leyti hlut­drægt í fréttum og frétta­tengdu efni sínu.

Þeir sem voru með háskóla­próf voru lík­legri til að telja RÚV hlut­laust en þeir sem höfðu lokið lægri menntun og fleiri Reyk­vík­ingar telja RÚV hlut­laust en þeir sem búa á lands­byggð­inni. Þá er skýr munur á milli tekju­hópa. Þeir sem minnstar hafa tekj­urnar telja að RÚV sé hlut­drægt í meira mæli en aðr­ir. Konur eru sömu­leiðis trú­aðri á hlut­leysi RÚV en karl­ar.

Mikla athygli vekur að það eru fyrst og síð­ast kjós­endur tveggja flokka sem voru í fram­boði til Alþingis í fyrra sem telja RÚV ekki gæta hlut­leysis í fréttum og frétta­tengdu efni sínu, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks. Meiri­hluti kjós­enda beggja þeirra flokka telja að RÚV sé hlut­drægt í frétta­flutn­ingi. Þannig segj­ast 71 pró­sent kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks­ins telja að RÚV sé hlut­drægt og 65 pró­sent kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks­ins. Kjós­endur ann­arra flokka telja nær allir að RÚV gæti hlut­leys­is. Þannig segj­ast 96 pró­sent kjós­enda Vinstri grænna telja að RÚV gæti hlut­leys­is, 94 pró­sent kjós­enda Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, 86 pró­sent kjós­enda Pírata og 84 pró­sent kjós­enda Við­reisnar eru sama sinn­is.

Um var að ræða net­könnun og úrtakið var 1.413 manns 18 ára og eldri alls staðar að af land­inu. Fjöldi svar­enda var 876.

Ekki fleiri nei­kvæðar fréttir um Sjálf­stæð­is- eða Fram­sókn­ar­flokk

Grein­ing Fjöl­miðla­vakt­ar­inn­ar/Credit­info var á fréttaum­fjöllun RÚV í aðdrag­anda Alþing­is­kosn­inga 2013 og 2016. Nið­ur­staða hennar vegna kosn­ing­anna í fyrra var meðal ann­ars sú að Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokkar hafi fengið mesta fréttaum­fjöllun og að 88 pró­sent allra frétta sem sagðar voru af stjórn­mála­flokkum í hafi hvorki flokk­ast sem jákvæðar né nei­kvæð­ar. Um níu pró­sent þeirra töld­ust jákvæðar en þrjú pró­sent nei­kvæð­ar.

Flestar þeirra frétta sem flokk­uð­ust sem nei­kvæðar voru um Íslensku þjóð­fylk­ing­una, eða sjö pró­sent allra frétta sem sagðar voru af henni. Alls voru fimm pró­sent frétta sem sagðar voru af Fram­sókn­ar­flokknum nei­kvæð­ar. Fjögur pró­sent þeirra frétta sem sagðar voru af Sam­fylk­ing­unni, Við­reisn og Sjálf­stæð­is­flokknum töld­ust nei­kvæð­ar. Aðrir flokkar voru með minna hlut­fall nei­kvæðra frétta.

Flestar jákvæðar fréttir voru sagðar um Pírata og voru 22 pró­sent frétta um þá flokk­aðar sem slík­ar. Það er mun meira en fréttir af flestum öðrum fram­boðum og er það skýrt í grein­ing­unni með því að meiri­hluti þeirra jákvæðu frétta sem tengd­ust Pírötum hafi snú­ist um umræðu um stjórn­ar­myndun fyrir kosn­ing­ar. Er þar vísað í svo­kall­aðan Lækja­brekku­fund. Þá voru einnig fréttir af áhuga erlendra fjöl­miðla á fram­boði Pírata sem og fréttir af góðu gengi flokks­ins í skoð­ana­könn­un­um.

Af þeim flokkum sem eiga nú full­trúa á Alþingi var minnst hlut­fall frétta jákvæðar þegar fjallað var um Sam­fylk­ingu (fimm pró­sent) og Við­reisn (sex pró­sent). 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar