Mynd: Birgir Þór Harðarson

Miðflokkurinn ætlar að gefa kjósendum sína eigin eign

Miðflokkurinn ætlar að kaupa Arion banka með fé úr ríkissjóði til að gefa þjóðinni síðan þriðjungshlut í honum. Því mun skattfé greiða fyrir það sem gefið verður. Stærsti eigandi Arion banka í dag er Kaupþing. Á meðal eigenda þess félags er Wintris.

Í kosn­ing­unum 2013 fékk Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, þá undir for­ystu Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, sína bestu kosn­ingu í 34 ár. Alls fékk flokk­ur­inn 24,4 pró­sent atkvæða. Ástæðan var fyrst og síð­ast ein: hin svo­kall­aða Leið­rétt­ing.

Hún sner­ist um að greiða hluta Íslend­inga sem höfðu verið með verð­tryggð lán á árunum 2008 og 2009 sam­tals 72,2 millj­arða króna úr rík­is­sjóði í skaða­bætur fyrir verð­bólgu­skot sem orðið hafði eftir hrun, og hækk­aði lán þessa hóps. Þegar kom að útgreiðslu Leið­rétt­ing­ar­inn­ar, sem fór að stærstum hluta til tekju- og eign­ar­mesta hluta þjóð­ar­inn­ar, hafði hús­næð­is­verð reyndar hækkað langt umfram verð­bólgu og eigið féð því skilað sér til baka.

En Leið­rétt­ingin svín­virk­aði sem kosn­inga­lof­orð. Í fyrsta sinn var því lofað að gefa fólki sem að meiri­hluta var ekki í neinni sárri þörf bein­harða pen­inga. Og Sig­mundur Davíð varð for­sæt­is­ráð­herra í kjöl­far­ið.

Nú, eftir að hafa þurft að segja af sér sem for­sæt­is­ráð­herra og verið felldur sem for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, er Sig­mundur Davíð mættur til leiks með nýjan flokk, Mið­flokk­inn. Sá flokkur hverf­ist fyrst og síð­ast í kringum hug­mynda­fræði hans og per­sónu. Og stærsta lof­orð flokks­ins, sem mælist með 10,5 pró­sent fylgi í nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans og er á mik­illi sigl­ingu, snýst um að gefa almenn­ingi fé úr rík­is­sjóði.

Vill að ríkið kaupi banka af Kaup­þingi

Í þetta sinn ætlar Sig­mundur Davíð að gefa þjóð­inni þriðj­ungs­hlut í Arion banka, eftir að ríkið hefur nýtt sér for­kaups­rétt sinn í bank­anum og keypt hann aftur af núver­andi meiri­hluta­eig­end­um. Þeir eru ann­ars vegar fjórir vog­un­ar­sjóðir og Gold­man Sachs, sem keyptu hlut í bank­anum í mars, og eiga sam­tals 29,6 pró­sent hlut í hon­um. Hins vegar er stærsti eig­andi Arion banka Kaup­þing ehf. sem á 57,41 pró­sent hlut.

Kaup­þing er að mestu í eigu erlendra vog­un­ar­sjóða. En á meðal ann­arra eig­enda félags­ins, sem eru allir gamlir kröfu­hafar Kaup­þings banka, er félagið Wintris. Það er skráð á Bresku jóm­frú­areyj­unum og er í eigu eig­in­konu Sig­mundar Dav­íðs. Hann var sjálfur skráður eig­andi félags­ins, sem á á annað millj­arð króna í eign­um, um ára­bil og eng­inn kaup­máli er í gildi á milli þeirra hjóna sem gerir Wintris að sér­eign eig­in­konu hans. Því er ljóst að helsta kosn­inga­lof­orð Mið­flokks­ins snýst um að kaupa eign sem félag í eigu eig­in­konu for­manns flokks­ins á hlut í.

Ríki taldi for­kaups­rétt ekki hafa virkj­ast

Sam­kvæmt stöð­ug­leika­sam­komu­lag­inu við kröfu­hafa, sem var gert þegar Sig­mundur Davíð var for­sæt­is­ráð­herra, átti Kaup­þing að selja Arion banka fyrir árs­lok 2018. Hluta hluta af sölu­and­virð­inu sem félagið fengi fyrir Arion banka átti að nota í að greiða upp 84 millj­arða króna veð­skulda­bréf. Slík greiðsla myndi draga úr þörf íslenska rík­is­ins á því að gefa út rík­is­skulda­bréf og auka getu þess til að greiða niður skuldir eða ráð­ast í inn­viða­upp­bygg­ingu.

Þegar samið var um stöð­u­­­­leika­fram­lög setti íslenska ríkið inn ákvæði þess efnis að það gæti gengið inn í við­­­­skipti með hluti í Arion banka ef gengið yrði lægra en 0,8 af bók­­­­færðu eigin fé bank­ans. Í því sam­komu­lagi var líka samið um að Kaup­­­­­­þing þurfi að selja hlut sinn í Arion banka fyrir árs­­­­­­lok 2018. Ef það myndi ekki tak­­­­­ast myndi rík­­­­­­is­­­­­­sjóður leysa bank­ann til sín.

Vog­un­­­ar­­­sjóð­irnir Taconic Capi­tal, Och-Ziff Capi­tal Mana­gement, Attestor Capi­tal og fjár­­­­­fest­inga­­­bank­inn Gold­man Sachs  keyptu sam­tals hlut sinn í Arion banka af Kaup­­­­þingi á tæp­lega 50 millj­­­­arða króna. Verðið sem greitt var fyrir var  yfir 0,8 krónur á hverja krónu af bók­­­­færðu eigin fé Arion banka. Ríkið gat því ekki nýtt sér for­kaups­rétt­inn þar sem hann virkj­að­ist ekki. Auk þess áttu sjóð­irnir og Gold­man Sachs sam­tals kaup­rétt af um 22 pró­senta hlut til við­bótar sem þeir ákváðu í ágúst að nýta sér ekki.

Ætlar að kaupa banka og gefa síðan hluta

Í kosn­inga­stefnu Mið­flokks­ins segir að hann ætli sér að nýta sér for­kaups­rétt rík­is­ins að Arion banka. Hvernig flokk­ur­inn ætlar sér að gera það er ekki útfært. En ljóst er að flokk­ur­inn getur ekki þvingað þá sem þegar hafa keypt hlut í bank­anum til að selja sér aftur þann hlut. Og sam­kvæmt þeim skil­yrðum sem sett voru um virkjun for­kaups­réttar rík­is­ins þegar samið var um stöð­ug­leika­fram­lögin þá getur ríkið ekki gengið inn í frek­ari sölu á hlut í Arion banka nema að slík sala fari fram á geng­inu 0,8 eða lægra miðað við eigið fé. Það er að minnsta kosti mat fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins sem sett var fram í minn­is­blaði til efna­hags- og við­skipta­nefndar sem lagt var fram á fundi nefnd­ar­innar í júní síð­ast­liðn­um.

Leiðréttingin var aðgerð sem framkvæmd var af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Í henni voru 72,2 milljarðar króna greiddir úr ríkissjóði til hluta þeirra sem voru með verðtryggð lán á árunum 2008 og 2009.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Kosn­inga­stefna Mið­flokks­ins miðar að því að ríkið eign­ist Arion banka að fullu, að þriðj­ungur verði seldur í opnu útboði, að ríkið haldi eftir um þriðj­ungi og að þriðj­ungur verði gefin lands­mönn­um. Til þess að þetta sé ger­legt þarf að kaupa alla hluti í Arion banka til baka, en ríkið á í dag 13 pró­sent. Sig­mundur Davíð segir í Frétta­blað­inu í dag að þriðj­ungs­hlut­ur­inn sem Mið­flokk­ur­inn ætlar að afhenda þjóð­inni sé lík­lega 60-70 millj­arða króna virði. Miðað við það verð þá verð­leggur hann Arion banka á 180 til 210 millj­arða króna. Ríkið þyrfti þar af leið­andi að kaupa 87 pró­sent hlut ann­arra sem sam­kvæmt verð­mati Sig­mundar Davíð er 157 til 183 millj­arða króna virði, áður en þriðj­ungur yrði afhentur þjóð­inni og þriðj­ungur yrði end­ur­seldur í opnu útboði. Til að gefa þjóð­inni Arion banka þyrfti fyrst að kaupa hann aft­ur, með fé úr rík­is­sjóði. Því er banka­gjöfin í grunn­inn mjög sam­bæri­leg aðgerð og Leið­rétt­ing­in, að því und­an­skildu því að nú eiga allir að fá fé í stað þess að ein­ungis sumir fái það.

Stefnt að því að selja Kaup­þing á næsta ári

Þegar síð­asta rík­is­stjórn sprakk stóð til að hlutur Kaup­þings í Arion banka yrði seldur í opnu hluta­fjár­út­boði á síð­ari hluta þessa árs. Sú vinna var á loka­metr­un­um. Vegna þeirrar póli­tísku óvissu sem skap­að­ist við stjórn­ar­slitin og boðun kosn­inga þá hætti Kaup­þing við þessi áform og ætlar nú að selja hlut­inn sinn á fyrsta árs­fjórð­ungi næsta árs.

Gangi þau áform eftir mun allur 87 pró­sent hlutur Kaup­þings verða komin í ann­arra hendur snemma á næsta ári. Eftir stæði íslenska ríkið með 13 pró­sent hlut, sem það gæti þá selt á mark­aði ef vilji væri til að losa um og nota fjár­magnið í ann­að.

Þótt ríkið myndi ekki selja sinn hlut í Arion banka myndi rík­is­kass­inn samt bólgna vel út ef af verð­ur. Ástæða þess er sú, líkt og áður sagði, að selj­and­inn, Kaup­þing, myndi nota hluta af sölu­and­virð­inu til að gera upp 84 millj­arða króna veð­skulda­bréf sem gefið var út í byrjun árs 2016 í tengslum við greiðslu stöð­ug­leika­eigna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar