Þegar fellur á silfrið

Allir sem á annað borð fylgjast með hræringum í „hönnunarheiminum“ kannast við dönsku vörurnar sem bera nafnið Georg Jensen. Margs konar skartgripir, borðbúnaður, armbandsúr og listmunir. Í dag gengur rekstur þessa þekkta fyrirtækis ekkert alltof vel.

Georg Jensen - Silfur
Auglýsing

Georg Jen­sen, var fæddur árið 1866 í Raadvad norðan við Kaup­manna­höfn. Móð­irin var heima­vinn­andi en fað­ir­inn vann hjá fyr­ir­tæk­inu Raadvad, sem fram­leiddi einkum hnífa og potta. Fjórtán ára byrj­aði Georg að vinna við silf­ur­smíði en dreymdi um að verða mynd­höggv­ari. Hann lauk sveins­prófi í gull- og silf­ur­smíði árið 1884, aðeins 18 ára að aldri. Hann hafði þó ekki lagt mynd­höggv­ara­draum­inn á hill­una og fimm árum síð­ar, 1889, fékk hann inn­göngu í Kon­ung­lega fag­ur­lista­skól­ann (heitir nú Kun­staka­demi­et) og útskrif­að­ist árið 1892. 

Á næstu árum sýndi Georg Jen­sen verk sín í Kaup­manna­höfn og víð­ar. Stór ferða­styrkur gerði honum kleift að ferð­ast til Ítalíu og Frakk­lands og nokkur verka hans, úr leir og bronsi, voru sýnd á heims­sýn­ing­unni í París árið 1900 og voru sömu­leiðis til sýnis í Róm og Flór­ens það sama ár. Á heims­sýn­ing­unni kynnt­ist hann verkum franska gull­smiðs­ins René Lalique, þess sem síðar varð heims­þekktur fyrir gler­l­ista­verk sín. 

Silf­ur­smíðin tog­aði 

Georg JensenÞrátt fyrir vel­gengni sem mynd­höggv­ari, var það þó silf­ur­smíðin sem átti hug og hjarta Georgs. Hann hafði líka gert sér grein fyrir því að ekki væri auð­velt að vinna fyrir sér sem mynd­höggv­ari og sneri sér því að silf­ur­smíð­inni. Árið 1901 fékk hann meist­ara­rétt­indi í silf­ur­smíði, smíð­is­gripir hans, sem hann bæði hann­aði og smíð­aði, (skart­grip­ir, skálar, kerta­stjakar o.fl) voru eft­ir­sóttir og á næstu árum fékk hann fjöl­mörg boð um að taka þátt í sýn­ingum víða um lönd. Nafnið Georg Jen­sen var orðið þekkt. 

Auglýsing

Georg Jen­sen var í upp­hafi með verk­stæði sitt og verslun í mið­borg Kaup­manna­hafnar en síðar á Aust­ur­brú, skammt frá mið­borg­inni. Þar vann fjöldi fólks, stofn­and­inn sinnti ekki lengur smíð­inni en ein­beitti sér að hönnun og rekstri. 

Margir þekktir danskir lista­menn hönn­uðu einnig ýmsa gripi fyrir Georg Jen­sen. Sér­versl­anir með vörur frá verk­stæð­inu í Kaup­manna­höfn voru, á fyrstu ára­tugum lið­innar ald­ar, opn­aðar víða í Evr­ópu. Fyr­ir­tækið lenti þó í ýmis konar hremm­ing­um, fjár­hags­lega, en þegar Georg Jen­sen lést árið 1935 var það orðið þekkt um allan heim og stóð traustum fót­um. Strák­ur­inn frá Raadvad (eins og Georg kall­aði sig stund­um) sem í fyrstu dreymdi um að verða mynd­höggv­ari var í lif­anda lífi orð­inn meðal þekkt­ustu silf­ur­smiða heims og þannig er það enn þótt liðin séu 82 frá dauða hans. Georg Jen­sen hlotn­uð­ust margar við­ur­kenn­ingar vegna starfa sinna og verk hans er að finna á öllum þekkt­ustu list­iðn­að­ar­söfnum heims. Smíð­is­gripir meist­ar­ans sjálfs selj­ast fyrir háar fjár­hæðir á upp­boð­um.

Svipt­ingar

Þegar Georg Jen­sen lést var fyr­ir­tækið að mestu í eigu fjöl­skyld­unn­ar. Starf­semin hélt áfram, þótt stofn­and­ans nyti ekki lengur við, rekst­ur­inn gekk vel, nýir hönn­uðir komu til sög­unnar en hin „sí­gilda“ hönnun Georgs og sam­starfs­fólks hans var áfram til sölu og þannig er það enn. Á síð­ustu ára­tugum hafa orðið miklar breyt­ingar í fyr­ir­tækja­rekstri í Dan­mörku, eins og víð­ar. Margir þekkt­ustu fram­leið­endur lands­ins, ekki síst þeir sem fram­leiða hús­búnað hafa lent í miklum ólgu­sjó, sum lagt upp laupana en önnur sam­ein­ast og þannig tek­ist að halda sjó. 

Árið 1972 keypti Kon­ung­lega postu­líns­verk­smiðjan Georg Jen­sen fyr­ir­tækið og þremur árum síðar gler­verk­smiðj­una Hol­megaard, þá var nafni Kon­ung­lega breytt í Royal Copen­hagen. Postu­líns­fram­leið­and­inn Bing & Grön­dahl sam­ein­að­ist Royal Copen­hagen árið 1987, sem síðar keypti hið sænska Orre­fors Kosta Boda. Danska fjár­fest­inga­fé­lagið Axcel eign­að­ist stærstan hluta Royal Copen­hagen árið 2001. Georg Jen­sen fyr­ir­tækið reynd­ist ekki sá gull­kálfur sem Axcel hafði von­ast eftir og fjár­fest­inga­fé­lagið varð að leggja nokkur hund­ruð millj­ónir danskra króna til rekstr­ar­ins. 

Georg Jensen - Lógó

Georg Jen­sen selt til Bar­ein 

Árið 2012 seldi Axcel Georg Jen­sen (með manni og mús eins og for­stjór­inn komst að orði) til Investcorp, fjár­fest­inga­fé­lags í Bar­ein. Stjórn­endur Investcorp höfðu háar hug­mynd­ir, ætl­uðu að tvö­falda velt­una innan fimm ára, horfðu þar einkum til Asíu. Nýju eig­end­urnir vörðu miklu fé í kynn­ing­ar­starf­semi og hönnun nýrra hluta. Þetta hefur ekki skilað auknum tekj­um, sem neinu nemi, og Investcorp hefur orðið að leggja mikið fé til rekstr­ar­ins. 

Nýr for­stjóri 

Í árs­byrjun 2016 sett­ist Eva-Lotta Sjö­stedt í for­stjóra­stól­inn hjá Georg Jen­sen. Hún hafði meðal ann­ars verið fram­kvæmda­stjóri hjá IKEA og eig­endur Georg Jen­sen bundu miklar vonir við hana. Þær vonir rætt­ust ekki og fyrir nokkrum dögum fékk hún reisupass­ann en í for­stjóra­stól­inn sett­ist Ítal­inn Francesco Pesci. Hann hefur setið í stjórn Georg Jen­sen í tæpt ár og gegnt for­mennsku í nokkra mán­uði. Nýi for­stjór­inn seg­ist þess full­viss að Georg Jen­sen muni rétta úr kútn­um, það taki auð­vitað tíma en muni takast. 

Hvað hefur farið úrskeiðis og hvað ætlar þú að gera?

Þessa spurn­ingu lögðu danskir blaða­menn fyrir nýja for­stjór­ann þegar til­kynnt var um for­stjóra­skipt­in. Francesco Pesci svar­aði því til að ein­hverra hluta vegna höfði vörur fyr­ir­tæk­is­ins ekki til ungs fólks í sama mæli og áður. „Á síð­ustu árum hefur fram­boð á list­munum og skart­gripum auk­ist gíf­ur­lega og kannski er það nýj­unga­girni sem veldur því að okkar vörur selj­ast ekki jafn vel og áður,“ sagði for­stjór­inn. Hann sagði að salan í Asíu hefði ekki auk­ist eins og von­ast var til, þar væri meiri eft­ir­spurn eftir skart­gripum úr gulli. „Okkar vörur eru ekki þær réttu fyrir þann mark­að,“ sagði for­stjór­inn. Hann vildi ekki segja meira um hug­myndir sínar varð­andi rekst­ur­inn en sagði að þrátt fyrir „tíma­bundna erf­ið­leika“ stæði Georg Jen­sen traustum fót­um. „Það hefur áður verið mót­vindur en svo breyt­ist vind­áttin og þá kemur vindur í segl­in.“ 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar