Mismunandi skilningur lagður í hugtakið menntun án aðgreiningar

Mikilvægt er að allir í skólasamfélaginu sjái í menntun án aðgreiningar leið til að gefa öllum nemendum kost á gæðamenntun. Þetta segir í skýrslu á vegum Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar og sérþarfir.

klébergsskóli
Auglýsing

Almennt þarf að skýra betur hug­takið menntun án aðgrein­ing­ar, sem og hvernig standa ber að fram­kvæmd þess. Þetta kemur fram í skýrslu sem tekin var saman fyrir mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neytið á vegum Evr­ópu­mið­stöðvar um nám án aðgrein­ingar og sér­þarf­ir. Hún birt­ist á vef stjórn­ar­ráðs Íslands í íslenskri þýð­ingu þann 31. októ­ber síð­ast­lið­inn.

Í nið­ur­stöðum skýrsl­unnar segir að mis­mun­andi skiln­ingur sé lagður í hug­takið menntun án aðgrein­ingar meðal þeirra sem sinna mennta­mál­um, bæði innan hvers skóla­stigs og milli skóla­stiga. Skýrslu­höf­undar segja enn fremur að mik­il­vægt sé að allir í skóla­sam­fé­lag­inu sjái í menntun án aðgrein­ingar leið til að gefa öllum nem­endum kost á gæða­mennt­un.

Ein af meg­in­til­lögum í skýrsl­unni er að efna til víð­tækrar umræðu meðal þeirra sem koma að mennta­málum um hvernig best verði staðið að menntun án aðgrein­ing­ar. Þetta kemur fram í frétt mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins um skýrsl­una. Þar segir jafn­framt að útgáfa íslensku þýð­ing­ar­innar sé liður í því og verði henni dreift í alla leik-, grunn- og fram­halds­skóla á land­in­u. 

Auglýsing

Fá ófull­nægj­andi stuðn­ing

Í skýrsl­unni kemur einnig fram að margt starfs­fólk skóla seg­ist fá ófull­nægj­andi stuðn­ing til að ígrunda og fram­kvæma dag­leg störf sín með menntun án aðgrein­ingar að leið­ar­ljósi. Á öllum stigum mennta­kerf­is­ins megi finna dæmi um umbætur að því er varðar skipu­lag, náms­efni, náms­mat, kennslu­hætti, náms­að­stoð, tæki­færi til fag­legrar starfs­þró­unar allra þeirra sem vinna að mennta­málum og til árang­urs­ríkra sam­skipta starfs­fólks. 

Slík vinnu­brögð hafi þó hvorki náð mik­illi útbreiðslu né orðið föst venja í skóla­starf­inu. Tryggja þurfi að þörfin á við­eig­andi og árang­urs­ríkum stuðn­ingi við skóla­starf, bæði almennt og í ein­stökum ald­urs­hóp­um, sé öllum ljós. Öllum í skóla­sam­fé­lag­inu, á öllum stigum kerf­is­ins, eigi að vera gert kleift að ígrunda og fram­kvæma dag­leg störf sín með menntun án aðgrein­ingar að leið­ar­ljósi.

Þörf á skýr­ari leið­sögn

Núver­andi lög­gjöf og stefnu­mótun felur í sér stuðn­ing við mark­mið og áherslur mennta­kerfis án aðgrein­ing­ar. Sam­staða er um þessi mark­mið og áherslur meðal flestra þeirra sem sinna mennta­málum og á öllum stigum kerf­is­ins, sam­kvæmt skýrsl­unni. Á hinn bóg­inn er þörf á skýr­ari leið­sögn um hvernig standa ber að því að fella þessi stefnumið inn í áætl­anir sveit­ar­fé­laga og skóla og hrinda þeim í fram­kvæmd. 

Jafn­framt segja skýrslu­höf­undar að þeir sem vinna að mennta­málum þurfi jafn­framt á leið­sögn að halda um hvernig haga skuli eft­ir­liti með þeirri fram­kvæmd og mati á árangri henn­ar, í sam­ræmi við lands­lög og mark­aða stefnu stjórn­valda. Lög­gjöf og stefnu­mótun á sviði mennt­unar án aðgrein­ingar verði að hafa það mark­mið að tryggja öllum nem­endum jöfn tæki­færi.

Fleiri og sveigj­an­legri kostir þurfa að bjóð­ast

Þótt starfs­fólk á öllum stigum mennta­kerf­is­ins vinni af heil­indum að fram­gangi stefn­unnar hefur það ekki notið nægi­legs stuðn­ings til þess, segir í skýrsl­unni. Form­legur stuðn­ingur er að nokkru fyrir hendi en starfs­fólk skóla lítur svo á að fleiri og sveigj­an­legri kostir á slíkum stuðn­ingi þurfi að bjóð­ast. Það er almenn skoðun að þessu við­miði verði varla náð til fulls nema vel sé unnið að öðrum við­miðum sem íslenski starfs­hóp­ur­inn mót­aði og snúa einkum að skil­virkni stuðn­ings­kerfa, til­högun fjár­veit­inga, stjórn­un­ar­háttum og gæða­stjórn­un­ar­að­ferð­u­m. 

Enn fremur benda skýrslu­höf­undar á að meiri­hluti við­mæl­enda í öllum hópum skóla­sam­fé­lags­ins telji núver­andi reglur um fjár­veit­ingar og ráð­stöfun fjár­muna hvorki taka mið af sjón­ar­miðum um jöfnuð né hug­myndum um skil­virkni. Margir séu þeirrar skoð­unar að núver­andi fjár­veit­inga­venjur auð­veldi starfs­fólki ekki að vinna að menntun án aðgrein­ing­ar, heldur tálmi fram­förum á því sviði. Margir sem starfa að mennta­málum á vett­vangi ríkis og sveit­ar­fé­laga telji að breyt­ingar á núgild­andi reglum um fjár­fram­lög, sem taka mið af grein­ingu á sér­þörfum í námi eða fötl­un, gætu verið mik­il­væg lyfti­stöng fyrir menntun án aðgrein­ingar á Íslandi. Þess vegna eigi ráð­stöfun fjár­muna að taka mið af sjón­ar­miðum um jöfn­uð, skil­virkni og hag­kvæmni.

Núver­andi stjórn­un­ar­hættir tryggja ekki nægan stuðn­ing í starfi

Þeir sem sinna mennta­málum á vett­vangi rík­is, sveit­ar­fé­laga og skóla telja á það skorta að stjórn­un­ar­hættir og gæða­stjórn­un­ar­að­ferðir á sviði mennta­mála séu við­hlít­andi, sam­kvæmt skýrsl­unni. Hvort sem horft er til ráðu­neyta eða sveit­ar­fé­laga þykir starfs­fólki sem núver­andi stjórn­un­ar­hættir tryggi því ekki nægan stuðn­ing í starfi. Starfs­fólki skóla þykir núver­andi til­högun gæða­stjórn­unar ekki alltaf skila sér með þeim hætti í skóla­starf­inu að í henni sé fólgin hvatn­ing til frek­ari þró­unar þess og umbóta. Verði stjórn­un­ar­hættir og gæða­stjórn­un­ar­að­ferðir því að tryggja að stefnu­mótun og fram­kvæmd á sviði mennt­unar án aðgrein­ingar nái fram að ganga á sam­hæfðan og árang­urs­ríkan hátt.

Jafn­framt segir að margt starfs­fólk skóla hafi efa­semdir um að grunn­menntun þess og tæki­færi til fag­legrar starfs­þró­unar nýt­ist sem skyldi til und­ir­bún­ings fyrir skóla­starf án aðgrein­ing­ar. Að áliti margra þeirra sem sinna mennta­málum á vett­vangi ríkis og sveit­ar­fé­laga felli hvorki grunn­menntun né fag­leg starfs­þróun nægi­lega vel að mark­aðri stefnu ríkis og sveit­ar­fé­laga, og starfs­fólk skóla njóti því ekki nægi­legs stuðn­ings til að inn­leiða menntun án aðgrein­ingar sem stefnu sem bygg­ist á rétti hvers og eins. Unnið sé að fag­legri starfs­þróun á árang­urs­ríkan hátt á öllum stigum kerf­is­ins.

Evr­ópu­mið­stöðin sjálf­stæð stofnun 30 Evr­ópu­ríkja

Nið­ur­stöð­urnar voru unnar árið 2016 af hálfu starfs­fólks og ráð­gjafa Evr­ópu­mið­stöðv­ar­inn­ar. Hún er sjálf­stæð stofnun 30 Evr­ópu­ríkja sem hafa með sér sam­starf um mál­efni er lúta að menntun án aðgrein­ingar og sér­þörfum í námi. Til­gangur hennar er að vinna að umbótum á stefnu og fram­kvæmd mennta­mála í þágu nem­enda með fötlun og sér­þarfir í námi. 

Í des­em­ber­mán­uði 2016 voru aðild­ar­lönd mið­stöðv­ar­innar þessi: Aust­ur­ríki, Belgía, Króa­tía, Kýp­ur, Tékk­land, Dan­mörk, Eist­land, Finn­land, Frakk­land, Þýska­land, Grikk­land, Ung­verja­land, Ísland, Írland, Ítal­ía, Lett­land, Lit­há­en, Lúx­em­borg, Malta, Holland, Nor­eg­ur, Pól­land, Portú­gal, Slóvakía, Sló­ven­ía, Spánn, Sví­þjóð, Sviss og Bret­land. Ísland hefur átt fulla aðild að mið­stöð­inni allt frá stofnun hennar árið 1996.

Segir í skýrsl­unni að úttekt á fram­kvæmd stefnu um menntun án aðgrein­ingar beri að skoða í sam­hengi við þá þró­un­ar­vinnu sem nú á sér stað á Íslandi og verk­ferl­ana sem stuðst er við í þeirri vinnu og sé þá einkum vísað til þeirrar innri úttektar sem áður hefur farið fram á fram­kvæmd stefnu um menntun án aðgrein­ing­ar.

Úttektin hafi fyrst og fremst snú­ist um að kanna fram­kvæmd íslenskrar mennta­stefnu og var hún í því skyni látin taka til leik-, grunn- og fram­halds­skóla­stigs, stofn­ana sem ann­ast umsýslu fjár­veit­inga til mennt­unar án aðgrein­ing­ar, allra hópa skóla­sam­fé­lags­ins, þar á meðal nem­enda og aðstand­enda þeirra.

Þrjár teg­undir gagna­safna

Gagna­söfnun fór fram á tíma­bil­inu frá mars til ágúst 2016. Um var að ræða þrjár teg­undir gagna­söfn­unar sem styðja hver aðra. Í fyrsta lagi söfnun upp­lýs­inga um grund­vall­ar- eða lyk­il­at­riði sem fjallað er um í stefnu­mark­andi skjöl­um, skýrsl­um, greinum og á vef­síð­um, á ensku eða íslensku.

Í öðru lagi vett­vangs­at­hug­anir vegna úttekt­ar­innar sem fóru fram í apríl 2016. Undir þær féllu 27 rýni­hópar með 222 þátt­tak­end­um, 11 heim­sóknir í skóla og níu við­töl við hátt­setta stjórn­endur sem taka ákvarð­anir á sveit­ar­stjórn­ar­stigi eða á lands­vísu.

Í þriðja lagi net­könnun sem skil­aði 934 svörum í fjórum mis­mun­andi könn­unum en hver könnun um sig var til­tæk bæði á ensku og íslensku. Grein­ing úttekt­ar­hóps­ins á gögn­unum leiddi í ljós að huga þyrfti sér­stak­lega að nokkrum til­teknum mál­efnum sem liggja til grund­vallar meg­in­þáttum stefnu­mót­unar og fram­kvæmd­ar, og bent var á styrk­leika sem talið var að nýta mætti í umbóta­ferli.

Hægt er að nálg­ast skýrsl­una og lesa nánar um nið­ur­stöð­urnar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki búinn að höfða mál gegn Fjármálaeftirlitinu
Fjármálaeftirlit Seðlabankans sektaði Arion banka um tæpar 88 milljónir króna í sumar. Ástæðan var sú að upplýsingar um fyrirhugaðar fjöldauppsagnir í bankanum birtust í fjölmiðlum. Arion banki vill að ákvörðunin verði ógild.
Kjarninn 31. október 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóri Samherja, er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.
Eigið fé Síldarvinnslunnar nú 50 milljarðar króna
Síldarvinnslan hefur verið dugleg við að kaupa upp aflaheimildir síðust ár. Hún er að uppistöðu í eigu Samherja og fjölskyldufyrirtækis annars forstjóra Samherja. Saman halda útgerðir sem tengjast forstjórum Samherja á um 20 prósent af öllum kvóta.
Kjarninn 31. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Kristján Þór upplýsti Katrínu um samskipti skrifstofustjóra við Stjórnartíðindi
Sjávarútvegsráðherra upplýsti forsætisráðherra um það í júlímánuði síðastliðnum að í júlí í fyrra hefði þáverandi skrifstofustjóri ráðuneytis hans átt samskipti við Stjórnartíðindi og látið fresta birtingu nýrra laga um laxeldi, sem kom fyrirtækjunum vel.
Kjarninn 31. október 2020
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar