Milljarða sekt

Hvað verður nú um TV2 í Danmörku? Borgþór Arngrímsson skrifar um fjölmiðlalandslagið í Danmörku.

Tv2denmark
Auglýsing

Það ger­ist sann­ar­lega ekki á hverjum degi að nor­ræn sjón­varps­stöð fái millj­arða sekt. Danska sjón­varps­stöðin TV2 fékk fyrir nokkrum dögum sekt, sem gæti numið jafn­gildi 45 millj­arða íslenskra króna. Ef svo færi að sjón­varps­stöðin yrði að greiða sekt­ina færi hún í þrot.

Danir ættu ekki að vera í vand­ræðum með að finna eitt­hvað við sitt hæfi þegar þeir setj­ast fyrir framan heim­il­is­alt­ar­ið, einsog sumir kalla sjón­varp­ið. Að minnsta kosti þrjá­tíu stöðvar eru í boði, sumar mjög sér­hæfð­ar, aðrar svæð­is­bundn­ar. Tvær sjón­varps­stöðvar draga til sín lang­flesta áhorf­end­ur. Ann­ars vegar DR, Dan­marks Radio, eins og það heitir fullu nafni og hins vegar TV2. Þessar tvær stöðv­ar, báðar í rík­i­s­eigu, reka hvor um sig nokkrar sjón­var­prásir þarsem allir eiga að geta fundið eitt­hvað við sitt hæfi. DR var stofnað árið 1925, hét þá Stats­radi­of­on­ien og var, eins og nafnið gefur til kynna, útvarps­stöð. Eitt­hvað sem hét sjón­varp var ekki til. Sjón­varps­út­send­ingar DR hófust árið 1951 og voru fram til árins 1967 í svart hvítu (sauða­lit­un­um). Þetta var löngu fyrir daga þeirrar tækni sem við þekkjum í dag: ef Danir vildu t.d. sjá sjón­varps­frétt­irnar urðu þeir að vera sestir í sófann klukkan 18.30, það voru engir mögu­leikar til að sjá efnið eftir á, eng­inn sarpur og þvíum­líkt!

TV2 kemur til sög­unnar

Þótt Danir væru almennt (sam­kvæmt könn­un­um) mjög sáttir við DR urðu þær raddir hávær­ari með árunum sem þótti óeðli­legt að í land­inu væri ein­ungis eitt fyr­ir­tæki, eða stofn­un, sem sæi lands­mönnum fyrir öllu sjón­varps­efni, og einnig nán­ast öllu útvarps­efni. Stjórn­mála­mönn­um, hvar í flokki sem þeir stóðu, þótti sjón­varpið iðu­lega draga taum and­stæð­ing­anna í umfjöllun sinni, þessi umræða er enn til staðar og reyndar hreint ekki ein­skorðuð við Dan­mörku. Danska þing­ið, Fol­ket­in­get, sam­þykkti árið 1986 lög um starf­semi sjón­varps­stöðv­ar, sem fékk síðar nafnið TV2. Strax eftir að lögin voru sam­þykkt hófst und­ir­bún­ingur starf­sem­inn­ar. Ákveðið var að höf­uð­stöðvar TV2 skyldu vera í Óðins­véum á Fjóni. Það var skil­yrði margra þing­manna fyrir stuðn­ingi við frum­varpið að þessi nýja sjón­varps­stöð yrði vestan Stóra­belt­is, með því næð­ist ákveðið mót­vægi við DR sem er með höf­uð­stöðvar í Kaup­manna­höfn. Hins vegar var ljóst að allra hluta vegna yrði TV2 að vera með starfs­stöð í höf­uð­borg­inni og enn­fremur á Jót­landi, þar urðu Árósar fyrir val­inu.

Auglýsing

Afnota­gjald og aug­lýs­ingar

Í lög­unum um TV2 var áskilið að fyr­ir­tækið yrði að stórum hluta fjár­magnað með aug­lýs­inga­tekjum en fengi einnig hluta þess afnota­gjalds sem DR inn­heimtir árlega. Afnota­gjald­ið, sem bundið er í lög­um, mið­ast við heim­ili, fjöldi heim­il­is­manna skiptir ekki máli, upp­hæðin ætíð sú sama. Versl­anir og fyr­ir­tæki höfðu árum saman hamrað á mik­il­vægi þess að hægt yrði að aug­lýsa í sjón­varpi, lang sterkasta fjöl­miðli lands­ins, en slíkt var ekki í boði hjá DR, lögum sam­kvæmt. Í lög­unum  um TV2 var miðað við að sá hluti afnota­gjalds­ins sem kæmi í hlut stöðv­ar­innar færi til rekst­urs frétta­stofu, annað yrði fjár­magnað með aug­lýs­inga­tekj­um. Ekki var gert ráð fyrir að TV2 ann­að­ist fram­leiðslu sjón­varps­efn­is, það yrði keypt af sjálf­stæðum fram­leið­end­um.

Afnota­gjaldið er, eins og áður sagði, bundið við heim­ili, ekki fjölda íbúa. Árið 2017 er gjaldið kr. 2.492.- (tæp­lega 41 þús­und íslenskar), með sölu­skatti sem nemur tæpum 500 krón­um. DR fær í sinn hlut kr. 1661.- (ca. 27.000 íslenskar) TV2 fær kr. 231.- (ca 3.800 íslenskar) sem renna í dag óskiptar til lands­hluta­stöðva TV2. Afgang­ur­inn rennur til minni útvarps- og sjón­varps­stöðva og ýmissa verk­efna.

Yngri en 18 ára, sem eru með lög­heim­ili í for­eldra­hús­um, eru und­an­þegnir gjald­inu. Eft­ir­launa­fólk get­ur, sam­kvæmt til­teknum regl­um, sótt um lækk­un, eða nið­ur­fell­ingu, gjalds­ins. 



Meiri áhersla á létt­ara efni

Stjórn­endur TV2 lögðu frá upp­hafi áherslu á að vera ,,létt­ari“ sjón­varps­stöð en DR. Ein­kunn­ar­orðin væru ,, í þjón­ustu fólks­ins“ frekar en ,,í þjón­ustu sam­fé­lags­ins“ sem voru ein­kunn­ar­orð DR. Á þeim 29 árum sem liðin eru frá stofnun TV2 hefur margt breyst. Fram­boð sjón­varps­efnis orðið marg­falt meira og mögu­leik­arnir til að sjá og heyra sömu­leið­is. DR og TV2 eru í dag risarnir á dönskum sjón­varps­mark­aði og segja má að milli þeirra ríki ákveðið jafn­ræði og hvor sjón­varps­stöð um sig sendir nú út á nokkrum rás­um. DR hefur haft meiri burði, pen­inga­lega, til fram­leiðslu kostn­að­ar­samra þátta en jafn­framt róið á ,,létt­ari“ mið. Á hinn bóg­inn hefur TV2 hreint ekki ein­skorðað sitt efn­is­val við ,,létt­meti“ og sé litið yfir dag­skrá aðal­sjón­varps­rása þess­ara tveggja stöðva er mun­ur­inn ekki ýkja­mik­ill, en sé horft til allra rása er breiddin í efn­isvali meiri hjá DR, enda rás­irnar fleiri.

Hug­myndir um sölu TV2  

Eftir að rík­is­stjórn And­ers Fogh Rasmus­sen (Ven­stre) tók við völdum árið 2001 lýsti stjórnin áhuga sínum á að einka­væða TV2. Ekk­ert varð þó úr þeim áformum en þess í stað gerður lang­tíma­samn­ingur við TV2 sem tryggði stöð­inni ákveðið fjár­magn (til­tekna pró­sentu­tölu afnota­gjalds­ins) en legði stöð­inni jafn­framt ákveðna skyldur á herðar (pu­blic-service forpligtel­se). Hug­myndir um sölu og einka­væð­ingu TV2 hafa síðan að mestu legið í lág­inni, þangað til fyrir skömmu. Mette Bock menn­ing­ar­mála­ráð­herra hefur dustað rykið af hug­mynd­unum um sölu TV2 og að und­an­förnu margoft rætt þau mál sem hún full­yrðir að njóti stuðn­ings meiri­hluta á þing­inu. En svo birt­ist skyndi­lega ljón (kannski væri rétt­ara að segja fíll!) í veg­in­um.

Sekt sem gæti riðið TV2 að fullu

Fyrir nokkrum dögum var greint frá því að Evr­ópu­dóm­stóll­inn hefði kveðið upp úrskurð í máli sem árum saman hefur verið ,,í píp­un­um“.

Rekja má upp­haf máls­ins til þess að dreif­ing­ar­fyr­ir­tækið SBS Broa­dcasting lagði, árið 2000, fram kvörtun til Fram­kvæmda­stjórnar ESB vegna þess að TV2 hefði fengið styrk frá danska rík­inu. Styrk sem ekki sam­ræmd­ist reglum ESB, upp­hæðin nam tæpum tveimur millj­örðum króna. Mál þetta er mjög flókið og engin leið að gera því skil í stuttum pistli sem þessum en síð­ast­lið­inn fimmtu­dag kvað Evr­ópu­dóm­stóll­inn í Lux­em­borg upp úrskurð sinn, úrskurð sem ekki verður áfrýj­að. TV2 fékk á árunum 1995 – 2002 sér­stakan styrk frá danska rík­inu. Það er í sjálfu sér ekki ólög­legt en brotið felst hin­vegar í því að ESB var ekki til­kynnt um þennan styrk fyr­ir­fram. Þótt mörgum kunni að finn­ast þetta lít­il­vægt lítur Evr­ópu­dóm­stóll­inn ekki svo á. En þetta er ekki allt, dreif­ing­ar­fyr­ir­tækin Viasat og Discovery Network hafa fyrir löngu síðan höfðað mál, sem nú er fyrir Eystri- lands­rétti í Kaup­manna­höfn. Þessi tvö fyrir­tæki krefj­ast tæpra tveggja millj­arða danskra króna vegna rétt­inda­brota TV2.

Hvað það verður veit nú eng­inn

Á þess­ari stundu veit eng­inn hvert fram­haldið verð­ur. Þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unnar hafa hvatt rík­is­stjórn­ina til að leggja hug­myndir um sölu TV2 á hill­una en menn­ing­ar­mála­ráð­herr­ann sagði í sjón­varps­við­tali að risa­sektin breytti engu um þær fyr­ir­ætl­an­ir. Ljóst er að TV2 ræður með engu móti við að greiða sektir og bæt­ur,  sem geta ef allt fer á versta veg, numið allt að fjórum millj­örðum króna (ca. 65 millj­örðum íslenskum). Vinni TV2 málið fyrir Eystri- lands­rétti sleppur sjón­varps­stöðin við að borga  Vi­asat og Discovery Network . Eftir stendur þá sekt Evr­ópu­dóm­stóls­ins, tveir millj­arðar sem er upp­hæð sem TV2 ræður tæp­ast við. Stjórn­endur sjón­varps­stöðv­ar­innar eru bjart­sýn­ir, ummæli fram­kvæmda­stjór­ans í við­tali við danskt dag­blað fóru hins­vegar fyrir brjóstið á mörgum þing­mönnum ,,ríkið reddar okk­ur“.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar