Eins og í lygasögu

Þekktur bandarískur prófessor hefur verið kærður fyrir að halda fræðslufyrirlestur hjá starfsfólki danska skattsins og skattanefnd danska þingsins. Þyngsta refsing við slíku broti er brottvísun úr landi.

Brooke Harrington.
Brooke Harrington.
Auglýsing

Brooke Harr­ington hefur und­an­farin átta ár búið í Dan­mörku og allan þann tíma verið pró­fessor við Við­skipta­há­skól­ann í Kaup­manna­höfn, CBS. Hún er almennt álitin í hópi helstu sér­fræð­inga varð­andi skatta­mál, einkum hvað varðar alls kyns und­an­skot og leiðir til að fela fjár­muni í þeim afkimum heims­ins sem iðu­lega eru nefndir skattaparadís­ir. Kunn­átta hennar snýr að leiðum til að upp­lýsa og koma í veg fyrir skatta­laga­brot.

Vegna yfir­burða­þekk­ingar sinnar á þessu sviði er Brooke Harr­ington mjög eft­ir­sótt sem fyr­ir­les­ari og síðan hún flutti til Dan­merk­ur, fyrir átta árum, hefur hún haldið ótal fyr­ir­lestra, í háskól­um, hjá stétt­ar­fé­lög­um, karla- og kvenna­klúbb­um, og fyr­ir­tækj­um.

Suma þess­ara fyr­ir­lestra hefur hún þegið greiðslu fyr­ir, aðra ekki. Í ráðn­ing­ar­samn­ingi pró­fess­ora við Við­skipta­há­skól­ann stendur að meðal starfs­skyldna þeirra sé að miðla af þekk­ingu sinni til lærðra og leikra og Brooke Harr­ington hefur í við­tölum sagt að hún hafi lagt sig fram um að fara eftir þessu ákvæði í ráðn­ing­ar­samn­ingn­um. Hún hefur reyndar ekki getað orðið við nema litlum hluta þeirra beiðna sem henni hafa borist „ég kemst ein­fald­lega ekki yfir nema brot af því sem ég er beðin um“.

Skatt­ur­inn og skatta­nefnd þings­ins óskaði eftir fræðslu­er­indi

Fyrir nokkru fékk Brooke Harr­ington beiðni um að halda fræðslu­er­indi fyrir sér­fræð­inga dönsku skatt­stof­unn­ar, Skat, og skatta­nefnd danska þings­ins. Þeir sem fylgj­ast með dönskum fréttum vita að starfs­fólki Skat veitir ekki af, í ljósi fréttaum­fjöll­unar síð­ustu ára, af allri þeirri fræðslu sem völ er á. Sama gildir um skatta­nefnd þings­ins. Brooke Harr­ington brást vel við beiðn­inni og hélt fyr­ir­lest­ur­inn eins og um var samið og við­staddir hafa síðan lýst í við­tölum að þeir hafi orðið margs vís­ari við að hlýða á pró­fess­or­inn.

Auglýsing

Lög­reglan lagði fram kæru

Þótt þeir sem hlýddu á áður­nefndan fræðslu­fyr­ir­lestur væru ánægðir með það sem fyr­ir­les­ar­inn hafði að segja verður ekki sama sagt um starfs­fólk SIRI, sér­deildar inn­flytj­enda­ráðu­neyt­is­ins. Það var þó ekki fyr­ir­lest­ur­inn sem slíkur sem fór fyrir brjóstið á SIRI heldur það að pró­fessor Brooke Harr­in­tgon skyldi halda fyr­ir­lest­ur­inn, án þess að hafa fengið til þess sér­stakt leyfi. Hún má semsé ekki halda fyr­ir­lestur fyrir þing­menn og sér­fræð­inga (og reyndar hvern sem er utan skól­ans) án þess að hafa til þess leyfi frá áður­nefndri sér­deild. Rétt er að taka fram að þessi regla gildir ekki um þennan eina pró­fess­or, allir sem ráðnir eru til til­tek­inna starfa í Dan­mörku, og fá land­vist­ar­leyfi sem slík­ir, mega ekki starfa við annað en það sem leyf­is­veit­ingin nær til. Reglan nær ekki til borg­ara ESB ríkj­anna og ann­arra íbúa evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins, t.d. Íslend­inga.

Kæran ekki eins­dæmi

Kæran sem lög­reglan lagði fram vegna fræðslu­er­indis Brooke Harr­ington er síður en svo eins­dæmi. Í Dan­mörku starfa tug­þús­undir útlend­inga, sumir þeirra sér­fræð­ing­ar, aðrir ekki. Við Kaup­manna­hafn­ar­há­skóla starfa til að mynda 700 sér­fræð­ingar frá löndum utan Evr­ópu­sam­bands­ins. Fyrir ári síðan fékk ástr­alski óbó­leik­ar­inn Rachel Bullin 33 þús­und króna sekt (um það bil 542 þús­und íslenskar) fyrir að hlaupa í skarðið hjá Sin­fón­íu­hljóms­sveit­inni í Kold­ing á Suð­ur­-Jót­landi. Kold­ing­borg fékk jafn­framt 80 þús­und króna sekt (um það bil 1,4 millj­ónir íslenskar). Verk­fræði­nem­inn Marius Yuobi frá Kamerún slapp ekki með sekt, honum hafði orðið það á að vinna 16 klukku­tíma eina vik­una, við hrein­gern­ing­ar, en hafði aðeins leyfi fyrir 15 klukku­stund­um. Fyrir þetta brot var honum vísað úr landi. Það mál vakti mikla athygli og Marius Youbi kom aftur til Dan­merkur nokkru síðar „ég fylgist vel með klukk­unni þegar ég er í vinn­unni“ sagði hann bros­andi í við­tali við danskt dag­blað.

Svona eru regl­urnar segir ráð­herr­ann

Mál Brooke Harr­ington hefur vakið mikla athygli í Dan­mörku. Kannski ekki síst vegna þess að brot hennar fólst í því að fræða hátt­setta emb­ætt­is­menn, og þing­menn, um skatta­mál. Hún hefur eins og áður var getið haldið fjöld­ann af fyr­ir­lestrum án þess að starfs­fólk SIRI gerði athuga­semd­ir. Fjöl­miðlar hafa greint frá því að í sumum til­vikum hafi þeir sem báðu um fyr­ir­lest­ur­inn sótt um und­an­þág­una, stundum hafi hreint ekki verið sótt um slíkt og Brooke Harr­ington hefur stundum sjálf sótt um þetta sér­staka leyfi (um­sóknin er á 19 síð­u­m). Inger Stöjberg ráð­herra inn­flytj­enda­mála seg­ist ánægð með að SIRI fólkið vinni sitt verk en hún telji sjálf­sagt að gera breyt­ingar á regl­unum til að mæta því sem hún kallar „sér­stök til­vik“.

Þing­menn krefj­ast breyt­inga

Fjöl­margir þing­menn, þar á meðal Lars Lökke Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra, hafa tjáð sig um Brooke Harr­ington mál­ið, eins og það er kall­að, og eru á einu máli um að regl­urnar séu algjör­lega út í hött. Lars Lökke hefur margoft, síð­ast í ræðu fyrir nokkrum dög­um, talað um gagn­semi þess að við háskóla lands­ins starfi erlendir sér­fræð­ingar sem jafn­framt miðli af þekk­ingu sinni utan veggja skól­anna. Mette Reissmann þing­maður Sós­í­alde­mókrata sagði í blaða­við­tali að erlendir fræði­menn hefðu tak­mark­aðan áhuga á að koma til Dan­merkur ef þeir vissu að þeir ættu á hættu að verða sektaðir og jafn­vel reknir úr landi „det er helt ude i hampen, det er helt godnat“.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nýir tímar og tónlistin á vínyl
Söngkona og lagahöfundur frá Hofi í Öræfasveit sem býr nú í Osló í Noregi safnar fyrir vinyl-útgáfu á plötu á Karolina fund.
Kjarninn 31. október 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, og Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.
Sóttvarnalæknir hvetur rjúpnaveiðimenn til að halda sig heima
Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vilja því hvetja alla að vera heima og taka þannig öll þátt í baráttunni, líka rjúpnaveiðimenn.
Kjarninn 31. október 2020
Ásta Logadóttir, Lárus S. Guðmundsson og Ólafur Hjálmarsson
Þétting byggðar – Lýðheilsa og lífsgæði
Kjarninn 31. október 2020
Steingrímur J. Sigfússon hættir
Forseti Alþingis mun ekki vera í framboði í næstu þingkosningum. Það verður í fyrsta sinn frá 1978 sem hann verður ekki í framboði til Alþingis.
Kjarninn 31. október 2020
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki búinn að höfða mál gegn Fjármálaeftirlitinu
Fjármálaeftirlit Seðlabankans sektaði Arion banka um tæpar 88 milljónir króna í sumar. Ástæðan var sú að upplýsingar um fyrirhugaðar fjöldauppsagnir í bankanum birtust í fjölmiðlum. Arion banki vill að ákvörðunin verði ógild.
Kjarninn 31. október 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóri Samherja, er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.
Eigið fé Síldarvinnslunnar nú 50 milljarðar króna
Síldarvinnslan hefur verið dugleg við að kaupa upp aflaheimildir síðust ár. Hún er að uppistöðu í eigu Samherja og fjölskyldufyrirtækis annars forstjóra Samherja. Saman halda útgerðir sem tengjast forstjórum Samherja á um 20 prósent af öllum kvóta.
Kjarninn 31. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Kristján Þór upplýsti Katrínu um samskipti skrifstofustjóra við Stjórnartíðindi
Sjávarútvegsráðherra upplýsti forsætisráðherra um það í júlímánuði síðastliðnum að í júlí í fyrra hefði þáverandi skrifstofustjóri ráðuneytis hans átt samskipti við Stjórnartíðindi og látið fresta birtingu nýrra laga um laxeldi, sem kom fyrirtækjunum vel.
Kjarninn 31. október 2020
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar