Aftur á byrjunarreit eða inn í kjörklefann?

Stjórnarmyndun í Þýskalandi er runnin út í sandinn. Þröstur Haraldsson skrifar frá Berlín um stöðuna sem upp er komin.

Angela Merkel kanslari Þýskaland
Auglýsing

Þegar hart­nær tveir mán­uðir voru liðnir frá kosn­ingum í Þýska­landi fóru stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður kristi­legra, frjáls­lyndra og græn­ingja út um þúfur seint í gær­kvöld. Rétt fyrir mið­nætti gengu full­trúar Frjáls­lynda flokks­ins (FDP) á dyr og sögð­ust ekki sjá neinn til­gang í að taka þátt í frek­ari við­ræð­um. 

Hér hafa stjórn­mála­menn glímt við stjórn­ar­mynd­un, rétt eins og íslenskir kollegar þeirra. Sitt­hvað er þó ólíkt í vinnu­brögðum og -að­ferðum við stjórn­ar­mynd­un­ina. Hér virð­ist til dæmis ekk­ert liggja á. Kosn­ing­arnar fóru fram 24. sept­em­ber en þegar úrslit lágu fyrir fóru flestir bara í frí og ein­hverjir helltu sér út í aðra kosn­inga­bar­áttu því fylk­is­kosn­ingar fóru fram í Neðra-­Saxlandi 15. októ­ber. Þar hélt meiri­hluti krata (SPD) og kristi­legra (CDU) velli en kratar urðu stærsti flokk­ur­inn og fengu því for­ystu­hlut­verk­ið, öfugt við það sem gerð­ist á lands­vísu.

Að þessum kosn­ingum loknum hófst það sem hér­lendir kalla Sondi­er­ung og útleggst á íslensku könn­un­ar­við­ræð­ur. Þá þukla flokk­arnir hver á öðrum og leita uppi þol­mörkin í hinum ýmsu mála­flokk­um. Þetta skeið varði í fjórar vikur og lauk nú fyrir helg­ina. Þá hófst úrslita­til­raun til þess að ná mála­miðl­unum og kom­ast að nið­ur­stöðu um stjórn­ar­sátt­mála. Berlín­ar­blað­ið Tagesspi­egel kall­aði fund­inn sem boð­aður var á fimmtu­dag „nótt hinna löngu hnífa“ þótt ekki stæði til að úthella blóði heldur beita hnífum til að skera niður óhóf­legar vænt­ingar ein­stakra flokka.

Auglýsing

Fund­ur­inn stóð í 15 klukku­stundir og lauk um fjög­ur­leytið á föstu­dags­morgni – án sam­komu­lags. Síðan hefur staðið yfir úrslita­til­raun til að ná sam­komu­lagi og flokk­arnir settu sér það mark­mið að ljúka við­ræðum fyrir kvöld­mat á sunnu­dag. Næð­ist ekki sam­komu­lag mætti jafn­vel búast við því að boðað verði til nýrra kosn­inga. Ólíkt því sem gerð­ist í íslensku kosn­ing­unum eru mögu­leik­arnir á myndun stjórnar afskap­lega fátæk­legir hér í Þýska­landi.

For­set­inn varar við

Það er fleira ólíkt með lönd­unum tveimur og eitt af því er staða þjóð­höfð­ingj­anna. Á Íslandi gegnir for­set­inn stóru hlut­verki í stjórn­ar­mynd­un, bæði bak­við tjöldin og framan við þau. Hér er for­set­inn að heita má stikk­frí meðan verið er að mynda stjórn. Hann hefur að vísu neyð­ar­vald til þess að senda þingið heim og boða til kosn­inga, en því er afar sjaldan beitt. 

Það kom því tölu­vert á óvart þeg­ar Frank-Walter Stein­meier var­aði stjórn­mála­menn­ina við því að þrýsta á um nýjar kosn­ingar í við­tali við Sprin­ger-­blað­ið Welt am Sonntag í gær. For­set­inn hvatti þá til að axla ábyrgð sína en varpa henni ekki aftur til kjós­enda og bætti því við að hann ætti bágt með að trúa því að flokk­arnir vildu taka áhætt­una af nýjum kosn­ing­um. Þessi við­vörun er þeim mun hljómmeiri þar sem hún kemur frá mann­inum sem hefur áður­nefnt neyð­ar­vald í hendi sér. – Reynið meira, segir hann og und­an­skilur ekki Sós­í­alde­mókrata sem sitja hjá í þess­ari umferð við­ræðn­anna.

Án þátt­töku SPD yrði ekki mynduð stjórn, færi Jamaíku-til­raunin út um þúf­ur. Töl­fræði­lega væri ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að end­ur­vekja stjórn krata og kristi­legra, en Mart­in Schultz leið­togi flokks­ins þver­tekur fyrir þátt­töku flokks­ins í stjórn­ar­mynd­un. – Kjós­endur höfn­uðu GroKo í kosn­ing­un­um, segir hann og á þar við Große Koa­lition, eða sam­steypu­stjórn stóru flokk­anna. Og ekki þarf að taka það fram að eng­inn flokkur vill koma nálægt AfD. Þetta tvennt þrengir stöð­una því veru­lega.

Engin leynd um mál­efnin

Þriðja atriðið sem greinir löndin að er að hér fjalla fjöl­miðlar mikið um mál­efnin sem flokk­arnir takast á um í við­ræð­unum og sýna þeim heil­mikla athygli. Heima neita samn­inga­menn að tjá sig um mál­efnin nema í svo almennum orðum að eng­inn er neinu nær hvað þeir eru að takast á um. Það sem er þó verra er útbreitt áhuga­leysi frétta­manna á öðru en því hverjir muni setj­ast í ráð­herra­stóla eftir að stjórnin er komin á kopp­inn.

Í þýskum fjöl­miðlum eru þessi mál til stöðugrar umfjöll­unar og full­trúar flokk­anna í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­unum taka fullan þátt í því. Eitt lítið dæmi: Í lok októ­ber efndi Tagesspi­egel til mál­þings um heil­brigð­is­mál þar sem heil­brigð­is­ráð­herra úr röðum kristi­legra mætti og greindi frá umræðum milli flokk­anna um mála­flokk­inn. Þar voru einnig full­trúar hinna flokk­anna og ræddu málin opin­skátt.

Blöðin segja líka frá því sem ger­ist á bak­við tjöldin í við­ræð­unum og vitna í menn undir nafni – og stundum nafn­leynd – um afstöðu og sam­skipti ein­stakra flokka og þátt­tak­enda í umræð­un­um. Blaða­menn verða sér úti um skjöl sem verða til og birta úr þeim kafla, jafn­vel með breyt­ing­ar­til­lög­um, athuga­semdum og mála­miðl­un­um. Svona vinnu­brögð eru því miður fáséð í íslensku press­unni.

Inn­an­hússvandi kristi­legra

Það er líka nóg af ágrein­ings­efnum milli flokk­anna. Að nafn­inu til eru flokk­arnir þrír – Kristi­leg­ir, Frjáls­lyndir og Græn­ingjar – en í við­ræð­unum eru þeir greini­lega fjórir því kristi­legir demókratar starfa í tveim sjálf­stæðum flokkum sem oft­ast hafa þó starfað sam­an. Annar þeirra heit­ir Christ­licher Sozi­aler Union (CSU) og starfar ein­ungis í Bæj­ara­landi, hinn heit­ir Christ­licher Demokrat­ischer Union (CDU) og starfar í afgang­inum af Þýska­landi undir for­ystu Ang­elu Merkel kansl­ara.

Fyr­ir­fram var búist við að mestur ágrein­ingur yrði milli Græn­ingja og hinna flokk­anna, en um hann virð­ist að veru­legu leyti hafa tek­ist að ná mála­miðl­unum – þó ekki alveg eins og síðar grein­ir. Hingað til hefur mestur ágrein­ing­ur­inn verið á milli kristi­legu flokk­anna tveggja. Þar virð­ist eng­inn treysta öðrum yfir þrösk­uld. Ástæða þess er ekki síst það tap sem flokk­arnir tveir máttu þola í kosn­ing­un­um. Við­ræð­urnar hófust raunar á því að for­mað­ur CSU, Hor­st Seehofer, kom á fund Ang­elu í Berlín til að setja niður ágrein­ing um inn­flytj­enda­mál­in. 

Bæj­ar­arnir í CSU voru ekki sáttir við Merkel þegar hún opn­aði landið í miðjum flótta­manna­straumi fyrir tveimur árum. Þeir rekja eigið tap og upp­gang hægripopúlist­anna í AfD til þeirrar ákvörð­unar og segj­ast hafa skilið hægri væng­inn eftir galop­inn þegar þeir eltu Merkel inn á miðj­una. Nú hafa þeir fengið því fram­gengt að þak er sett á fjölda inn­flytj­enda sem má ekki fara upp fyrir 200.000 á ári. Hins vegar var áfram tek­ist á um að hve miklu leyti eigi að hindra flótta­menn í því að sam­eina fjöl­skyldur sínar hér í landi. 

Það sem gerir þennan ágrein­ing þó ill­leys­an­legri en ella er valda­bar­átta í for­ystu CSU. Í Bæj­ara­landi verður gengið til fylk­is­kosn­inga á næsta ári og staða Seehofer sem leið­toga veikt­ist veru­lega við fylgis­tapið í sam­bands­kosn­ing­un­um. Þetta birt­ist meðal ann­ars í því að samn­inga­menn hér í Berlín van­treysta full­trú­um CSUTagesspi­egel segir um þing­flokks­for­mann CSU, Alex­and­er Dobrindt, að hann sé óút­reikn­an­legur og hefur eftir ónafn­greindum CDU-­manni að eng­inn viti hverra erinda hann gangi í við­ræð­un­um.

Vafa­samar ástir og orku­mál

Hitt stóra ágrein­ings­málið sem tek­ist er á um eru lofts­lags­mál­in. Á því leikur eng­inn vafi að Þjóð­verjar ætla sér að standa við Par­ís­ar­sam­komu­lagið sem stendur styrkum fótum eftir vel­heppn­aðan fund sem lauk á laug­ar­dag í Bonn. Það eru hins vegar leið­irnar sem fara á og hrað­inn á þeim vegi sem vefst fyrir samn­inga­mönnum hér í Berlín.

Þýska­land er í all­nokk­urri klemmu í orku­mál­um, ekki síst eftir að Ang­ela Merkel ákvað að leggja niður öll kjarn­orku­ver í land­inu í kjöl­far kjarn­orku­slyss í Japan fyrir nokkrum árum. Tak­mark­aðir mögu­leikar og hæga­gangur í þróun umhverf­is­vænna orku­kosta hefur valdið því að Þjóð­verjar hafa neyðst til að grípa aftur til gam­allar auð­lindar sem ekki telst lengur stofu­hæf: kola­brennsla hefur auk­ist tals­vert að und­an­förnu. 

Á hinn bóg­inn hefur einnig gengið hæg­ara en skyldi að draga úr orku­notkun Þjóð­verja, sér í lagi hefur bíla­iðn­að­ur­inn dregið lapp­irn­ar. Bíla­fyr­ir­tækin eru öfl­ugur þáttur í þýsku atvinnu­lífi enda ekki hvaða land sem er sem getur státað af bíla­teg­undum eins og Mercedes BenzBMWPorscheAudi og Volkswagen, svo nokkrar séu nefnd­ar. Síð­ast­nefnda fyr­ir­tækið var gómað með allt niðrum sig þegar í ljós kom að það hafði svindlað kerf­is­bundið á meng­un­ar­mæl­ingum bíla sinna. Þrátt fyrir þetta og fleiri hneyksli hafa þýskir stjórn­mála­menn haldið uppi ákaf­lega inni­legu sam­bandi við bíla­iðn­að­inn. Þær ástir verða þeir aug­ljós­lega að taka til end­ur­skoð­un­ar, ætli þeir að draga úr lofts­lags­á­hrifum þýskra bíla og standa við Par­ís­ar­sam­komu­lag­ið.

Engin lystireisa í aug­sýn

En eins og fram kom í upp­hafi er þessi draumur um Jamaíku-­stjórn úr sög­unni. Eftir að frest­ur­inn var runn­inn út í gær­kvöld héldu menn áfram að funda fram und­ir­ mið­nætti þegar frjáls­lyndir gengu á dyr. Leið­togi þeirra, Christ­i­an Lindner, sagði til­gangs­laust að hanga yfir þessu leng­ur, það næð­ist hvorki trún­aður né traust á milli manna, eng­inn vilji til að stjórna saman hefði skap­ast. Var á honum að skilja að deilan um sam­ein­ingu fjöl­skyldna flótta­manna hefði verið skerið sem við­ræð­urnar steyttu end­an­lega á. Það væri þó ekki það eina því frjáls­lyndir sökn­uðu margs sem þeir hefðu gert kröfur um í þeim drögum að stjórn­ar­sátt­mála sem orð­inn var til.

Hvað nú ger­ist er óljóst. Nýjar kosn­ingar eru senni­lega það síð­asta sem menn vilja en staðan er þröng eins og áður sagði. Nefndur hefur verið sá kostur að kristi­legu flokk­arnir mynd­uðu minni­hluta­stjórn en and­rúms­loftið í samn­inga­við­ræð­unum gerir þann kost hvorki fýsi­legan né lík­leg­an. Aðrir kostir eru vart grein­an­legir eins og staðan er. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar