Ríkisstjórn verður formlega mynduð á fimmtudag eða laugardag

Ríkisstjórnarmyndun er á lokametrunum. Fundað verður með þingflokkum og stjórnarandstöðu í dag og flokksstofnunum um miðja viku. Stjórnin tekur líklega formlega við á fimmtudag eða laugardag og þing verður kallað saman undir lok næstu viku.

verðandi ríkisstjórn
Auglýsing

Flokk­arnir þrír sem hafa verið í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum und­an­farnar vikur mun hitta þing­flokka sína í dag til að fara yfir stöðu mála í við­ræð­un­um. Þar verður stjórn­ar­sátt­máli þó ekki lagður fram til kynn­ing­ar, þrátt fyrir að vinna við hann sé mjög langt kom­in. Enn á eftir að ákveða hvernig verka­skipt­ing verður á milli flokk­anna, þ.e. hver fær hvaða ráðu­neyti og fasta­nefndir þings­ins til að stýra. Þó er gengið út frá því í allri vinn­unni að Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, verði for­sæt­is­ráð­herra.

Eftir þing­flokks­fund­ina stendur til að hitta full­trúa vænt­an­legrar stjórn­ar­and­stöðu. Heim­ildir Kjarn­ans herma að flokks­stofn­anir Sjálf­stæð­is­flokks, Fram­sókn­ar­flokks og Vinstri grænna verði kall­aðar saman um miðja viku. Þannig stendur til að mynda til að kalla flokks­ráð Vinstri grænna saman síð­degis á mið­viku­dag og nið­ur­staða þess ætti að liggja fyrir á mið­viku­dags­kvöld.

Ef allar flokks­stofn­anir flokk­anna þriggja sam­þykkja myndun rík­is­stjórn­ar­innar mun hún verða form­lega mynduð annað hvort á fimmtu­dag eða laug­ar­dag. Föstu­dag­ur­inn 1. des­em­ber, full­veld­is­dagur þjóð­ar­inn­ar, þykir ekki koma til greina vegna þess að for­seti Íslands er ekki við­lát­inn til að halda fyrsta rík­is­ráðs­fund nýrrar rík­is­stjórnar á þeim degi vegna emb­ætt­is­skyldna.

Auglýsing

Fyrsta mál sem hin nýja rík­is­stjórn mun leggja fram verða ný fjár­lög og það er ekki hægt að gera fyrr en hún hefur verið form­lega mynd­uð. Auk þess þarf fram­lagn­ing fjár­laga að ganga í gegnum ákveð­inn feril áður en hægt er að leggja þau fram. Því herma heim­ildir Kjarn­ans að búist sé við að þing verði ekki kallað saman fyrr en á fimmtu­dag í næstu viku, eða 7. des­em­ber

Heim­ildir Kjarn­ans herma að allar líkur séu á því að af myndun stjórn­ar­innar verði þrátt fyrir að for­menn flokk­anna þriggja: Katrín, Bjarni Bene­dikts­son og Sig­urður Ingi Jóhanns­son, eigi enn eftir að ná lend­ingu í nokkrum stórum ágrein­ings­mál­um. Þau sem helst hafa verið nefnd í því sam­hengi eru skatta­mál og ramma­á­ætl­un.

Þá hafa verið mis­mun­andi skoð­anir á því hvort að mál­efni Seðla­banka Íslands eigi að fara aftur til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins, þar sem Bjarni mun að öllum lík­indum setj­ast, eða hvort þau eigi að vera áfram í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu hjá Katrínu. Starf seðla­banka­stjóra verður aug­lýst til umsóknar á kjör­tíma­bil­inu og gengið er út frá því að Már Guð­munds­son muni ekki sækj­ast eftir því að verða skip­aður aft­ur. Því þarf að skipa nýjan mann, eða konu, í þessa miklu valda­stöðu.

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar