Ríkisstjórn verður formlega mynduð á fimmtudag eða laugardag

Ríkisstjórnarmyndun er á lokametrunum. Fundað verður með þingflokkum og stjórnarandstöðu í dag og flokksstofnunum um miðja viku. Stjórnin tekur líklega formlega við á fimmtudag eða laugardag og þing verður kallað saman undir lok næstu viku.

verðandi ríkisstjórn
Auglýsing

Flokk­arnir þrír sem hafa verið í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum und­an­farnar vikur mun hitta þing­flokka sína í dag til að fara yfir stöðu mála í við­ræð­un­um. Þar verður stjórn­ar­sátt­máli þó ekki lagður fram til kynn­ing­ar, þrátt fyrir að vinna við hann sé mjög langt kom­in. Enn á eftir að ákveða hvernig verka­skipt­ing verður á milli flokk­anna, þ.e. hver fær hvaða ráðu­neyti og fasta­nefndir þings­ins til að stýra. Þó er gengið út frá því í allri vinn­unni að Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, verði for­sæt­is­ráð­herra.

Eftir þing­flokks­fund­ina stendur til að hitta full­trúa vænt­an­legrar stjórn­ar­and­stöðu. Heim­ildir Kjarn­ans herma að flokks­stofn­anir Sjálf­stæð­is­flokks, Fram­sókn­ar­flokks og Vinstri grænna verði kall­aðar saman um miðja viku. Þannig stendur til að mynda til að kalla flokks­ráð Vinstri grænna saman síð­degis á mið­viku­dag og nið­ur­staða þess ætti að liggja fyrir á mið­viku­dags­kvöld.

Ef allar flokks­stofn­anir flokk­anna þriggja sam­þykkja myndun rík­is­stjórn­ar­innar mun hún verða form­lega mynduð annað hvort á fimmtu­dag eða laug­ar­dag. Föstu­dag­ur­inn 1. des­em­ber, full­veld­is­dagur þjóð­ar­inn­ar, þykir ekki koma til greina vegna þess að for­seti Íslands er ekki við­lát­inn til að halda fyrsta rík­is­ráðs­fund nýrrar rík­is­stjórnar á þeim degi vegna emb­ætt­is­skyldna.

Auglýsing

Fyrsta mál sem hin nýja rík­is­stjórn mun leggja fram verða ný fjár­lög og það er ekki hægt að gera fyrr en hún hefur verið form­lega mynd­uð. Auk þess þarf fram­lagn­ing fjár­laga að ganga í gegnum ákveð­inn feril áður en hægt er að leggja þau fram. Því herma heim­ildir Kjarn­ans að búist sé við að þing verði ekki kallað saman fyrr en á fimmtu­dag í næstu viku, eða 7. des­em­ber

Heim­ildir Kjarn­ans herma að allar líkur séu á því að af myndun stjórn­ar­innar verði þrátt fyrir að for­menn flokk­anna þriggja: Katrín, Bjarni Bene­dikts­son og Sig­urður Ingi Jóhanns­son, eigi enn eftir að ná lend­ingu í nokkrum stórum ágrein­ings­mál­um. Þau sem helst hafa verið nefnd í því sam­hengi eru skatta­mál og ramma­á­ætl­un.

Þá hafa verið mis­mun­andi skoð­anir á því hvort að mál­efni Seðla­banka Íslands eigi að fara aftur til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins, þar sem Bjarni mun að öllum lík­indum setj­ast, eða hvort þau eigi að vera áfram í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu hjá Katrínu. Starf seðla­banka­stjóra verður aug­lýst til umsóknar á kjör­tíma­bil­inu og gengið er út frá því að Már Guð­munds­son muni ekki sækj­ast eftir því að verða skip­aður aft­ur. Því þarf að skipa nýjan mann, eða konu, í þessa miklu valda­stöðu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar