Trúverðugleiki Seðlabankans gæti skaðast vegna leka

Verið er að kanna með hvaða hætti leki á afriti af símtali milli Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde verði rannsakaður. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem vitnað er í símtal sem tekið var upp í bankanum án þess að annar aðilinn vissi af því.

Auglýsing

Seðla­banki Íslands hefur ekki tekið ákvörðun um hvernig hann ætlar að bregð­ast við birt­ingu á afriti sím­tals milli Dav­íðs Odds­son­ar, fyrr­ver­andi seðla­banka­stjóra, og Geirs H. Haarde, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, um neyð­ar­lána­veit­ingu til Kaup­þings upp á 500 millj­ónir evra þann 6. októ­ber 2008. Sam­kvæmt svörum bank­ans er málið enn i skoð­un.

Heim­ildir Kjarn­ans herma að innan bank­ans geri lyk­il­menn sér grein fyrir því að rann­saka þurfi málið með ein­hverjum hætti. Um sé að ræða birt­ingu á trún­að­ar­upp­lýs­ingum sem Seðla­bank­inn hefur barist hart fyrir að t.d. aðrir fjöl­miðlar fái ekki aðgang að, en birt­ust svo í dag­blaði sem fyrr­ver­andi æðsti emb­ætt­is­maður bank­ans stýr­ir.

Trú­verð­ug­leiki Seðla­bank­ans, jafnt inn­an­lands sem utan, gæti skað­ast vegna máls­ins.

Auglýsing

Kjarn­inn stefndi Seðla­banka Íslands í lok októ­ber til að reyna að fá afhent hljóð­upp­töku af sím­tali Dav­íðs og Geirs. Seðla­bank­inn hefur ákveðið að taka til varna í því máli og leggur því aug­ljós­lega mikla áherslu á að sím­talið kæmi ekki fyrir augu almenn­ings.

Fjallað var um sím­talið og afleið­ingar þess í nýjasta sjón­varps­þætti Kjarn­ans á Hring­braut. Hægt er að horfa á þátt­inn í heild sinni í glugg­anum hér að ofan.

Fáir símar hljóð­rit­aðir

Innan Seðla­banka Íslands eru fáir símar hljóð­rit­að­ir. Þeir sem þannig er háttað um eru símar starfs­manna sem hafa með fjár­mála- og við­skipta­gjörn­inga að gera. Þannig er málum einnig háttað innan stóru fjár­mála­fyr­ir­tækj­anna hér­lend­is. Hand­fylli af símum eru alltaf hljóð­rit­aðir vegna eðlis starfa þeirra sem þá nota. Innan í fjár­mála­kerf­inu vita allir hvaða símar það eru sem eru hljóð­rit­að­ir, og sím­töl í þá bera þess merki. Menn vanda sig þegar hringt er í þá síma.

Einn þeirra sem var með hljóð­rit­aðan síma innan Seðla­bank­ans var Sturla Páls­son, sem í dag er fram­kvæmda­stjóri mark­aðsvið­skipta og fjar­stýr­ingar í bank­an­um. Allir lyk­il­starfs­menn bank­ans vissu að sím­töl í síma Sturlu voru hljóð­rit­uð.

Í vitna­­skýrslu yfir Sturlu hjá sér­­­stökum sak­­sókn­­ara árið 2012 kom fram að sím­tal milli Dav­­íðs Odds­sonar og Geirs H. Haarde, þar sem rætt var um neyð­ar­lán­veit­ing­una, hafi átt sér stað klukkan 11.57 mán­u­dag­inn 6. októ­ber. Þar sagði einnig að það hafi farið fram í gegnum síma Sturlu, sem var við­staddur sím­tal­ið. Davíð sagði í Reykja­vík­ur­bréfi Morg­un­blaðs­ins 18. nóv­em­ber að sam­talið hafi verið tekið upp fyrir til­vilj­un. Í frétt blaðs­ins um sím­talið sama dag var því haldið fram að hvorki Davíð né Geir hafi vitað að það væri hljóð­rit­að, án þess að neinn væri hafður fyrir því.

Fáir símar starfsmanna Seðlabankans eru hleraðir. Það er á vitorði flestra þeirra sem starfa í fjármálageiranum hvaða símar það eru. MYND: Birgir Þór HarðarsonVið skýrslu­tök­una hjá sér­stökum sak­sókn­ara árið 2012 sagði Sturla hins vegar að Davíð hafi vitað að sími Sturlu væri hljóð­­rit­aður og því frekar tekið sím­talið úr síma sam­­starfs­­manns síns en úr sínum eig­in. Eng­inn annar var við­staddur sím­tal­ið Seðla­banka­megin en þeir tveir, Davíð og Sturla.

Við­mæl­endur Kjarn­ans sem þekkja vel til máls­ins telja engan vafa á því að Davíð Odds­son vissi nákvæm­lega hvað hann var að gera. Hann vildi að sím­talið yrði tekið upp og þess vegna tók hann það í gegnum síma Sturlu.

Mis­vísandi frá­sagnir um ábyrgð

En af hverju? Hvaða máli skipti það? Það skiptir máli þegar ákveða á hvar ábyrgðin á veit­ingu láns­ins ligg­ur. Um hana eru máls­að­ilar nefni­lega alls ekki sam­mála. Yfir­lög­fræð­ingur Seðla­bank­ans sagði til að mynda við rann­sókn­ar­nefnd Alþingis að Seðla­bank­inn hefði ákveðið að veita lán­ið.

Geir H. Haarde sagði í sjón­varps­við­tali í októ­ber 2014 að Seðla­bank­inn hefði haft fulla heim­ild til að veita lán­ið. Björn Þor­valds­son, sak­sókn­ari í Al Than­i-­mál­inu svo­kall­aða, sagði í mál­flutn­ingi fyrir hér­aðs­dómi telja að þau fölsku hug­hrif sem kaupin hefðu valdið hefðu átt þátt í að Seðla­bank­inn veitti umrætt lán.

Davíð Odds­son sagði í Reykja­vík­ur­bréfi í októ­ber í fyrra að rík­is­stjórn Geirs H. Haarde hefði tekið ákvörð­un­ina. Már Guð­munds­son, núver­andi Seðla­banka­stjóri, hefur hins vegar síðar sagt að ábyrgðin á lán­inu hvíli alltaf á end­anum á Seðla­bank­an­um.

Þegar afrit af sam­tali Dav­íðs og Geirs er lesið er nokkuð skýrt að Davíð vill að Geir segi hvort að veita eigi lánið eða ekki. Á einum stað segir hann t.d. við Geir: „Þú ert að tala um það að við eigum frekar að reyna að hjálpa Kaup­­þing­i?“ Á öðrum stað, þar sem verið er að ræða veð, spyr Dav­íð:„Já, já ert þú ekki sam­­mála því að við verðum að gera ýtr­­ustu kröf­­ur?“

Eftir að sím­tal­inu lauk hringdi Davíð í Hreiðar Má Sig­­urðs­­son, þáver­andi for­­stjóra Kaup­­þings, og til­­kynnti honum að Kaup­­þing myndi fá fyr­ir­greiðsl­una sem beðið hefði verið um. Í vitna­­skýrsl­unni yfir Sturlu sagði að: „Aðspurður um hvenær sú ákvörðun hefði legið fyrir að SÍ ætl­­aði að hjálpa Kaup­­þingi en ekki kvað SPDO hafa sagt að ekki yrði hæg að bjarga báðum bönk­­un­­um. DO hafi sagt GHH að þeir fengju þennan pen­ing ekki til baka og að ákvörð­unin hafi í raun verið GHH.“

Davíð kall­aði Geir „idjót“

Geir gaf ekki leyfi fyrir birt­ingu sím­tals­ins þegar það var birt í Morg­un­blað­inu. Hann hefur alla tíð verið á móti því að sím­talið yrði birt vegna þess að það sé ólíð­andi að sím­töl for­sæt­is­ráð­herra við emb­ætt­is­menn rík­is­ins séu hljóð­rituð án vit­undar ráð­herr­ans. Einn við­mæl­enda Kjarn­ans sem rætt hefur málið við Geir sagði að hann teldi sig að leikið hefði verið á sig á mjög við­kvæmum tíma. Davíð hafi vitað upp á hár hvað hann væri að gera.

Þær aðstæður fá stuðn­ing í nokkrum frá­sögnum sem komu fram við skýrslu­töku fyrir rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is. Jón Steins­son, hag­fræð­ing­ur, sem búsettur er í Banda­ríkj­unum og er dós­ent við Col­umbia háskól­ann í New York, var kall­aður til af Geir til að aðstoða við þær aðstæður sem upp voru komnar í byrjun októ­ber 2008. Jón sagði við nefnd­ina að þegar hann hitti Geir fyrst eftir heim­kom­una þá hafi „hann virst vera á barmi tauga­á­falls.“ Hann sagði líka að starfs­menn Seðla­bank­ans hefðu sagt sér að „Da­víð Odds­son, for­maður banka­stjórnar Seðla­bank­ans, tal­aði um Geir sem „idjót““.

Þarf form­lega beiðni til að afrita sím­tal

Davíð skrifar aftur um sím­talið í Reykja­vík­ur­bréfi Morg­un­blaðs­ins um liðna helgi. Þar segir hann að ýmsir fjöl­miðlar hafi gefið það til kynna að hann hafi haft afrit af sím­tal­inu með sér úr Seðla­bank­anum þegar hann var knú­inn til að hætta sem seðla­banka­stjóri. Í Reykja­vík­ur­bréf­inu stend­ur: „En vand­inn er sá, að þetta sím­tal var ekki afritað á meðan sá var í bank­an­um. Það var ekki fyrr en löngu síð­ar, þegar Rann­sókn­ar­nefnd Alþingis vildi fá að sjá ýmis sím­töl sem kynnu að hafa þýð­ingu fyrir vinnu nefnd­ar­inn­ar, sem haf­ist var handa við afrit sam­tal­anna. Banka­stjór­inn var þá fyrir löngu horf­inn tóm­hentur úr bank­anum og hefur ekki komið inn í það hús síð­an.“ Með öðrum orðum þá seg­ist Davíð ekki hafa tekið sím­talið með sér úr Seðla­bank­anum og látið blaða­manni á Morg­un­blað­inu það í té mörgum árum síð­ar.

Og það er rétt, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, að sím­talið var ekki afritað form­lega á meðan að Davíð var enn í Seðla­bank­an­um. Til að fá afrit af hljóð­rit­uðu sím­tali og til að fá leyfi til að hlusta á það þarf að leggja fram beiðni. Hún er alltaf bók­uð. Síðan er verk­efnið sent til rit­ara sem skrifar afritið upp og lætur við­kom­andi hafa.

Beiðni til þess að afrita sím­talið var ekki lögð fram, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, fyrr en til stóð að afhenda það rann­sókn­ar­nefnd Alþingis á árinu 2009. Það gerði Sturla Páls­son og innan Seðla­bank­ans er til beiðni fyrir gerð þess afrits. Sú nefnd var skipuð 30. des­em­ber 2008 og lauk störfum með skýrslu­skilum í apríl 2010. Greint var frá því að Davíð myndi hætta sem seðla­banka­stjóri í lok febr­úar 2009, eftir að rann­sókn­ar­nefndin hóf störf.

Þó er alltaf sá mögu­leiki fyrir hendi að afrit hafi verið tekið af sím­tal­inu eftir öðrum leið­um. Eða að það afrit sem hafi verið gert hafi farið víðar en það átti að fara. Þetta er á meðal þess sem verið er að kanna innan Seðla­bank­ans nú.

Ýmsir aðrir hafa haft afrit

Það hafa fleiri ein­ingar innan stjórn­sýsl­unnar fengið afritið af sím­tal­inu fræga. Frétta­­stofa RÚV óskaði eftir því árið 2012 að Seðla­­bank­inn léti umrædda hljóð­­upp­­­töku af hönd­um, en bank­inn synj­aði beiðni frétta­­stof­unnar um afhend­ingu upp­­tök­unn­­ar. Hljóð­­upp­­takan væri und­an­skilin upp­­lýs­inga­lögum vegna þagn­­ar­­skyld­u­á­­kvæða í lögum um Seðla­­bank­ann. Frétta­­stofan kærði synj­un­ina til Úrskurð­­ar­­nefndar um upp­­lýs­inga­­mál. Í úrskurði nefnd­­ar­innar var synjun Seðla­­bank­ans stað­­fest, en þar kom fram að bank­inn hafi sent Úrskurð­­ar­­nefnd­inni afrit af útskrift sím­tals­ins í trún­­aði, ásamt bréfi þar sem Seðla­­bank­inn gerði athuga­­semdir við kæru máls­ins.

Frétta­­stofa RÚV vildi ekki una nið­ur­stöð­unni og vís­aði úrskurði nefnd­­ar­innar til Umboðs­­manns Alþing­is, sem gerði ekki athuga­­semd við að Úrskurð­­ar­­nefnd um upp­­lýs­inga­­mál hefði synjað frétta­­stof­unnar um aðgang að hljóð­­upp­­­töku að fyrr­­greindu sím­tali. Í nið­­ur­­stöðu Umboðs­­manns kom fram að emb­ætt­inu hafi söm­u­­leiðis borist útskrift af sím­tal­inu.

Þá hefur Kjarn­inn heim­ildir fyrir því að útskrift af sím­tali Dav­­íðs og Geirs hafi verið sent for­­sæt­is­ráðu­­neyt­inu.

Fjár­­laga­­nefnd Alþingis sótti fast á sínum tíma að fá afhenda sjálfa hljóð­­upp­­tök­una af sím­tal­inu, til að glöggva sig á því hvern­ig ­staðið var að lán­veit­ing­unni til Kaup­­þings, án árang­­urs. Seðla­­bank­inn heim­il­aði að lokum nefnd­­ar­­mönnum fjár­­laga­­nefndar að lesa útskrift­ina af sím­tal­inu á sér­­­stökum fundi með full­­trúum Seðla­­bank­ans. Nefnd­­ar­­menn fengu hins vegar hvorki að halda eftir ein­­tökum af útskrift­inni, né vitna til hennar í opin­berum skýrsl­­um.

Það eru því ýmsir sem hafa haft afrit af sím­tal­inu undir hönd­um. En veru­leik­inn er samt sá að það birt­ist í dag­blaði sem rit­stýrt er af öðrum þeirra sem áttu sam­tal­ið. Sá hefur því alla tíð vitað nákvæm­lega hvert inni­hald sím­tals­ins var.

Sím­talið við Mervyn King

Það sem eykur á tor­tryggni gagn­vart Davíð er að hann hefur áður vitnað í sím­tal sem hann átti sem seðla­banka­stjóri, og tekið var upp án vit­neskju þess sem við var rætt. Það sím­tal var við Mervyn King, þá banka­stjóra Eng­lands­banka.

Davíð greindi opin­ber­lega frá efni sím­tals­ins í við­tali við ára­móta­blað Við­skipta­blaðs­ins 2010. Þar sagði hann að í því hefði King hefði lofað að falla frá kröfum á hendur Íslandi vegna Ices­a­ve-­reikn­ing­anna. Við skýrslu­töku hjá rann­sókn­ar­nefnd Alþingis sagði Árni M. Mathiesen, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra, að Davíð hafi á fundi í ráð­herra­bú­staðnum 4. októ­ber 2008  lesið end­ur­rit af sím­tali sínu við King. Það var mat Árna að Davíð væri að leggja „of mikið upp úr orðum Mervyn King“.

Í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar, sem kom út áður en að Davíð greindi frá efni sím­tals­ins í Við­skipta­blað­inu, var ekki birt end­ur­rit af því. Þar seg­ir: „End­ur­rit af fram­an­greindu sam­tali Dav­íðs Odds­sonar og Mervyn King ber ekki með sér að Davíð hafi í upp­hafi sam­tals­ins óskað leyfis Mervyn King fyrir því að fá að hljóð­rita það, líkt og skylt er sam­kvæmt 1. mgr. 48. gr. laga nr. 81/2003 um fjar­skipti. Í end­ur­rit­inu kemur einnig fram að Davíð hafi sér­stak­lega nefnt að um trún­að­ar­sam­tal væri að ræða, sbr. orð hans („because we are talking 100% in secrecy and pri­vate“), og að Mervyn King hafi játað því. Af þeirri ástæðu veitti rann­sókn­ar­nefnd Alþingis King tæki­færi til að koma sjón­ar­miðum sínum á fram­færi varð­andi hugs­an­lega birt­ingu efnis úr end­ur­riti sam­tals­ins. Í bréfi sem nefnd­inni barst frá Gra­ham Nichol­son, lög­fræð­ingi hjá Seðla­banka Bret­lands, dags. 17. des­em­ber 2009, kemur fram að Davíð hafi ekki upp­lýst King um fyr­ir­hug­aða hljóð­ritun sam­tals­ins. Hljóð­rit­unin gangi einnig gegn venjum í sam­skiptum milli seðla­banka. Í sam­tal­inu hafi loks komið fram við­kvæmar upp­lýs­ingar um marg­vís­lega banka. Af hálfu Mervyn King sé því lagst gegn birt­ingu end­ur­rits­ins.“

Því liggur fyrir að Davíð hefur áður brotið trúnað vegna sím­tals sem hann átti sem seðla­banka­stjóri og greint frá inni­haldi þess eftir að hann hætti í því emb­ætti. Það sím­tal var einnig hljóð­ritað án vit­neskju þess sem við var rætt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar