Ný fjárlög munu verða með mun minni afgangi og fjármálaáætlun verður tekin upp

Fyrir liggur hvaða væntanlegi stjórnarflokkur fær hvaða ráðuneyti. Fjármálaáætlun síðustu ríkisstjórnar verður tekin upp og útgjöld aukin umtalsvert með sjálfbærum tekjustofnum. Samkvæmt fyrirliggjandi áætlun áttu útgjöld að aukast yfir 200 milljarða.

Bjarni Benediktsson mun snúa aftur í fjármála- og efnahagsráðuneytið eftir stutta dvöl í forsætisráðuneytinu. Hann mun leggja fram ný fjárlög og bera ábyrgð á framlagningu nýrrar fjármálaáætlunar til fimm ára.
Bjarni Benediktsson mun snúa aftur í fjármála- og efnahagsráðuneytið eftir stutta dvöl í forsætisráðuneytinu. Hann mun leggja fram ný fjárlög og bera ábyrgð á framlagningu nýrrar fjármálaáætlunar til fimm ára.
Auglýsing



Vænt­an­legur afgangur af nýju fjár­laga­frum­varpi nýrrar rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dótt­ur, sem nú er unnið að, mun verða mun minni en þeir 44 millj­arðar króna sem síð­asta rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­sonar ætl­aði að skila í afgang. Fimm ára fjár­mála­ætlun síð­ustu rík­is­stjórn­ar, sem var lögð fram í mars á þessu ári og sam­þykkt 1. júní, verður tekin upp og end­ur­skoðuð með það í huga að auka útgjöld rík­is­sjóðs umfram það sem hún gerði ráð fyr­ir, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans.

Sú fjár­mála­á­ætlun gerði ráð fyrir að heild­­ar­út­­­gjöld myndu vaxa um 208 millj­­arða króna yfir allt tíma­bilið og frum­­gjöld sem nemur 223 millj­­örðum króna. Stærstu útgjalda­lið­irnir áttu að heil­brigð­is- og vel­­ferð­­ar­­mál.

Ekk­ert er fjallað sér­tækt um hvernig sú mikla fjár­fest­ing sem ætluð er til lengri tíma í t.d. heil­brigð­is- og mennta­málum verður fjár­mögnum í fyr­ir­liggj­andi stjórn­ar­sátt­mála vænt­an­legrar rík­is­stjórn­ar. Það þarf að búa til sjálf­bæra tekju­stofna til að standa undir þeirri fjár­fest­ingu. Vilji er til þess innan þeirra flokka sem standa að rík­is­stjórn­inni að lækka eigið fé í þeim bönkum sem ríkið á og greiða það út til að fjár­fest Í t.d. inn­viða­upp­bygg­ingu. Það fé nýt­ist þó fyrst og fremst í ein­skiptis­kostnað, t.d. við bygg­ingu vega eða borun jarð­ganga, ekki við fram­tíð­ar­rekstur stórra ein­inga innan stjórn­kerf­is­ins á borð við Lands­spít­ala eða skóla­kerf­is­ins.

Búið að ákveða hvernig ráðu­neytin skipt­ast

Verka­skipt­ing í rík­is­stjórn­inni, sem verður mynduð á morgun sam­þykki flokks­stofn­anir stjórn­ar­sátt­mál­ann í kvöld og þing­flokkar skipan rík­is­stjórnar í fyrra­mál­ið, liggur ekki alveg fyr­ir. Heim­ild­ar­menn Kjarn­ans segja að Vinstri græn muni þó taka for­sæt­is­ráðu­neyt­ið, heil­brigð­is­ráðu­neytið og umhverf­is­ráðu­neyt­ið. Ljóst er að Katrín verður for­sæt­is­ráð­herra og  bú­ist er við því að Svan­dís Svav­ars­dóttir verði heil­brigð­is­ráð­herra. Stein­grímur J. Sig­fús­son verður for­seti Alþingis en mis­vísandi skila­boð ber­ast um hver muni setj­ast í stól umhverf­is­ráð­herra. Þar koma til greina Lilja Raf­ney Magn­ús­dótt­ir, Ari Trausti Guð­munds­son og Bjarkey Olsen Gunn­ars­dótt­ir.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn mun fá sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­ið. Í það mun setj­ast Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður flokks­ins. 

Lilja Alfreðs­dóttir mun lík­leg­ast verða mennta­mála­ráð­herra og til við­bótar fær Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn félags­mála­ráðu­neyt­ið. Þar er talið lík­leg­ast að Þór­unn Egils­dóttir muni setj­ast.

Auglýsing
Sjálfstæðisflokkurinn mun því halda þeim ráðu­neytum sem hann er nú þegar með utan þess sem hann hefur frá sér mennta­mála­ráðu­neyt­ið. Lík­legt er talið að Krist­ján Þór Júl­í­us­son verði færður um set, vænt­an­lega í sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráðu­neyt­ið, og Bjarni Bene­dikts­son verður fjár­mála- og efna­hags­mála­ráð­herra. Guð­laugur Þór Þórð­ar­son verður þá áfram utan­rík­is­ráð­herra, Sig­ríður And­er­sen áfram ráð­herra inn­an­rík­is­mála og Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir áfram ráð­herra ferða­mála, iðn­aðar og nýsköp­un­ar. Jón Gunn­ars­son þykir lík­leg­astur til að detta út úr rík­is­stjórn­inni.

Hart verður tek­ist á um þær fimm nefnd­ar­for­mennskur sem stjórn­ar­flokk­arnir munu fá, en stjórn­ar­and­staðan mun fá for­mennsku í þremur nefnd­um. Hjá Sjálf­stæð­is­flokki eru tveir odd­vitar án ráð­herra­emb­ættis auk þess sem einn ráð­herra mun missa sæti sitt í rík­is­stjórn. Hjá Vinstri grænum verða tveir til þrír odd­vitar án ráð­herra­emb­ættis en ólík­legt verður að telj­ast að Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir fái veg­tyllu í ljósi and­stöðu hennar við stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­urn­ar. Auk þess liggur enn ekki fyrir hvort hún muni greiða atkvæði með stjórn­ar­sátt­mál­an­um. Hjá Fram­sókn­ar­flokknum verða að minnsta kosti tveir odd­vitar án ráð­herra­emb­ætt­is.

Helstu atriði sátt­mál­ans opin­beruð í gær

Kjarn­inn greindi frá helstu atriðum stjórn­ar­sátt­mál­ans í gær. Þar kom fram að fjár­­magnstekju­skattur verður hækk­­að­ur um tvö pró­sentu­stig sem á að skila um 2,5 millj­örðum króna í auknar skatt­tekj­ur. Gerð verður hvít­­bók um end­­ur­­skipu­lagn­ingu fjár­­­mála­­kerf­is­ins, fæð­ing­­ar­or­lof lengt og greiðslur til þeirra sem það taka hækk­­að­­ar. Komu- og brott­far­­ar­­gjöld verða lögð á og gistin­átta­gjald mun renna óskert til sveit­­ar­­fé­laga.

Stofn­aður verður stöð­ug­­leika­­sjóð­­ur, sem kall­aður verður Þjóð­­ar­­sjóð­­ur, og skip­aðar þverpóli­­tískar nefndir um end­­ur­­skoðun á stjórn­­­ar­­skrá og um hvort þurfi að end­­ur­­skoða útlend­inga­lög­in.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar