Frumvarp verður lagt fram og fyrirkomulag vigtunar á fiski breytt

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið mun leggja fram frumvarp þar sem viðurlög verða endurskoðuð. Það telur ekkert haldbært liggja fyrir um að árangur Fiskistofu sé síðri eftir flutning til Akureyrar og sá flutningur verður ekki endurskoðaður.

Kristján Þór Júlíusson tók við sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrir helgi.
Kristján Þór Júlíusson tók við sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrir helgi.
Auglýsing

Krist­ján Þór Júl­í­us­son, nýr sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, ætlar að leggja fram frum­varp á vor­þingi um breyt­ingar á lögum um umgengni um nytja­stofna sjávar þar sem m.a. verða lagðar til breyt­ingar á fyr­ir­komu­lagi vigt­un­ar. Þetta verður gert í kjöl­far nýlegrar umfjöll­unar Kveiks og frétta­stofu RÚV um brott­kast sem á sér stað í íslenskum sjáv­ar­út­veg og um að vigtun afla sé ekki sem skyldi. Þetta kemur fram í svari ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið.

Ekki verður greint frá því um hvaða breyt­ingar sé að ræða fyrr en að frum­varpið verður lagt fram að öðru leyti en að við­ur­lög vegna brott­kasts og vigt­un­ar­mála verða hluti af end­ur­skoðun lag­anna.

Þá kemur fram í svari sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráðu­neyt­is­ins að til greina komi að taka starf­semi Fiski­stofu til sér­stakrar skoð­unar á næsta ári en að engin áform séu um að end­ur­skoða flutn­ing Fiski­stofu frá Hafn­ar­firði til Akur­eyr­ar.

Styrkja þarf úrræði og við­ur­lög

Fjallað var um brott­kast og alvar­lega ann­marka á vigt­un­ar­málum á afla í frétta­skýr­inga­þætt­inum Kveik á RÚV 21. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Sam­kvæmt umfjöll­un­inni á sér stað svindl í formi fram­hjá­landana á afla og brott­kast tíðkast á íslenskum skip­um, þrátt fyrir að það sé ólög­legt. Eyþór Björns­son, for­stjóri Fiski­stofu, sagði í þætt­inum að stofn­unin hefði ekki tök á að sinna þessum mál­um.

Auglýsing
Heiðrún Lind Mart­eins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS), sendi frá sér yfir­lýs­ingu vegna þátt­ar­ins þar sem kom m.a. fram að áhyggjur af brott­kasti og vigt­un­ar­mála væru „að mestu óþarfar“.

Dag­inn eftir sýndi frétta­stofa RÚV mynd­band af brott­kasti á fiski, sem átti sér stað á Kleif­ar­berg­inu, skipi í eigu útgerð­ar­fé­lags­ins Brims, í fyrra.

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, þáver­andi sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, sagði í Silfr­inu 27. nóv­em­ber að útgerðin beri mesta ábyrgð á brott­kasti og því að vigtun afla væri ekki sem skyldi. Hún sagði enn fremur að styrkja þyrfti úrræði og við­ur­lög vegna þessa.

Hin umdeildi flutn­ingur Fiski­stofu

Um mitt ár 2014 til­kynnti þáver­andi ráð­herra mála­flokks­ins, Sig­urður Ingi Jóhanns­son, skyndi­lega að flytja ætti Fiski­stofu frá Hafn­ar­firði til Akur­eyr­ar. Flutn­ingnum átti að ljúka í árs­lok 2016.

Ákvörð­unin var harð­­lega gagn­rýnd, ekki síst af starfs­­mönnum stofn­un­­ar­inn­­ar. Í til­­kynn­ingu sem starfs­­fólkið sendi frá sér í lok sept­­em­ber 2014 sagði að flutn­ing­­ur­inn væri ólög­­legur og engin fag­­leg sjón­­­ar­mið byggju að baki. Þá hefði eng­inn starfs­­maður Fiski­­stofu lýst yfir vilja til þess að flytja með stofn­un­inni til Akur­eyr­­ar, að for­­stjór­­anum frá­­­töld­­um. Mál­­flutn­ingur stjórn­­­mála­­manna, þar sem lands­­byggð og höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu væri att sam­an, hafi verið óboð­­legur og óþol­andi þegar um póli­­tíska hreppa­­flutn­inga væri að ræða, þar sem flytja átti sér­­fræð­i­­menntað fólk, nauð­ugt vilj­ugt, milli lands­hluta án mál­efna­­legra skýr­inga.

Sigurður Ingi Jóhannsson var sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra þegar hann tók ákvörðun um að flytja Fiskistofu. Nú er hann orðinn ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála. MYND: Birgir Þór Harðarson.Í athuga­­semdum starfs­­manna Fiski­­stofu til umboðs­­manns Alþingis vegna flutn­ingar stofn­un­­ar­inn­­ar, sem birtar voru í jan­úar 2015, sagði að ákvörð­un ­Sig­­urðar Inga um flutn­ing Fiski­­stofu hefði ekki laga­­stoð og væri því ólög­­mæt.

Sig­­urður Ingi ákvað í maí 2015 að falla frá því að starfs­­menn Fiski­­stofu, að und­an­­skildum Fiski­­stofu­­stjóra, þyrftu að flytja til Akur­eyr­­ar. Þess í stað myndi flutn­ing­ur­inn eiga sér stað í gegnum starfs­manna­veltu og búist var við því að flutn­ing­ur­inn, sem átti að taka tvö og hálft ár, muni taka allt að 20 ár.

Segir árangur Fiski­stofu ekk­ert síðri eftir flutn­ing

Fiski­stofu­stjóri sagði í apríl 2015 að merki væru um að stofn­unin væri að lið­ast í sundur vegna þess óvissu­á­stands sem skap­ast hefði um fram­tíð hennar í kjöl­far ákvörð­unar Sig­urðar Inga.

Þor­gerður Katrín sagði í Silfr­inu 27. nóv­em­berFiski­stofu hefði verið „splundrað“ þegar hún var flutt til Akur­eyr­ar. Afleið­ingin væri m.a. sú að stofn­unin hefði ekki tök á því að sinna málum tengdum brott­kasti og vigt­un­ar­málum. „Það var póli­tísk ákvörðun Sig­urðar Inga að fara með stofn­un­ina, sundra henni og setja í þetta ein­hverjar þrjú til fjögur hund­ruð millj­ónir sem ég hefði frekar viljað sjá í upp­bygg­ingu á eft­ir­lits­kerf­inu innan sjáv­ar­út­vegs­kerf­is­ins.“

Kjarn­inn spurði sjáv­ar­út­vegs­ráðu­neytið hvort flutn­ingur Fiski­stofu til Akur­eyrar yrði end­ur­skoð­að­ur. Í svari þess kemur fram að engin áform séu um slíkt. „Ekk­ert hald­bært liggur fyrir um það að árangur Fiski­stofu hafi verið eitt­hvað síðri eftir flutn­ing­inn til Akur­eyrar þó vissu­lega hafi mikil orka farið í flutn­ing­inn sjálfan og það sem honum við kom.“

Kjarn­inn spurði einnig hvort til greina kæmi að fram­kvæmd verði stjórn­sýslu­út­tekt á Fiski­stofu í ljósi þeirra upp­lýs­inga sem nýverið komu fram, og við­ur­kenn­ingu Fiski­stofu­stjóra á því að stofn­unin geti ekki sinnt lög­bundnu hlut­verki sínu?

Í svari ráðu­neyt­is­ins kemur fram að starf­semi stofn­ana ráðu­neyt­is­ins sé að jöfnu til skoð­un­ar. „Á þessu ári var lögð áhersla á að fara vel yfir starf­semi Mat­væla­stofn­unar og til greina kemur að taka starf­semi Fiski­stofu til sér­stakrar skoð­unar á næsta ári.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar