Á bláþræði

Danska ríkisstjórn hefur átt í vök að verjast að undanförnu. Danski Þjóðarflokkurinn er í lykilstöðu á hinu kvika pólitíska sviði í Danmörku.

Lars Lökke Rasmussen
Lars Lökke Rasmussen
Auglýsing

Líf dönsku rík­is­stjórn­ar­innar hefur dögum saman hangið á blá­þræði. Lars Lökke Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra hefur róið líf­róður til að halda stjórn sinni áfram við völd. Danski Þjóð­ar­flokk­ur­inn, sem er utan stjórn­ar, hefur örlög rík­is­stjórn­ar­innar í hendi sér og gefur hvergi eft­ir.

Það væri fjarri öllu lagi að segja að rík­is­stjórn Ven­stre undir for­ystu Lars Lökke Rasmus­sen hafi átt náð­uga daga síðan hún tók við völdum eftir kosn­ing­arnar 18. júní 2015. Í þeim kosn­ingum tap­aði Ven­stre flokk­ur­inn miklu fylgi, stóð eftir með 34 þing­menn, hafði tapað 13. En það er und­ar­leg tík póli­tíkin og þrátt fyrir fylgis­tapið sett­ist Lars Lökke Rasmus­sen í for­sæt­is­ráðu­neyt­ið. Það gat hann framar öllu þakkað Danska Þjóð­ar­flokknum (Dansk Fol­ke­parti) sem bætti við sig miklu fylgi í kosn­ing­unum og er næst fjöl­menn­asti flokk­ur­inn á danska þing­inu, Fol­ket­in­get, með 37 full­trúa. Danski Þjóð­ar­flokk­ur­inn til­heyrir hinni svoköll­uðu bláu blokk á þing­inu en þar eru, auk áður­nefndra, Frjáls­ræð­is­banda­lagið (Li­beral Alli­ance) og Íhalds­flokk­ur­inn (de Konservati­ve). Sam­tals ráða flokkar bláu blokk­ar­innar yfir 91 þing­manni en rauða blokkin svo­nefnda, þar sem Sós­í­alde­mókratar eru langstærstir, telur 88 þing­menn. Samtals eru þing­menn­irnir 179.

Þungur róður

Frá upp­hafi var ljóst að róð­ur­inn yrði þungur fyrir Lars Lökke, en það hefur stundum verið sagt um hann að hann sé háll sem áll og sann­kall­aður refur í stjórn­mál­um. Hvað sem um það má segja hefur honum tek­ist að halda stjórn­inni við völd. Hann hefur þó orðið að færa ýmsar fórnir og 28. nóv­em­ber í fyrra, þegar rík­is­stjórn hans hafði setið í rúma 17 mán­uði kippti hann Frjáls­ræð­is­banda­lag­inu og Íhalds­flokknum um borð í rík­is­stjórn­ar­skút­una. Þá höfðu for­menn þeirra flokka, einkum þó And­ers Samu­el­sen for­maður Frjáls­ræð­is­banda­lags­ins , hótað að hætta stuðn­ingi við stjórn­ina en það hefði þýtt fall henn­ar. Helsta lof­orð Frjáls­ræð­is­banda­lags­ins fyrir kosn­ing­arnar 2015 var lækkun hátekju­skatts, stjórn Ven­stre, sem líka hafði lækk­anir hátekju­skatts á stefnu­skránni aðhafð­ist hins­vegar ekk­ert í þeim efn­um, kannski vegna þess að  Danski Þjóð­ar­flokk­ur­inn var algjör­lega andsnú­inn slíku. Eftir að Frjáls­ræð­is­banda­lagið fékk aðild að rík­is­stjórn­inni hljóðn­aði yfir skattaum­ræð­unni. Sumir dönsku fjöl­miðl­anna töl­uðu um dúsu og And­ers Samu­el­sen tal­aði út og suður þegar gengið var á hann í við­töl­um. Eftir þessa ,,upp­færslu“ á rík­is­stjórn­inni var lygn­ara yfir vötn­un­um. Um hríð.   

Auglýsing

Tíma­hrak

Þegar vinnan við fjár­laga­frum­varp næsta árs (2018) hófst varð strax ljóst að það yrði ekki hrist fram úr erminni. Frjáls­ræð­is­banda­lag­ið, sem hafði dalað mjög í skoð­ana­könn­un­um, dró fram hug­mynd­irnar um lækkun hátekju­skatts­ins sem vitað var að Danski Þjóð­ar­flokk­ur­inn myndi ekki sam­þykkja óbreytt­ar. Fjár­laga­vinn­unni seink­aði mik­ið, höf­uð­á­stæð­urnar voru tvær:  önnur var sú að reynt var að vinna að ein­hvers konar sátt milli stjórn­ar­flokk­anna og Danska Þjóð­ar­flokks­ins, hin var sú að Ven­stre stóð mjög illa í skoð­ana­könn­unum og þess vegna eyddu ráð­herrar og þing­menn flokks­ins miklum tíma í fram­boðs­fundi og ferða­lög um allt land í aðdrag­anda bæja- og sveita­stjórna­kosn­ing­anna sem fram fóru 21. nóv­em­ber sl.  Ef vel á að vera þarf fjár­laga­frum­varpið að vera frá­gengið í byrjun des­em­ber, það tókst ekki að þessu sinni. Ráð­herrar rík­is­stjórn­ar­innar lýstu því yfir í byrjun mán­að­ar­ins að fyrir 10. desember yrði að hafa náðst sam­komu­lag um alla þætti frum­varps­ins.



Átök  

Und­an­farna daga hafa verið stíf funda­höld í Krist­jáns­borg­ar­höll og það er til marks um hve illa flokk­unum gekk að ná saman að Lars Lökke Rasmus­sen tók sjálfur að sér að stjórna vinn­unni en slíkt er afar óvenju­legt. Undir venju­legum kring­um­stæðum er það fjár­mála­ráð­herr­ann sem er þar í fyr­ir­svari. Þrátt fyrir að for­sæt­is­ráð­herr­ann væri sjálfur sestur við borð­send­ann gekk hvorki né rak. Fimmtu­dags­kvöldið 7. des­em­ber hitt­ust þeir Lars Lökke Rasmus­sen og Krist­ian Thulesen Dahl for­maður Danska Þjóð­ar­flokks­ins til að reyna að ná ,,ein­hvers­konar lend­ingu“ eins og annar þeirra komst að orði, fyrir fund­inn.

Ágrein­ings­efnin

Danski Þjóð­ar­flokk­ur­inn krefst þess að fylgt verði mun strang­ari stefnu í málum flótta­fólks og hæl­is­leit­enda. Vill strangar reglur um aðbúnað þessa fólks og að því verði vísað til síns heima­lands um leið og aðstæður þar leyfi slíkt. Ven­stre geta sætt sig við sumar þess­ara krafna enda hefur flokk­ur­inn að ýmsu leyti svip­aða stefnu í þessum efn­um. Frjáls­ræð­is­flokk­ur­inn, einn stjórn­ar­flokk­anna krefst þess að ákvarð­anir um skatta­lækk­an­ir, einkum hátekju­skatts, verði afgreiddar sam­tímis fjár­laga­frum­varp­inu. Það sam­þykkir Danski Þjóð­ar­flokk­ur­inn ekki en for­maður flokks­ins lagði til, fyrr í vik­unni, að fjár­laga­frum­varpið yrði afgreitt núna og eftir ára­mót yrði svo samið nánar um ágrein­ings­efn­in. Það vildi Frjáls­ræð­is­banda­lagið ekki sam­þykkja. For­maður flokks­ins sagði að þar á bæ treystu menn ein­fald­lega ekki Danska Þjóð­ar­flokknum til að standa við gefin lof­orð.

Málið allt var í slíkum hnút að á göngum Krist­jáns­borg­ar­hallar voru menn farnir að tala um kosn­ing­ar. Til­hugs­unin um kosn­ingar fram­kallar gæsa­húð (orða­lag frétta­manns danska sjón­varps­ins) hjá for­sæt­is­ráð­herr­anum og for­manni Frjáls­ræð­is­banda­lags­ins. Þeir vita sem er að ef kosið yrði á næst­unni eru lík­urnar á því að þeir sitji áfram við völd hverf­andi, miðað við fylgiskann­an­ir.

Ein­hvers­konar sam­komu­lag á ell­eftu stundu

Eftir löng funda­höld síð­ast­lið­inn föstu­dag (8.des.) kynnti Krist­ian Jen­sen fjár­mála­ráð­herra ásamt full­trúum hinna rík­is­stjórn­ar­flokk­anna sam­komu­lag sem náðst hefði. Í stuttu máli gengur það út á að fjár­laga­frum­varpið verði lagt fyrir þingið fyrir jól, án þess að hátekju­skatts­lækk­unin sé hluti þess.  Og í fylgi­skjölum með frum­varp­inu er aðeins nefnt að efla þurfi landamæra­gæsl­una, án nán­ari útfærslu. Þótt fjár­mála­ráð­herr­ann og full­trúar hinna stjórn­ar­flokk­anna væru boru­bratt­ir, þegar þeir kynntu sam­komu­lag­ið, fór ekki á milli mála að sáttin ristir ekki djúpt. Og traustið er tak­mark­að.

Hótar að styðja ekki eigið fjár­laga­frum­varp

Það vekur sér­staka athygli og er fáheyrt, ef ekki eins­dæmi, að einn stjórn­ar­flokk­anna, Frjáls­ræð­is­banda­lagið hefur hótað því að styðja ekki fjár­laga­frum­varpið við loka­af­greiðslu þess nema hátekju­skatts­lækk­unin verði þar með. Þetta gerir flokk­ur­inn vegna þess að hann treystir því ekki að sá sem hefur töglin og hald­irnar í þessu máli, Danski Þjóð­ar­flokk­ur­inn, standi við gefin lof­orð og styðji ákvarð­anir um skatta­lækk­un. Færi svo að Frjáls­ræð­is­banda­lagið styddi ekki fjár­laga­frum­varpið við lokaf­greiðslu þess í þing­inu væri flokk­ur­inn jafn­framt búinn að fella rík­is­stjórn­ina sem hann á sjálfur sæti í. Danskir stjórn­mála­skýrendur telja fremur ólík­legt að þetta ger­ist, Frjáls­ræð­is­banda­lag­inu þyki of vænt um ráð­herra­stól­ana til þess að fórna þeim fyrir kosn­inga­lof­orð, og í öðru lagi muni Lars Lökke Rasmus­sen með ein­hverjum ráðum sjá til þess að stjórnin lifi áfram. Hangi á sama blá­þræð­inum og hingað til



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar