Á bláþræði

Danska ríkisstjórn hefur átt í vök að verjast að undanförnu. Danski Þjóðarflokkurinn er í lykilstöðu á hinu kvika pólitíska sviði í Danmörku.

Lars Lökke Rasmussen
Lars Lökke Rasmussen
Auglýsing

Líf dönsku ríkisstjórnarinnar hefur dögum saman hangið á bláþræði. Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra hefur róið lífróður til að halda stjórn sinni áfram við völd. Danski Þjóðarflokkurinn, sem er utan stjórnar, hefur örlög ríkisstjórnarinnar í hendi sér og gefur hvergi eftir.

Það væri fjarri öllu lagi að segja að ríkisstjórn Venstre undir forystu Lars Lökke Rasmussen hafi átt náðuga daga síðan hún tók við völdum eftir kosningarnar 18. júní 2015. Í þeim kosningum tapaði Venstre flokkurinn miklu fylgi, stóð eftir með 34 þingmenn, hafði tapað 13. En það er undarleg tík pólitíkin og þrátt fyrir fylgistapið settist Lars Lökke Rasmussen í forsætisráðuneytið. Það gat hann framar öllu þakkað Danska Þjóðarflokknum (Dansk Folkeparti) sem bætti við sig miklu fylgi í kosningunum og er næst fjölmennasti flokkurinn á danska þinginu, Folketinget, með 37 fulltrúa. Danski Þjóðarflokkurinn tilheyrir hinni svokölluðu bláu blokk á þinginu en þar eru, auk áðurnefndra, Frjálsræðisbandalagið (Liberal Alliance) og Íhaldsflokkurinn (de Konservative). Samtals ráða flokkar bláu blokkarinnar yfir 91 þingmanni en rauða blokkin svonefnda, þar sem Sósíaldemókratar eru langstærstir, telur 88 þingmenn. Samtals eru þingmennirnir 179.

Þungur róður

Frá upphafi var ljóst að róðurinn yrði þungur fyrir Lars Lökke, en það hefur stundum verið sagt um hann að hann sé háll sem áll og sannkallaður refur í stjórnmálum. Hvað sem um það má segja hefur honum tekist að halda stjórninni við völd. Hann hefur þó orðið að færa ýmsar fórnir og 28. nóvember í fyrra, þegar ríkisstjórn hans hafði setið í rúma 17 mánuði kippti hann Frjálsræðisbandalaginu og Íhaldsflokknum um borð í ríkisstjórnarskútuna. Þá höfðu formenn þeirra flokka, einkum þó Anders Samuelsen formaður Frjálsræðisbandalagsins , hótað að hætta stuðningi við stjórnina en það hefði þýtt fall hennar. Helsta loforð Frjálsræðisbandalagsins fyrir kosningarnar 2015 var lækkun hátekjuskatts, stjórn Venstre, sem líka hafði lækkanir hátekjuskatts á stefnuskránni aðhafðist hinsvegar ekkert í þeim efnum, kannski vegna þess að  Danski Þjóðarflokkurinn var algjörlega andsnúinn slíku. Eftir að Frjálsræðisbandalagið fékk aðild að ríkisstjórninni hljóðnaði yfir skattaumræðunni. Sumir dönsku fjölmiðlanna töluðu um dúsu og Anders Samuelsen talaði út og suður þegar gengið var á hann í viðtölum. Eftir þessa ,,uppfærslu“ á ríkisstjórninni var lygnara yfir vötnunum. Um hríð.   

Auglýsing

Tímahrak

Þegar vinnan við fjárlagafrumvarp næsta árs (2018) hófst varð strax ljóst að það yrði ekki hrist fram úr erminni. Frjálsræðisbandalagið, sem hafði dalað mjög í skoðanakönnunum, dró fram hugmyndirnar um lækkun hátekjuskattsins sem vitað var að Danski Þjóðarflokkurinn myndi ekki samþykkja óbreyttar. Fjárlagavinnunni seinkaði mikið, höfuðástæðurnar voru tvær:  önnur var sú að reynt var að vinna að einhvers konar sátt milli stjórnarflokkanna og Danska Þjóðarflokksins, hin var sú að Venstre stóð mjög illa í skoðanakönnunum og þess vegna eyddu ráðherrar og þingmenn flokksins miklum tíma í framboðsfundi og ferðalög um allt land í aðdraganda bæja- og sveitastjórnakosninganna sem fram fóru 21. nóvember sl.  Ef vel á að vera þarf fjárlagafrumvarpið að vera frágengið í byrjun desember, það tókst ekki að þessu sinni. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar lýstu því yfir í byrjun mánaðarins að fyrir 10. desember yrði að hafa náðst samkomulag um alla þætti frumvarpsins.


Átök  

Undanfarna daga hafa verið stíf fundahöld í Kristjánsborgarhöll og það er til marks um hve illa flokkunum gekk að ná saman að Lars Lökke Rasmussen tók sjálfur að sér að stjórna vinnunni en slíkt er afar óvenjulegt. Undir venjulegum kringumstæðum er það fjármálaráðherrann sem er þar í fyrirsvari. Þrátt fyrir að forsætisráðherrann væri sjálfur sestur við borðsendann gekk hvorki né rak. Fimmtudagskvöldið 7. desember hittust þeir Lars Lökke Rasmussen og Kristian Thulesen Dahl formaður Danska Þjóðarflokksins til að reyna að ná ,,einhverskonar lendingu“ eins og annar þeirra komst að orði, fyrir fundinn.

Ágreiningsefnin

Danski Þjóðarflokkurinn krefst þess að fylgt verði mun strangari stefnu í málum flóttafólks og hælisleitenda. Vill strangar reglur um aðbúnað þessa fólks og að því verði vísað til síns heimalands um leið og aðstæður þar leyfi slíkt. Venstre geta sætt sig við sumar þessara krafna enda hefur flokkurinn að ýmsu leyti svipaða stefnu í þessum efnum. Frjálsræðisflokkurinn, einn stjórnarflokkanna krefst þess að ákvarðanir um skattalækkanir, einkum hátekjuskatts, verði afgreiddar samtímis fjárlagafrumvarpinu. Það samþykkir Danski Þjóðarflokkurinn ekki en formaður flokksins lagði til, fyrr í vikunni, að fjárlagafrumvarpið yrði afgreitt núna og eftir áramót yrði svo samið nánar um ágreiningsefnin. Það vildi Frjálsræðisbandalagið ekki samþykkja. Formaður flokksins sagði að þar á bæ treystu menn einfaldlega ekki Danska Þjóðarflokknum til að standa við gefin loforð.

Málið allt var í slíkum hnút að á göngum Kristjánsborgarhallar voru menn farnir að tala um kosningar. Tilhugsunin um kosningar framkallar gæsahúð (orðalag fréttamanns danska sjónvarpsins) hjá forsætisráðherranum og formanni Frjálsræðisbandalagsins. Þeir vita sem er að ef kosið yrði á næstunni eru líkurnar á því að þeir sitji áfram við völd hverfandi, miðað við fylgiskannanir.

Einhverskonar samkomulag á elleftu stundu

Eftir löng fundahöld síðastliðinn föstudag (8.des.) kynnti Kristian Jensen fjármálaráðherra ásamt fulltrúum hinna ríkisstjórnarflokkanna samkomulag sem náðst hefði. Í stuttu máli gengur það út á að fjárlagafrumvarpið verði lagt fyrir þingið fyrir jól, án þess að hátekjuskattslækkunin sé hluti þess.  Og í fylgiskjölum með frumvarpinu er aðeins nefnt að efla þurfi landamæragæsluna, án nánari útfærslu. Þótt fjármálaráðherrann og fulltrúar hinna stjórnarflokkanna væru borubrattir, þegar þeir kynntu samkomulagið, fór ekki á milli mála að sáttin ristir ekki djúpt. Og traustið er takmarkað.

Hótar að styðja ekki eigið fjárlagafrumvarp

Það vekur sérstaka athygli og er fáheyrt, ef ekki einsdæmi, að einn stjórnarflokkanna, Frjálsræðisbandalagið hefur hótað því að styðja ekki fjárlagafrumvarpið við lokaafgreiðslu þess nema hátekjuskattslækkunin verði þar með. Þetta gerir flokkurinn vegna þess að hann treystir því ekki að sá sem hefur töglin og haldirnar í þessu máli, Danski Þjóðarflokkurinn, standi við gefin loforð og styðji ákvarðanir um skattalækkun. Færi svo að Frjálsræðisbandalagið styddi ekki fjárlagafrumvarpið við lokafgreiðslu þess í þinginu væri flokkurinn jafnframt búinn að fella ríkisstjórnina sem hann á sjálfur sæti í. Danskir stjórnmálaskýrendur telja fremur ólíklegt að þetta gerist, Frjálsræðisbandalaginu þyki of vænt um ráðherrastólana til þess að fórna þeim fyrir kosningaloforð, og í öðru lagi muni Lars Lökke Rasmussen með einhverjum ráðum sjá til þess að stjórnin lifi áfram. Hangi á sama bláþræðinum og hingað til


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar