Þörf á að byggja um 2.200 íbúðir á ári til að mæta eftirspurn

Íbúðalánasjóður vinnur að gerð líkans til að meta undirliggjandi þörf fyrir nýjar íbúðir. Fyrstu niðurstöður benda til þess að mikil mannfjölgun leiði til þess að skortur á nýjum íbúðum hafi verið vanmetinn.

Á tímabilinu 2000-2016 voru byggðar um 1.800 íbúðir að meðaltali á hverju ári á Íslandi. Miðað við vænta mannfjölgun þá þarf að byggja rúmlega 2.200 á ári til að mæta þörf.
Á tímabilinu 2000-2016 voru byggðar um 1.800 íbúðir að meðaltali á hverju ári á Íslandi. Miðað við vænta mannfjölgun þá þarf að byggja rúmlega 2.200 á ári til að mæta þörf.
Auglýsing

Fyrstu nið­ur­stöður nýs lík­ans Íbúða­lána­sjóðs, sem á að aðstoða stjórn­völd við mat á und­ir­liggj­andi þörf fyrir nýjar íbúð­ir, benda til þess að skortur á nýjum íbúðum hafi auk­ist frá því í byrjun síð­asta árs, meðal ann­ars vegna mik­illar mann­fjölg­un­ar. Alls þurfi að byggja um 2.200 íbúðir á ári til að mæta þörf. Þetta kemur fram í umsögn sjóðs­ins um þings­á­lykt­un­ar­til­lögu þing­manna Sam­fylk­ing­ar­innar um að rík­is­stjórnin komi að bygg­ingu fimm þús­und leigu­í­búða svo fljótt sem auðið er.

­Í­búð­irnar eiga að nýt­ast til þess að koma fót­unum undir leigu­markað sem er rek­inn án hagn­að­ar­sjón­ar­miða.  Í grein­ar­gerð sem fylgir til­lög­unni er vitnað í áætlun Íbúða­lána­sjóðs um að til árs­loka árs­ins 2019 verði þörf fyrir níu þús­und nýjar íbúðir á land­inu öllu og rúm­lega tvö þús­und á hverju ári þar á eft­ir.

Byggjum 1.800 íbúðir á ári en þurfum 2.200

Í umsögn Íbúða­lána­sjóðs, sem var skilað inn 17. jan­ú­ar, segir að Íbúða­lána­sjóður vinni nú að gerð ofan­greinds lík­ans og að end­an­legar nið­ur­stöður um þörf á nýjum íbúðum næstu tvö árin liggi ekki fyr­ir. Fyrstu nið­ur­stöður bendi hins vegar til þess að skort­ur­inn sé meiri en fyrri áætl­anir sjóðs­ins hafi haldið fram. Ástæðan sé meðal ann­ars mikil mann­fjölg­un.

Ekki sé útlit fyrir að sú upp­bygg­ing sem spáð hafi verið á næstu tveimur árum muni duga til að mæta upp­safn­aðri þörf miðað við mann­fjölda­spá Hag­stof­unn­ar.

Auglýsing
Í umsögn­inni seg­ir: „Eins og fram kemur í grein­ar­gerð með þeirri til­lögu sem hér er til umsagnar er það mat hag­deildar Íbúða­lána­sjóðs að byggja þurfi rúm­lega 2.000 íbúðir á ári hverju til að mæta þörf. Nánar til­tekið er það mat hag­deildar að 2.200 nýjar íbúðir þurfi á ári hverju til árs­ins 2040 til að mæta und­ir­liggj­andi þörf miðað við mann­fjölda­spá Hag­stof­unnar og breytta ald­urs­sam­setn­ingu þjóð­ar­inn­ar. Til sam­an­burðar voru að með­al­tali byggðar um 1.800 íbúðir hér á landi á ári hverju á tíma­bil­inu 2000-2016.“

Útlend­ingum fjölgar hratt

Hag­stofa Íslands birti nýja mann­fjölda­spá í lok októ­ber 2017. Sam­kvæmt henni var meðal ann­ars gert ráð fyrir því að  að­fluttir íbúar verði 23.385 fleiri en brott­­fluttir á tíma­bil­inu 2017-2021. Aðfluttir eru fyrst og fremst erlendir rík­­is­­borg­­ar­­ar. Í byrjun árs 2017 voru erlendir rík­­is­­borg­­arar 30.380 hér­­­lend­­is. Þeim mun því fjölga um 77 pró­­sent á örfáum árum ef gengið er út frá því að allir aðfluttir umfram brott­­flutta séu erlendir rík­­is­­borg­­ar­­ar.

Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri Reykjavíkur. Hann segir að að forsendur Hagstofunnar um áframhaldandi mannfjölgun séu umdeilanlegar. Mynd: Birgir Þór Harðarson.Gert er ráð fyrir að aðfluttir umfram brott­­flutta verði 5.119 á þessu ári í mann­­fjölda­­spánni. Veru­­legar líkur eru á að sú tala sé van­á­ætluð í ljósi þess að raun­­tölur sýna að erlendum rík­­is­­borg­­urum fjölg­aði um 6.310 á fyrstu níu mán­uðum síð­asta árs­. Það þýðir að þeim útlend­ingum sem hingað flytja umfram þá sem flytj­­ast í burtu fjölg­aði mun meira á fyrstu níu mán­uðum síð­asta árs en á öllu árinu 2016, þegar erlendum rík­­is­­borg­­urum hér­­­lendis fjölg­aði um 4.090.

Sér­fræð­ingar borg­ar­innar ekki sann­færðir

Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri í Reykja­vík, segir að þessi mikla fjölgun erlendra rík­is­borg­ara á fyrstu þremur árs­fjórð­ungum síð­asta árs veki athygli. Tölur Hag­stof­unnar sýna að fjórir af hverjum tíu erlendum rík­is­borg­urum sem sett­ust að á Íslandi á tíma­bil­inu hafi gert það í Reykja­vík. Alls hefur erlendum rík­­is­­borg­­urum sem búa í höf­uð­­borg­inni fjölgað um 5.580 á tæpum fimm árum. Á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2017 fjölg­aði þeim um 2.460.

Dagur segir að sú for­senda Hag­stof­unnar við end­ur­skoðun á mann­fjölda­spá, að þessi mikla hækkun muni halda áfram næstu fimm árin, sé hins vegar umdeil­an­leg. „Sér­fræð­ingar borg­ar­innar eru ekki sann­færðir um að það gangi eft­ir. Aðflutn­ingur fólks hefur oft­ast tengst hag­sveifl­unni náið og ef spár um heldur minni hag­vöxt gengur eftir þá má búast við að einnig muni hægja á aðflutn­ingn­um. Við sláum hins vegar engu föstu í þessu efni og munum fylgj­ast vel með þró­un­inn­i.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
109 virk smit – 914 í sóttkví
Sautján ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og þrjú í landamæraskimun. 109 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Stórir lífeyrissjóðir hafa ekki farið vel út úr fjárfestingu í Icelandair
Aðkoma stærstu hluthafa Icelandair, sem hafa það hlutverk að ávaxta lífeyri landsmanna, að félaginu síðastliðinn áratug hefur ekki skilað mikilli arðsemi, og í tveimur tilfellum miklu tapi. Þessir sömu sjóðir munu á næstu dögum þurfa að taka ákvörðun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar