Þörf á að byggja um 2.200 íbúðir á ári til að mæta eftirspurn

Íbúðalánasjóður vinnur að gerð líkans til að meta undirliggjandi þörf fyrir nýjar íbúðir. Fyrstu niðurstöður benda til þess að mikil mannfjölgun leiði til þess að skortur á nýjum íbúðum hafi verið vanmetinn.

Á tímabilinu 2000-2016 voru byggðar um 1.800 íbúðir að meðaltali á hverju ári á Íslandi. Miðað við vænta mannfjölgun þá þarf að byggja rúmlega 2.200 á ári til að mæta þörf.
Á tímabilinu 2000-2016 voru byggðar um 1.800 íbúðir að meðaltali á hverju ári á Íslandi. Miðað við vænta mannfjölgun þá þarf að byggja rúmlega 2.200 á ári til að mæta þörf.
Auglýsing

Fyrstu nið­ur­stöður nýs lík­ans Íbúða­lána­sjóðs, sem á að aðstoða stjórn­völd við mat á und­ir­liggj­andi þörf fyrir nýjar íbúð­ir, benda til þess að skortur á nýjum íbúðum hafi auk­ist frá því í byrjun síð­asta árs, meðal ann­ars vegna mik­illar mann­fjölg­un­ar. Alls þurfi að byggja um 2.200 íbúðir á ári til að mæta þörf. Þetta kemur fram í umsögn sjóðs­ins um þings­á­lykt­un­ar­til­lögu þing­manna Sam­fylk­ing­ar­innar um að rík­is­stjórnin komi að bygg­ingu fimm þús­und leigu­í­búða svo fljótt sem auðið er.

­Í­búð­irnar eiga að nýt­ast til þess að koma fót­unum undir leigu­markað sem er rek­inn án hagn­að­ar­sjón­ar­miða.  Í grein­ar­gerð sem fylgir til­lög­unni er vitnað í áætlun Íbúða­lána­sjóðs um að til árs­loka árs­ins 2019 verði þörf fyrir níu þús­und nýjar íbúðir á land­inu öllu og rúm­lega tvö þús­und á hverju ári þar á eft­ir.

Byggjum 1.800 íbúðir á ári en þurfum 2.200

Í umsögn Íbúða­lána­sjóðs, sem var skilað inn 17. jan­ú­ar, segir að Íbúða­lána­sjóður vinni nú að gerð ofan­greinds lík­ans og að end­an­legar nið­ur­stöður um þörf á nýjum íbúðum næstu tvö árin liggi ekki fyr­ir. Fyrstu nið­ur­stöður bendi hins vegar til þess að skort­ur­inn sé meiri en fyrri áætl­anir sjóðs­ins hafi haldið fram. Ástæðan sé meðal ann­ars mikil mann­fjölg­un.

Ekki sé útlit fyrir að sú upp­bygg­ing sem spáð hafi verið á næstu tveimur árum muni duga til að mæta upp­safn­aðri þörf miðað við mann­fjölda­spá Hag­stof­unn­ar.

Auglýsing
Í umsögn­inni seg­ir: „Eins og fram kemur í grein­ar­gerð með þeirri til­lögu sem hér er til umsagnar er það mat hag­deildar Íbúða­lána­sjóðs að byggja þurfi rúm­lega 2.000 íbúðir á ári hverju til að mæta þörf. Nánar til­tekið er það mat hag­deildar að 2.200 nýjar íbúðir þurfi á ári hverju til árs­ins 2040 til að mæta und­ir­liggj­andi þörf miðað við mann­fjölda­spá Hag­stof­unnar og breytta ald­urs­sam­setn­ingu þjóð­ar­inn­ar. Til sam­an­burðar voru að með­al­tali byggðar um 1.800 íbúðir hér á landi á ári hverju á tíma­bil­inu 2000-2016.“

Útlend­ingum fjölgar hratt

Hag­stofa Íslands birti nýja mann­fjölda­spá í lok októ­ber 2017. Sam­kvæmt henni var meðal ann­ars gert ráð fyrir því að  að­fluttir íbúar verði 23.385 fleiri en brott­­fluttir á tíma­bil­inu 2017-2021. Aðfluttir eru fyrst og fremst erlendir rík­­is­­borg­­ar­­ar. Í byrjun árs 2017 voru erlendir rík­­is­­borg­­arar 30.380 hér­­­lend­­is. Þeim mun því fjölga um 77 pró­­sent á örfáum árum ef gengið er út frá því að allir aðfluttir umfram brott­­flutta séu erlendir rík­­is­­borg­­ar­­ar.

Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri Reykjavíkur. Hann segir að að forsendur Hagstofunnar um áframhaldandi mannfjölgun séu umdeilanlegar. Mynd: Birgir Þór Harðarson.Gert er ráð fyrir að aðfluttir umfram brott­­flutta verði 5.119 á þessu ári í mann­­fjölda­­spánni. Veru­­legar líkur eru á að sú tala sé van­á­ætluð í ljósi þess að raun­­tölur sýna að erlendum rík­­is­­borg­­urum fjölg­aði um 6.310 á fyrstu níu mán­uðum síð­asta árs­. Það þýðir að þeim útlend­ingum sem hingað flytja umfram þá sem flytj­­ast í burtu fjölg­aði mun meira á fyrstu níu mán­uðum síð­asta árs en á öllu árinu 2016, þegar erlendum rík­­is­­borg­­urum hér­­­lendis fjölg­aði um 4.090.

Sér­fræð­ingar borg­ar­innar ekki sann­færðir

Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri í Reykja­vík, segir að þessi mikla fjölgun erlendra rík­is­borg­ara á fyrstu þremur árs­fjórð­ungum síð­asta árs veki athygli. Tölur Hag­stof­unnar sýna að fjórir af hverjum tíu erlendum rík­is­borg­urum sem sett­ust að á Íslandi á tíma­bil­inu hafi gert það í Reykja­vík. Alls hefur erlendum rík­­is­­borg­­urum sem búa í höf­uð­­borg­inni fjölgað um 5.580 á tæpum fimm árum. Á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2017 fjölg­aði þeim um 2.460.

Dagur segir að sú for­senda Hag­stof­unnar við end­ur­skoðun á mann­fjölda­spá, að þessi mikla hækkun muni halda áfram næstu fimm árin, sé hins vegar umdeil­an­leg. „Sér­fræð­ingar borg­ar­innar eru ekki sann­færðir um að það gangi eft­ir. Aðflutn­ingur fólks hefur oft­ast tengst hag­sveifl­unni náið og ef spár um heldur minni hag­vöxt gengur eftir þá má búast við að einnig muni hægja á aðflutn­ingn­um. Við sláum hins vegar engu föstu í þessu efni og munum fylgj­ast vel með þró­un­inn­i.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Íbúðalánasjóður getur gjaldfellt lán eða breytt lánskjörum hjá þeim sem ætla að græða
Íbúðalánasjóður hefur gripið til aðgerða gagnvart félögum sem rekin eru með arðsemissjónarmiði en hafa tekið lán hjá sjóðnum sem ætluð eru fyrir óhagnaðardrifin leigufélög.
Kjarninn 6. desember 2019
Aramco með verðmiðann 205.700.000.000.000
Olíufyrirtæki Aramco verður langsamlega verðmætasta skráða hlutafélag í heiminum. Um 1,5 prósent hlutafjár í félaginu var selt, miðað við verðmiða upp á 1.700 milljarða Bandaríkjadala.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar