Falsaðir reikningar, breyttir samningar og gervilén í fjárdráttarmáli Magnúsar

Fyrrverandi forstjóri United Silicon er talinn hafa látið leggja greiðslur inn á reikninga í Danmörku og Ítalíu og síðan notað þær í eigin þágu. Alls er grunur um 605 milljóna króna fjárdrátt.

Kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík.
Kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík.
Auglýsing

Magnús Garð­ars­son, fyrr­ver­andi for­­­stjóri og stofn­andi United Sil­icon (USi), er grun­aður um að hafa falsað reikn­inga og und­ir­skrift­ir, átt við lána­samn­ing og búið til gervi­lén í við­leitni sinni til að draga að sér fé úr fyr­ir­tæk­inu. Alls er grunur um að Magnús hafi dregið að sér 605 millj­ónir króna.

Þetta kemur fram í skýrslu sem KPMG vann fyrir United Sil­icon og skil­aði til fyr­ir­tæk­is­ins í nóv­­em­ber. Skýrslan byggir á skoðun KPMG á gögnum úr bók­haldi United Sil­icon og upp­­lýs­ingum sem stjórn­­endur og end­­ur­­skoð­endur veittu KPMG við skoð­un­ina.

Í skýrsl­unni er meint fjár­­­mála­mis­­­ferli Magn­úsar rakið ítar­­lega, en United Sil­icon kærði hann til hér­­aðs­sak­­sókn­­ara vegna gruns um stór­­felld auð­g­un­­ar­brot og skjala­fals allt frá árinu 2014. Magnús hafn­aði þessum ásök­unum í yfir­­lýs­ingu sem hann sendi frá sér 12. sept­­em­ber 2017. Þar sagði hann þær „bull og vit­­leysu“.

Brögðum beitt til að fela upp­lýs­ingar

Þorri þess fjár­dráttar sem talin er hafa átt sér stað hjá United Sil­icon var með þeim hætti að fyr­ir­tæk­inu bár­ust reikn­ingar sem sagðir voru vera frá ítalska fyr­ir­tæk­inu Tenova, sem fram­leiddi ljós­boga­ofn kís­il­málm­verk­smiðj­unnar í Helgu­vík.

Í skýrslu KPMG segir að samn­ing­ur­inn um kaup á bún­aði og efni vegna ofns­ins hafi verið und­ir­rit­aður 21. maí 2014. Hann hljóð­aði upp á 28,5 millj­ónir evra, eða um 3,6 millj­arða króna á núver­andi gengi. Á sama tíma var gerður lána­samn­ingur þar sem Tenova lán­aði United Sil­icon fyrir kaup­verð­inu. Í honum var kveðið á um frestun á útgáfu reikn­inga sem nemur 20 pró­sent af reikn­ingum Tenova sam­kvæmt greiðslu­á­ætl­un.

Auglýsing
Stjórn United Sil­icon veitti Magn­úsi heim­ild til að gera  nauð­syn­legar ráð­staf­anir vegna samn­ings við Tenova. Í skýrslu KPMG segir að í sam­skiptum við stjórn­endur Tenova hafi komið fram að þar sem fyrr­nefndur kaup­samn­ingur við Tenova hafi vísað í þann lána­samn­ing, sem var und­ir­rit­aður sama dag og samn­ing­ur­inn var gerð­ur, hafi stjórn­endur Tenova litið svo á að í þeirri stjórn­ar­sam­þykkt fælist heim­ild til Magn­úsar að skrifa undir lána­samn­ing­inn.

Með stjórn­ar­sam­þykkt­inni fylgdi skannað ein­tak af lána­samn­ing­inum. Í við­auka 8 við samn­ing­inn mátti einnig sjá til­vísun í lána­samn­ing­inn. Í skýrslu KPMG seg­ir: „Ekki er að sjá neina til­vísun í lána­samn­ing­inn í við­auka 8 í því ein­taki af frum­riti samn­ings­ins sem varð­veitt er hjá USi en skjalið er að öðru leyti keim­líkt því ein­taki sem Tenova hefur undir hönd­um. Við­auki 8 er samt sem áður ólíkur öðrum skjölum samn­ings­ins og svo virð­ist sem um ljós­rit sé að ræða. Við nán­ari skoðun á frum­gagn­inu hjá USi má draga þá ályktun að átt hafi verið við skjalið í þeim til­gangi að falsa það. Þannig var brögðum beitt til að fela upp­lýs­ingar fyrir stjórn­end­um, starfs­mönnum og end­ur­skoð­anda um lána­samn­ing­inn. Í þeim sam­skiptum sem KPMG hefur átt við hlut­eig­andi aðila lítur út fyrir að Magnús hafi einn innan USi vitað af umræddum lána­samn­ingi.“

„Al­gjör­lega fals­að­ir“ reikn­ingar

Reglu­lega bár­ust reikn­ingar til United Sil­icon frá Tenova. Sá fyrsti er dag­settur 1. júlí 2014 og er ekki lækk­aður um 20 pró­sent líkt og átti að gera sam­kvæmt lána­samn­ingnum. Við nán­ari skoðun hafi komið í ljós að Magnús hafi óskað eftir því að 20 pró­sent upp­hæð­ar­inn­ar, 570.760 evr­ur,  yrði end­ur­greidd og lögð inn á danskan banka­reikn­ing í nafni United Sil­icon. „Fjár­hæðin var síðan tekin út af banka­reikn­ingi og verður ekki séð að hún hafi verið nýtt í þágu USi. For­svars­menn USI höfðu enga vit­neskju um þennan banka­reikn­ing og var hann ekki skráður í bók­hald félags­ins,“ segir í skýrslu KPMG.

Þeir reikn­ingar sem KPMG telur til­hæfu­lausa eiga að hafa borist frá öðru félagi, Pyromet Tecnologia Elettrod­ica S.R.L. (PTE). Alls voru greiddir sjö reikn­ingar til þess félags að fjár­hæð 4.231 þús­und evr­ur. Þegar aðal­lög­fræð­ingur Tenova, Giorgio Mel­ega, fékk sent afrit af þessum reikn­ingum við skoðun á bók­haldi United Sil­icon sagði hann þá vera „al­gjör­lega fals­aða“ og stað­festa grun­semdir um skipu­lagða föls­un. Orð­rétt sagði í tölvu­pósti sem hann sendi 1. sept­em­ber 2017: „Sorry to con­firm that these invoice app­ear comp­let­ely fake and con­firm our ini­tial percept­ion of a for­gery scheme.“

Greiðslur vegna reikn­ing­anna fóru inn á banka­reikn­ing á Ítalíu sem er talin tengj­ast Magn­úsi Garð­ars­syni eða félögum honum tengd­um. Sam­tals nemur hinn meinti fjár­dráttur 4,8 millj­ónum evra, eða 605 millj­ónum króna á núvirði.

Eitt þús­und færslur leið­réttar í bók­haldi

Í sam­an­tekt­ar­hluta skýrslu KPMG segir að við end­ur­skoðun árs­reikn­ings 2016 hafi end­ur­skoð­andi United Sil­icon kallað eftir stað­fest­ingum frá lána­drottnum. Þar segir enn fremur að til að villa um fyrir end­ur­skoð­anda „ þá greip Magnús til þess ráðs að stofna lén og lætur líta út fyrir að hann sé Mark Giese, Senior Project Mana­ger hjá þeim lán­ar­drottni sem lánið var frá og falsar yfir­lit. Þar stað­festir hann að skulda­staða USi sé lægri en raunin var sem nemur þeirri fjár­hæð sem hann hafði þá tekið ófrjálsri hend­i.“

Magnús hafi síðan falsað und­ir­skrift Mark Griese á stað­fest­ing­ar­bréfi vegna árs­ins 2016 til end­ur­skoð­anda.

Um tíma var íhugað að færa bók­hald United Sil­icon vegna árs­ins 2016 upp á nýtt vegna fjölda rang­færslna. Í skýrslu KPMG segir að það segi mikið um hver staða bók­halds­ins var. Sú ákvörðun hafi hins vegar verið tekin að fara í leið­rétt­ingar frekar en að færa bók­haldið allt aftur upp. Áætlað er að leið­rétt­ingar hefðu numið um eitt þús­und færsl­um. „Það verður að telj­ast mikið þar sem félagið var ekki komið í fulla starf­semi. Erfitt var að draga fram áreið­an­legar upp­lýs­ingar um hreyf­ingar í bók­hald­inu, t.d. á lán­ar­drottnum fyrir árin, vegna allra leið­rétt­ing­anna sem búið var að ger­a.“

Arion banki borgar 200 milljónir á mánuði vegna rekstursins

United Sil­icon glímir við mikla rekstr­­­ar­erf­ið­­­leika og mikil óvissa ríkir um hvort fyr­ir­tækið geti haldið áfram rekstri. Það er í greiðslu­­stöðvun sem rennur út á mán­u­dag. Hlut­hafar og kröf­u­hafar félags­­­ins hafa þurft að afskrifa stórar upp­­­hæðir vegna United Sil­icon það sem af er þessu ári. Arion banki hefur til að mynda þegar afskrifað 4,8 millj­­­­arða króna vegna verk­efn­is­ins. Bank­inn hefur að mestu tekið yfir hlutafé en útistand­andi skuld­bind­ingar nema ennþá 5,4 millj­­­­örð­um, sam­­­­kvæmt síð­­­­asta birta upp­­­­­­­gjöri bank­ans. Arion banki hefur auk þess ábyrgst rekst­­­­ur­inn á greiðslu­­­­stöðv­­­­un­­­­ar­­­­tím­­­­anum en hann hefur borgað um 200 millj­­­­ónir króna á mán­uði vegna hans, frá því greiðslu­­­­stöðv­­­­un­­­­ar­­­­tím­inn hófst í ágúst.

Þá hafa nokkrir líf­eyr­is­­sjóð­ir, sem fjár­­­festu fyrir rúm­­lega tvo millj­­arða króna í verk­efn­inu, lík­­­ast til tapað fjár­­­fest­ingu sinni að stærstum hluta.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar